Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 55
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 55
NÝTT þriggja kvölda námskeið
um bætta líðan, sem nefnist á ís-
lensku „Hvernig á að vakna bros-
andi“, hefst mánudaginn 1. júlí hjá
Karuna, miðstöð búddista í Banka-
stræti 6, 4. hæð. Kennt verður þrjú
kvöld í röð, 1., 2. og 3. júlí frá kl. 20–
21. Búddanunnan Gen Nyingpo
kennir fornar Lojong-iðkanir sem
voru launhelgar í mörg hundruð ár.
„Þær eru sérstaklega áhrifaríkar til
að lækna líkamlega kvilla og um-
breyta erfiðum aðstæðum í daglegu
lífi í ánægjulega upplifun,“ segir í
fréttatilkynningu. Gjald er 800 kr.
fyrir hvert skipti eða 2.000 kr. fyrir
öll þrjú. Nemar, atvinnulausir og ör-
yrkjar greiða 500 kr. eða 1.200 kr.
fyrir öll þrjú skiptin. Útsala er á bók-
um hjá Karuna út júlí.
WEIRDHABITS.IS og Félagið
Ísland-Palestína hafa ákveðið að
efna til samstarfs um hönnunar-
keppni í kringum þemað „Frjáls Pal-
estína“ og verður besta tillagan
prentuð á stuttermaboli sem FÍP
mun framleiða og selja til fjáröflun-
ar. Öllum er frjálst að taka þátt í
keppninnni og skulu tillögur sendar í
tölvupósti á netfangið weirdhabits-
@weirdhabits.is fyrir 10. júlí nk.
Weirdhabits.is og FÍP velja sigur-
tillöguna í sameiningu en dæmt
verður eftir fegurðargildi og áhrifa-
mætti hönnunarinnar, segir í frétta-
tilkynningu. Eina skilyrðið er að
slagorðið „Frjáls Palestína“ komi
fram. Prentunin takmarkast við
fjóra „spot“-liti og stærðina A4.
Þátttakendur geta valið á milli fjög-
urra lita á bolinn: svarts, hvíts, rauðs
og blás. Stefnt er að því að úrslit
verði kunn og sala hafin 1. ágúst
2002.
Á FIMMTUDAG hófust alþjóðlegar
sumarbúðir Rauða krossins sem
orðnar eru fastur liður í starfsemi
félagsins annað hvert ár. 75 ung-
menni á aldrinum 15–25 ára frá 12
löndum koma saman dagana 27.
júní–2. júlí á Hrolllaugstöðum í Suð-
ursveit.
„Þátttakendur í sumarbúðunum
eru allir sjálfboðaliðar Rauða kross-
ins eða Rauða hálfmánans og koma
frá Bandaríkjunum, Danmörku,
Finnlandi, Þýskalandi, Sviss, Júgó-
slavíu, Albaníu, Suður-Afríku, Le-
sótó, Búrma, Palestínu og Íslandi.
Töluð er enska í búðunum. Búðir af
þessum toga eru frábær vettvangur
fyrir ungt fólk af ólíku þjóðerni til að
kynnast og samþætta ólíka reynslu
sína og hugmyndir en Rauði kross-
inn er stærsta sjálfboðaliðahreyfing
í heimi,“ segir í fréttatilkynningu.
„Þátttakendur vinna að ýmsum
verkefnum meðan á sumarbúðunum
stendur en sérstök áhersla er lögð á
verkefnavinnu gegn hversdagsfor-
dómum og alnæmi. Hugtakið hvers-
dagsfordómar er nokkuð nýtt af nál-
inni og lýsir sér í duldum og oft
ómeðvituðum fordómum gegn ýms-
um þjóðfélagshópum eins og fötluð-
um, þeldökkum, unglingum, öldruð-
um, samkynhneigðum o.fl. Dæmi um
hversdagsfordóma er þegar hvítur
maður veigrar sér við að setjast við
hliðina á þeldökkum manni í strætó
eða talar öðruvísi við fatlaða en heil-
brigða. Forvarnavinna gegn alnæmi
hefur verið allt of lítil hér á landi og
víðar undanfarin ár og er ætlunin að
ræða möguleg verkefni Rauða
krossins í þeim efnum,“ segir í frétt-
inni.
Á laugardaginn kl. 17 verður hóp-
urinn auk þess með götuleikhús
gegn fordómum á hóteltúninu á
Höfn í Hornafirði undir leikstjórn
Agnars Jóns Egilssonar.
