Morgunblaðið - 05.07.2002, Page 28

Morgunblaðið - 05.07.2002, Page 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FORVÖRSLUÁTAK fer um þessar mundir fram á Þjóðminjasafni Ís- lands. Kemur það þannig til, að unnið er að gerð nýrra grunnsýn- inga á vegum safnsins, en mikil- vægur þáttur í þeim undirbúningi er forvarsla gripa sem ráðgert er að sýna þar. Að verkefninu koma alls 11 manns, forverðir og forvörsl- unemar. Verkefnið er þríþætt, þar sem fram fer forvarsla ámálaðra kirkjugripa, forvarsla textíla og for- varsla jarðfundinna gripa. Blaða- mannafundur um forvörsluátakið var haldinn í gær á vegum Þjóð- minjasafns Íslands. Hlýddu gestir á ávörp forsvarsmanna safnsins, auk þess sem þeim gafst tækifæri til að ganga um forvörsluverkstæðin í fylgd sérfræðinga safnsins og skoða vinnuna sem þar fer fram. Án forvörslu væri ekkert að sýna Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður sagði að forvarsla væri einn af mikilvægustu þáttunum í starfsemi Þjóðminjasafns Íslands. „Við höfum lagt metnað okkar í að efla forvörsluna á þessum tímamót- um sem Þjóðminjasafnið stendur á núna,“ sagði hún. „Um þessar mundir er verið að undirbúa opnun safnsins í endurbættu húsnæði við Suðurgötu. Mikilvægur þáttur í þeim undirbúningi er forvarsla gripa, sem eru okkar þjóðarger- semar, til sýningar í húsinu.“ Þjóðminjasafnið hefur nýverið ráðið til sín fleiri forverði til starfa, en einnig eru forverðir frá danska þjóðminjasafninu við störf á safn- inu. „Forvarsla er, eins og nafnið gefur til kynna, fræðigrein sem lýt- ur að því að koma í veg fyrir að fornleifar skemmist. Þó að sýning- arhald sé augljósasti þátturinn í starfsemi safna, þá er varðveisla gripanna einnig gríðarlega mikil- vægur þáttur í okkar starfsemi,“ sagði Margrét ennfremur. „Ef við gætum ekki gripanna og höfum ekki góða aðstöðu til forvörslu og varðveislu, þá höfum við að lokum ekkert að sýna.“ Hún sagði að forvörsluátakið lyti að þeim gripum sem fyrirhugað væri að sýna á grunnsýningum safnsins er það verður opnað á ný, og að það væri fjármagnað með því fjármagni sem Þjóðminjasafnið hefði, en einnig með styrk frá Landsvirkjun og úr minningarsjóði Ingibjargar Johnson og Helga Gunnlaugssonar. „Það má því segja að þetta sé áþreifanlegur þáttur í undirbúningi opnunar Þjóðminja- safnins á ný, sem stefnt er að af öll- um krafti,“ sagði Margrét að lok- um. Mjög sérhæft starf Lilja Árnadóttir, deildarstjóri munadeildar, benti á að forvarsla væri ung fræðigrein. „Það er ekki langt síðan orðið forvarsla varð til í íslensku,“ sgaði hún. „En við erum að gera okkur vonir um að skiln- ingur ráðamanna og almennings sé að glæðast og að þetta átak sem hér er í gangi geti eflt og stutt fag- lega umræðu um þetta svið. Fyrir það er mikil þörf.“ Lilja sagði enn- fremur að forvarsla væri marg- slungin fræðigrein, sem margar sérhæfðar greinar rúmuðust innan. „Það eru liðin yfir 20 ár síðan fyrstu forverðirnir komu til starfa hér á safninu og sér þess mjög greinileg merki í þeim geirum sem þeir hafa einbeitt sér að. Til dæmis höfum við haft um nokkurt skeið forverði á sviðum textíls og forn- gripa, en það sem við höfum ekki haft yfir að ráða eru forverðir sem eru sérhæfðir í ámáluðum kirkju- gripum. Okkur var ljóst að hér þurfti stórátaks við. Því var leitað til þjóðminjasafnsins í Kaupmanna- höfn um samstarf, sem nú er orðið að