Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 43 styrkja sambandið við Votumýri enn frekar. Eiríkur lék á orgel heima- kirkju sinnar að Ólafsvöllum um ára- tugaskeið. Vegna fjölhæfni sinnar var Eirík- ur oft af bæ við smíðar nema helst um hábjargræðistímann. Fannst okkur þá nánast óhugsandi að nokk- uð væri byggt á Skeiðum og í nær- sveitum án þess að hann ætti þar hlut að máli. Hagleik hans var við brugðið sem og vandvirkni, svo ekki sé minnst á samviskusemina. Allt þetta smitaði út frá sér hvar sem Ei- ríkur fór og alls staðar var hann au- fúsugestur og eftirsóttur. Eiríkur hafði ekki hátt um áhuga sinn á tónlist fremur en önnur mál er voru honum hugleikin. Þegar tal barst að tónlistarmálum, sérstaklega kirkjutónlist, lifnaði yfir honum og þá fór ekki á milli mála að hann fylgdist vel með. Oft rifjaði hann upp orgelnámið hjá föður okkar sem hann taldi til mestu unaðsstunda lífs síns. Víst er að Eiríkur vildi læra meira og til þess hafði hann ótvíræða hæfileika en atvikin höguðu því þannig að af því varð ekki. Við bræðurnir eigum Eiríki og El- ínu Eiríksdóttur, hans mætu konu, sem látin er fyrir nokkrum árum, mikið að þakka. Við Votumýri eru tengdar margar ljúfustu og dýrmæt- ustu minningar æskuáranna. Gott er að minnast góðs drengs sem héðan fer sáttur við Guð og menn eftir langa og góða ævi, sem síður en svo var þó þrautalaus. Við vitum að hans bíður góð heimkoma enda gerði hann engum annað en gott, mönnum og málleysingjum. Niðjum hans, eftir- lifandi systur og öðrum vandamönn- um sendum við okkar innilegustu samúðar- og tryggðarkveðjur. Ísólfur, Ingimar og Halldór Sigurðssynir. Eiríkur Guðnason, bóndi og org- anisti á Votumýri á Skeiðum, var einhver mesti öðlingsmaður sem ég hef fyrirhitt um ævina. Leiðir okkar lágu fyrst saman þjóðhátíðarárið 1974 en þá gerðist ég prestur þeirra Skeiðamanna. Mér er minnisstætt þegar ég kom á sólríkum sumardegi að Votumýri. Eiríkur var úti á túni að taka saman ilmandi töðu og föð- urbróðir hans og nágranni, Guðbjörn í Arakoti, var með honum í hey- skapnum. Eríkur heilsaði mér ljúf- lega og af stillingu eins og honum var eiginlegt, en Guðbjörn tók úr mér allan kvíða, glaðbeittur að vanda. „Má ég kynna þig fyrir nýja prest- inum okkar?“ sagði Eiríkur og sneri sér að frænda sínum. „Er þetta blessaður presturinn?“ sagði Guð- björn kankvís og mældi mig út. „Úr því að svo er þá býð ég honum í nefið. Mér sýndist hann vera rétt nýfermd- ur.“ Þetta var góð byrjun fyrir ung- an og óreyndan prest og staðsetti hann nákvæmlega þar sem honum bar að vera. Samstarf okkar Eiríks stóð í rúm- an áratug og betri samstarfsmann get ég ekki hugsað mér. Ótaldar eru þær stundir, sem ég átti við eldhús- borðið hjá Eiríki og Ellu. Þar réðu ríkjum hjartahlýja þeirra hjóna og léttleiki og ómæld gestrisni. Þar var grunnurinn lagður að næstu messu og ekkert verið að flýta sér. Síðan voru það allar söngæfingarnar sem Eiríkur stýrði. Það var góður og skemmtilegur félagsskapur. Eiríkur var ákaflega listrænn