Morgunblaðið - 05.07.2002, Page 22

Morgunblaðið - 05.07.2002, Page 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is IS A -2 43 .1 – ÍD E A BT OPNAR Í SMÁRALIND LAUGARDAG KL. 11:00 EKKI MISSA AF ÞESSU! Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að landsframleiðsla muni dragast saman hér á landi um 0,5% á þessu ári og er helsta ástæðan sögð minnkandi einkaneysla. Sjóðurinn spáir því jafnframt að landsfram- leiðsla muni taka við sér á nýjan leik á næsta ári. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu sjóðsins um Ísland sem birt var í vikunni. Í skýrslunni er talað um mjúka lendingu hagkerfisins á þessu ári, eins og það er orðað. Í skýrslunni er litið yfir farinn veg og talað um að hagvöxtur hér á landi undangenginn áratug hafi verið mjög eftirtektarverður og til umræðu í framkvæmdastjórn sjóðsins. Hrósar framkvæmda- stjórnin yfirvöldum fyrir „eftirtek- arverðan vöxt efnahagslífsins á síð- asta áratug“. Í skýrslunni segir að þessi ár- angur sé afleiðing stefnu sem tekin var upp snemma á tíunda áratugn- um með auknu frjálsræði á mörk- uðum, aðhaldssömum ríkisfjármál- um og kerfisumbótum sem stuðla að aukinni fjárfestingu og nýsköp- un, bættri samkeppni og aukinni fjölbreytni útflutnings. Jákvæð skýrsla Jón Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðla- banka Íslands, segir skýrsluna samda í framhaldi árlegrar heim- sóknar sjóðsins til Íslands. „Sendi- nefndir sjóðsins heimsækja öll 183 aðildarlöndin árlega og semja skýrslur sem síðan eru ræddar í framkvæmdastjórn sjóðsins. Á heildina litið er skýrslan jákvæð um þróun efnahagsmála á Íslandi,“ sagði Jón. Í skýrslunni er talað um að Seðlabankinn eigi að fara varlega í að lækka vexti og vera reiðubúinn að hækka vexti um leið og þess gerist þörf. Sjóðurinn fagnar verðbólgu- markmiði Seðlabankans en áréttar að beita verði ábyrgri peninga- málastefnu til að auka trúverðug- leika verðbólgumarkmiðs bankans. Mörg varnaðarorð Í Morgunpunktum Kaupþings í gær er fjallað um efni skýrslunnar: „Vitaskuld er ánægjulegt að Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn spái vexti í efnahag landsins á næsta ári, en í skýrslunni er einnig að finna mörg varnaðarorð. Þannig virðast sér- fræðingar sjóðsins hafa meiri áhyggjur af því að verðbólga magn- ist á ný en tilefni virðist vera til ef marka má spár Seðlabanka Íslands og Þjóðhagsstofnunar,“ segir í Morgunpunktunum. Þar er jafnframt bent á að Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn vari við launaskriði í útflutningsatvinnu- vegum og óttist einnig að launa- hækkanir á vegum hins opinbera kunni að auka verðbólguþrýsting. Í skýrslunni er horft nokkur ár fram í tímann og t.d. er því spáð að verðbólga á þessu ári verði 5,2%, 2,2% á því næsta og 3,3% árið 2006. Jafnframt er því spáð að viðskipta- halli minnki á næstu árum frá því sem nú er, en sjóðurinn spáir 2% viðskiptahalla á þessu ári, og aukist svo aftur og verði 1,8% árið 2006. Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland Spá aukningu lands- framleiðslu á næsta ári Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðins á íslenskum efnahagsmálum segir að Seðla- bankinn eigi að fara varlega í að lækka vexti og vera reiðubúinn að hækka vexti um leið og þess gerist þörf. SJÖFN hf., sem er 60% í eigu Bald- urs Guðnasonar og 40% í eigu Kald- baks fjárfestingarfélags hf., keypti í síðustu viku 3% hlut í Íslandsbanka. Nafnverð hlutarins er 300 milljónir króna. Lokaverð Íslandsbanka í Kauphöll Íslands síðastliðinn föstu- dag var 4,93 og ef miðað er við það má áætla að söluverð bréfanna hafi verið um 1.479 milljónir króna. Sjöfn hf. er fyrst og fremst eign- arhaldsfélag. Fyrirtækið á 65% hlut í hreinlætisvörufyrirtækinu Mjöll hf. og hlutur Sjafnar í málningarfram- leiðslufyrirtækinu Hörpu-Sjöfn er 45%.                     !"# $    %   #&  '(  #       # )# &    '                      + , - . / 0 * 1 2 +3       )*+++ , -+, - .+- ) ./, 0 /++ ) /,, 1 ,-2 / ,,. + ,00 0 332 3 4   #' 5    / *.