Morgunblaðið - 05.07.2002, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 05.07.2002, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 65 Hverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is 1/2kvikmyndir.com Radíó X Rás 2 1/2HK DV Sýnd kl. 8. B.i 16. Sýnd kl. 5.30 og 10.30. B.i 16.Sýnd kl. 5.30. B.i. 10. 1/2 RadióX 1/2 kvikmyndir.is Sánd Þegar pabbinn neitar að borga enn eitt skólaárið fyrir son sinn, tekur partýdýrið Van til sinna ráða... Sýnd kl. 8 og 10.30. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. 1/2 kvikmyndir.is  kvikmyndir.is Frumsýning Framhjáhald getur verið spennandi en líka stórhættulegt. Magnaður erótískur spennutryllir Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Vit 393. Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Vit nr. 370.  kvikmyndir.is  MBL DV Kvikmyndir.is  Mbl Kvikmyndir.com Sýnd kl. 7.15 og 10. B. i. 16. Vit 381. Frumsýning Sýnd kl. 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11. Vit 398. vik yndir.is bl vik yndir.co Martin Lawrence er trítilóður og tímavilltur! Í einni fyndnustu mynd ársins Úr smiðju Jerry Bruckheimer (ConAir, The Rock) kemur þessi magnaða sumarsprengja undir leikstjórn Joel Schumacher. (Batman, Forever, 8 mm) Freddie Prinze Jr, Sarah Michelle Gellar, Mathew Lillardog, Rowan Atkinson (MrBean) lenda í spennandi ævintýrum ásamt sætustu og skemmtilegustu hetju sumarsins Scooby-Doo. Sýnd kl. 8 og 10. Vit 397. Sýnd kl. 7.30 og 10. Vit 394. Sýn d á klu kku tím afre sti 38 ÞREP ÚTSALA opið frá 10-18 / laugavegi 49 / sími 561 5813 VIÐ norðanverðan Ólafs- fjörð er lítil byggð sem nefnist Kleifar. Þeir sem ættir rekja þangað hafa löngum talist til söngelskari manna og í áratugi hafa þeir Kleifamenn komið saman til söngs og hljóðfærasláttar, sér og öðrum til ánægju. Á ættarmóti sem haldið var fyrir tveimur árum, þegar menn tóku lagið sem oft áð- ur, kom upp sú hugmynd hjá afkomendum þeirra Kleifamanna er byggðu bæ- inn Syðri-Á, að nú væri kominn tími til að stofna formlega hljómsveit. Sveit- in sú fékk hið grínaktuga nafn The South River Band, í höfuðið á ættaróðalinu. Fastir liðsmenn í sveitinni eru átta talsins og á öllum aldri, allt frá 23 til 74 ára. Koma þeir alls staðar að af landinu en enginn þeirra hefur at- vinnu af tónlistarflutningi. Þó á þessi ólíki hópur það sameiginlegt að vera allir tengdir Syðri-Á á einn eða ann- an hátt. „Það var alltaf mikið sungið á Syðri-Á,“ segir Ólafur Þórðarson, fyrrum Ríó tríó-maður, sá kunnasti í bandinu, er hann veitti Morgun- blaðinu viðtal við annan liðsmann, Helga Þór Ingason. „Sá elsti okkar, Jón Árnason, sem er 74 ára gamall, býr enn þarna fyrir norðan og hefur alltaf haft hljóðfæri við hönd er gesti og ættingja hefur borið að garði. Það er alltaf sungið þegar þessi fjöl- skylda kemur saman. Á ættarmótinu fyrir tveimur árum kom fram sá vilji manna að hittast oftar en á þeim þriggja ára fresti sem ættarmótin fara fram. Þannig varð úr að The So- uth River Band fæddist.“ Ólafur segir liðskipan þó fremur frjálslega og að fleiri spilarar eigi til að bætast við ef þannig ber við. „Bróðursonur minn spilaði t.d. með okkur um daginn. Þannig að það eru allir í stórfjölskyldunni meira og minna spilandi.