Morgunblaðið - 29.06.2002, Page 46
MINNINGAR
46 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku Ella Rut, það
er svo erfitt að hugsa til
þess að fá aldrei að sjá
þig aftur en dýrmætar
minningar um þig munu ætíð lifa í
huga mínum. Það voru stoltir verð-
andi foreldrar sem komu í heimsókn
til mín og sögðu mér gleðitíðindin.
Nokkrum mánuðum síðar fæddist
kraftmikil stúlka. Þú vildir alltaf hafa
nóg fyrir stafni. Gugga mín varð fljót-
lega góð vinkona þín og leikfélagi. Þið
frænkurnar fenguð oft að gista hvor
heima hjá annarri um helgar. Þær
voru ófáar ferðirnar sem við mamma
þín fórum saman með ykkur Guggu í
sveitasæluna þar sem afi ykkar og
amma áttu heima. Þið lékuð ykkur
með hinum frændsystkinunum
áhyggjulaus. Þegar þú varst eldri
fékkstu stundum að passa litlu dreng-
ina mína með aðstoð Guggu frænku.
Þér fórst það vel úr hendi eins og allt
annað sem þú hefur tekið þér fyrir
hendur. Ég hef sagt þeim að þú sért
engill uppi hjá Guði en það er erfitt
fyrir þá að skilja tilganginn.
Elsku frænka, ég veit að Hjálmar
afi, Pétur afi og Friðrik móðurbróðir
þinn taka vel á móti þér. Elsku Sigrún
systir og Gunnar, ég veit að þið hafið
misst mikið, megi Guð gefa ykkur
styrk á erfiðri stundu.
Margrét B. Pétursdóttir
og fjölskylda.
Elsku Ella mín. Rosalega leið mér
illa þegar mamma kom til mín og
sagði mér þessar hörmulegu fréttir
að þú hefðir látist í bílslysi í Banda-
ríkjunum ásamt pabba þínum. Þú
sem varst mér svo góð frænka og vin-
kona og hjálpaðir mér svo mikið þeg-
ELÍN RUT
KRISTINSDÓTTIR
✝ Elín Rut Krist-insdóttir fæddist
í Reykjavík 27. mars
1981. Hún lést í bíl-
slysi í Bandaríkjun-
um 23. maí síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá
Fossvogskirkju 7.
júní.
ar ég gekk með Mikael
Daníel og eftir að hann
kom í heiminn.
Við eigum líka svo
margar góðar minn-
ingar saman í æsku, öll
uppátækin okkar
frændsystkinanna í
sveitinni, alltaf svo
mikið fjör hjá okkur.
Mér er líka minnis-
stætt snjóhúsið sem
við byggðum og vorum
með kerti og höfðum
það „kósý.“ Ég á eftir
að sakna þín alveg rosalega mikið,
það var svo gott að tala við þig og þú
gafst mér svo góð ráð.
Ella mín ég mun ávallt hugsa til þín
og minningarnar eiga eftir að lifa með
mér.
Þín frænka og vinkona
Guðbjörg (Gugga).
Elsku Ella Rut frænka. Nú ertu
farin frá okkur og við trúum því varla
ennþá.
Við eigum margar góðar minning-
ar, þú sem varst alltaf svo hress og
kát. Okkur fannst alltaf svo gaman
þegar þú varst með okkur í öllum
prakkarastrikunum, því það gat verið
ferlega mikill strákur í þér þegar þú
varst yngri.
Það er mér (Nonna) svo minnis-
stætt að það varst þú sem kenndir
mér að drippla körfubolta og æfðum
við það oft úti í skóla.
Og ég (Pétur) man svo vel þegar þú
sagðir okkur frá Ameríkuferðunum
og er mér minnisstæðast þegar þú
sagðist hafa sett niður sleikjópinna í
garðinn hjá ömmu þinni og að það
myndi vaxa upp sleikjótré. Þú varst
nú meiri prakkarinn, ég sem trúði
þér.
