Morgunblaðið - 29.06.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.06.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ RÚMLEGA hundrað einstaklingar eru stofnendur Heimssýnar, þver- pólitískrar hreyfingar sjálfstæðis- sinna í Evrópumálum, sem stofnuð var á fimmtudagskvöld. Samtökin telja það ekki samrýmast hagsmun- um Íslendinga að gerast aðilar að Evrópusambandinu (ESB) og leggja áherslu á vinsamleg sam- skipti og víðtæka samvinnu við aðr- ar þjóðir í Evrópu og heiminum öll- um. Má sjá á listanum yfir stofnendur fylgismenn allra flokka, þó stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar græns fram- boðs séu þar mest áberandi. Stein- grímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er einn stofn- enda og situr hann í stjórn félags- ins. Samskipti við aðra heimshluta ekki síður mikilvæg „Skoðanir eru auðvitað mjög skiptar á ýmsum þjóðmálum í þess- um hópi en þetta fólk á það sameig- inlegt að það telur það ekki sam- rýmast hagsmunum íslensku þjóðarinnar að við gerumst aðilar að Evrópusambandinu,“ segir Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra og formaður samtakanna. „Þeir sem eru andvígir aðild að ESB eru stundum sakaðir um að vera þröngsýnir. Við teljum að það sé einmitt þröngsýni að mæna bara á möguleikana í ESB, það sé nær að líta til allra landa og horfa yfir allan heiminn. Samskipti okkar og við- skipti við aðra heimshluta eru ekki síður mikilvæg. Með því að ganga inn í ESB værum við að vissu leyti að loka okkur þar af í tollabandalag- inu ESB og gætum átt á hættu að einangrast frá öðrum heimshlutum. Við óttumst að áhrif Íslendinga verði þar ákaflega smávaxin og þess vegna verðum við að halda sjálf- stæði okkar til að geta horft til allra átta,“ segir Ragnar. Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem átti sæti í undirbúningsnefnd- inni og setti stofnfundinn fyrir hönd nefndarinnar, segir að mörgum hafi þótt ákveðin slagsíða í umræðunni um Evrópumál hér á landi og hafi því verið ákveðið að stofna samtök til að afstaða þeirra komi skýrar fram. Ragnar segir að samtökin muni fyrst og fremst beita sér að upplýsingagjöf, enginn vafi leiki á því að mikil þörf sé á fræðsluefni um meginkjarna þessa máls. Hann seg- ir að samtökin muni standa að ráð- stefnu og vinna að vandaðri úttekt á þessu máli. „Þetta er auðvitað langstærsta og viðamesta mál íslenskra stjórnmála í dag, mál sem grípur inn í alla þætti stjórnmálanna má segja,“ segir Ragnar. Umfram allt sé þetta sjálf- stæðismál, að ganga inn í ESB þýði afsal á ýmsum þáttum fullveldisins og að ákveðin réttindi glatist. „Ég nefni sem dæmi að við getum ekki gert viðskiptasamninga við önnur ríki án milligöngu Evrópusam- bandsins, samninga um fiskveiðar í úthafinu og annað í þeim dúr. Sumir tala um þetta eins og einhverja þjóðernisrómantík, líkja þessu við sjálfstæðisbaráttuna en það er nú bara eðli málsins enda er það við- urkennt að til þess að ganga í ESB þyrftum við að breyta stjórnar- skránni þar sem það felur í sér afsal fullveldis,“ segir Ragnar. Ólíklegt að Evrópumálin ráði úrslitum við stjórnarmyndun Ingvi Hrafn segist telja ólíklegt að Evrópumálin muni ráða úrslitum um stjórnarmyndun eftir næstu kosningar en nokkuð hefur borið á ágreiningi formanna stjórnarflokk- anna hvað Evrópumálin varðar. „Eins og staðan er í dag er enginn stjórnmálaflokkur með aðild að ESB á stefnuskrá sinni og harla ólíklegt að meirihluti kjósenda muni kjósa flokk með slíka stefnu,“ segir hann. Aðspurður um hvort samtökin séu mótfallin því að hefja aðildarvið- ræður til að sjá hvernig samning Ís- land myndi fá segir Ingvi Hrafn samtökin ekki hafa sérstaka stefnu hvað það varðar. Þau vilji standa fyrir umræðu til að koma á fram- færi þeim mörgu hliðum sem aðild að ESB hafi í för með sér, sérstak- lega þeim slæmu sem ekki hafi mik- ið verið fjallað um. „Að mínu viti liggur alveg ljóst fyrir að við gætum ekki samið okkur frá tilteknum at- riðum í stefnu