“ Aðspurðir hvort menn þurfi að sanna ætterni sitt til að vera gjaldgengir meðspilarar hlæja þeir Ólafur og Helgi Þór við og játa því svona meira í gríni en alvöru: „Við skulum segja að það sé þannig að ef menn eru ekki í ætt- inni þegar þeir koma við sögu bandsins þá verða þeir að leggja ýmislegt á sig til að sanna verðleika sinn.“ Angurværir og gamaldags Aðspurðir hverskonar tónlist það er sem The So- uth River Band leikur segir Ólafur henni hafa verið lýst sem „angurværri og gamal- dags“: „Við erum svolítið fyrir moll og einstaka dúr. Menn eru mikið fyrir sveifl- una, sérstaklega Jón ald- ursforseti. En þetta er alls- konar og við erum að reyna við allt, meira að segja rokk og ról. “ Þessa dagana kemur út fyrsta plata The South Ri- ver Band, sem heitir í höf- uðið á sveitinni. Platan var tekin upp á skottíma í maímánuði, menn mættu einfaldlega inn í hljóð- ver, röðuðu sér í hring með hljóðfæri sín og töldu svo í,“ skýrir Ólafur. Fæstir í sveitinni höfðu komið inn í hljóðver áður en Ólafur segir það ekki hafa komið mikið að sök. „Magnús Kjartansson sem tók upp plötuna með okkur var gáttaður yfir því hversu menn fóru létt með þetta og kallaði Jón gjarnan „One-take Charlie“.“ Helgi Þór segir allar stíltegundur vera að finna á nýju plötunni. „Á henni eru 14 lög og öll þeirra eru frumsamin nema fjögur. Þarna er vögguvísa, rokk, sveifla, rómönsk stemning, allt sem hugsast getur, sönn alþýðutónlist.“ Ólafur segir textana eitt það skemmtilegasta við lög The South River Band: „Innanborðs eru hag- yrtir menn þannig að allir textarnir eru frumsamdir.“ Hann segir þó lítið um að ort sé til heimahaganna, ef undan er skilið lokalag plötunnar „Við hittumst heil“, sem er íslenskuð útgáfa lagsins „We’ll Meet Again“. Söngskemmtanir þær sem The South River Band hefur efnt til síð- astliðið ár eru orðnar þrjár talsins og hafa vakið verðskuldaða athygli en þar eru engir venjulegir tónleikar á ferð. „Þetta er sannkölluð alþýðu- skemmtun,“ segir Helgi Þór. „Aðalmarkmiðið er að fá gesti til að taka undir með okkur. Við höfum í þeim tilgangi bryddað upp á þeirri nýbreytni að varpa öllum söngtext- unum upp á sýningartjald með myndvarpa, bæði okkar eigin og hin- um gömlu og sígildu.“ Í kvöld mun The South River Band halda eina af sínum rómuðu söng- skemmtunum, viðburður sem um leið er haldinn til að fagna útkomu nýju plötunnar. Skemmtunin verður í Vesturportinu, hefst upp úr kl. 22 og aðgangur er ókeypis. Þar segja þeir Ólafur og Helgi Þór sama gamla al- þýðlega braginn verða hafðan á, söngtextarnir á sýningartjaldinu og allir hvattir til að taka hressilega undir með frændunum frá Syðri-Á. Það var mikið sungið á Syðri-Á Syðri-Ár Bandið. Í hring frá vinstri: Þorvaldur Ólafsson, Grétar Ingi Grétarsson, Ólafur Sigurðs- son, Helgi Þór Ingason, Kormákur Bragason, Jón Árnason og Ólafur Þórðarson. Á myndina vantar Gunnar Reyni Þorsteinsson. The South River Band gefur út fyrstu plötu sína Árn Jónsson, bóndi og forfaðir liðsmanna The South River Band, við sveitastörfin utan við gömlu Syðri-Á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.