Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 27 EKKI verður annað sagt en að í sölum Hafnarborgar ríki fjarrænn andblær er leiðir hugann að lita- dýrð austursins, um leið frum- byggja Pólýnesíu og Afríku. Lit- rófi sem heillaði evrópska listamenn á seinni hluta nítjándu aldar er austrið opnaði dyr sínar á gátt, framsæknir málarar sóttu til nýjar hugmyndir um eðli og mögu- leika málverksins um leið og þeir rannsökuðu list frumstæðra þjóða á mannfræðisöfnum. Ný viðhorf er sköruðu áhrifamátt lita og lína ruddu sér rúms, skeði einmitt er listamenn fengu fyrir fulltingi efnafræðinnar ótakmarkaðan að- gang að fyrrum fágætum frum- litum. En þrátt fyrir að áhrif væru sótt langt til austurs og hitabelt- isins í suðri, voru málverk áhrifa- málaranna svonefndu, eða im- pressjónistanna, í anda evrópskrar hefðar. Varð til víxlverkunar í þá veru að evrópskra áhrifa fór með tíð og tíma að gæta í austrinu, einkum hinu framsækna Japan. Þetta er í alla staði mjög lærdóms- ríkt og hermir af mikilvægi þess að listin sé jarðbundin, tengd nán- asta umhverfi, um leið spegilmynd samtímans á alþjóðavísu, hvað sem líður öllum stílum og stefnum. Menn nálgast afar gott dæmi um þetta í verkum japanska text- íllistamannsins Youchi Onagi í samanlögðum sölum Hafnarborg- ar. Um leið og fjölþætt verk hans eru ótvírætt nátengd japanskri erfðavenju kallast þau bæði á við frumstæða list og núviðhorf vest- ursins og þannig hlutgeng sem últra samtímalist. Japanskur myndlistarvettvangur ætti að geta orðið mörgum í norðrinu til nokk- urrar eftirbreytni, því þar fer allt fram af meiri og yfirvegaðri ró, nýjungar og magn ekki aðalatriðið heldur framþróunin með fortíðina að leiðarljósi. Yoichi Onagi, sem er af eldri kynslóð listamanna, f. 1931, gegndi um árabil prófessorsstöðu við Há- skóla myndlistar og hönnunar í hinni fornu höfuðbog Kyoto, en er nú kominn á eftirlaun. Skrifari var svo lánsamur að rekast á mikla vorsýningu skólans. Var mjög hrif- inn af vinnubrögðum nemenda sem rokkuðu frá hefðbundinni kallig- rafíu til nútímans, voru í senn gagnvirk og vönduð. Þar virtist enginn hafa helst að markmiði að ryðja burt eldri gildum, öllu frekar opna leiðir til nýrra gilda með full- tingi hefðarinnar og framsækinna viðhorfa. Sýningin í Hafnarborg er ein fyrsta yfirlitssýning sem hinn gagnmenntaði listamaður, kominn á áttræðisaldur, heldur, áréttar með því á einn veg að farsælast sé að flýta sér hægt, festina lente, eins og viðkvæðið var og er sunnar í álfunni og eðlislægt í austrinu. Hins vegar hefur hann tekið þátt í fjölda mikils háttar sýninga tví- og þríæringa víða um heim og er handhafi menningarverðlauna Kyoto-héraðs 2001. Frá því Onagi hætti að kenna 1999 hefur hann haft tækifæri til að helga sig myndlistinni í einu og öllu, jafn- framt safna saman sýnishornum frá ferli sínum og kynna út á við. Þverskurðurinn staðfestir að fjöldi sýninga heima og erlendis er tak- markaður mælikvarði á vægi lista- manna og listaverka, jafnframt ris menningar almennt, innihaldið jafnaðarlega það sem úrslitum ræður, ennfremur að sígandi lukka er best. Uppaflega lagði Onagi stund á lögfræði en færði sig yfir í málara- list að námi loknu, en um þrítugt tók vefnaður hug hans allan og snéri þá baki við pentskúfnum, festi sér vefstól og hóf sjálfsnám í vefnaði. Færði sín róttæku viðhorf í abstrakt málverki yfir á vefnað sem er rökréttara en margur hyggur því skyldleikinn á milli auðsær, þá býr vefurinn yfir marg- þættum og spennandi möguleikum í rúmtaki. Þetta yfirlit sem spann- ar tímabilið frá 1966 til dagsins í dag segir frá þreifingum til margra átta, pólarnir hið svífandi og jarðbundna, hlutvakta og óræða, harða og mjúka, að við- bættri sjálfri fjölþættri efnis- kenndinni. Sýningin hefst á mjög hefðbundnum tvívíðum listvefnaði skreytikenndra forma þar sem form- og litrænt hrynið er meg- inveigurinn. Þaðan er stórt stökk í belgvefnaðarverkin í aðalsal, sem eru allt í senn merkilega japönsk í útgeislan sinni, frumstæð í frjáls- legri útfærslu og litagleði, en um leið alþjóðleg um lífræn viðhorf. Sækir tækni og form til strá- og bambusvefnaðar sem stundaður hefur verið um aldir í sveitum heimalandsins, hugmyndirnar sótt- ar í handbragð hluta notagildis sveitafólksins; snjóstígvél, ilskó, regnslár og hatta unnið úr hrís- grjónahálmi, körfur, ýmis ílát og aðra hluti unna úr bambustágum, þetta allt yfirfært í yfirjarðneska líkamninga í bland við japönsk æv- intýri og þjóðtrú, en útfærslan í tímalausu núi. Sá sem hefur heim- sótt hin mörgu hof í Kyoto og blandað sér í fjölþættar og skraut- legar útihátíðir í Japan kennir hér sömu kviku til lofs og dýrðar fram- streymandi sköpuninni að við- bættri kraftbirtingu lífsneistans. Frístandandi verk í enda aðal- salar eru framhald belgvefnaðar- verkanna og hér hefur efnisnotk- unin þróast út í eintóna, hvíta ólífræna pólypropelene og verkin standa óhagganleg á gólfinu, en ekki virðist þessi reglufesta hafa átt við listamanninn til lengdar því næsta tímabil hans einkennist af veggverkum þar sem vefnaðurinn fellur niður í óreglulega fleti, sem minnir á ýmsilegt úr popplistinni. Niðri í Sverrissal eru nýjustu verkin, en nú er listamaðurinn horfinn frá vefnaðinum og í hefð- bundin japönsk vinnubrögð lóð- réttra stroka á stórum tvívíðum flötum, og í Apotekinu samsamast hann upprunanum með tilvísunum til kalligrafíunnar … Hrifmikil og lærdómsrík sýning sem fæstir listunnendur ættu að láta fram hjá sér fara. Andblær austursins MYNDLIST, TEXTÍLL Hafnarborg Opið alla daga frá 11–17. Lokað þriðju- daga. Til 1. júlí. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. YOICHI ONAGI Bragi Ásgeirsson Frá myndaröð Yoishi Onagi. Belgvefnaður, 1972–1977.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.