og smekkvís organisti. Hann nálgaðist hvert við- fangsefni af inngrónu lítillæti og auð- mýkt. Stundum fannst mér sú af- staða, sem var vissulega hans stóri styrkleiki að mínu viti, jafnframt vera hans mesti veikleiki. Eiríkur gerði svo miklar kröfur til sín að hon- um var það töluverð þolraun að spila í annarra áheyrn, en hann var líka alltaf jafnalsæll þegar það var giftu- samlega afstaðið. „Þegar ég leik á orgelið heyri ég alltaf innra með mér annan og hreinni tón,“ sagði hann. „Og svo eru fingurnir eitthvað svo kræklóttir og stirðir.“ Vissulega var Eiríkur maður sem stundaði erfiðis- vinnu. Auk þess að sinna bústörfum vann hann við smíðar og handbragð- ið þar var jafnlistrænt og vandað og við hljómborðið. Eiríkur tók við organistastörfum af tengdaföður sínum og nafna, Eiríki Þorsteinssyni á Löngumýri, árið 1935, ef mig misminnir ekki. Forveri hans var m.a. organisti með séra Brynjólfi, sem er nafnkunnast- ur, trúi ég, þeirra presta sem sátu og þjónuðu á Ólafsvöllum. Það samstarf hófst árið 1905. Þar áður og langt aftur í tímann voru forsöngvarar við Ólafsvallakirkju, sem allir hétu Ei- ríkur og voru af Reykjaætt. Það eru slíkar óhagganlegar staðreyndir sem hjálpa manni til að finna fótfestu í sí- breytilegum heimi. Og nú hefur vinur minn Eiríkur Guðnason lagt upp í sína hinstu för. Ég er Guði þakklátur fyrir vináttuna og bið börnum hans og tengdabörn- um og afkomendum blessunar í bráð og lengd. Heimkoman verður honum góð. Hann saknaði konu sinnar og nú er aðskilnaði þeirra lokið í ríkinu þar sem tónninn eini og hreini hljómar og undir tekur lofsöngur alls sem er: Guð séu þakkir sem gefur oss sig- urinn fyrir Drottinn vorn, Jesúm Krist. Sigfinnur Þorleifsson. Vinur minn og sveitungi, Eiríkur Guðnason á Votamýri, hefur kvatt okkur eftir langt og farsælt ævistarf og á kveðjustund koma upp í hugann minningar um góðan dreng og ein- stakan hæfileikamann sem ég og aðrir sveitungar hans eigum mikið að þakka. Eiríkur var fæddur á Miðbýli á Skeiðum 14. desember 1915, en þar bjuggu foreldrar hans, Guðni Eiríks- son og Guðbjörg Kolbeinsdóttir, í þrjú ár. Árið 1918 tóku þau svo við búi af foreldrum Guðna og átti Eirík- ur þar heima upp frá því. Votamýri er ættarjörð en sama ættin hefur bú- ið þar síðan 1756 – og frændgarð- urinn var stór á Skeiðum en á tíma- bili bjuggu þar fjórir bræður, Guðni á Votamýri, Jón í Skeiðháholti, Guð- björn í Arakoti og Eiríkur í Borg- arkoti, síðar á Hlemmiskeiði. Eiríkur var á Héraðsskólanum á Laugarvatni veturna 1935/1936 og 1936/1937, en snemma kom í ljós áhugi hans á trésmíði og fór hann að vinna við smíðar. Hann aflaði sér síð- ar réttinda sem trésmiður og tré- smíðameistari. Eiríkur bjó yfir handbragði snillingsins en valdi sér hlutskipti bóndans, þrátt fyrir góða atvinnumöguleika í sinni grein og ekki hneigður til búskapar, að hann sagði. Ég efa þó að hann hefði orðið hamingjusamari í þéttbýli við smíðar en bóndi á æskuheimili sínu meðal frænda og vina – en hitt veit ég að það var mikið