-53 . ,/*53 +3 33353       Sjöfn hf. með 3% í Íslandsbanka OR með 1,5 milljarða í hagnað REKSTUR Orkuveitu Reykja- víkur skilaði 1.500 milljóna króna hagnaði á fyrstu fimm mánuðum ársins. Í tilkynningu segir að mikil umskipti hafi orðið frá fyrra ári en þá hafi Orkuveita Reykja- víkur orðið fyrir verulegu gengistapi, en tap af rekstri ársins 2001 í heild nam 533 milljónum króna. Ennfremur segir í tilkynn- ingunni að stjórn Orkuveitunn- ar hafi ákveðið að hafin yrði vinna við umhverfismat og verkhönnun vegna 30 MW aukningar á rafmagnsfram- leiðslu á Nesjavöllum. Ákvörð- unin er tekin á grundvelli greinargerðar Orkustofnunar um niðurstöður þrívíddarlíkans jarðhitageymanna á Hellisheiði og Nesjavöllum. Samkvæmt henni stendur jarðhitasvæðið á Nesjavöllum vel undir aukning- unni. Virkjunin á Nesjavöllum verður með afköst sem nema 120 MW í rafmagni og 300 MW í varma þegar hún nær fulln- aðarstærð. Þrotabúi FF feng- inn skiptastjóri FRJÁLS fjölmiðlun hf. hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Sigurður Gizurarson hrl. var skipað- ur skiptastjóri þrotabúsins. Innköll- un hefur verið gefin út og bíður birt- ingar í Lögbirtingablaðinu, en tveggja mánaða kröfulýsingarfrest- ur er frá fyrri birtingu þar. Skipta- fundur í þrotabúi Frjálsrar fjölmiðl- unar verður haldinn 23. október nk. Aðaleignir þrotabúsins hafa þegar verið seldar, þ.e. Fréttablaðið var að stærstum hluta selt um sl. áramót en restin í apríl sl. og Ísafoldarprent- smiðja var seld um miðjan apríl sl. Skiptastjóri búsins vildi ekki tjá sig um hvort þær sölur héldu. Hæsti- réttur staðfesti á mánudag úrskurð Héraðsdóms frá maílokum um að fé- lagið skyldi tekið til gjaldþrota- skipta, en úrskurðurinn hafði verið kærður til Hæstaréttar. HAGNAÐUR Nike Inc. jókst um tæplega 22% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma- bil í fyrra. Nam hagn- aður félagsins 208,4 milljónum dala, eða 77 sentum á hlut, en 162,7 milljónir dala og um 60 sentum á hlut á síðasta ári. Þá jukust tekjur um 8% samanborið við fyrsta ársfjórðung síð- asta árs, námu í fyrra 2,48 milljörðum dala en fóru upp í 2,68 milljarða á þessu ári. Félaginu hafði verið spáð vexti á árinu en hagnaðartölur fyrsta ársfjórðungs fóru langt fram úr því sem helstu spekingar á Wall Street gerðu ráð fyrir. Að sögn talsmanna Nike Inc. er búist við áframhaldandi vexti félagsins á næstu misserum. Nike Inc. framleiðir ýmiss konar íþróttafatnað og vörur með sér- stakri áherslu á skóframleiðslu. Fjölmargar heimsþekktar íþrótta- stjörnur eru með auglýsingasamn- ing við félagið. Þekktust stjarn- anna er án efa körfuboltakappinn Michael Jordan en Nike hefur um árabil framleitt skó kennda við Jor- dan. Nýjsta útgáfan af skónum kom út í febrúar síðastliðnum og er parið selt á um 200 dali í Banda- ríkjunum. Reuters Nike jók hagnað sinn á fyrsta ársfjórðungi um 22% frá því í fyrra. Nýjasta útgáfan af Air Jor- dan skóm var sett á markað í febrúar og selst á 200 dali í Bandaríkjnum. Reuters Nike á nýjum skóm GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans dróst saman um 1 milljarð króna í júní og nam 35,4 milljörðum króna í lok mánaðarins (jafnvirði 410 millj- óna Bandaríkjadala á gengi í mán- aðarlok). Erlend skammtímalán bankans hækkuðu um 400 milljónir króna í mánuðinum og námu 15,4 milljörðum króna í lok hans. Gengi íslensku krónunnar styrktist í mánuðinum um 1,4% og hefur þar með styrkst um 10% frá áramótum. Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 4,6 milljörðum króna í júnílok miðað við markaðsverð. Þar af námu markaðsskráð verðbréf rík- issjóðs 1,7 milljarði króna. Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanir jukust um 4,6 milljarða króna í júní og námu 83,4 milljörðum króna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjár- málastofnanir breyttust lítið í mán- uðinum og námu 5,6 milljörðum króna í mánaðarlok. Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir hækkuðu um 900 milljónir króna í júní og voru neikvæðar um 29,4 milljarða króna í lok mánaðarins, þ.e. nettóinnstæður ríkissjóðs námu 29,4 milljörðum króna. Grunnfé bankans jókst um 3,6 milljarða í júní og nam það 39,9 millj- örðum króna í mánaðarlok. Gjaldeyrisforðinn dregst saman Fjármagna 19 símstöðvar SÍMAFYRIRTÆKIÐ Halló hefur samið við Íslandsbanka um fjármögn- un 19 nýrra símstöðva á höfuðborg- arsvæðinu. Í byrjun júní voru teknar í notkun þrjár nýjar símstöðvar í Hafn- arfirði, Kópavogi og Garðabæ en áður hafði Múlastöð í Reykjavík verið tek- in í notkun. Stefnt er að því að ljúka uppsetningu á nýju símstöðvunum fyrir miðjan ágúst. Átján nýir starfs- menn hafa bæst í hópinn hjá Halló á undanförnum vikum og eru starfs- menn fyrirtækisins nú 33. Viðskipta- vinir Halló eru nú um 16 þúsund og þar af nýta tæplega 14 þúsund sér símaþjónustu fyrirtækisins, segir í fréttatilkynningu. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.