veruleika,“ sagði hún. Breyttar áherslur í forvörslu Nathalie Jacqueminet er einn af forvörðum kirkjumuna við safnið. Hún segir áherslur hafa breyst mikið undanfarin 50 ár í forvörslu- fræðum. „Í gamla daga var fyrst og fremst hugsað um að laga útlit munanna,“ sagði Nathalie. „Í nafni fagurfræði var næstum allt leyfi- legt, að mála yfir upprunalega málningu, bæta við líkamshlutum og svo framvegis. Í dag er hug- myndafræðin önnur. Markmið for- vörslu er í fyrsta lagi að koma í veg fyrir að hlutirnir skemmist áfram. Í öðru lagi viljum við helst að þessi áfangi dugi í að minnsta kosti 50 ár, og til þess notum við valin efni sem við búum til sjálf og vitum hvernig munu breytast með tímanum. Einn- ig er mikilvægt að hægt sé að hreinsa þau burt svo að þau verði aldrei hluti af verkinu.“ Nathalie sagði mikilvægt að fólk skildi hvers vegna ekki væri reynt að nálgast upphaflegt útlit. „Verkin sem við varðveitum eru fyrri tíma hlutir, sem hafa verið notaðir í dag- legu lífi forfeðra okkar. Þetta eru lifandi hlutir með sál, og með því að fela ummerki eftir notkun þeirra erum við að eyðileggja merki fortíð- arinnar sem næsta kynslóð nyti ekki. Við verðum að sætta okkur við það og læra að njóta hlutanna eins og þeir eru,“ sagði hún. Grunnþáttur í starfsemi safnsins Forvarsla er einn af grunnþáttum í starfsemi safna nú til dags. Fræðigreinin er ung og hefur tekið miklum áherslubreytingum undanfarin ár. Inga María Leifsdóttir sat blaðamannafund um forvörsluátak á Þjóðminjasafni Íslands. Morgunblaðið/Jim Smart Gestir blaðamannafundar fylgjast með forvörðum Þjóðminjasafnsins við vinnu sína með ámálaða kirkjugripi. ingamaria@mbl.is KAMMERKÓR músíknema við há- skólann í Álaborg í Danmörku er þessa dagana á tónleikaferð um Ís- land og Færeyjar og heldur þrenna tónleika hér á landi. Gestir kórsins eru sænski saxófónleik- arinn Anders Paulsson og Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Kórinn heldur fyrstu tónleikana í Norræna húsinu á morgun, laug- ardag, kl. 15, þar sem kórinn ásamt Anders Paulsson flytur efn- isskrá sína og Einar Már les nokk- ur ljóða sinna. Í Grafarvogskirkju heldur kórinn tónleika á sunnu- dagskvöld kl. 21 og að lokum í Sel- fosskirkju mánudaginn 8. júlí kl. 20. Yfirskrift tónleikaferðarinnar er „Söngvar til vordjúpsins“ og eru orðin tekin úr ljóði eftir færeyska náttúrulýrikerinn Christian Matras. Á efnisskránni í þessari tónleikaferð getur m.a. að heyra frumflutning á verki fyrir kór og sópran- saxófón eftir fær- eyska tónskáldið Kára Bæk. Mogens Dahl hefur verið stjórnandi kórsins frá upphafi en hann þykir í hópi fremstu kórstjóra Danmerk- ur. Kammerkór mús- íknemanna var stofn- aður árið 1995 vegna framkominna óska frá nemendum um að syngja vandaða kórtónlist. Frá þeirri stundu hef- ur kórinn verið list- rænt andlit Álaborg- arháskóla í menningarlegu tilliti. Í kórnum eru 27 söngvarar á aldrinum 20-30 ára. Á alþjóðlegu kórakeppninni í Ka- lundborg vorið 2001 vann kórinn fyrstu verðlaun, ásamt öðrum kór, í hópi blandaðra kóra fyrir söng sinn. Sænski saxófónleik- arinn Anders Paulsson er þekktur um allan heim fyrir breiddina í tónlistinni sem hann flytur, hvort sem talað er um klass- íska tónlist eða djass. Einar Már Guðmundsson Kór danskra músík- nema á tónleikaferð LIGHT Nights-sýningarnar, sem hafa verið sýndar nánast hvert sum- ar í Reykjavík