Ræða hversdagsfor-
dóma í sumarbúðum
MÁNUDAGINN 1. júlí nk. á Hér-
aðsdómur Vesturlands 10 ára af-
mæli, eins og aðrir héraðsdómstól-
ar á Íslandi. Af því tilefni verður
opið hús hjá dómstólnum í húsa-
kynnum hans, Bjarnarbraut 8
Borgarnesi, frá kl. 13–15 þann dag.
Þeir sem áhuga hafa á að kynnast
nánar starfsemi dómsins eru vel-
komnir.
Héraðsdómur Vesturlands var
stofnaður ásamt sjö öðrum héraðs-
dómstólum með lögum nr. 92/1989,
um aðskilnað dómsvalds og um-
boðsvalds í héraði, og tók til starfa
1. júlí 1992. Lögsagnarumdæmi
dómsins er frá mörkum milli Kjós-
ar- og Borgarfjarðarsýslna að
mörkum milli Dala- og Barða-
strandarsýslna. Aðsetur dómsins
er í Borgarnesi, og fastir þing-
staðir eru þar og í Stykkishólmi.
Fyrsta heila árið sem Héraðs-
dómur Vesturlands starfaði, þ.e.
árið 1993, voru 485 mál tekin til
meðferðar, en sl. ár, 2001, voru
þau samtals 959, þar af 374 almenn
einkamál og 504 opinber mál
(sakamál). Samtals hafa á 10 ára
tímabilinu verið tekin til meðferðar
6.188 mál.
Starfsmenn dómstólsins eru
þrír, Ragnheiður Guðmundsdóttir
dómritari og héraðsdómararnir
Benedikt Bogason og Finnur Torfi
Hjörleifsson sem er dómstjóri.
Fyrsti héraðsdómari og jafnframt
dómstjóri við dómstólinn var Her-
vör Þorvaldsdóttir.
Opið hús hjá
Héraðsdómi
Vesturlands
ESSO og Bubbi Morthens hafa
ákveðið að halda áfram forvarnar-
starfi sínu gegn fíkniefnum. Upphaf-
lega var gert ráð fyrir því að átakið
„veldu rétt“ myndi spanna einn vet-
ur með áherslu á forvarnir fyrir
nemendur grunnskóla.
„Ástæða þess að áfram er haldið
eru mikil og góð viðbrögð nemenda,
kennara og foreldra en ekki síður
mikill áhugi nemenda í framhalds-
skólum á forvörnum og fræðslu frá
Bubba Morthens.
Gert er ráð fyrir því að átakið
„veldu rétt“ nái að minnsta kosti til
15.000 framhaldsskólanema og hefst
það strax og skólarnir nú í haust.
Bubbi mun einnig í tengslum við
átakið koma fram á Essómótinu í
knattspyrnu sem fram fer á Akur-
eyri 3. til 6. júlí næstkomandi. Þar
mun hann meðal annars bjóða upp á
ókeypis fjölskyldutónleika,“ segir
m.a. í fréttatilkynningu frá ESSO.
Bubbi
Morthens
í framhalds-
skóla
NÝ ESSÓ-afgreiðslustöð var opnuð
í Mývatnssveit í gær og er í stöð-
inni lögð mikil áhersla á örygg-
isbúnað og umhverfismál. Stöðin er
rekin í tengslum við Strax, nýja
matvöruverslun á vegum Sam-
kaupa, en hlutafélag um byggingu
hússins var stofnað með þátttöku
heimamanna.
Í fréttatilkynningu frá Olíufélag-
inu kemur fram að yfirborðsvatn
fer af afgreiðslusvæði utandyra og
frárennsli bílaþvottaplans í gegnum
hreinsunarferli sem er tuttugu
sinnum meira en heilbrigðisyfirvöld
krefjast. Þá segir að í reglugerð sé
kveðið á um heimild til að olíusmit í
frárennsli sé allt að 100 milli-
grömmum í lítra en olíuskiljur á
nýju stöðinni hreinsi vatnið svo vel
að eftir verði olíusmit sem svari í
mesta lagi til 5 milligramma í
hverjum lítra.