happ fyrir okkur Skeiðamenn að hann settist hér að. Ég spurði hann eitt sinn hvað hefði valdið því að hann gerðist bóndi og svaraði hann því til að eitthvað hefði togað í sig. Eiríkur giftist Elínu Eiríksdóttur frá Löngumýri árið 1946 og stofnuðu þau nýbýli á hálfri jörðinni Vota- mýri. Ráku þau meðalbú og höfðu mest 16 kýr og 40 ær, en Eiríkur vann jafnframt utan heimilis. Lenti búskapurinn því mikið á Elínu og kom sér vel að hún var dugleg og vön sveitavinnu. Á þessum tíma var mikil uppbygg- ing á Skeiðum og það voru ófáar byggingarnar í sveitinni sem Eiríkur kom að. Þegar ég ætlaði að fara að byggja íbúðarhús árið 1948 fór ég til Eiríks með hugmyndir að húsinu sem hann vann svo úr og teiknaði húsið. Þá rifjaðist upp fyrir okkur fyrir nokkru að hann hafði smíðað gluggana í húsið – og duga þeir enn. Þá réð ég hann sem smið þegar ég byggði útihúsin síðar. Það var gam- an að hafa Eirík í vinnu, hann var léttur í skapi og skemmtilegur, læddi út úr sér gamanyrðum og aldrei sá ég hann skipta skapi. Svo var hann líka svo útsjónarsamur og ekki voru feilhöggin slegin. Eiríkur var eftirsóttur smiður, verk hans sjást víða og hafa staðist vel tönn tímans. Hann byggði ásamt Leif smið á Hlemmiskeiði dæluhús Hitaveitu Laugaráss. Gerðu þeir til- boð í húsið og tókst byggingin vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Þá var það mikið ævintýri þegar þeir fé- lagar, ásamt Guðmundi á Birnustöð- um og fleiri handlögnum og dugleg- um mönnum, byggðu sumarið 1971 tvö leitarmannahús inni í afrétti okk- ar Skeiða- og Flóamanna – á Skeiða- mannafit og Sultarfit. Þetta voru tjaldhús sem Eiríkur teiknaði og smíðaði að hluta til heima. Svo var lagt upp í leiðangur um óvegu, langa leið, ekkert mátti vanta og allt gekk upp. Það var líka glaður hópur sem við Ágúst á Brúnastöðum, þá formaður Afréttarfélagsins, og ég sem gjald- keri og fleiri, hittum inni á Sultarfit í lok ágústmánaðar þegar smiðirnir voru að klára húsið þar. Ágúst hafði að sjálfsögðu með sér góða brjóst- birtu, það var spjallað og sagðar sög- ur af fjöllum. Fleiri verkefni tók Ei- ríkur að sér, svo sem leitarmannahús í Bjarnalækjarbotnum fyrir Gnúp- verja, en verða ekki rakin hér. Elín lést árið 1995 og var þá Eirík- ur einn í húsinu. En það heimsóttu hann margir og hann hafði nóg að gera við smíðarnar. Hann hafði útbúið verkstæði í kjallaranum, búið allskonar tólum og tækjum og einu sinni, þegar ég kom til hans, sýndi hann mér þríhyrndan glugga og úti- dyrahurð sem hann hafði smíðað, hvort tveggja listasmíði. Þá greip hann í að gera upp gamla muni, orgel smíðaði hann upp fyrir nágranna sinn og síðast sýndi hann mér forn búsáhöld sem komið höfðu til hans sem rusl en stóðu nú eins og ný. Voru það bullustrokkur og tréfata með trégjörðum sem Eiríkur hafði smíð- að. Dáðist ég að þessum fallegu grip- um sem þarna voru orðnir til og við- urkenndi Eiríkur að það hefði verið mikil vinna. Þá vil ég minnast á það mikla starf sem Eiríkur vann fyrir Ólafsvalla- kirkju og söfnuðinn. Hann