sambandsins. Við munum í mesta lagi fá tímabundna undanþágu frá þeim. Það liggur fyr- ir hvað það þýðir til lengri tíma að vera í ESB. Samningaviðræður og tiltekinn samningur um aðild eru að mestu leyti formsatriði varðandi inngöngu. Það sem við þurfum að gera upp við okkur er ekki hvort við viljum einhvern ákveðinn samning um ESB-inngöngu, því hann mun ævinlega snúast um það að við göngum inn í allar reglur sam- bandsins. Spurningin er fyrst og fremst hvort við viljum fara inn eða ekki. Við semjum okkur ekki frá neinum atriðum í stefnu ESB,“ seg- ir Ingvi Hrafn. EES-samningurinn verður tekinn til endurskoðunar Hin nýstofnuðu samtök taka held- ur ekki afstöðu til EES-samnings- ins. „Það er auðvitað ljóst að EES- samningurinn kemur til endurskoð- unar á einhverju stigi og þá verður það sér mál. Stóra málið er hvort við ætlum að ganga í ESB eða ekki,“ segir Ragnar sem segir að ESB eigi á hættu að þróast yfir í sam- bandsríki Evrópu. Ragnar greiddi atkvæði gegn EES-samningnum á sínum tíma, en þá var hann þing- maður fyrir Alþýðubandalagið. Ingvi Hrafn segir að þeir sjálf- stæðismenn, sem eru meðal stofn- enda samtakanna, styðji EES- samninginn og vilji byggja á honum í fyrirsjáanlegri framtíð enda hafi hann reynst vel. „En teljum aftur á móti að það séu margir svo miklir ókostir við það að ganga inn í ESB að það sé ekki ástæða til að skoða það í nánustu framtíð.“ Varaformaður samtakanna er El- ínbjörg Magnúsdóttir fiskverka- kona, ritari er Páll Vilhjálmsson blaðamaður og gjaldkeri er Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri. Í stjórn samtakanna sitja einnig Steingrím- ur Hermannsson, fyrrv. forsætis- ráðherra, Sigurður Kári Kristjáns- son lögmaður og Stefanía Traustadóttir félagsfræðingur, Reykjavík. Í fréttatilkynningu hvetur stjórn Heimssýnar alla áhugamenn sem styðja vilja málstað samtakanna að sækja um aðild að hreyfingunni með símtali eða bréfi til einhvers fyrr- nefndra stjórnarmanna eða með því að senda tölvubréf á netfang sam- takanna, umsokn@heimssyn.is. Þverpólitísk samtök sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Heimssýn, stofnuð Samrýmist ekki hags- munum Íslendinga að gerast aðilar að ESB Morgunblaðið/Golli Andstæðingar aðildar að Evrópusambandinu, úr öllum flokkum, hafa stofnað þverpólitísk samstök sem hafa það sem aðalmarkmið að berjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ingvi Hrafn Óskarsson, for- maður SUS, og Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra, tóku þátt í und- irbúningi stofnunar samtakanna sem Ragnar er formaður fyrir. RÚMLEGA eitthundrað einstaklingar rituðu nafn sitt undir ávarp sem lagt var fram við stofnun samtakanna. Þeir eru úr öllum stjórn- málaflokkunum fjórum þó sjálfstæðismenn og félagsmenn úr Vinstrihreyfingunni grænu framboði séu þar mest áberandi. Ávarpið fer hér á eftir: „Íslendingar hafa á tæpri öld fest sig í sessi sem sjálfstæð þjóð með öflugt atvinnu- og menningarlíf þar sem velferð þegnanna er tryggð. Einstakur árangur fámennrar þjóðar væri óhugsandi nema fyrir það afl sem felst í sjálfstæðinu. Við undirrituð leggjum áherslu á vinsamleg samskipti og víðtæka samvinnu við aðrar þjóðir í Evrópu og heiminum öllum en teljum það ekki samrýmast hagsmunum Ís- lendinga að gerast aðilar að Evrópusamband- inu. Við hvetjum til opinnar umræðu um Evr- ópu- og alþjóðasamstarf á þessum grunni og höfum stofnað samtök sem bera heitið Heims- sýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumál- um.