Morgunblaðið - 29.06.2002, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 29.06.2002, Qupperneq 25
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 25 með loki, til í 5 litum Verð áður: 5.445 kr. 15 lítra, 12V og 220V Verð áður: 20.995 kr. fyrir leikföng Verð áður: 5.295 kr. Ferðakæliskápur 12.990 kr. Hillusamstæða 4.295 kr. í Skútuvogi 1.295 kr. Ver› á›ur: 1.990 kr. Hengirúm Sumartilboð Tilboð í verslun Skútuvogi 16, í dag laugardag. Opið 10-16 Sandkassi 3.995 kr. www.sagamedica.com eykur orku, þrek og vellíðan N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 6 1 3 4 /s ia .i s Angelica Angelica fæst í apótekum, heilsuvörubúðum og heilsuhornum matvöruverslana. Jakobína Björnsdóttir, Hafnarfirði: „Ég fór að taka Angelicu vegna þess að ég hafði lengi verið slæm í maga. Magaóþægindin minnkuðu og því til viðbótar varð ég bæði kraftmeiri og mér líður mun betur.“ lega góð þátttaka sem við erum hæstánægðir með.“ Rannsakendurnir fengu 156 fé- lagsmenn í heimsókn til sín á Heyrnar- og talmeinastöðina þar sem þeir fóru í gegnum læknis- skoðun á eryum. Þeir svöruðu ít- arlegum spurningalista og heyrn- artæknarnir Herdís Guðbjartsdóttir og Laufey Her- bertsdóttir mældu nákvæmlega heyrn þeirra ásamt þrýstingi í mið- eyrum. „Við framkvæmdum full- komna tónheyrnarmælingu á tíðni- sviðinu 125–8.000 Hz og reiknuðum meðaltal heyrnarinnar á þessu tíðnisviði. Hávaðaheyrnarskerðing einkennist af skerðingu hátíðni heyrnar, og þess vegna unnum við eingöngu út frá þessu tíðnisviði. Niðurstöðurnar bárum við saman við alþjóðlegan ISO-staðal um heyrn almennings, sem reiknaður er með tilliti til heyrnarskerðingar með hækkandi aldri. Niðurstöðurnar valda áhyggjum Þegar Einar og Friðrik skoðuðu heyrnarmælingu vélstjóranna bjuggust þeir við miklum mun milli heyrnar eldri og yngri vélstjóra. „Það kom okkur hins vegar óþægi- lega á óvart að þegar heyrn þeirra yngri er borin saman við ISO-stað- alinn er hún mun verri en við höfð- um búist við, sem gefur okkur vís- bendingu um að þeir yngri noti heyrnarhlífarnar ekki sem skyldi.“ Það veldur rannsakendunum áhyggjum. „Við hugsum til allra annarra starfsstétta sem vinna í miklum hávaða. Nota þær stéttir heyrnarhlífar sem skyldi? Gera má ráð fyrir að ungu vélstjórarnir hafi fengið fræðslu í námi sínu um mik- ilvægi heyrnarhlífanna, en samt sem áður nota þeir þær ekki betur en þetta.“ Ekki er við hlífarnar að sakast, enda fundust innan hópsins nokkrir vélstjórar sem greinilega nota og hafa alltaf notað hlífarnar sam- viskusamlega. „Með spurningalist- unum gátum við t.d. kannað eigið mat manna á heyrninni og notkun heyrnarhlífa. Svörin sýna að nokkrir vélstjórar líta á heyrnar- hlífarnar sem nauðsynlegt vinnu- tæki og nota þær mjög samvisku- samlega og hafa alltaf gert. Þeir sömu komu einnig best út í heyrn- armælingunni. Hins vegar var sterk fylgni hjá þeim sem höfðu lít- ið notað hlífar og mældust með slökustu heyrnina.“ Mikilvægt að vernda heyrnina Friðrik leggur mikla áherslu á að starfsfólk í hávaðasamri vinnu noti heyrnarhlífar samviskusam- lega. „Heyrnin er mjög viðkvæm og hana ber að vernda. Skemmd- irnar eru varanlegar og mikil óþægindi fylgja heyrnarskerðing- unni. Því fyrr sem viðkomandi ven- ur sig á góðar varúðarráðstafanir, því betri helst heyrnin og hættan á heyrnartapi snarminnkar. Með því að ögra heyrninni með miklum há- vaða er verið að skemma hana fyrir lífstíð, en það virðist ekki vera efst í huga þeirra sem láta sig málin litlu eða engu skipta,“ segir Friðrik, og bætir við: „Mælanleg heyrnarskerðing á hátíðni er dulinn skaði, sem sannast á því að lang- flestir yngri mennirnir töldu sig heyra vel eða nokkuð vel þó að heyrnarmælingin segði annað. Þótt varkárni frá upphafi sé nauðsynleg má ekki gleyma því að eyru manna þola hávaða misjafnlega vel.“ Einar Sindrason yfirlæknir kynnti niðurstöður rannsóknarinn- ar á norrænu þingi faghópa innan heyrnarfræðinnar í Finnlandi í maí síðastliðnum. „Niðurstöðurnar vöktu athygli, enda merkilegt að sjá að menntaðir starfsmenn taka ekki ábyrgari afstöðu í þessum málum. Það er nauðsynlegt að reka áróður fyrir almennri notkun heyrnarhlífa meðal starfsstétta, og koma á skipulögðum heyrnarmæl- ingum úti á vinnumarkaðnum, bæði til sjós og lands, svo að heyrn fleiri skerðist ekki,“ segir Friðrik að lok- um. Morgunblaðið/Jim Smart Þau stóðu að rannsókninni: Einar Sindrason yfirlæknir og Herdís Guðbjartsdóttir heyrnartæknir sitjandi, Frið- rik Rúnar Guðmundsson heyrnar- og talmeinafræðingur og Laufey Herbertsdóttir heyrnartæknir standandi. Á þessu grafi má sjá heyrn vélstjóranna miðað við aldur (punktar) og ISO-staðalinn (rauð lína). Því neðar sem punkturinn er, því verri er heyrnin. Greinilegt er hvað heyrn vélstjóranna, sérstaklega þeirra yngri, er slæm miðað við staðalinn. Eggjabikarar verð kr. 2.300 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánudag-föstudag 11-18 , laugardag 11-15 Begga fína Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.