Ella mín, við hefðum viljað hafa þig
miklu lengur hjá okkur, en þér hefur
verið ætlað annað hlutverk.
Elsku Sigrún, Gunnar, Elín amma,
Daníel Karl, Lilja Dröfn og Ólöf
amma. Megi guð styrkja ykkur öll og
hjálpa ykkur í gegnum erfiðan tíma.
Pétur og Jón (Nonni).
✝ Jóhanna Jóns-dóttir fæddist á
Minni-Völlum í
Landsveit 8. október
1901. Hún andaðist
að Hrafnistu í
Reykjavík 14. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Jón
Sigurðsson, bóndi á
Minni-Völlum, f.
26.8. 1855, d. 19.9.
1951, og kona hans,
Guðrún Sigurðar-
dóttir, f. 12.10. 1873,
d. 28.12. 1941. For-
eldrar Jóhönnu eign-
uðust sjö börn; tveir drengir, f.
andvana 1900, Jóhanna, f. 1901,
Eyfríður, f. 1903, Guðjón, f. 1905,
Sigurður, f. 1908, og Þuríður, f.
1913. Þau eru nú öll látin. Árið
1928 hóf Jóhanna búskap með
Magnúsi Sigurðssyni, bónda á
Leirubakka í Landsveit, f. 15.10.
1888, d. 28.12. 1969. Magnús var
þá ekkjumaður með
sex börn á aldrinum
3 til 13 ára. Magnús
hafði tveimur árum
áður misst fyrri
konu sína frá sjö
ungum börnum, því
yngsta nýfæddu og
hafði gefið það í
fóstur. Jóhanna og
Magnús gengu í
hjónaband árið 1933
og eignuðust saman
þrjú börn. Auk þess
tóku þau í fóstur
sonarson Magnúsar
og ólu hann upp frá
tveggja ára aldri.
Vorið 1970 flutti Jóhanna, þá
orðin ekkja, til Reykjavíkur og
hélt heimili með sonum sínum.
Árið 1994 flutti hún á Hrafnistu í
Reykjavík og bjó þar til æviloka.
Útför Jóhönnu verður gerð frá
Skarðskirkju á Landi í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Amma dáin. Það er svo óraunveru-
legt, enda þótt hún hafi verið orðin
háöldruð, komin hátt á 101. árið. Ein-
hvern veginn fannst mér amma aldr-
ei mjög gömul og að hún hlyti bara að
lifa mörg ár enn. Hún var enn svo
ern. Þá sjaldan hún var rúmliggjandi,
þegar maður kom í heimsókn til
hennar, brá manni í brún, svo sjald-
gæf sjón var það. Undanfarna daga
hafa minningar um ömmu streymt
fram í hugann. Minningar um sam-
vistir við hana á ýmsum æviskeiðum,
heimsóknir til hennar að Leirubakka,
þegar ég var barn, og svo síðar í
Fellsmúlanum. Sláturgerð með
henni, mömmu og systrum mínum í
Fellsmúlanum, þar sem amma var
verkstjórinn. Jóladagar í Fellsmúlan-
um, þar sem við hittumst öll og amma
stóð við eldavélina og bjó til alvöru
súkkulaði. Nú seinustu ár heimsóknir
til hennar í litla herbergið hennar á
Hrafnistu, árlegra heimsókna til
hennar á Sjómannadaginn, þar sem
hún naut þess að ganga með okkur
um handavinnustofuna og sýna okk-
ur munina, sem hún og aðrir heim-
ilismenn höfðu unnið og bjóða svo
sem flestum af sínum í kaffi á eftir.
Margoft á undanförnum árum hef
ég hugsað um það, hversu einstök
kona amma var. Það var aldrei erfitt
að heimsækja hana. Umræðuefnin
skorti ekki og margt bar á góma. Hún
leitaði frétta, fræddi mann um lífið og
tilveruna í upphafi 20. aldarinnar eða
sagði frá næturdraumum sínum.
