Morgunblaðið - 29.06.2002, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.06.2002, Qupperneq 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 19 Reykjavík sími 580 0500 Selfossi sími 480 0800 www.blomaval.is sumarblóma veður Birkiplöntur 1.799kr. 40stk. Birki 50-70 cm 299kr. Flauelsblóm 999kr. 20stk. 599kr. 10stk. 999kr. 20stk. Lóbelía Stjúpur Petúnía 399kr. Frúarhattur 399kr. 199kr. Trjáplöntu- dagar Verðlækkun Nú er gott ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 1 81 57 06 /2 00 2 FLUGLEIÐIR hafa dregið úr sæta- framboði um 18,8% á fyrstu fimm mánuðum ársins. Á sama tíma hefur farþegum fækkað um 20,1%. Á tíma- bilinu fluttu Flugleiðir 412 þúsund farþega en þeir voru 516 þúsund í fyrra. Hefur farþegum einkum fækkað í flugi yfir Norður-Atlants- haf og þar hefur mest verið dregið úr framboði á sætum. Í kjölfar minna framboðs og fækkunar farþega til Norður-Ameríku hefur afkoma Flugleiða batnað frá því á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í til- kynningu til Verðbréfaþings Íslands. Félagið hefur markvisst dregið úr umsvifum sínum á markaðnum yfir Norður-Atlantshaf enda hefur hann verið ábataminnstur. Hins vegar hefur verið lögð höfuðáhersla á sölu ferða til Íslands á alþjóðlegum ferða- mannamarkaði. Fleiri ferðamenn til Íslands í maí Farþegum til og frá Íslandi fækk- aði um 1,5% í maímánuði en þessa fækkun má rekja til færri Íslendinga sem ferðast til útlanda. Ferðamönn- um á leið til Íslands fjölgaði hins veg- ar. Mest fækkun farþega varð í flugi til Norður-Ameríku eða 25,9% en 14,0% fækkun farþega varð í milli- landaflugi frá sama tímabili á síðasta ári. Farþegar í maímánuði 2001 voru 125.747 en sú tala lækkaði niður í 108.161 á þessu ári. Farþegum í innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands, dótturfyrirtæki Flugleiða, fækkaði um 7,9% í maí, úr 25.568 í 23.536. Þá voru færri tonn flutt hjá Flugleiðum-Frakt í mánuð- inum og nam fækkunin 2,7%. Þrátt fyrir að Flugleiðir hafi minnkað sætaframboð í samræmi við minnkandi eftirspurn var sæta- nýting í maí 2,4% lakari en á sama tíma í fyrra. Hún var þá 72,3% en 69,9% í maí síðastliðnum. 20% fækkun farþega hjá Flugleiðum Skuldabréf Samherja fyrir einn milljarð ÍSLANDSBANKI lauk í gær sölu á skuldabréfum Samherja hf. fyrir einn milljarð króna. Skuldabréfin sem fyrirhugað er að skrá á Verð- bréfaþing Íslands eru með jöfnum hálfsárslegum afborgunum höfuð- stóls til sex ára. Bréfin bera 7,50% vexti og voru seld á ávöxtunar- kröfunni 7,50%, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Sam- herja. Allt útboðið var keypt af fjölda lífeyrissjóða og verðbréfasjóða. Samherji fól Íslandsbanka útboðið að undangengnum viðræðum við aðra banka. Afrakstur útboðsins verður notaður til að fjármagna starfsemi félagsins og fjárfesting- ar í öðrum félögum undanfarið. AcoTæknival kaupir birgðir Euronics BT í stað Euronics í Smáralind ACOTæknival mun opna BT-versl- un í Smáralind 6. júlí nk. Aco- Tæknival hefur með samningum við Heimilistæki keypt birgðir Euronics ásamt innréttingum, áhöldum og öðrum búnaði í versl- un Euronics í Smáralind. Ekki er um að ræða yfirtöku á merki Euronics eða skuldbindingum Heimilistækja vegna vörumerkis- ins, að því er fram kemur í til- kynningu. AcoTæknival hefur jafnframt gert leigusamning við Smáralind ehf. um 700 fm húsnæði í Smára- lind þar sem verslun Euronics hef- ur verið. Veltuaukning BT vegna þessara samninga er áætluð um 20% en veltuaukning móðurfélags- ins, AcoTæknivals, er metin um 9%. Gert er ráð fyrir að AcoTækni- val ráði flesta eða alla starfsmenn Euronics til starfa í BT, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá AcoTæknivali. Capital Veritas kaupir 80% í Pharmaco Ísland ehf. Í GÆR var gengið frá endanlegum kaupsamningi um kaup eignar- haldsfélagsins Capital Veritas ehf. á 80% hlutabréfa í Pharmaco Ís- land ehf. Forsvarsmaður Capital Veritas ehf. er Hreggviður Jóns- son og tekur hann við sem for- stjóri Pharmaco Ísland ehf. á mánudag. Í næstu viku verður hluthafahópur Capital Veritas kynntur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Pharmaco. Nýtt nafn síðar á árinu Kaupsamningur þessi byggist á kauptilboði sem stjórn Pharmaco hf. samþykkti 17. maí sl. Áreiðan- leikakönnun hefur farið fram og er lokið. Samhliða undirritun endan- legs kaupsamnings fór fram fulln- aðaruppgjör á milli aðila. Pharmaco Ísland ehf. mun yf- irtaka alla innlenda starfsemi Pharmaco hf. Engin breyting er fyrirhuguð á starfseminni að öðru leyti en því að nýtt nafn verður kynnt síðar á árinu, að því er fram kom þegar viðskiptin voru tilkynnt í maí. Pharmaco hf. verður áfram eigandi 20% hlutafjár í Pharmaco Ísland ehf. og tekur Sindri Sindra- son forstjóri Pharmaco hf. sæti í stjórn félagsins. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.