síðastliðin 30 ár, verða sýndar í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum í sumar, en eins og mörgum er eflaust minnisstætt var sýningin til húsa í Tjarnarbíói á sumrin um árabil, og síðastliðið sumar í Iðnó. Fyrsta sýning leik- hússins er í kvöld. Sýningin Light Nights hefur tekið nokkrum breytingum frá ári til árs, og er svo einnig nú. „Sýningin er þó nokkuð mikið breytt síðan í fyrra. Til dæmis eru í ár tveir atvinnuleik- arar í sýningunni, í stað eins í fyrra,“ segir Kristín G. Magnús, stofnandi Ferðaleikhússins sem hefur sett sýningarnar upp frá upphafi, en í ár leikur á móti henni Ólafur Þór Jó- hannesson. „Einnig hef ég bætt við nokkrum atriðum, og svo erum við á nýjum stað sem breytir auðvitað heilmiklu. Það besta við að vera í Kaffileikhúsinu, er nálægðin við áhorfandann. Leiksvið geta stund- um haft ákveðnar takmarkanir.“ Á efnisskrá Light Nights í sumar eru 14 atriði, sem flest eru leikin, en einnig eru skyggnusýningar með hljóði hluti af henni. Fyrir hlé eru þjóðsögur á dagskrá, en eftir hlé taka víkingar völdin. „Efnisskráin er auðvitað byggð eingöngu á íslensku efni, til þess að fræða erlenda sem íslenska gesti um íslenska menningu á skemmtilegan hátt,“ segir Kristín. Hún segist eiga von á gestum ým- issa þjóða, til dæmis mun hópur frá Hawaii sækja sýninguna heim auk þess sem japanskir gestir verða við- staddir frumsýninguna. Á sýningunni er gestum boðið að panta sér mat sem kemur frá veit- ingahúsinu Tapas. Sem fyrr fer sýn- ingin fram á ensku þó að efniviður- inn sé íslenskur, og fer frumsýningin, sem uppselt er á, fram í kvöld að viðstöddum forseta Íslands og Dorrit Moussaieff. Í sumar hefjast sýningar kl. 20.30 alla föstudaga, laugardaga, sunnu- daga og mánudaga. Sýningum lýkur 31. ágúst. Fyrsta sýning Light Nights í sumar verður í Kaffileikhúsinu í kvöld. Light Nights í Kaffileikhúsinu í ár ÍSLENSKI látbragðsleikarinn Kristján Ingimarsson, sem sl. tíu ár hefur verið búsettur í Dan- mörku, hlýtur mikið lof hjá danska dagblaðinu Berlingske Tidende fyrir leik sinn í verkinu „Koncert i P-mol“. Verkið er sett upp sem götuleikhús í garðinum við Rosen- borgar-höll af leikhópnum HMF Brændende Kærlighed. „Koncert i P-mol“ segir frá tón- listarmönnum sem uppgötva er þeir eru í þann mund að fara að leika á tónleikum að hljóðfæri þeirra eru horfin. Upphefst þá mik- ill grátkór í fyrstu, en þótt tónlistin sé dauð hafa tónlistarmennirnir það þeim mun betra. Yfirþyrmandi persónleiki hvers og eins nær þá loks að blómstra, enda hafði þeim aldrei líkað að falla í skugga hljóð- færanna. Að sögn blaðsins vekur verkið mikinn hlátur meðal áhorf- enda og er það Íslendingurinn Kristján sem þar stendur upp úr. „Sterkastur er leikur Kristjáns Ingimarssonar sem gítarleikara er heldur stjörnulífi sínu gangandi með áfengisdrykkju og eiturlyfja- neyslu, en lyfin hefur hann falið á fáránlegustu stöðum. Hann nær fullkomnum tökum á persónunni, bæði kómísku yfirbragði hans sem og sársaukanum sem býr innra með honum. Með leik í verkum eins og „Mike Attack“, „Kabel al Dente“ og „Kama Sutra“ hefur þessi ungi íslenski leikari náð að festa sig í sessi sem einstakur hæfi- leikamaður innan danska lát- bragðsleiksins,“ segir í dómi Berl- ingske Tidende. Berlingske Tidende um Kristján Ingimarsson „Einstakur hæfileikamaður“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.