Draumalýsingar hennar voru stór-
kostlegar og oft fylgdu draumaráðn-
ingar með. Já, amma hafði svo sann-
arlega lifað tímana tvenna.
Nú seinni árin sat amma gjarnan í
stólnum sínum á Hrafnistu og hekl-
aði. Hún heklaði ungbarnateppi,
dúka og púða. Henni féll aldrei verk
úr hendi. Hún átti sitt fasta sæti í
handavinnustofunni á Hrafnistu og
þangað fór hún með handavinnuna
sína eftir hádegi dag hvern. Vinnan
og samvistirnar við heimilisfólk og
leiðbeinendur í handavinnustofunni
voru hennar líf og yndi. Það var henni
mikils um vert að hekla hluti, sem
komu að notum. Handavinnan henn-
ar var eftirsótt og oft lágu fyrir pant-
anir hjá henni. Amma gekk til hvers
verks með það í huga að ljúka því,
hafði fallegt handbragð og var mjög
vandvirk í öllu, sem hún tók sér fyrir
hendur. Sem betur fer náði hún að
ljúka teppi, sem hún var að hekla,
rétt áður en hún dó, því að ekki hefði
henni líkað að fara frá því hálfklár-
uðu. Öll eigum við afkomendur henn-
ar marga muni eftir hana.
Sem ung kona lærði amma jakka-
fatasaum og átti það eftir að nýtast
henni vel síðar, þegar hún eignaðist
börnin sín og fósturbörnin öll. Þá
saumaði hún allt á ungana sína,
gjarnan upp úr gömlum fötum, því að
ekki voru efnin mikil.
Amma fór ekki varhluta af mótlæti
og sorgum á lífsleiðinni, en alltaf stóð
hún sterk eins og klettur. Amma var
mjög sjálfstæð og kjarkmikil kona og
vildi bjarga sér sem mest sjálf. Hún
var mjög rólynd og sjálfri sér nóg.
Eftir að hún flutti til Reykjavíkur
gafst henni meiri tími til að sinna
hugðarefnum sínum en áður, en það
var útsaumur og lestur. Hún hafði
mikinn áhuga á andlegum málefnum
og trúði staðfastlega á líf eftir að
jarðvistardögum hér lyki. Vonandi
hefur hún nú sameinast sínum nán-
ustu, sem á undan henni voru gengn-
ir. Marga miðilsfundi sótti hún í
gegnum árin og var í persónulegu
sambandi við ýmsa lækningamiðla og
leitaði oft til þeirra, ef veikindi hrjáðu
einhvern í fjölskyldu eða vinahópi.
Margoft þökkuðu bæði hún og þeir,
sem beðið var fyrir, bata sinn þessum
miðlum.
Amma vildi alltaf bæta það, sem
hægt var að bæta, ef þess var nokkur
kostur og var alltaf bjartsýn á árang-
ur. Þegar hún hætti að geta lesið um
95 ára aldur fór hún í augnaðgerð og
skipt var um augastein. Eftir það gat
hún lesið í nokkur ár enn. En svo kom
að því að hún gat ekki lesið lengur og
þá hlustaði hún á hljóðsnældur sér til
mikillar ánægju. Lesturinn og
hlustunin hefur örugglega átt drjúg-
an þátt í því að hún hélt sínu andlega
atgervi alveg fram í andlátið. Sem
betur fer þurfti amma ekki að liggja
lengi rúmföst áður en hún dó.
Lífið verður fátæklegra að ömmu
genginni. Innilegar samúðarkveðjur
sendi ég mömmu og systkinum henn-
ar.
Hvíl í friði, amma mín.
Sigrún.