fékk góða músíkgáfu í vöggugjöf, lærði orgel- leik í æsku og var organisti við kirkj- una í um 40 ár. Starfi organistans fylgdi að æfa kirkjukórinn og stjórna honum og reyndi því á organistann og kórinn á stórhátíðum og við jarð- arfarir. En þetta starf rækti Eiríkur vel og sönglíf var með blóma á þess- um árum. Eiríki féll ekki verk úr hendi með- an heilsan leyfði en þar kom að því að langvinnur og erfiður sjúkdómur hafði betur og hann gat ekki verið lengur heima. Fór hann þá til Höllu dóttur sinnar og Búa tengdasonar sem hugsuðu um hann af stakri um- hyggju, en síðast var hann á sjúkra- húsi og andaðist á ellideild Landa- kotsspítala 15. þ.m. Að lokum langar mig til að segja sögu af Eiríki sem lýsir honum vel. Það var síðla ágústmánaðar fyrir tveimur árum að ég kom til hans og við sátum inni í eldhúsi og vorum að drekka kaffi að barið var að dyrum. Eiríkur fór fram en kallar svo í mig og segir að ég verði að koma að túlka, það séu komnir útlendingar. Þetta voru þá tveir þýskir strákar á reiðhjólum, illa búnir, en kalsaveður. Ég skildi á minni lélegu ensku að þá vantaði gistingu og lýsti helstu gisti- stöðum í grenndinni en þeir spurðu hvað eftir annað hvað það kostaði. Þá kemur Eiríkur að og segist geta lof- að strákunum að gista í nótt – og fer með þá inn í gott herbergi með rúm- um og húsgögnum. Ég spurði Eirík síðar hvernig hefði gengið með strákana og sagðist hann að sjálf- sögðu hafa gefið þeim að borða. Einnig hefði hann spilað fyrir þá á orgelið – og gefið þeim svo 1.000 krónur þegar þeir fóru um morgun- inn. Þeir hefðu alveg verið peninga- lausir, strákgreyin! Þetta hefðu fáir gert nema Eirík- ur, enda fékk hann þakkarbréf frá strákunum síðar. Það verða margar hlýjar hugsanir sem fylgja Eiríki á Votamýri yfir móðuna miklu. Aðstandendum votta ég samúð. Jón Eiríksson. Eiríkur vinur minn á Votumýri hefur lokið sinni göngu, ferðalúinn og þreyttur eftir langt og mikið ævi- starf. Mikið þótti mér vænt um hann. Það er nú svo með vini manns að þeir eru líklega það eina sem eftirsjá er í, ef málin eru skoðuð ofan í kjölinn. Það er að vísu eðlilegur og sjálfsagð- ur þáttur tilverunnar að maður deyr en samt er það eins og eitthvað sé frá manni tekið þegar vinur deyr. Það er gott. Gott að hafa átt þannig vin að verulegt skarð er höggvið í hópinn, eftir hann genginn. Aldrei fann ég fyrir þessum rúm-                          !     "                 !"#$%!"#$"   " &'(&% #   $      $ %     )*++*,-.. /01  0& #' /2%34(# 2 &       '          ( )** 4   /  "  %   /" %2$%# !   / 0( 0" 5%2$% 6  $0&" ! !    4  4"4  4  4 +$ 78) 9 4 0%:02 & "&%$ &        &  ,-         ( )** ) " 0&) " %2$%%) " 0& )  #     $    -8 ;; *     .          %2%-' " -& %!"0"  0% " 0% " 7$&#  2 34  2 0%2 " #              !9-*+.7;3 %&&$/ < = "        / 0   /    &!   .    !  1  %4 3  !"$2" 0/!"$2" " &'(&% 2 -            >7.7, 02%$?@ 0&  0    / 0    & 3 ,  !  4 ' !  1 3#   A00 ! %  2 & 02% A00 %2%" % ,  A00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.