Morgunblaðið - 29.06.2002, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 29.06.2002, Qupperneq 50
FRÉTTIR 50 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ATLI Gíslason hrl. hefur fyrir hönd umbjóðanda síns, Árna G. Sigurðs- sonar flugstjóra, ritað eftirfarandi greinargerð í tengslum við synjun á útgáfu heilbrigðisvottorðs til Árna samkvæmt bréfi Flugmálastjórnar dags. 24. júní 2002. Greinargerðin birtist hér á eftir í heild: „Forsaga: Hinn 7. maí 2001 komst kærunefnd þriggja lækna að þeirri niðurstöðu að flughæfni Árna væri óskert og hann fullnægði heilbrigðisákvæðum reglu- gerðar um skírteini útgefin af Flug- málastjórn Íslands nr. 419/1999 um heilbrigðisvottorð. Nefndina skipuðu Finnbogi Jakobsson, sérfræðingur í taugalækningum, Guðmundur Þor- geirsson, prófessor og sérfræðingur í hjartasjúkdómum og Matthías Hall- dórsson, aðstoðarlandlæknir. Flug- málastjórn og trúnaðarlæknir henn- ar, Þengill Oddsson, neituðu að hlíta niðurstöðunni en gáfu loks út eftir mikið málastapp heilbrigðisvottorð með takmörkunum sem síðar voru felldar niður með úrskurðum sam- gönguráðuneytisins. Um málsmeð- ferð Flugmálastjórnar gagnvart Árna á árinu 2001 var fjallað af þriggja manna nefnd sem skipuð var hæstaréttarlögmönnunum Andra Árnasyni og Gesti Jónssyni og Sig- urði Guðmundssyni, landlækni. Komst nefndin að þeirri eindregnu niðurstöðu að úrskurður þriggja lækna kærunefndarinnar hafi verið bindandi fyrir Flugmálastjórn og sú ákvörðun hennar að skilyrða heil- brigðisvottorð Árna hafi ekki átt við rök að styðjast og verið ómálefnaleg. Í kjölfarið voru flugmálastjóri og aðr- ir sem komið höfðu að málinu áminnt- ir. Árni hefur ekki verið beðinn afsök- unar á þessum stjórnsýslubrotum Flugmálastjórnar gegn honum eða hlutur hans réttur. Endurnýjun heilbrigðisvottorðs: Þegar sex mánaða gildistími heil- brigðisvottorðs Árna rann út um miðjan desember 2001 stóð Flug- málastjórn enn gegn endurnýjun þess og var Jón Þór Sverrisson, yf- irlæknir, skipaður til að afgreiða mál- ið. Jón Þór Sverrisson hefur nú með bréfi dags. 24. júní 2002 synjað um út- gáfu heilbrigðisvottorðs. Það rökstyð- ur læknirinn með vísan til þess að áhætta á nýju heilaáfalli sé ekki minni en 4,4% og valdi það varanlegu van- hæfi. Hækkaður blóðþrýstingur og jákvætt áreynslupróf ásamt krans- æðaþrengingum valdi einnig að minnsta kosti tímabundnum hæfis- bresti, þar eð þessir sjúkdómar kunna að vera meðhöndlanlegir. Við þessa niðurstöðu og málsmeðferð Jóns Þórs Sverrissonar og Flugmála- stjórnar gerir Árni mjög alvarlegar athugasemdir. Röksemdir Árna: Í fyrstu skal það nefnt að sá mikli dráttur sem varð á afgreiðslu málsins er brot á 9. gr. stjórnsýslulaga og er ámælisverður. Um heilsufar Árna er það að segja að það hefur ekki breyst frá úrskurði þriggja lækna kæru- nefndarinnar frá maí 2001 nema þá til batnaðar og auk þess liggja nú fyrir ítarlegri rannsóknir sem staðfesta það. Engin rök standa til þess að breyta niðurstöðu kærunefndarinnar. Um þá þrjá heilsufarsþætti sem Jón Þór Sverrisson leggur til grundvallar niðurstöðu sinni má gera margar at- hugasemdir og það hefur verið gert undir meðferð málsins í 14 bls. grein- argerð frá 24. apríl 2002, bréfum og 6 bls. athugasemdum dags. 20. júní 2002. Ítarlegum