Í tilkynningunni segir að elds-
neytisgeymar nýju stöðvarinnar
séu tvöfaldir og á milli laga sé vökvi
undir þrýstingi. Komi af einhverj-
um ástæðum gat á innra eða ytra
byrði geymanna falli þrýstingur í
millirýminu og sjálfvirkt viðvörun-
arkerfi láti samstundis vita. Þannig
sé unnt að gera ráðstafanir þegar í
stað til að stöðva hugsanlegan leka
og koma í veg fyrir umhverfisslys.
Umhverfisvæn
bensínstöð
í Mývatnssveit
SUNNUDAGINN 30. júní
klukkan 13.30 mun fornleifa-
fræðingurinn Orri Vésteins-
son leiðsegja um uppgraftar-
svæðið í Skálholti, en fyrsta
uppgraftaráfanga er nú lokið
í verkefni sem standa mun yf-
ir til ársins 2007.
Leiðsögnin um uppgraftar-
svæðið er liður í helgardag-
skrá sem Skálholtsskóli,
Sumartónleikar í Skálholts-
kirkju og Fornleifastofnun Ís-
lands hafa sett saman fyrir
næstu fjórar helgar. Um er
að ræða menningar- og sögu-
tengda dagskrá sem felst í
gistingu í Skálholtsskóla,
góðri tónlist og veitingum
auk fræðslu um Skálholtsstað
og fornleifauppgröftinn. Á
veitingastaðnum verða reidd-
ir fram sögutengdir máls-
verðir, eða miðaldahlaðborð
að hætti Þorláks biskups og
kaffihlaðborð Valgerðar bisk-
upsfrúar.
Hægt er að njóta helgartil-
boða eða einstakra liða í
menningardagskrá þeirri sem
boðið er upp á í Skálholti
næstu vikurnar. Nánari upp-
lýsingar um helgardagskrána
fást á vefsíðu Fornleifastofn-
unar: www.instarch.is/skal-
holt.htm eða á skrifstofu
Skálholtsskóla.
Leiðsögn
um upp-
graftar-
svæðið
í Skálholti
HEIMSKLÚBBUR Ingólfs –
Príma hefur nýlega endurnýjað
umboðssamninga sína við stærstu
skipafélögin í Karíbahafinu, en
mikill fjöldi nýrra skemmtiferða-
skipa keppir þar nú um hylli far-
þega, að því er fram kemur í frétt
frá ferðaskrifstofunni. Kemur fram
í fréttinni að nú sé auðveldara að
komast frá Íslandi í siglingu í Kar-
íbahafi en nokkru sinni fyrr, og allt
að helmingi ódýrara með nýjum
samningum Heimsklúbbsins, þar
sem völ er á vönduðum klefum,
jafnvel með einkasvölum, á allt að
50–60% afslætti, sem samsvarar að
tveir ferðist á gjaldi eins, eða tveir
fyrir einn.
Samkvæmt upplýsingum ferða-
skrifstofunnar seldist strax upp í
eina hópbrottför í september, nær
uppselt í aðra ferð 7. febrúar, en
eitthvað laust enn í þá þriðju í apríl,
um páska á næsta ári.
Flogið er með Flugleiðum beint
til Orlando á Flórída, gist eina nótt
fyrir siglingu og þrjár á eftir á
þekktu hóteli nærri eftirsóttustu
söfnum og skemmtistöðum á þess-
um slóðum.
Skammt er til Canaveralhöfða,
en nú sigla nýjustu skipin þaðan, og
er farþegum ekið til og frá hóteli að
skipshlið, en siglt er til skiptis
eystri og vestri siglingaleið um
Karíbahaf með viðkomu á þekktum
áfangastöðum og einnig í Belíse og
Mexíkó, segir ennfremur í fréttinni.
Með þessum sérkjörum kosti
siglingin aðeins röskar 10 þúsund
kr. á dag í útborðsklefa með fullu
fæði og skemmtidagskrá og allri
aðstöðu innifalinni. Velji menn að
ferðast bæði eystri og vestari sigl-
ingaleiðina tekur ferðin um 14
daga. Heimsklúbburinn hefur einn-
ig tryggt fáein sæti með beinu flugi
til Orlando á hverjum föstudegi frá
20. september yfir vetrarmánuðina
fyrir þá sem vilja sigla eftir eigin
vali í Karíbahafi á sérkjörum
Heimsklúbbsins – Príma á þessum
tíma. Í tengslum við siglingarnar er
boðið upp á nokkurra daga dvöl á
baðströndum Dóminikana, þar sem
allt er innifalið í verði hótelsins, þ.e.
fullt fæði, allir drykkir, þjónusta og
skemmtanir.
