Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAFNPLÖTUR sem bera yfir- skriftina Pottþétt hafa verið gefnar út á Íslandi síðan árið 1995. Nú hef- ur útgáfan tekið nokkrum breyting- um, bæði hvað varðar útlit og inni- hald, og leitaði Morgunblaðið á náðir Björns Steinbekk og Höskuldar Höskuldssonar hjá Skífunni til að fá upplýsingar um málið. „Alls hafa verið gefnar út um 60 Pottþétt-plötur, bæði svona núm- eraðar safnplötur og svo þemaplöt- ur. Við ákváðum að breyta til og hafa þær einfaldar því við teljum okkur geta gert betri plötur fyrir vikið,“ sagði Höskuldur. „Við ákváðum að þétta diskinn. Við viljum líka hafa hann ódýrari. Þannig er reynt að sporna gegn því að diskurinn verði afritaður eins og vinsælt er að gera við Pottþétt- diskana. Hann er læstur eins og allir diskar sem Skífan gefur núna út,“ segir Björn. „Það er líka auðveldara að búa til plötu með 20 góðum lögum í staðinn fyrir 40,“ segir Höskuldur og bætir við: „Svo er auðvitað alltaf hollt að staldra aðeins við þegar svona safn- plöturöð hefur gengið svona vel og sjá hvað má gera betur.“ Fylgjumst vel með hvað er vinsælt „Með þessari 28. Pottþétt-plötu er bryddað upp á þeirri nýjung að farið er að tengja útgáfuna við ákveðin fyrirtæki,“ upplýsir Björn. „Það verður alltaf eitt fyrirtæki sem styrkir útgáfu hvers disks. Fyrstu 300 eintökin verða svo seld á 1.500 krónur og mun allur ágóðinn renna til góðgerðarmála. Fyrirtækin ákveða hvaða samtök það eru sem þau vilja leggja lið. Í þetta sinn eru það Eurocard Atlas sem styrkir út- gáfuna og völdu þau sér Götusmiðj- una til að styrkja,“ segir Björn. Pottþétt-plöturnar eru gefnar út með tveggja mánaða millibili og er það einkum Höskuldur sem sér um lagavalið á plöturnar. „Við fylgjumst bara með því hvað er vinsælt hverju sinni. Við tökum mið af öllum tegundum af vinsælda- listum og fylgjumst með hvað er heitast hér heima og einnig erlend- is,“ segir Höskuldur. „Við höfum svo alltaf reynt að hafa einhverja íslenska flytjendur með og í þetta sinn er það hljóm- sveitin Daysleeper,“ segir Hösk- uldur. „Íslensku lögin eru ekki fleiri að þessu sinni því um þessar mundir er að koma út íslensk safnplata, Svona er sumarið, svo að það er afgreitt þannig.“ Framtíð safnplatnanna hefur að geyma fjölda pottþéttra platna en Pottþétt 29 kemur út um miðjan september og númer 30 fyrir jólin. Að sögn Höskuldar er svo vænt- anleg í júlí þemaplata sem ber nafn- ið Pottþétt Hinsegin þar sem safnað verður saman kunnum smellum samkynhneigðra tónlistarmanna. Það er því nóg framundan í hinum „pottþétta“ heimi. CAFÉ 22 DJ Atli á neðri hæðinni. DJ Benni og Doddi litli á efri hæðinni . CAFÉ AMSTERDAM Vít- amín spila. CAFÉ RIIS, Hólmavík Hljómsveitin Short Notice með dansleik. CATALINA, Hamraborg Acoustic spilar. CHAMPIONS CAFÉ, Stór- höfða 17 Siggi Hlö þeytir skífum. EGILSBÚÐ, Neskaupstað Í svörtum fötum. FÉLAGSHEIMILIÐ BLÖNDUÓSI Írafár spila ásamt diskóhljómsveitinni Boogie Knights. 16 ára ald- urstakmark. FÉLAGSHEIMILIÐ KIRKJUHVOL- UR, Kirkjubæjarklaustri Stórsveit Ásgeirs Páls leikur fyrir dansi. GAUKUR Á STÖNG Buttercup. Um mánaðamótin kemur út fimmta breiðskífa sveitarinnar. GRANDROKK Rokktónleikar kl. 23.30. Fram koma Múspell, Sól- stafir og Exizt. GULLÖLDIN Sælusveitin leikur fyrir dansi. HÓPIÐ, Tálknafirði Hljómsveitin Smack. Smack skipa þeir Þor- steinn Bjarnason, Ingvar Val- geirsson, Jörgen Jörgensen og Gísli Elíasson. JÓMFRÚIN, Lækjargötu Fimmtu sumartónleikar veitingahússins kl. 16 til 18. Fram koma víbrafónleik- arinn Reynir Sigurðsson og gít- arleikarinn Jón Páll Bjarnason. Aðgangur ókeypis. KAFFI DUUS, Keflavík Hljóm- sveitin Feðurnir heldur uppi fjör- inu. KAFFI REYKJAVÍK Hljómsveitin Spútnik. KAFFISETRIÐ Thai-night. Lifandi thai-tónlist og karókí. KIRKJUBÆJARKLAUSTUR Fjöl- skylduhátíð Gullaldarinnar 2002 dagana 27.–30. júní. Barnahelgi- stund kl. 11, hátíðarhöld hefjast kl. 13; leikir, grill, andlitsmálning, trúður. Gunni og Felix mæta kl. 20, varðeldur, harmóníka, gítar og söngur frá kl. 21. Kvöldi lýkur með dansleik í félagsheimilinu. KRINGLUKRÁIN Hljómsveitin Sín. LEIKSKÁLINN, Vík Papar spila. N1-BAR, Reykjanesbæ Hljóm- sveitin Englar. O’BRIENS, Laugavegi 73 Moga- don. ODD-VITINN, Akureyri Hljóm- sveitin Mannakorn. PLAYERS-SPORT BAR, Kópavogi Íslands eina von. Eyjólfur Krist- jáns og félagar. SJALLINN, Akureyri Á móti sól. SJÁVARPERLAN, Grindavík Hljómsveitin Ber. SPOTLIGHT DJ Cesar í búrinu kl. 21 til 6. 20 ára aldurstakmark. 500 krónur inn. ÚTHLÍÐ, Biskupstungum Hljóm- sveit Geirmundar Valtýssonar með Jónsmessuhátíð fyrir bændur og búalið. VIÐ POLLINN, Akureyri Hljóm- sveitin KOS. VÍDALÍN VIÐ INGÓLFSTORG Mo- onboots. Ball með mótorhjólaþema í tilefni af hjólamessu Sniglanna. VÍKIN, Höfn Diskórokktekið og plötusnúðurinn Skugga-Baldur. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Hljómsveitin Spútnik leikur á Kaffi Reykjavík í kvöld. Safndiskurinn Pottþétt 28 kominn út með breyttu sniði Reuters Destiny’s Child syngja um Sóða- stelpuna (e. Nasty Girl) á Pott- þétt 28. Morgunblaðið/Golli Höskuldur Höskuldsson (t.h.) hefur haldið utan um Pottþéttu safnplöt- urnar í gegnum árin ásamt Halldóri Baldvinssyni (t.v.). birta@mbl.is Þéttari Pottþétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.