rökstuðningi Árna, sem studdur er veigamiklum læknis- fræðilegum gögnum, hefur ekki verið svarað með rökstuddum hætti. Hér gefst aðeins tóm til að reifa megin- atriðin. Áhættumat: Niðurstöður áhættumats um 4,4% líkur á endurtekningu vægs heila- áfalls sem Árni fékk 4. október 1998 byggja aðallega á faraldsfræðilegri rannsókn gerðri í Rochester í Banda- ríkjunum (Petty 2000) á einstakling- um sem höfðu fengið sambærileg áföll á árunum 1985 til 1989. Er skemmst frá því að segja að meðalaldur ein- staklinga í þessum rannsóknarhópi var 73 ár plús eða mínus 10 ár. Árni er 53 ára gamall og verður ekki borinn saman við einstaklinga í rannsóknar- hópnum. Þá kemur fram í rannsókn- argreininni að enginn þessara ein- staklinga fékk endurtekið áfall eftir að liðin voru þrjú ár og um þrír mán- uðir frá upphaflegu áfalli. Liðin eru þrjú ár og um níu mánuðir frá því að Árni fékk vægt áfall. Tölur um 4,4% líkur er ekki að finna í rannsóknar- skýrslunni heldur er talan ranglega líkindareiknuð af lækni sem Jón Þór Sverrisson leitaði til hér heima. Þá er til þess að líta að það er viðurkennd læknisfræðileg staðreynd að áhætta á endurtekningu er mest fyrsta árið en lækkar síðan jafnt og þétt en er ekki jöfn þriðja, fjórða og fimmta árið eins og Jón Þór Sverrisson gengur út frá. Áhættumat sem Jón Þór Sverrisson byggir á á ekki við og er óskiljanlegt að einstaklingur skuli sviptur at- vinnuréttindum sínum og tekjum til framfærslu á jafn hæpnum grunni og raun ber vitni. Þriggja lækna kæru- nefndin komst að þeirri niðurstöðu í maí 2001 að mjög litlar líkur væru á nýju heilaáfalli og að Árni fullnægði heilbrigðiskröfum. Ekkert hefur breyst síðan nema áhættan er eðli- lega minni þar sem lengri tími er lið- inn frá áfalli Árna. Blóðþrýstingur: Árni er einn af mörgum Íslending- um sem hafa við blóðþrýstingsvanda- mál að stríða. Hann hefur verið með- höndlaður með vönduðum og mjög árangursríkum hætti og engin þörf á aukinni meðhöndlun. Árni hefur mælst með mjög viðunandi, eðlileg og stöðug blóðþýstingsgildi vel undir þeim mörkum sem reglugerð setur. Það sýna svonefndar sólarhring- smælingar undir eftirliti læknis, þar af önnur frá í vor á vegum Landspít- ala – Háskólasjúkrahúss, mælingar á sjúkrahúsi, mælingar í apótekum og reglubundnar heimamælingar. Árni hefur verið meðhöndlaður af færasta sérfræðingi í íslenskri læknastétt á þessu sviði sem hefur ítrekað vottað að blóðþrýstingsgildi Árna séu góð og meðhöndlun hafi verið árangursrík. Þetta nægir Flugmálastjórn ekki heldur ber hún fyrir sig þrjár gamlar mælingar fluglækna á vegum hennar frá árinu 2001 sem allar voru gerðar við „extreme“ aðstæður, það er þegar Flugmálstjórn vann gegn úrskurði þriggja lækna kærunefndarinnar. Síðasta mæling fór fram í desember 2001 strax í kjölfar þess að Árna var tilkynnt um að heilbrigðisvottorð hans yrði ekki endurnýjað. Engin þessara mælinga var endurtekin eins og venja er. Í reglugerð kemur fram að umsækjandi um heilbrigðisvottorð skuli metinn vanhæfur þegar blóð- þrýstingur er stöðugt (feitletrun mín) yfir 160 mmHg slagþrýstingi og 95 mmHg þanþrýstingi, með eða án meðferðar. Svo er ekki í tilviki Árna. Blóðþrýstingur hans er í góðu jafn- vægi vegna þess að hann hefur verið meðhöndlaður og er sem betur fer meðhöndlanlegur. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er Árni sviptur atvinnu- réttindum sínum sem varin eru í stjórnarskrá. Áreynslupróf og kransæðaþrengingar: Loks byggir Jón Þór Sverrisson á því að jákvætt áreynslupróf ásamt kransæðaþrengingum valdi tíma- bundnum hæfisbresti. Margt má um þetta segja. Við þolpróf í vetur komu fram svonefndar ST lækkanir sem geta verið vísbendingar um krans- æðasjúkdóm. Bar Jóni Þór Sverris- syni að gera kröfu um rannsókn. Það gerði hann ekki. Árni leitaði eftir rannsókn að eigin frumkvæði og gekkst undir hjartaþræðingu. Niður- staðan var sú að fram komu vægar þrengingar í smáum æðum sem fela ekki í sér áhættu á hjartaáfalli. Að- gerðarlæknir óskaði Árna til ham- ingju með niðurstöðuna. Engin þörf var talin á aðgerð eða á sérstakri meðhöndlun nema hvað Árna var ráð- lagt að taka inn eina töflu af barna- magnyli á hverjum morgni sem hann hefur gert. Hinar svonefndu ST lækk- anir eru ekki áhyggjuefni og þær hafa komið fram af öðrum ástæðum en varða hjartastarfsemi Árna. Má reyndar leiða sterkar líkur að því að þær hafi komið fram vegna andlegs álags sem hefur verið á Árna vegna atlögu Flugmálastjórnar að atvinnu- réttindum hans. Svipuð einkenni hafa til að mynda komið fram hjá slökkvi- liðsmönnum (Firemans syndrome) og öðrum sem vinna undir miklu andlegu álagi. Flugmálastjórn telur Árna engu að síður vanhæfan en tímabund- ið þar eð „sjúkdómurinn kunni að vera meðhöndlanlegur“. Hann hefur hins vegar þegar verið meðhöndlaður samkvæmt læknisráði. Árni hefur jafnframt verið vændur um fleiri sjúkdóma, sem ekki hefur reynst flugufótur fyrir. Ekki er lengur byggt á þeim í bréfi Jóns Þórs Sverrissonar dags. 24. júní 2002. Niðurlag: Niðurstaða Jóns Þórs Sverrissonar er Árna sár vonbrigði þótt hún hafi ekki komið á óvart eftir það sem á undan var gengið. Niðurstaðan er einkar gagnrýnisverð og hún verður að teljast byggð á ófaglegum og ómálaefnalegum grunni. Þá hefur málsmeðferðin öll verið á sömu nót- um og áður. En sem betur fer gefast mörg úrræði í lýðræðisþjóðfélagi þar sem meðal annars er leitast við með mannréttindaákvæðum, stjórnsýslu- lögum, lögum um persónuvernd og mörgum fleiri lagaákvæðum að vernda einstaklinga gegn ómálefna- legri málsmeðferð, ofríki og vald- níðslu stjórnvalda. Niðurstaðan hefur verið kærð til kærunefndar sem sam- gönguráðherra skipar og önnur úr- ræði eru ýmist í undirbúningi eða til athugunar. Þar má nefna málssókn vegna málsmeðferðar Flugmála- stjórnar á árinu 2001, kvartanir til Umboðsmanns Alþingis, Persónu- verndar, landlæknis og siðanefndar lækna. Síðar verður hugað að máls- sókn vegna niðurstöðu Jóns Þórs Sverrissonar. Þessi atlaga að atvinnu- réttindum Árna er einfaldlega óá- sættanleg. Árni og fjölskylda hans hafa verið undir miklu álagi vegna þessa máls og vegna mikillar fjölmiðlaumræðu í tengslum við það. Allt hefur það verið til þess fallið að hafa áhrif á heilsufar hans. Það hefur þó ekki orðið raunin. Árni hefur ákveðið að tjá sig ekki frekar um málið en segir í fréttatil- kynningu og greinargerð þessari eða framvísa málsgögnum sem snerta viðkvæma einkahagi hans meðan málið sætir kærumeðferð.“ Greinargerð vegna synjunar á útgáfu heilbrigðisvottorðs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.