JÓHANNA
JÓNSDÓTTIR
✝ Sigríður Sigurð-ardóttir fæddist á
Litla-bæ á Álftanesi í
Bessastaðahreppi
25.8. 1917. Hún and-
aðist á bráðadeild
Landspítalans 20.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Ingibjörg Guðmunds-
dóttir frá Álftanesi
og Sigurður Guð-
mundsson, bóndi, sjó-
maður og organisti
frá Lýtingsstöðum í
Rangárvallasýslu.
Fósturforeldrar Sigríðar voru Sól-
borg Rósa Guðjónsdóttir og Þor-
steinn Brynjólfsson frá Gíslholti,
fluttust síðar á Skerseyri í Hafn-
arfirði. Sigríður giftist 17.12. 1957
Kristjáni S.J. Andressyni verk-
stjóra frá Lindarbrekku á Helln-
um, f. 16.11. 1909, d. 24.6. 1987,
börn þeirra eru: Ingibjörg K.H., f.
29.10. 1948, giftist Halldóri Gunn-
arsyni 1966, á með honum þrjú
börn, Kristján Gunnar, f. 12.6.
1966, Drífa Guðrún, f. 19.2. 1969,
og Róbert Emil, f. 29.2. 1972, slitu
samvistum. Sambýlismaður Agnar
Jónsson; Hjörtur
Viggó, f. 15.5. 1954,
kvæntist Dagmar
Guðmundsdóttur
1972, áttu saman eitt
barn, Dóru Dís, f.
19.9. 1975, þau slitu
samvistum. Giftist
Dagnýju Jónasdótt-
ur 1990, þau eiga
þrjú börn, Lísu Mar-
íu, f. 5.10. 1984,
Kristján Aron, f.
19.9. 1989 og Frið-
riku Ínu, f. 4.4. 1996.
Þau slitu samvistum;
og Guðmundína Þorbjörg, f. 23.6.
1956, giftist Reyni Sveinssyni
1975. Þau eiga saman þrjú börn,
Gísla f. 20.8. 1975, Sigríði f. 14.7.
1980, og Guðbjörgu, f. 15.10. 1985.
Önnur börn Sigríðar eru: Sigurð-
ur Stefánsson, f. 1935, Anný Guð-
mundsdóttir, f. 2.1. 1938, Hörður
Samúelson, f. 28.11. 1940, d.13.4.
1941, Gretar Samúelson, f. 19.1.
1942, d. 1969, og Guðrún Gabriela,
f. 1944.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Útskálakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Þegar kemur að kveðjustundum
getur reynst erfitt að kveðja ástvin.
Fimmtudaginn 20. júní hringdi sím-
inn hér heima og pabbi svaraði, það
var ekki margt sem ég heyrði nema
„er hún dáin?“ Ég brast strax í grát
því ég vissi að þar var verið að tala
um ömmu mína og nöfnu.
Ótal minningar á ég um þá ljúfu
og yndislegu konu sem nú er fallin
frá og þá stendur upp úr öll sú gleði
og hlátur sem henni fylgdi. Það var
alltaf svo gaman að fylgjast með
henni horfa á sjónvarpið því hún tal-
aði, kyssti og veifaði eftir því sem
gert var í sjónvarpinu.
Oftar en einu sinni gisti ég hjá
henni, bæði þegar hún bjó í Ásbyrgi
og á Háteignum. Þar sagði hún mér
margar sögur og kenndi mér meðal
annars að flosa, en því hafði hún ein-
mitt svo gaman af.
Hún var oft hjá okkur bæði um jól
og páska og var þá alltaf svo fín og
glöð. Það mun vera svolítið skrýtið
að hafa hana ekki hjá sér á þeim há-
tíðum.
Hún hafði ofsalega gaman af
börnum og dýrum og því var alltaf
gaman fyrir hana að koma til okkar í
Bjarmalandið þar sem hér er bæði
barn og köttur. Eftir að ég átti son
minn var hún alltaf svo glöð að sjá
okkur en þegar nær dró endalokum
hennar var það ekki alltaf á hreinu
hjá henni hver móðir barnsins væri.
