Morgunblaðið - 05.07.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.07.2002, Qupperneq 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is IS A -2 43 .1 – ÍD E A BT OPNAR Í SMÁRALIND LAUGARDAG KL. 11:00 EKKI MISSA AF ÞESSU! Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að landsframleiðsla muni dragast saman hér á landi um 0,5% á þessu ári og er helsta ástæðan sögð minnkandi einkaneysla. Sjóðurinn spáir því jafnframt að landsfram- leiðsla muni taka við sér á nýjan leik á næsta ári. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu sjóðsins um Ísland sem birt var í vikunni. Í skýrslunni er talað um mjúka lendingu hagkerfisins á þessu ári, eins og það er orðað. Í skýrslunni er litið yfir farinn veg og talað um að hagvöxtur hér á landi undangenginn áratug hafi verið mjög eftirtektarverður og til umræðu í framkvæmdastjórn sjóðsins. Hrósar framkvæmda- stjórnin yfirvöldum fyrir „eftirtek- arverðan vöxt efnahagslífsins á síð- asta áratug“. Í skýrslunni segir að þessi ár- angur sé afleiðing stefnu sem tekin var upp snemma á tíunda áratugn- um með auknu frjálsræði á mörk- uðum, aðhaldssömum ríkisfjármál- um og kerfisumbótum sem stuðla að aukinni fjárfestingu og nýsköp- un, bættri samkeppni og aukinni fjölbreytni útflutnings. Jákvæð skýrsla Jón Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðla- banka Íslands, segir skýrsluna samda í framhaldi árlegrar heim- sóknar sjóðsins til Íslands. „Sendi- nefndir sjóðsins heimsækja öll 183 aðildarlöndin árlega og semja skýrslur sem síðan eru ræddar í framkvæmdastjórn sjóðsins. Á heildina litið er skýrslan jákvæð um þróun efnahagsmála á Íslandi,“ sagði Jón. Í skýrslunni er talað um að Seðlabankinn eigi að fara varlega í að lækka vexti og vera reiðubúinn að hækka vexti um leið og þess gerist þörf. Sjóðurinn fagnar verðbólgu- markmiði Seðlabankans en áréttar að beita verði ábyrgri peninga- málastefnu til að auka trúverðug- leika verðbólgumarkmiðs bankans. Mörg varnaðarorð Í Morgunpunktum Kaupþings í gær er fjallað um efni skýrslunnar: „Vitaskuld er ánægjulegt að Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn spái vexti í efnahag landsins á næsta ári, en í skýrslunni er einnig að finna mörg varnaðarorð. Þannig virðast sér- fræðingar sjóðsins hafa meiri áhyggjur af því að verðbólga magn- ist á ný en tilefni virðist vera til ef marka má spár Seðlabanka Íslands og Þjóðhagsstofnunar,“ segir í Morgunpunktunum. Þar er jafnframt bent á að Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn vari við launaskriði í útflutningsatvinnu- vegum og óttist einnig að launa- hækkanir á vegum hins opinbera kunni að auka verðbólguþrýsting. Í skýrslunni er horft nokkur ár fram í tímann og t.d. er því spáð að verðbólga á þessu ári verði 5,2%, 2,2% á því næsta og 3,3% árið 2006. Jafnframt er því spáð að viðskipta- halli minnki á næstu árum frá því sem nú er, en sjóðurinn spáir 2% viðskiptahalla á þessu ári, og aukist svo aftur og verði 1,8% árið 2006. Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland Spá aukningu lands- framleiðslu á næsta ári Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðins á íslenskum efnahagsmálum segir að Seðla- bankinn eigi að fara varlega í að lækka vexti og vera reiðubúinn að hækka vexti um leið og þess gerist þörf. SJÖFN hf., sem er 60% í eigu Bald- urs Guðnasonar og 40% í eigu Kald- baks fjárfestingarfélags hf., keypti í síðustu viku 3% hlut í Íslandsbanka. Nafnverð hlutarins er 300 milljónir króna. Lokaverð Íslandsbanka í Kauphöll Íslands síðastliðinn föstu- dag var 4,93 og ef miðað er við það má áætla að söluverð bréfanna hafi verið um 1.479 milljónir króna. Sjöfn hf. er fyrst og fremst eign- arhaldsfélag. Fyrirtækið á 65% hlut í hreinlætisvörufyrirtækinu Mjöll hf. og hlutur Sjafnar í málningarfram- leiðslufyrirtækinu Hörpu-Sjöfn er 45%.                     !"# $    %   #&  '(  #       # )# &    '                      + , - . / 0 * 1 2 +3       )*+++ , -+, - .+- ) ./, 0 /++ ) /,, 1 ,-2 / ,,. + ,00 0 332 3 4   #' 5    / *.