“ Stofnfélagar eru: Aðalsteinn Sigurðsson, fiskifræðingur Andrés Rúnar Ingason, tæknimaður Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur/ hugbúnaðarprófanir Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur Arna Hauksdóttir, BA í sálfræði Axel Kárason, nemi Árni Bergmann, rithöfundur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri og vara- þingmaður Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur Benedikt Davíðsson, fv. forseti ASÍ Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísa- fjarðar Bjarni Harðarson, ritstjóri Bjarni Ragnar Brynjólfsson, verkfræðingur Björg Einarsdóttir, rithöfundur Björgvin Guðmundsson, formaður Heimdallar Björn S. Stefánsson, dr. scient Brynja Benediktsdóttir, leikari og leikstjóri Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Bubbi Morthens, tónlistarmaður Drífa Snædal, viðskiptafræðinemi Einar Guðfinnsson, alþingismaður Einar Laxness, sagnfræðingur Elfar Aðalsteinsson, forstjóri Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskverkakona Elma Guðmundsdóttir, blaðamaður Elva Dögg Melsted, íslenskunemi Erpur Þ. Eyvindarson, myndlistar- og tónlist- armaður Eyjólfur Eysteinsson, útsölustjóri Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, framkvæmda- stjóri Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Gestur Svavarsson, íslenskufræðingur Gísli Hauksson, hagfræðingur Grímur Atlason, verkefnisstjóri Grímur Hákonarson, kvikmyndagerðarmaður Guðlaugur Þór Þórðarsson, borgarfulltrúi Guðmundur H. Garðarsson, fyrrverandi al- þingismaður Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndagerðarmað- ur Guðríður Sigurðardóttir, starfsþróunarstjóri Guðrún Agnarsdóttir, læknir Guðrún Hallgrímsdóttir, verkfræðingur Guðrún Helgadóttir, rithöfundur Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi Gunnar Sæmundsson, varaform. Bændasam- taka Íslands Gunnarr Håkansson, nemi Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Halldór Brynjúlfsson, bifreiðarstjóri Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor Haukur Ómarsson, framkvæmdastjóri Haukur Þór Hauksson, formaður Samtaka verslunarinnar Helga Árnadóttir, tölvunarfræðinemi Helga Vala Helgadóttir, leikkona/dagskrár- gerðarmaður Hinrik Kristjánsson, útgerðarmaður Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðinemi Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndagerðarmaður Hreinn Loftsson, hæstaréttarlögmaður Hörður Guðbrandsson, bæjarfulltrúi Hörður Ingimarsson, fv. bæjarfulltrúi Illugi Gunnarsson, hagfræðingur Ingibjörg Lind Karlsdóttir, íslenskunemi Ingibjörn Árnason, nemi Ingvar Gíslason, fyrrverandi menntamálaráð- herra Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður SUS Jakob Jakobsson, fyrrv. forstjóri Hafrann- sóknarstofnunar Jóhann Ísberg, ljósmyndari Jóhannes Snorrason, flugmaður Jóhannes Þorleifsson, nemi Jón Bjarnason, alþingismaður Jón Einarsson, lögfræðingur Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Karolína Einarsdóttir, nemi Kjartan Ólafsson, fv. ritstjóri Kolbrún Halldórsdóttir, alþingismaður Konráð Gíslason, fyrrverandi kennari Kristinn Pétursson, framkvæmdastjóri Kristján Ísfeld, verkstjóri Kristján Ra, framkvæmdastjóri Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Logi Þormóðsson, fiskvinnslumaður Magnús Gunnarsson, viðskiptafræðingur Margrét Guðmundsdóttir, námsráðgjafi Matthías Björnsson, fv. loftskeytamaður Orri Hauksson, verkfræðingur Ólafur B. Thors, framkvæmdastjóri Óskar Magnússon, forstjóri Páll Vilhjálmsson, blaðamaður Ragnar Arnalds, rithöfundur Pétur Hafliði Marteinsson, knattspyrnumaður Ragnar Böðvarsson, ættgreinir Rósmundur Ingvarsson, fræðimaður Salome Þorkelsdóttir, fyrrverandi forseti Al- þingis Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi Sigríður Gunnarsdóttir, guðfræðinemi Sigríður Kristinsdóttir, sjúkraliði Sigtryggur Björnsson, kennari í Landbúnað- arháskólanum Sigurður Hlöðversson, tæknifræðingur Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður Sjöfn Ingólfsdóttir, bókavörður Sólrún Ólafsdóttir, bóndi Sólveig Jakobsdóttir, dósent Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur Stefanía Traustadóttir, félagsfræðingur Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi for- sætisráðherra Tryggvi Gíslason, skólameistari Þór Whitehead, prófessor Þuríður Pálsdóttir, söngkona Stofnfélagar eru úr öllum stjórn- málaflokkum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.