Morgunblaðið - 29.06.2002, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 29.06.2002, Qupperneq 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKEMMTIHÚSIÐ við Laufásveg var þétt setið bandarískum ferðamönnum síðast- liðið fimmtudagskvöld þar sem Þórunn Erna Clausen leiddi þá inn í heim víkingaald- arinnar í hlutverki Guðríðar Þorbjarnardótt- ur í leikverki Brynju Benediktsdóttur, sem á ensku heitir The Saga of Gudridur. Þetta snjalla verk Brynju var frumsýnt í Skemmtihúsinu í febrúar 1998 af Tristan E. Gribbin sem flutti verkið á ensku. Tristan hefur síðan leikið verkið víða, t.d. í Canada, Írlandi, Grænlandi og Austurríki og nú í sumar býður hún upp á sýningar í Los Ang- eles. Íslensk frumsýning verksins, Ferðir Guðríðar, var hins vegar í Norðurlandahús- inu í Færeyjum sumarið 1998, með Ragn- hildi Rúriksdóttur í hlutverki Guðríðar, og sýndi hún verkið síðan áfram við góðar und- irtektir í Skemmtihúsinu sama sumar. Sænsk útgáfa verksins var frumsýnd í Stokkhólmi haustið 1998, þar sem Bára Lyngdal Magnúsdóttir lék Guðríði og fór hún síðan með sýninguna í leikför til Finn- lands. Þá lék Þórunn Lárusdóttir Guðríði í ensku útgáfunni bæði í Skemmtihúsinu og í Washington haustið 2000. Höfundur verksins og leikstjóri, Brynja Benediktsdóttir, hefur tekið þátt í öllum þessum sýningum og því ferðast víða, ekki síður en söguhetja hennar á víkingaöldinni. Verkinu hefur verið afar vel tekið, enda er í því sögð mikil og áhugaverð örlagasaga merkrar konu, auk þess sem gefin er skemmtileg innsýn inn í umbrotatímann í kringum árið 1000 þegar kristinn siður mætti heiðnum átrúnaði og skapaði átök sem höfðu djúp áhrif á fólk og menningu. Þórunn Erna Clausen er sem sagt fimmta leikkonan sem bregður sér í hlutverk Guð- ríðar Þorbjarnardóttur. Þórunn Erna er til- töluleg nýútskrifuð leikkona (útskrifaðist 2001 frá Webber Douglas Academy of Dramatic Art í London) sem segja má að hafi komið sterkt inn í íslenkt leikhúslíf í vetur. Hún lék í Syngjandi í rigningunni í Þjóðleikhúsinu og í Rauðhettu í Hafnar- fjarðarleikhúsinu, auk þess sem hún lék í Lykill um hálsinn í Vesturporti. Þórunn Erna hefur vakið athygli fyrir mikinn „sjarma“ á sviðinu, örugga sviðsframkomu og góðan textaflutning. Allt þetta einkennir leik hennar í hlutverki Guðríðar og sér- staklega er ástæða til að minnast á frábær- an framburð hennar á enskunni, svo og er hún glettilega skemmtileg þegar hún bregð- ur fyrir sig þýsku og skoskum hreim þegar hún talar fyrir munn aukapersóna í The Saga of Gudridur. Greinilegt var að Þórunn náði vel til áhorfenda á fimmtudagskvöldið, bros ljómuðu á andliti gesta, jafnvel þótt sumir hefðu á orði (í hléi) að sýningin væri „very modern“ og var þar verið að vísa til atriða sem gerðust úti á náðhúsi og vísuðu til kynlífs (áhorfendur voru flestir í eldri kantinum). Hér er varla ástæða til að rifja upp sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur, hún og ævi hennar ætti að vera Íslendingum vel kunn, ekki bara af Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða heldur einnig af nýlegum bókum þeirra Páls Bergþórssonar, Vínlandsgátan (1997), og Jónasar Kristjánssonar, Veröld víð (1998), en sú síðarnefnda er söguleg skáldsaga um ævi Guðríðar. Verk Brynju Benediktsdóttur er frumleg og skemmtileg leið að ævi þessarar konu um leið og það gefur góða innsýn inn í tímann sem hún lifði. Í heild er sýningin mjög vel lukkuð, það er í henni mikill kraftur, hraði og fjör sem Þórunni Ernu tókst einstaklega vel