Morgunblaðið - 29.06.2002, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.06.2002, Qupperneq 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 21 TENGIGRIND Hentugt í sumarbústaðinn! Fyrir 80m2 rými miðað við 75-35°c hitaveitu 70-30°c hringrásarkerfi og 30% frostlög. Breiddin er 65cm og hæðin 75cm Heildsala - Smásala VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is ÍSRAELAR hafa keypt þrjá dís- ilknúna kafbáta sem verða búnir stýriflaugum er geta borið kjarna- odda, að sögn fyrrverandi embætt- ismanna í varnarmála- og utanrík- isráðuneytum Bandaríkjanna. Embættismennirnir segja að bandaríski sjóherinn hafi fylgst með því þegar stýriflaug var skot- ið úr einum kafbátanna á Ind- landshafi í tilraunaskyni fyrir tveimur árum. Þeir sögðu það hins vegar algert ríkisleyndarmál hvort stýriflaugarnar verða með kjarna- odda. Verði kjarnavopn sett í kafbát- ana bendir það til þess að Ísr- aelsstjórn telji auknar líkur á því að Írakar og Íranar geti smíðað nákvæmari eldflaugar sem geti eyðilagt þau kjarnavopn sem Ísr- aelar ráða nú yfir, en þau eru langflest í herstöðvum. Gæti valdið vígbúnaðarkapphlaupi Bandarískir sérfræðingar segja að með því að setja kjarnavopn í kafbáta viðhaldi Ísraelar fæling- armætti kjarnorkuherafla síns en það geti einnig torveldað tilraunir Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir að ríki í Mið-Austurlöndum og víðar reyni að koma sér upp kjarnavopnum. Það gæti því valdið kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupi í Mið-Austurlöndum. Mark Regev, talsmaður sendi- ráðs Ísraels í Washington, stað- festi að Ísraelar hefðu keypt þrjá dísilknúna kafbáta frá Þýskalandi en vildi ekki svara því hvort þeir yrðu búnir kjarnavopnum. Ísraelar hafa lengi haft þá stefnu að hvorki neita því né játa að þeir ráði yfir kjarnavopnum. Bandarískir sérfræðingar telja að Ísraelar eigi 100 skamm- og með- aldrægar eldflaugar sem geti borið kjarnaodda. Þeir eigi einnig kjarn- orkusprengjur sem hægt væri að varpa niður úr orrustuþotum af gerðinni F-16, sem eru smíðaðar í Bandaríkjunum, og bandarísk flugskeyti sem hægt væri að skjóta úr flugvélum og skipum. Í bók, sem Carnegie Endow- ment for International Peace birti nýlega, er fullyrt að Ísraelar hygg- ist setja kjarnorkuflaugar, sem dragi allt að 1.500 km, í þrjá kaf- báta, eða nógu marga til að tryggt sé að alltaf sé einn kafbátur búinn kjarnavopnum úti á sjó. Bandaríkjastjórn er hlynnt þeirri stefnu Ísraela að neita að svara því hvort þeir eigi kjarna- vopn. „Ef Ísraelar væru berorðir í þessum efnum myndu þeir lenda í vandræðum með grannríki á borð við Egyptaland og Sýrland. Leiðtogar þeirra komust að þeirri niðurstöðu fyrir mörgum árum að þeim stafaði ekki hætta af árás vegna þessarar tvíræðni,“ sagði fyrrverandi stjórnarerindreki í Bandaríkjunum. Hann bætti við að öðru máli gegndi um Írak og Íran vegna þess að þau kynnu að beita kjarna- vopnum að fyrra bragði tækist þeim að smíða slík vopn. Reuven Pedatzur, ísraelskur sérfræðingur í varnarmálum, sagði í grein, sem birt var fyrir tveimur árum, að Ísraelar þyrftu að vera viðbúnir því að Íranar og ef til vill Írakar gætu komið sér upp kjarn- orkuflaugum, sem hægt væri að skjóta á skotmörk í Ísrael, fyrir árið 2010. Hann sagði að kafbátar búnir kjarnavopnum myndu við- halda fælingarmætti ísraelska kjarnorkuheraflans þar sem „óvin- ir Ísraels gætu ekki fundið og eyðilagt þá og því væri ómögulegt að komast hjá gagnárás“. Ísraelskir kafbátar bún- ir kjarnorkuflaugum? The Washington Post. ÍSRAELSKI herinn hefur birt þessa mynd, sem hann segist hafa fundið eftir innrás í borg- ina Hebron á Vesturbakkanum. Sýnir hún smábarn, sem er klætt upp sem sjálfsmorðssprengju- maður. Segir talsmaður hersins, að hún hafi verið í fjölskyldu- albúmi og verði síðar greint frá því hver fjölskylda barnsins er. Í Ísrael hefur myndin vakið óhug en engin skýring hefur verið gefin á því, að svo virðist sem hlutar myndarinnar hafi verið svertir.Reuters Óhugnan- leg mynd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.