Nú sé ég þig, amma mín, í syni mín-
um vegna þess að þið eigið það sam-
eiginlegt að unna dýrum og koma
manni til að hlæja.
Elsku amma, nú ertu komin til afa
og vonandi verðurðu eins glöð þar og
þú varst hér. Ég veit að þú munt
fylgjast með okkur öllum og vilt að
við gerum okkar besta í öllu sem við
tökum okkur fyrir hendur.
Ég vil votta mömmu, Ingibjörgu,
Hirti, Annýju og Grétari mína
dýpstu samúð og vona að við kom-
umst fljótt yfir þennan mikla missi.
Guð blessi þig, elsku amma mín.
Hvíldu í friði.
Sigríður Reynisdóttir.
Fimmtudaginn 20. júní mun seint
renna mér úr minni. Rétt áður en ég
fór í vinnuna, hringir pabbi í mig og
færir mér þær fréttir að Sigga
amma væri látin, ég varð orðlaus og
strax fann ég fyrir ógurlegri sorg, en
ég varð að hemja tárin vegna þess að
ég þurfti að fara að vinna.
Minningarnar um hana þutu um
huga minn, ég minnist þess þegar
hún ásamt Stjána afa bjuggu í Ás-
byrgi, en þar bjuggu þau mest alla
ævi sína, þar þótti mér alltaf gaman
og spennandi að koma, ætíð var
amma með pönnukökur eða vöfflur
tilbúnar og stundum spilaði hún á
orgelið fyrir mig. Hún spilaði oft á
orgelið sitt, hafði mjög gaman af því
að spila og spilaði líka á píóanið sem
er á Bjarmalandi. Oft fór hún með
mig í göngutúr um Garðinn og fór þá
í heimsókn, en hún þekkti mikið af
fólki í Garðinum. Rétt við Ásbyrgi
var mikið um hesta sem voru í girð-
ingu við lóðina ég fór oft þangað og
gaf hestunum brauð og gras, en
amma var duglega í að gefa mér eitt-
hvað til að gefa hestunum. Ég var nú
reyndar hræddur við þá fyrst til að
byrja með en hún taldi í mig kjark til
að mæta þessum tignarlegu stóru
dýrum.
Amma var oft hjá okkur á
Bjarmalandi um jól og áramót og
einnig þess á milli. Það var alltaf
gaman þegar amma kom, enda var
hún snillingur í að láta mig hlæja og
reyndar okkur öll þarna á Bjarma-
landi, enda var hún síbrosandi og
það var oft ansi gaman þegar horft
var á sjónvarpið.
Þegar ég flutti í Hafnarfjörð þá
keyptí ég mér íbúð á 4. hæð og þurfti
að ganga upp 48 tröppur til að kom-
ast þangað. Amma kom nokkrum
sinnum með mömmu og ég man í
fyrsta sinn þegar hún kom þá var ég
rosalega stoltur af henni fyrir að
komast upp tröppurnar. Hún vildi
ekki sjá það að vera niðri, vildi koma
upp og skoða íbúðina mína. Það sýn-
ir líka hvernig kona amma var, gafst
aldrei upp.
Ég mun ætíð minnast hennar og
get í það minnsta glatt mig við það
að núna getur hún hitt Stjána afa
eftir margra ára bið.
Elsku mamma, Ingibjörg, Hjört-
ur, Anný og Grétar, ég votta ykkur
mína dýptsu samúð og við vitum öll
að hún mun lifa í hjörtum okkra allra
um ókomna framtíð.
Guð blessi þig, elsku amma,
hvíldu í friði.
Gísli Reynisson.
SIGRÍÐUR
SIGURÐARDÓTTIR
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að
símanúmer höfundar/sendanda
fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Formáli minningargreina
Æskilegt er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Frágangur
minning-
argreina