Fram kemur ennfremur að frá
því að Heimsklúbburinn hóf reglu-
bundnar ferðir til Karíbahafsins
fyrir um tíu árum hafi meira en
4.000 Íslendingar notið lífsins á
ströndum eyjunnar eða siglt á
skemmtiferðaskipum í Karíbahaf-
inu.
Stórlækkað verð á siglingum
Heimsklúbbur Ingólfs – Príma 10 ár í Karíbahafi
FIMMTUDAGINN 27. júní 2002
var ekið á hvíta Toyota Carina-fólks-
bifreið þar sem hún stóð á bifreiða-
stæði við Bræðraborgarstíg 9.
Óhappið mun hafa gerst á milli kl. 10
og 15.30. Vitni eru vinsamlegast beð-
in að snúa sér til umferðardeildar
lögreglunnar í Reykjavík.
Lögreglan í Keflavík lýsir eftir
bifreiðinni TN078 sem stolið var af
bifreiðastæði við Austurgötu 19,
Keflavík á tímabilinu frá kl. 7.30 að
morngi 17. júní til klukkan 21.25
hinn 19. júní sl. Bifreiðin er af gerð-
inni Nissan Sunny Wagon, árgerð
1993, rauð að lit.
Þeir sem kynnu að geta gefið ein-
hverjar upplýsingar um bifreiðina
eru beðnir að hafa samband við lög-
regluna í Keflavík í síma 4202400 eða
112.
Lýst eftir
vitnum
Vel veiðist nú í Norðurá í Borgar-
firði og holl sem nú stundar þar
veiðar var með 32 laxa eftir tvær
fyrstu vaktirnar. Af þeim gaf morg-
unvaktin 22 laxa. Hollið á undan
var með alls 58 laxa, þannig að góð-
ur stígandi er í aflabrögðum þessa
dagana. Alls voru því komnir 266
laxar á land af aðalsvæðinu í gær-
dag.
Að glæðast í Dölunum
Það er loksins eitthvað að glæð-
ast í Dölunum eftir afar rólega
daga á bökkum vatnanna. Það vant-
ar þó úrkomu á þeim slóðum eins
og víðar til að lífga upp á tökur sem
eru í lágmarki í minnkandi vatni og
björtu veðri.
„Þetta virðist loksins vera að
fara í gang hérna, það sést smálax í
nokkrum mæli víða í ánni og veiðin
hefur glæðst aðeins síðustu vakt-
irnar. Við opnuðum 14. júní og það
var lítil veiði fyrstu dagana, en
núna eru komnir 16 laxar á land og
horfur batnandi,“ sagði Torfi Ás-
geirsson, umsjónarmaður Hauka-
dalsár í Dölum, í samtali í gær.
Gylfi Ingason, kokkur við Laxá í
Dölum, tók í sama streng, hann
sagði nýjasta hollið enn fisklaust
eftir tvær fyrstu vaktirnar, en að sú
breyting hefði orðið á morgunvakt-
inni að það sást talsvert af ný-
gengnum fiski sem var ekki á svæð-
inu kvöldið áður. „Fyrsta hollið
fékk aðeins tvo laxa, en þetta gæti
bent til að það glæddist næstu
daga,“ sagði Gylfi.
Fleiri laxafréttir
Um 20 laxar voru komnir úr Mið-
fjarðará í gærmorgun og lítil hreyf-
ing þótt fiskar séu á stjái hér og
þar. Í gærmorgun voru einnig
komnir milli 80 og 90 laxar úr
Blöndu samkvæmt upplýsingum hjá
leigutakanum, fyrirtækinu Lax-á.
Smálaxar eru nú hluti af aflanum.
Besta vaktin í Elliðaánum til
þessa var á fimmtudagsmorguninn
þegar sex laxar voru dregnir á
þurrt en á sama tíma lönduðu menn
þremur löxum í Korpu.
Lítið er enn að frétta af Iðu, þar
veiddist þó einn lax, 5,5 punda, á
fimmtudagsmorguninn. Bæði
Stóra-Laxá og Hvítá eru mjög
vatnslitlar.
Brynjar Þorbjörnsson, 13 ára, ásamt föður sínum með fallegan
flugulax úr Laxá í Kjós fyrir skemmstu.
32 laxar á einum
sólarhring
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?