að koma til skila. Sýningin er sérstaklega ætl- uð ferðamönnum en ætti ekki síður að höfða til Íslendinga sem hafa áhuga á sögu lands síns – og ekki síst til þeirra sem hafa áhuga á kvennasögu. Kraftmikill einleikur LEIKLIST Skemmtihúsið Höfundur og leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Að- stoð við enska þýðingu: Tristan E. Gribbin. Leikari: Þórunn Erna Clausen. Búningur: Filippía Elísdóttir. Sviðsmynd og grímur: Rebekka Rán Samper. Hönn- un lýsingar: Jóhann Bjarni Pálmason. Hljóð og tón- list: Margrét Örnólfsdóttir. Skemmtihúsið, Laufásvegi 22, 27. júní THE SAGA OF GUDRIDUR Þórunn Erna Clausen í hlutverki Guðríðar Þorbjarnardóttur í The Saga of Gudridur. Soffía Auður Birgisdóttir Morgunblaðið/Kristinn ÞJÓÐLAGATÓNLEIKAR verða haldnir í Víðistaðastaðakirkju í Hafnarfirði í dag. Mun þar Kammerkór Kópavogs ásamt ein- söngvurum og hljóðfæraleikurum, undir stjórn portúgalska stjórn- andans Paulo Lourenço flytja ís- lensk og portúgölsk þjóðlög. Út- setningar þjóðlaganna eru í höndum Nuno Corte-Real og Þor- kels Atlasonar. „Í raun er þetta samstarfsverk- efni milli mín og portúgalska tón- skáldsins Nuno Corte-Real. Hann hefur fengist við útsetningar á portúgölskum þjóðlögum og ég á íslenskum, og saman höfum við skipulagt tónleika þar sem þessi verk verða á efnisskránni,“ segir Þorkell. „Fyrstu tónleikarnir eru í Víðistaðakirkju, en svo verður þessi efnisskrá með sömu flytj- endum einnig flutt á tónleikum á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði á mánudag, sem eru setningar- tónleikar hátíðarinnar.“ Farið verður með sömu efnis- skrá á tónlistarhátíð í Aveiro í Portúgal í vor, en þar mun Gunn- steinn Ólafsson stjórna portú- gölskum flytjendum. „Ég og Corte-Real vorum í námi um leið í Rotterdam í Hollandi. Við höfð- um báðir fengist við útsetningar á þjóðlögum landa okkar og rætt heilmikið um þær og tónlist al- mennt. Þá kom þessi hugmynd upp hjá honum, að gera sameig- inlegt þjóðlagaverkefni fyrir bæði löndin,“ segir Þorkell. „Síðan æxlaðist það þannig að ég hafði samband við Gunnstein Ólafsson, sem var um leið áhugasamur um verkefnið, og hingað erum við því komnir.“ Þorkell segist fást við tvenns konar þjóðlög í útsetningum sín- um. „Annars vegar eru þetta þjóðlög sem eru mjög gömul og textarnir sérstaklega. Hins vegar eru þetta yngri lög úr þjóðlaga- safni Bjarna Þorsteinssonar og öðrum söfnum sem ég hef fundið. Ég hef leitast við að hafa útsetn- ingarnar í þannig stíl að þær séu hvorki þungar né mjög ómstríðar, og þannig reynt að gera lögin að- gengileg og skemmtileg áheyrn- ar. Það sama má segja um portú- galska hlutann, þarna eru mjög lýrísk og falleg lög á ferðinni.“ Flytjendur auk Kammerkórs Kópavogs sem koma fram á tón- leikunum í dag eru þau Þórunn Pétursdóttir, sópran, Björn Þór Guðmundsson, tenór, Manfred Lemke, bassi, Hildigunnur Hall- dórsdóttir, fiðla, Daníel Þor- steinsson, píanó, Hávarður Tryggvason, kontrabassi, og Bryndís Snorradóttir, blokk- flauta. Tónleikarnir í Víðistaðakirkju í dag hefjast kl. 17, en tónleikarnir á Siglufirði á mánudag hefjast kl. 21. