Morgunblaðið - 29.06.2002, Qupperneq 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 19
Reykjavík sími 580 0500
Selfossi sími 480 0800
www.blomaval.is
sumarblóma
veður
Birkiplöntur
1.799kr.
40stk.
Birki 50-70 cm
299kr.
Flauelsblóm
999kr.
20stk.
599kr.
10stk.
999kr.
20stk.
Lóbelía
Stjúpur
Petúnía
399kr.
Frúarhattur
399kr.
199kr.
Trjáplöntu-
dagar
Verðlækkun
Nú er gott
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
LO
1
81
57
06
/2
00
2
FLUGLEIÐIR hafa dregið úr sæta-
framboði um 18,8% á fyrstu fimm
mánuðum ársins. Á sama tíma hefur
farþegum fækkað um 20,1%. Á tíma-
bilinu fluttu Flugleiðir 412 þúsund
farþega en þeir voru 516 þúsund í
fyrra. Hefur farþegum einkum
fækkað í flugi yfir Norður-Atlants-
haf og þar hefur mest verið dregið úr
framboði á sætum. Í kjölfar minna
framboðs og fækkunar farþega til
Norður-Ameríku hefur afkoma
Flugleiða batnað frá því á sama tíma
í fyrra, að því er fram kemur í til-
kynningu til Verðbréfaþings Íslands.
Félagið hefur markvisst dregið úr
umsvifum sínum á markaðnum yfir
Norður-Atlantshaf enda hefur hann
verið ábataminnstur. Hins vegar
hefur verið lögð höfuðáhersla á sölu
ferða til Íslands á alþjóðlegum ferða-
mannamarkaði.
Fleiri ferðamenn til Íslands í maí
Farþegum til og frá Íslandi fækk-
aði um 1,5% í maímánuði en þessa
fækkun má rekja til færri Íslendinga
sem ferðast til útlanda. Ferðamönn-
um á leið til Íslands fjölgaði hins veg-
ar. Mest fækkun farþega varð í flugi
til Norður-Ameríku eða 25,9% en
14,0% fækkun farþega varð í milli-
landaflugi frá sama tímabili á síðasta
ári. Farþegar í maímánuði 2001 voru
125.747 en sú tala lækkaði niður í
108.161 á þessu ári.
Farþegum í innanlandsflugi hjá
Flugfélagi Íslands, dótturfyrirtæki
Flugleiða, fækkaði um 7,9% í maí, úr
25.568 í 23.536. Þá voru færri tonn
flutt hjá Flugleiðum-Frakt í mánuð-
inum og nam fækkunin 2,7%.
Þrátt fyrir að Flugleiðir hafi
minnkað sætaframboð í samræmi
við minnkandi eftirspurn var sæta-
nýting í maí 2,4% lakari en á sama
tíma í fyrra. Hún var þá 72,3% en
69,9% í maí síðastliðnum.
20% fækkun farþega
hjá Flugleiðum
Skuldabréf
Samherja fyrir
einn milljarð
ÍSLANDSBANKI lauk í gær sölu
á skuldabréfum Samherja hf. fyrir
einn milljarð króna. Skuldabréfin
sem fyrirhugað er að skrá á Verð-
bréfaþing Íslands eru með jöfnum
hálfsárslegum afborgunum höfuð-
stóls til sex ára. Bréfin bera 7,50%
vexti og voru seld á ávöxtunar-
kröfunni 7,50%, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu frá Sam-
herja.
Allt útboðið var keypt af fjölda
lífeyrissjóða og verðbréfasjóða.
Samherji fól Íslandsbanka útboðið
að undangengnum viðræðum við
aðra banka. Afrakstur útboðsins
verður notaður til að fjármagna
starfsemi félagsins og fjárfesting-
ar í öðrum félögum undanfarið.
AcoTæknival kaupir
birgðir Euronics
BT í stað
Euronics í
Smáralind
ACOTæknival mun opna BT-versl-
un í Smáralind 6. júlí nk. Aco-
Tæknival hefur með samningum
við Heimilistæki keypt birgðir
Euronics ásamt innréttingum,
áhöldum og öðrum búnaði í versl-
un Euronics í Smáralind. Ekki er
um að ræða yfirtöku á merki
Euronics eða skuldbindingum
Heimilistækja vegna vörumerkis-
ins, að því er fram kemur í til-
kynningu.
AcoTæknival hefur jafnframt
gert leigusamning við Smáralind
ehf. um 700 fm húsnæði í Smára-
lind þar sem verslun Euronics hef-
ur verið. Veltuaukning BT vegna
þessara samninga er áætluð um
20% en veltuaukning móðurfélags-
ins, AcoTæknivals, er metin um
9%.
Gert er ráð fyrir að AcoTækni-
val ráði flesta eða alla starfsmenn
Euronics til starfa í BT, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu frá
AcoTæknivali.
Capital
Veritas
kaupir 80%
í Pharmaco
Ísland ehf.
Í GÆR var gengið frá endanlegum
kaupsamningi um kaup eignar-
haldsfélagsins Capital Veritas ehf.
á 80% hlutabréfa í Pharmaco Ís-
land ehf. Forsvarsmaður Capital
Veritas ehf. er Hreggviður Jóns-
son og tekur hann við sem for-
stjóri Pharmaco Ísland ehf. á
mánudag. Í næstu viku verður
hluthafahópur Capital Veritas
kynntur, að því er fram kemur í
tilkynningu frá Pharmaco.
Nýtt nafn síðar á árinu
Kaupsamningur þessi byggist á
kauptilboði sem stjórn Pharmaco
hf. samþykkti 17. maí sl. Áreiðan-
leikakönnun hefur farið fram og er
lokið. Samhliða undirritun endan-
legs kaupsamnings fór fram fulln-
aðaruppgjör á milli aðila.
Pharmaco Ísland ehf. mun yf-
irtaka alla innlenda starfsemi
Pharmaco hf. Engin breyting er
fyrirhuguð á starfseminni að öðru
leyti en því að nýtt nafn verður
kynnt síðar á árinu, að því er fram
kom þegar viðskiptin voru tilkynnt
í maí. Pharmaco hf. verður áfram
eigandi 20% hlutafjár í Pharmaco
Ísland ehf. og tekur Sindri Sindra-
son forstjóri Pharmaco hf. sæti í
stjórn félagsins.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