Morgunblaðið - 29.06.2002, Page 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 23
Golfdagur Æskulínunnar og GSÍ verður haldinn í Laugardalnum, sunnudaginn
30. júní, á túninu fyrir ofan Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.
Golfþrautir verða fyrir byrjendur sem lengra komna og hefjast kl. 13.00
Allir krakkar á aldrinum 6-11 ára geta tekið þátt í golfþrautunum.
Þátttakendur geta fengið lánaðar golfkylfur á staðnum.
Golf fyrir 6-11 ára
Glaðningur frá Æskulínunni
Frítt inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn
Ís frá Kjörís
www.krakkabanki.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
4
9
4
8
UMFANGSMIKIL lögregluleit
hófst í Ástralíu í gær að 39 hælisbeið-
endum, þar af fjórum börnum, sem
flúðu frá Woomera-flóttamannabúð-
unum, en stuðningsmenn flóttamann-
anna notuðu bíla til að rífa niður girð-
ingar og ferjuðu fólkið úr búðunum,
að sögn ástralskra yfirvalda. Sagði
lögregla að fimm manns hefðu náðst
fljótlega eftir flóttann, einn í Woo-
mera og fjórir um 300 km norðan við
búðirnar.
Vegatálmar voru settir upp á svæð-
inu í kringum búðirnar og lögreglan
notaði þyrlur og flugvélar til leitar á
um 200.000 ferkílómetra stóru svæði.
Í kringum búðirnar er afar hrjóstrug
eyðibyggð og sögðu yfirvöld á staðn-
um að vegna erfiðra aðstæðna yrði
nær ómögulegt fyrir fólkið að komast
undan án aðstoðar farartækja.
Flóttinn átti sér stað á fimmta degi
hungurverkfalls um 160 manna í
Woomera-búðunum en auk slíkra að-
gerða hefur verið töluvert um uppþot
og sjálfsmorðstilraunir meðal hælis-
beiðenda í búðunum. Samtök sem
styðja málstað flóttamanna og nefn-
ast „Okkar heilaga land“ lýstu yfir
ábyrgð á flóttanum í tölvupósti til út-
varpsstöðvar ástralska fjölmiðilsins
ABC og sögðu að 25 félagar samtak-
anna hefðu „frelsað eins margt þjáð
fólk og kostur var“. Flóttamannaráð
Ástralíu fordæmdi flóttann og sagðist
fulltrúi ráðsins telja að hann skaðaði
málstað flóttafólksins fremur en að
styrkja hann.
Flóttamannabúðirnar eru meðal
fimm slíkra í Ástralíu þar sem mörg
hundruð manns úr hópi svonefnds
bátafólks, aðallega frá Íran, Írak og
Afganistan, dvelja meðan yfirvöld
fara yfir umsóknir þeirra um hæli.
Flestum þeirra sem dvelja í búðunum
hefur verið synjað um hæli sem
flóttamenn en ekki er hægt að senda
fólkið til síns heima þar sem Ástralía
hefur ekki gert samkomulag við
heimalönd fólksins um að senda það
til baka. Hafa sumir flóttamannanna
dvalist í búðunum í meira en þrjú ár.
Girðingar rifnar niður við Woomera-flóttamannabúðirnar í Ástralíu
Á fjórða tug hælisbeiðenda flúði
Canberra, Adelaide. AP, AFP
EFTIR byltinguna í Íran 1979
hvöttu klerkarnir landa sína til að
eiga fleiri börn. Það þyrfti fleiri her-
menn til að verja landið og trúna og
ekki er hægt að segja annað en vel
hafi verið brugðist við ákallinu. Fæð-
ingum stórfjölgaði og nú eru 60%
þjóðarinnar undir 25 ára aldri.
Mannfjölgunin og aldursskiptingin
eru orðin að meiriháttar þjóðfélags-
vanda, sem nú er reynt að bregðast
við, til dæmis með ófrjósemisaðgerð-
um. Klerkarnir, sem kenndu áður að
hvert barn væri guðsgjöf og því
fleiri, því betra, hafa nú snúið við
blaðinu. Sem dæmi má nefna Hasan
Doroudi, sem ræðir þessi mál gjarna
eftir bænir í mosku sinni í Teheran.
„Lífshamingjan felst ekki bara í
barnafjölda og peningum, heldur í
aukinni menntun,“ sagði hann er
hann settist nýlega niður með tveim-
ur mönnum á fimmtugsaldri, sex
barna feðrum. „Í stað þess að eiga
sæg af börnum er betra að hafa þau
bara tvö og gera allt til að búa þau
undir lífið með góðri menntun. Mitt
ráð er að þið gangist undir ófrjósem-
isaðgerð.“
Margt af því fólki sem á sínum
tíma hlýddi kalli klerkanna um fleiri
börn iðrast þess núna. Það berst í
bökkum við að framfleyta sér enda
er atvinnuleysið í landinu líklega um
30% þótt opinberlega sé það sagt
vera 15%. Opinberlega er sagt að 12
af 70 milljónum íbúa lifi í sárri fá-
tækt og sú tala er vafalaust ekki of
lág. Fátækasta fólkið fær aðstoð frá
ríkinu við að kaupa nauðsynjar eins
og eldunarolíu og sykur en þá er að-
eins gert ráð fyrir mest þremur
börnum í fjölskyldu.
Getnaðarvarnir leyfðar
en umræða bönnuð
Hvers konar getnaðarvarnir, pill-
ur og verjur, eru leyfðar í Íran og
framleiða Íranir sjálfir mikið af
þeim. Það er hins vegar harðbannað
að auglýsa vöruna þar sem alger
bannhelgi hvílir yfir kynlífi og kyn-
ferðismálum. Jafnvel kynningar-
skilti á þeim stofum, sem annast
ófrjósemisaðgerðir, eru litin óhýru
auga. 675 íranskir læknar stunda nú
þessar aðgerðir og undir þær gang-
ast um 30.000 manns árlega.
Sumir Íranir halda því fram að
sérhvert barn sé gjöf frá guði og því
séu getnaðarvarnir synd. Klerkarnir
hafa hins vegar snúið við blaðinu og
komist að því við nánari lestur í Kór-
aninum að þar sé hvergi að finna
stafkrók sem banni þær.
„Það er ekki bannað að gangast
undir ófrjósemisaðgerð eða nota
verju til að koma í veg fyrir barns-
burð og hugsanlega líf í fátækt,“
sagði háttsettur klerkur, Hussein
Mousavi Tabrizi. Bætti hann við að
auk þess yrði að taka tillit til kvenna,
sem ættu rétt á að „njóta kynlífsins“.
Írönum
fjölgar
hratt
60% íbúa undir
25 ára aldri
Teheran. AP.
alltaf á föstudögum