Morgunblaðið - 29.06.2002, Síða 65

Morgunblaðið - 29.06.2002, Síða 65
létust vegna troðnings við aðal- sviðið. Þeirra er nú minnst með minnismerki úr steini sem geymir áletrunina „Hve brothætt við erum“ (How fragile we are). Í ár eru gestafjöldi því takmark- aður við 65.000, svæðið hefur verið stækkað og öll öryggisgæsla hefur verið aukin til muna Flugeldar Danska hljómsveitin Superhero- es hóf hátíðina þetta árið kl. 17.30 á appelsínugula sviðinu. Einhvers konar sambland af Suede og Rod Stewart og glysskotið gleðirokk ómaði um svæðið. Ég hélt svei mér þá að það yrði púað á sveitina eftir fyrsta lag, svo brösótt var byrjunin, en til allrar hamingju náði hún sér á strik er á leið. Þá var rölt niður í græna tjald til að berja skosku til- raunapopparanna í Beta Band aug- um. Framvinda Beta Band-tónleika er síst fyrirsjáanleg og lét fereykið, sem Band-ið skipar, hljóðfæri ganga á milli sín ótt og títt. Fyrir- taksskemmtan hjá Beta-bræðrum með stuði og óvæntum sveigjum og beygjum í bland. Manu Chao hertók svo appels- ínugula sviðið eins og áður var sagt en á meðan var farinn að myndast nokkur spenningur í gula tjaldinu. Þar var New York-búinn Andrew WK að undirbúa sig og sína og spratt að lokum fram með herópinu „It’s time to party!“ Tónlist And- rew WK er hetjurokk af gamla skólanum, blanda af Journey, Toto, Meat Loaf og hressu lögunum úr Footloose-myndinni, eins og einn popp-penninn orðaði svo snilldar- lega. Það var líka auðsjáanlegt að margir urðu hvumsa og vissu ekki almennilega hvernig ætti að taka þessum ósköpum. En allir fóru all- tént brosandi út. Það var komin ró yfir svæðið snögglega upp úr miðnætti, kyrrðin rofin einstöku sinnum með flug- eldalátum frá æringjunum og Ís- landsvinunum í Rammstein sem voru aðalnúmerið þetta fyrsta kvöld. Það sem pirraði þó við þetta fyrsta kvöld var of þétt dagskrá; Rammstein, Starsailor, Chemical Brothers og Black Rebel Motor- cycle Club voru því sem næst á sama tíma og reið því á harðri ákvarðanatöku. Þetta gera hátíða- haldarar til að sem flestir verði mættir á fimmtudegi, þ.e. að hafa svo tilkomumikla dagskrá. Stefna sem bitnar því miður á þeim allra áhugasömustu. En nóg um það, þetta eru smá- munir miðað við heildarpakkann. Sólin skín, svona að mestu, og allir eru í góðum, fjörugum en umfram allt friðsömum gír. Meira rokk! Meiri rólegheit! Andrew WK lék hetjurokk af gamla skólanum. arnart@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 65 DV Kvikmyndir.is  Mbl  Kvikmyndir.com 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Tímaritið Sánd  Rás 2 Eina leiðin til að verða einn af strákunum aftur... er að verða “ein” af stelpunum! Ekki missa af þessum geggjaða sumarsmell! Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit nr. 370.  kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og 12. Vit 393. Sýnd kl. 7.30 og 10. Vit 384. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 397. Sýnd kl. 7.15 og 10. B. i. 16. Vit 381. Yfir 32.000 áhorfendur Kvikmyndir.is FRUMSÝNING Sýnd kl. 5.30, 8, 9.30, 10.30 og 12. B.i. 14. Vit 393. FRUMSÝNING Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Vit 358. Matrix Reloaded sýnishorn frumsýnt á undan mynd Úr smiðju Jerry Bruckheimer (ConAir, TheRock) kemur þessi magnaða sumarsprengja undir leikstjórn Joel Schumacher. (Batman Forever, 8mm) Martin Lawrence er trítilóður og tímavilltur! Í einni af fyndustu mynd ársins Hverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is 1/2 kvikmyndir.com Radíó X Rás 2 1/2HK DV Leitin er hafin! Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i 16.Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i 16. Yfir 50.000 áhorfendur! Sýnd kl. 5.30. B.i. 10. 1/2 RadióX 1/2 kvikmyndir.is SándON LINEthe Þegar pabbinn neitar að borga enn eitt skólaárið fyrir son sinn, tekur partýdýrið Van til sinna ráða... Drepfyndin grínmynd með Ryan Reynolds úr Two Guys and a Girl og Töru Reid úr American Pie 1 & 2. Frumsýning Menn eru dæmdir af verkum sínum. Bruce Willis í magnaðri spennumynd. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6, 8 og 10. 1/2 kvikmyndir.is ÞAÐ verður sífellt vinsælla hjá stjörnupörum að stinga af og láta pússa sig saman fjarri sviðsljósi fjölmiðlanna. Skötuhjúin Sarah Michelle Gellar og Freddie Prinze yngri fóru að fordæminu á dög- unum og giftu sig á laun. Athöfnin fór fram í Litlu hvítu brúðkaupskapellunni í Las Vegas og var að sögn fámenn en góðmenn. Gellar og Prinze kynntust við tökur á unglingahrollvekjunni I Know What You Did Last Summer árið 1997. Freddie var þá í slagtogi við leikkonuna Kimberly McCullo- ugh en eftir að slitnaði upp úr sam- bandi þeirra tveimur árum síðar hafa hann og Gellar verið óaðskilj- anleg. Hjónin nýgiftu hafa bæði lýst yfir sterkum vilja til að stofna fjöl- skyldu en segjast þó ætla að bíða með það í nokkurn tíma á meðan vel gengur í starfi. Freddie hefur óbilandi trú á upp- eldishæfileikum sínum og spúsu sinnar en hann sagði í viðtali á dög- unum: „Mig langar rosalega að verða pabbi. Ég held að ég verði besti pabbi í heimi og eigi eftir að fá verðlaun árlega sem faðir ársins. Ég er líka viss um að Sarah verður besta mamma í heimi.“ Aðdáendur þeirra þurfa ekki að bíða lengi uns þau birtast aftur saman á hvíta tjaldinu en þau fara með tvö af aðalhlutverkunum í hinni vinsælu leiknu útgáfu af teiknimyndaþáttunum Scooby-Doo. Sarah Michelle Gellar ogFreddie Prinze yngri mæta til frumsýningar Scooby Doo þar sem þau fara með aðalhlutverkin. Sarah Michelle Gellar og Freddie Prinze yngri í hnapphelduna Ætla að verða heimsins bestu foreldrar Reuters RICKY Martin skipti sér aldeilis af upptöku tónleikanna á dög- unum í tilefni af krýningarafmæli Bretadrottningar. Martin harð- bannaði kvikmyndatökumönnum að taka nærmyndir af sér meðan hann söng fyrir viðstadda. Ástæð- una sagði hann slæmt ástand á húð sinni, sem hann var engan veginn tilbúinn að deila með þeim rúmlega 200 milljónum manna sem fylgdust með tónleikunum. Martin hefur áður fyrirskipað á tónleikaferðum að svið hans verði upplýst með appelsínugulum ljós- um svo að hann virðist sólbrúnni á sviði. Abbababb! Ekki koma nær! Slæmur í húðinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.