-53 . ,/*53 +3 33353       Sjöfn hf. með 3% í Íslandsbanka OR með 1,5 milljarða í hagnað REKSTUR Orkuveitu Reykja- víkur skilaði 1.500 milljóna króna hagnaði á fyrstu fimm mánuðum ársins. Í tilkynningu segir að mikil umskipti hafi orðið frá fyrra ári en þá hafi Orkuveita Reykja- víkur orðið fyrir verulegu gengistapi, en tap af rekstri ársins 2001 í heild nam 533 milljónum króna. Ennfremur segir í tilkynn- ingunni að stjórn Orkuveitunn- ar hafi ákveðið að hafin yrði vinna við umhverfismat og verkhönnun vegna 30 MW aukningar á rafmagnsfram- leiðslu á Nesjavöllum. Ákvörð- unin er tekin á grundvelli greinargerðar Orkustofnunar um niðurstöður þrívíddarlíkans jarðhitageymanna á Hellisheiði og Nesjavöllum. Samkvæmt henni stendur jarðhitasvæðið á Nesjavöllum vel undir aukning- unni. Virkjunin á Nesjavöllum verður með afköst sem nema 120 MW í rafmagni og 300 MW í varma þegar hún nær fulln- aðarstærð. Þrotabúi FF feng- inn skiptastjóri FRJÁLS fjölmiðlun hf. hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Sigurður Gizurarson hrl. var skipað- ur skiptastjóri þrotabúsins. Innköll- un hefur verið gefin út og bíður birt- ingar í Lögbirtingablaðinu, en tveggja mánaða kröfulýsingarfrest- ur er frá fyrri birtingu þar. Skipta- fundur í þrotabúi Frjálsrar fjölmiðl- unar verður haldinn 23. október nk. Aðaleignir þrotabúsins hafa þegar verið seldar, þ.e. Fréttablaðið var að stærstum hluta selt um sl. áramót en restin í apríl sl. og Ísafoldarprent- smiðja var seld um miðjan apríl sl. Skiptastjóri búsins vildi ekki tjá sig um hvort þær sölur héldu. Hæsti- réttur staðfesti á mánudag úrskurð Héraðsdóms frá maílokum um að fé- lagið skyldi tekið til gjaldþrota- skipta, en úrskurðurinn hafði verið kærður til Hæstaréttar. HAGNAÐUR Nike Inc. jókst um tæplega 22% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma- bil í fyrra. Nam hagn- aður félagsins 208,4 milljónum dala, eða 77 sentum á hlut, en 162,7 milljónir dala og um 60 sentum á hlut á síðasta ári. Þá jukust tekjur um 8% samanborið við fyrsta ársfjórðung síð- asta árs, námu í fyrra 2,48 milljörðum dala en fóru upp í 2,68 milljarða á þessu ári. Félaginu hafði verið spáð vexti á árinu en hagnaðartölur fyrsta ársfjórðungs fóru langt fram úr því sem helstu spekingar á Wall Street gerðu ráð fyrir. Að sögn talsmanna Nike Inc. er búist við áframhaldandi vexti félagsins á næstu misserum. Nike Inc. framleiðir ýmiss konar íþróttafatnað og vörur með sér- stakri áherslu á skóframleiðslu. Fjölmargar heimsþekktar íþrótta- stjörnur eru með auglýsingasamn- ing við félagið. Þekktust stjarn- anna er án efa körfuboltakappinn Michael Jordan en Nike hefur um árabil framleitt skó kennda við Jor- dan. Nýjsta útgáfan af skónum kom út í febrúar síðastliðnum og er parið selt á um 200 dali í Banda- ríkjunum. Reuters Nike jók hagnað sinn á fyrsta ársfjórðungi um 22% frá því í fyrra. Nýjasta útgáfan af Air Jor- dan skóm var sett á markað í febrúar og selst á 200 dali í Bandaríkjnum. Reuters Nike á nýjum skóm GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans dróst saman um 1 milljarð króna í júní og nam 35,4 milljörðum króna í lok mánaðarins (jafnvirði 410 millj- óna Bandaríkjadala á gengi í mán- aðarlok). Erlend skammtímalán bankans hækkuðu um 400 milljónir króna í mánuðinum og námu 15,4 milljörðum króna í lok hans. Gengi íslensku krónunnar styrktist í mánuðinum um 1,4% og hefur þar með styrkst um 10% frá áramótum. Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 4,6 milljörðum króna í júnílok miðað við markaðsverð. Þar af námu markaðsskráð verðbréf rík- issjóðs 1,7 milljarði króna. Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanir jukust um 4,6 milljarða króna í júní og námu 83,4 milljörðum króna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjár- málastofnanir breyttust lítið í mán- uðinum og námu 5,6 milljörðum króna í mánaðarlok. Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir hækkuðu um 900 milljónir króna í júní og voru neikvæðar um 29,4 milljarða króna í lok mánaðarins, þ.e. nettóinnstæður ríkissjóðs námu 29,4 milljörðum króna. Grunnfé bankans jókst um 3,6 milljarða í júní og nam það 39,9 millj- örðum króna í mánaðarlok. Gjaldeyrisforðinn dregst saman Fjármagna 19 símstöðvar SÍMAFYRIRTÆKIÐ Halló hefur samið við Íslandsbanka um fjármögn- un 19 nýrra símstöðva á höfuðborg- arsvæðinu. Í byrjun júní voru teknar í notkun þrjár nýjar símstöðvar í Hafn- arfirði, Kópavogi og Garðabæ en áður hafði Múlastöð í Reykjavík verið tek- in í notkun. Stefnt er að því að ljúka uppsetningu á nýju símstöðvunum fyrir miðjan ágúst. Átján nýir starfs- menn hafa bæst í hópinn hjá Halló á undanförnum vikum og eru starfs- menn fyrirtækisins nú 33. Viðskipta- vinir Halló eru nú um 16 þúsund og þar af nýta tæplega 14 þúsund sér símaþjónustu fyrirtækisins, segir í fréttatilkynningu. ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.