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nuno Corte-Real, Paulo Lourenço og Þorkell Atlason koma allir að tónleikunum í Víðistaðakirkju í dag. Ísland og Portúgal mætast STJÓRN Sinfón- íuhljómsveitar Ís- lands hefur endur- ráðið Þröst Ólafsson sem framkvæmda- stjóra hljómsveit- arinnar til næstu fjögurra ára en hann hefur gegnt stöðunni undan- farin fjögur ár. Þá hefur menntamálaráð- herra, að fengnum tilnefningum, skipað nýja stjórn Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Í henni eru áfram eftirtaldir: Þor- kell Helgason formaður, fulltrúi menntamálaráðuneytis, Hilmar Oddsson, fulltrúi Reykjavíkur- borgar, Dóra Ingvadóttir, fulltrúi Ríkisútvarpsins og Sigurður Þorbergs- son, fulltrúi starfs- mannafélags SÍ, en úr stjórninni víkur að eigin ósk Jón Þórar- insson og í hans stað kemur Júlíus Vífill Ingvarsson sem fulltrúi fjármálaráðu- neytis. Jón Þórarinsson tónskáld hefur setið í stjórn Sinfóníuhljóm- sveitarinnar óslitið í 20 ár en hefur auk þess verið í forystu- sveit hljómsveitar- innar frá upphafi eða meira en í hálfa öld. Hann var fyrsti stjórnarformaður hennar á árunum 1950–53 auk þess að vera framkvæmdastjóri hennar um árabil. Sinfóníuhljómsveit Íslands Þröstur endurráðinn Þröstur Ólafsson MAGNÚS Sigurðarson opnar einkasýningu í Gall- eri@hlemmur.is að Þverholti 5 í dag, laugardag. Sýningin nefnist Sogið, en viðfangsefni innsetning- arinnar liggur, að því er segir í tilkynningu, á sviðum nær- ingarfræði og pappírs- ákefðar. Verkið á bakgrunn og rót í fornri tilvitnun þar sem hinn rómverski Rabbi Akiba tjáði sínum besta nemanda, þá er honum var haldið í fangelsi: „Sonur minn, meira en kálf- urinn sækist eftir því að sjúga óskar kýrin eftir því að gefa.“ Magnús hefur haldið fjölda einka- og samsýninga bæði hér heima og erlendis. Opnunin hefst klukkan 17 og eru allir boðnir velkomnir og hvattir, að því er sagt er í tilkynningu, til að hafa regn- föt með sér. Sýningin er opin fimmtu- daga til sunnudaga frá kl. 14 til 18 og stendur hún til 20. júlí. Magnús Sigurðarson kynnir gestum pappírsákefð í gallerí@hlemmur.is Sogið á Hlemmi Sýningu lýkur Listasafn ASÍ Sýningu á verkum listamannanna Guðbjargar Lindar Jónsdóttur, Guð- rúnar Kristjánsdóttur og Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá í Lista- safni ASÍ lýkur á morgun. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41, er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18 . Aðgangur er ókeypis. Fimm listamenn í Slunkaríki FIMM myndlistarmenn standa fyrir sýningunni Önnur í Slunkaríki, Ísa- firði, en sýningin opnar í dag, laug- ardag. Í tilkynningu segir að grunur leiki á að sýningin verði afskaplega vatns- kennd. Myndlistarmennirnir sem að sýn- ingunni standa eru Birta Guðjóns- dóttir, Fjölnir Björn Hlynsson, Guð- laugur Valgarðsson, Ída Sigríður Kristjánsdóttir og Rósa Sigrún Jónsdóttir. Sýningin stendur til 14. júlí. Elsa Rodrigu- es í Tukt UNG listakona frá Lissabon, Elsa Rodrigues, opnar einkasýningu í Gallerí Tukt í dag kl. 16. Elsa byrjaði á undirbúningi verk- anna þegar hún dvaldi á Íslandi á síðasta ári. Hún sýnir ljósmyndir þar sem hún notar sjálfa sig sem efnivið til að túlka viðfangsefnið. Í gegnum linsuna reynir hún að endurspegla hvað hún hugsar og skynjar. Sýn- ingin stendur til 14. júlí og eru allir velkomnir. Jómfrúnni: Reynir Sigurðsson víbrafónleikari og Jón Páll Bjarna- son gítarleikari leika. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og standa til kl. 18. Leikið verður utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Vivaldi, Borgarnesi: Tríóið Jazz- andi spilar. Sigurjón Alexandersson (Sjonni) gítarleikari, Sigurdór Guð- mundsson bassaleikari og trommu- leikarinn Kristmundur Guðmunds- son. Leiknir verða bæði þekktir og óþekktir djassópusar. Einnig verður frumsamin tónlist leikin. Hljómsveitin hefur leik kl. 22. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.