Morgunblaðið - 05.07.2002, Page 53

Morgunblaðið - 05.07.2002, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 53 RÓSIN, þetta þokkafulla blóm, hefur fylgt mannkyninu um þús- undir ára. Talið er að saga rósar- innar hafi verið samofin mannkyn- inu um 5000 ára skeið. Upphaflega hefur rósin sennilega ekki verið ræktuð vegna fegurðargildis held- ur vegna nytsamlegra eiginleika. Aldin rósanna, nýpurnar, eru ákaflega C-vítamín- rík og því mikilvæg til að koma í veg fyr- ir sjúkdóma eins og skyrbjúg. Þó er ekki hægt að útiloka það að fegurð blómanna hafi hvatt fólk til að rækta rósir í ná- grenni við hýbýli sín. Falleg blóm geta hins vegar verið til trafala, sérstaklega þegar þau hafa lokk- andi áhrif á búfénað og önnur dýr sem vilja gjarnan njóta blómanna, helst inn- vortis. Þyrnar rós- anna hafa líklega þróast sem nokkurs konar sjálfs- vörn plantnanna í gegnum aldirn- ar, þyrnóttar plöntur verða mun síður fyrir beit svangra dýra en þyrnalausar. Runnarósir, eða villt- ar rósir, hafa gjarnan mjög mikið af þyrnum og þyrnarnir eru bæði stórir og smáir. Það eru aðallega stönglar rósanna sem eru alsettir þyrnum en á sumum tegundum eru líka þyrnar á blaðstilkunum. Beitardýr þurfa því að hafa frekar masókistískar tilhneigingar ef þau ætla sér að leggja tvisvar til at- lögu við rósarunnana. Grikkir til forna ræktuðu rósir og helguðu rósina Afródítu, gyðju fegurðar og ástar. Í Grikklandi varð til sá siður sem við þekkjum enn í dag að strá rósablómum og krönsum úr rósum á grafir látinna ættingja. Rómverjar ræktuðu rós- ir í stórum stíl og notuðu í ýmsum tilgangi. Rómverskir garðyrkju- menn þekktu til brumgræðslu, fjölgunaraðferðar sem enn þann dag í dag er notuð á rósir og gengur út á það að brum af fram- úrskarandi rós er grætt á rót af harðgerri runnarós. Með því móti fæst mun þróttmeiri planta en ella. Talið er víst að þeir hafi ræktað rósir í ræktunarbeðum, hugsanlega undir gleri og þannig getað tryggt framboð á rósum ut- an ,,eðlilegs“ blómgunartíma plantnanna. Eftirspurnin var svo sannarlega til staðar. Konur í Rómaveldi settu rósablöð í bað- vatn sitt til að halda líkamanum unglegum og eggjandi. Á nóttunni sváfu þær svo með rósablöð á andlitinu til að koma í veg fyr- ir hrukkur. Það er því svo sannarlega ekkert nýtt undir sólinni því konur í dag þekkja líka undrameðöl af svip- uðu tagi, kvöldvor- rósarolían sem var auglýst grimmt fyrir nokkrum árum átti að hafa svipuð áhrif. Orðatiltækið ,,að tala undir rós“ eða sub rosa er einmitt kom- ið úr Rómaveldi. Þar tíðkaðist að skreyta hýbýli með rósum og voru þær gjarnan hengdar upp fyrir ofan gestina til tákns um að allt sem fram fór í gestaboðinu var bundið þagnarskyldu. Þetta tákn um þagmælsku má finna í mörgum kirkjum þar sem rósir voru hengdar upp fyrir ofan skriftastólana. Á íslensku hefur merking orðatiltækisins breyst ör- lítið, hér táknar það að gefa eitt- hvað í skyn, að fara með hálf- kveðna vísu. Kaþólska kirkjan fordæmdi rós- ina upphaflega sem heiðið blóm en tókst þó ekki að útrýma heiðnum siðum eins og þeim að strá rósa- blómum á leiði ættingja og vina. Kirkjan brá því á það ráð að inn- lima þetta fyrrum heiðna tákn inn í kirkjulega menningu. Blóðrauða rósin varð því tákn um blóð Jesú og rósin, sem áður hafði verið helguð Afródítu, varð nú blóm Maríu meyjar, tákn hreinleika og manngæsku. Vegsemd rósarinnar óx og hún var álitin nokkurs konar sendiboði himnanna til barna jarð- arinnar. Þannig þótti það sérlega mikið gæfumerki að reisa kirkjur á stöðum þar sem rósir uxu. Lista- menn gerðu myndir af rósum í steinda glugga í kirkjum og rósum bregður fyrir í ýmsum kirkjuleg- um listaverkum frá gamalli tíð. Rósaræktun breiddist út um Evrópu frá löndunum við Miðjarð- arhafið. Talið er að hún hafi borist til Þýskalands um árið 800 e. Kr. og allt norður til Skandinavíu um 1100 e. Kr. Til Íslands bárust rós- ir sennilega fyrst seint á 19. öld- inni, upphaflega voru þær rækt- aðar í gluggum vel stöndugra húsfreyja en þegar kom fram á 20. öldina fluttist rósaræktunin smám saman út í garða, svona eftir því sem garðamenningunni óx ásmeg- in. Í dag eru rósir ræktaðar meira og minna um allt land og hafa margar tegundir og yrki sýnt góð þrif við íslenskar aðstæður. Allan þennan tíma hafa rósir verið kynbættar fram og til baka og menn reynt að búa til hina full- komnu rós. Blómin eru allt frá því að vera agnarsmá með einungis 5 krónublöð upp í risastór blóm með fleiri tugi krónublaða, ilmandi eða ilmlaus. Blómlitirnir eru rauðir, gulir, hvítir, bleikir, grænir og allt þar á milli en enn hefur engum tekist að búa til bláa rós, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sennilega hefur enginn tölu á öllum þeim rósayrkjum sem hafa verið búin til og markaðssett í gegnum tíðina. Þýskur rósakynbótamaður sagði við mig fyrir nokkrum árum að rétt eins og að ekki væri til hin fullkomna kona, þá væri hin full- komna rós ekki til. Ég benti manninum umsvifalaust á að það væri augljóst að hann hefði aldrei komið til Íslands, heimkynna full- komnu kvennanna. Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur SUB ROSA VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 475. þáttur Hinir stórglæsilegu Benimar húsbílar eru komnir og verða til sýnis og sölu hjá húsbílar, Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík — Íslandi, símar 567 2357 og 893 9957. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Ytra-Fell, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Valdimar Jónsson, gerðarbeið- endur Eyjafjarðarsveit, Lánasjóður landbúnaðarins og Vélar og þjón- usta hf., þriðjudaginn 9. júlí 2002 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 4. júlí 2002. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Laugard 6. júlí: Heklurætur. Gengið um sjaldfarnar en fagrar slóðir sunnan eldfjallsins, hraun- jaðra og gróðurspildur. Sérstök áhersla lögð á fjölbreytta jarð- fræði svæðisins. 5—6 klst. ganga. Brottför frá BSÍ með við- komu í Mörkinni 6 kl. 8:00. Farar- stjóri Haukur Jóhannesson jarð- fræðingur. Verð 2.500/2.800. Sunnud. 7. júlí: Skarðsheiði (1039 m). 8—9 klst ganga. Verði ekki bjart á fjallið verður gengið á Þráinsskjöld og Slögu. (6—7 klst.). Brottför frá BSÍ með við- komu í Mörkinni 6 kl. 9:00. Ath. breyttur brottfarartími. Farar- stjóri Jónas Haraldsson. Verð 2.000/2.300. Miðvikud. 10. júlí: Sumar- kvöld á Helgafelli. Um 3 klst. ganga. Brottför frá BSÍ og Mörk- inni 6 kl. 19:30. Verð 1.000/1.200. Fjölskylduferð í Þórsmörk 5.—7. júlí 2002. Götuleikhús, leikir, gönguferðir, grill og margt fleira. Afmælisganga yfir Fimmvörðuháls sömu helgi. Enn 2 sæti laus í Grænlands- ferð í ágúst og í Fjörður 16. júlí. www.fi.is og bls. 619 í textavarpi RUV. Dagskrá þjóðgarðsins á Þing- völlum helgina 6.—7. júlí. Laugardagur 6. júlí Kl. 13.00 — Gengið í Hrauntún Gengið verður í Hrauntún sem er eyðibýli nyrst í þjóðgarðinum. Farið verður frá þjónustumið- stöð klukkan 13.00 og tekur gangan um 3 klukkustundir. Í dag bera veggjarbrot og tún enn merki um búskaparhætti þar en í gönguferðinni verður hugað að jarðfræði og gróðurfari svæðis- ins. Kl. 13.00 Fornleifar og sögur á þingi Í gönguferðinni verður farið um þingstaðinn forna og sagan rifjuð upp fyrir krakka á öllum aldri. Safnast verður sam- an við kirkju. Sunnudagur 7. júlí Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Þing- vallakirkju. Kl. 15.00 Þinghelgarganga. Gengið um þingstaðinn forna og hugað að sögu og náttúru. Hefst við kirkju að lokinni guðsþjón- ustu og tekur um 1 klst. Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustumiðstöð í s. 482 2660 og á heimasíðu þjóðgarðsins www.thingvellir.is . Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum er ókeypis og allir eru velkomnir. 6. júlí: Eiríksjökull. Brottför kl. 8:00 frá BSÍ. Verð kr. 4.100/4.700. Farar- stjórar: Hallgrímur Kristinsson og Gunnar Hólm Hjálmarsson. 6.—7. júlí: Fimmvörðuhálsganga. Brott- för frá BSÍ kl. 8:30. Verð kr. 7.700/ 9.200. Fararstjóri: Ingibjörg Ei- ríksdóttir. 7. júlí: Esjuganga (E-5) Þverfells- horn og fram á Blikdalsbrún- ir. Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Verð kr. 1.500/1.700. Fararstjóri: Tóm- as Þ. Rögnvaldsson. 7.—10. júlí: Sveinstindur — Skælingar. Fyrsta ferðin í þessa vinsælustu gönguleið sumarsins. Trússferð. Brottför frá BSÍ kl. 8:00. Verð kr. 19.400/22.600. Fararstjóri: Vignir Jónsson. UPPSELT. 10.—13. júlí: Lónsöræfi. Brottför frá Stafa- felli kl. 10:00. Verð kr. 13.900/ 16.200. Fararstjóri: Gunnlaugur Ólafsson. 10.—14. júlí: Tindfjöll – Hungurfit – Emstr- ur. Ný og spennandi ferð. Brott- för frá BSÍ kl. 8:30. Verð kr. 17.900/20.500. Fararstjóri: Sylvía Kristjánsdóttir. Trússferð. 11.—18. júlí: Sveinstindur – Básar (8 dag- ar). Hér eru tvær af vinsælustu leiðum Útivistar settar saman í eina frábæra ferð. Brottför frá BSÍ kl. 8:00. Verð kr. 29.900/ 33.300. Fararstjóri: Marrit Meint- ema. Trússferð.                  mbl.is ATVINNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.