Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 9
Slæmur um-
gangur gæsa-
veiðimanna
Veiðimennirnir hafa skotið tugi
gæsa og aðeins hirt úr þeim bringu-
vöðvann, annað höfðu þeir grafið
grunnt í tveimur holum undir mold-
arbarði í Syðra-Dragi innaf Glúm-
staðadal sem gengur inn og vestur
ÞAÐ var ófögur aðkoma Sveins
Pálssonar, grenjaskyttu á Aðalbóli í
Hrafnkelsdal, þar sem gæsaveiði-
menn höfðu huslað úrgang af tugum
gæsa sem þeir hafa skotið á síðasta
hausti.
úr Hrafnkelsdal. Vegna þess að úr-
gangurinn var einungis grafinn í
mold og ekki dysjaður með grjóti
hafði tófa og annar vargur grafið úr-
ganginn upp og dreift gæsaræflun-
um allt í kringum holurnar.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson.
Sveinn Pálsson, grenjaskytta á Aðalbóli, hugar að gæsaræflunum sem
dreifðir voru allt í kring um holurnar sem þeir voru grafnir í á síðasta
hausti. Minni myndin sýnir að aðeins voru hirtir bringuvöðvarnir úr
gæsunum, annað grafið með haus og hala ásamt lærunum.
Norður-Héraði. Morgunblaðið.
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 9
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00.
Allar dragtir
á útsölu
!" #!
! $%
! & '( ) !
! "#$ %
&'' *+,$ ( (
! ) *
+
*
,
- )- .!/* ) -,,
( .$( '
( % (' % (!
Íslandi gerð skil í
Washington Post
ÍSLANDI eru gerð ítarleg skil í
ferðaútgáfu bandaríska dagblaðsins
The Washington Post síðastliðinn
sunnudag. Í greininni kemur fram að
íslensk náttúra sé helsta aðdrátt-
araflið fyrir ferðamenn sem hyggja á
ferð til Íslands og er landinu lýst
sem ósnortnu og leyndardómsfullu.
Höfundur greinarinnar mælir með
því að ferðamenn sem einungis ætli
að staldra hér við í tvo daga eyði öðr-
um deginum úti á landsbyggðinni.
Hinum fjölmörgu opnu svæðum í
Reykjavík er hrósað, sem og úti-
sundlaugunum sem opnar séu allt
árið. Hið reykvíska næturlíf vekur
ekki jafn mikla lukku greinarhöf-
undar sem undrast það hversu lítil
miðborgin er miðað við að 80%
landsmanna búi á höfuðborgarsvæð-
inu. Þá er höfundur ekki á því að
verslunarmöguleikar séu miklir í
borginni, nema fólk hafi hugsað sér
að festa kaup á íslenskri lopapeysu
eða selskinni.
Höfundur hrósar gististöðum hér
á landi en mælir með því að fólk leiti
ráðlegginga áður en haldið sé á mat-
sölustaði og að ferðamenn ættu ekki
að koma til Íslands með það að
markmiði að borða góðan mat.
Í greininni er dáðst að þrautseigju
landsmanna sem hafi búið sér líf á
hrjóstrugu og köldu landi þar sem
fjórir fimmtu hlutar lands séu
óbyggilegir. Er lof borið á félags- og
heilbrigðiskerfi landsins og því líkt
við Svíþjóð, en tekið fram að skatta-
hlutfall hér sé nær því sem gerist í
Bandaríkjunum.
Keikó á slóðum
háhyrninga
TILRAUNIR til að háhyrningurinn
Keikó aðlagist lífinu í villtri nátt-
úrunni standa enn yfir, en hann er nú
á slóðum háhyrninga við Vestmanna-
eyjar.
Að sögn Halls Hallssonar, tals-
manns Ocean Future-samtakanna, er
mikið af háhyrningum í kringum
Vestmannaeyjar og hefur Keikó verið
skammt frá vöðum frá því um helgina.
Hallur segir að menn hafi merkt mikl-
ar framfarir, sérstaklega í ágúst í
fyrra, þegar Keikó hafi farið frá þjálf-
ara sínum og synt á meðal annarra
háhyrninga. Hann hafi sýnt þeim
augljós og greinileg merki um áhuga
en hafi samt ekki aðlagast vöðum og
orðið eftir. Nú bindi menn hins vegar
vonir við að hann nái að skapa tengsl
og aðlagast háhyrningavöðum.
Hallur segir að fylgst sé með öllum
ferðum Keikós sem fyrr. Áhugi
Bandaríkjamannanna, sem standi að
verkefninu, sé jafn einbeittur og áður
og vilji þeirra til að halda verkefninu
áfram sé óbreyttur. Þetta sé vísinda-
verkefni, menn séu að reyna hluti sem
aldrei hafi verið gerðir áður og hafi
séð talsverðar framfarir, en talið sé að
möguleikinn á aðlögun sé til staðar.
Hins vegar liggi fyrir að ekki sé um
einfalt verkefni að ræða.
Biskupsstofa skoðar
mál sóknarprests
EKKI er afráðið hvað gert verður
vegna máls Jón Ísleifssonar, sóknar-
prests í Árnesprestakalli á Ströndum,
en Biskupsstofu hefur borist undir-
skriftalisti frá sóknarbörnum hans
þar sem þess er farið á leit að hann
verði leystur frá störfum í sókninni.
Að sögn Ragnhildar Benedikts-
dóttur, skrifstofustjóra á Biskups-
stofu, skrifuðu 39 manns undir
listann. Alls eru 49 manns 16 ára og
eldri í prestakallinu en í því er aðeins
ein sókn, Árnessókn. Íbúar presta-
kallsins eru alls 59. „Biskupsstofa er
að vinna í málinu núna og það eru
nokkrir möguleikar í stöðunni sem við
erum að skoða ásamt séra Jóni,“ segir
Ragnhildur.
Nýir starfs-
menn ASÍ
TVEIR nýir starfsmenn hafa
verið ráðnir til Alþýðusambands
Íslands.
Ingvar Sverrisson, héraðs-
dómslögmaður, hefur verið ráð-
inn lögfræðingur í lögfræðideild
ASÍ og hóf hann störf 1. júlí síð-
astliðinn. Þá hefur Ólafur Darri
Andrason verið ráðinn deildar-
stjóri hagdeildar ASÍ og mun
hann hefja störf 1. september
næstkomandi.
Á heimasíðu ASÍ kemur fram
að Ingvar hafi áður starfað sem
lögfræðingur hjá Vinnumála-
stofnun, en hann lauk lagaprófi
frá Háskóla Íslands vorið 1991
og stundaði síðar nám í Evrópu-
rétti í Amsterdam.
Þá segir að Ólafur hafi starfað
undanfarið sem fjárreiðustjóri
Reykjavíkurborgar, en hann
hefur mikla reynslu af gerð og
túlkun kjarasamninga. Ólafur
lauk hagfræðiprófi frá Háskóla
Íslands og hefur hann starfað í
fjárhagsdeild menntamálaráðu-
neytisins og sem fjármálastjóri
Fræðslumiðstöðvar Reykjavík-
ur.
ÁR á Vesturlandi eru vatnslitlar
vegna mikilla þurrka og segir Ás-
geir Heiðar, fulltrúi leigutaka í
Laxá í Kjós, að miklir þurrkar
hafi sett stórt strik í reikninginn
og vatnsleysið hafi farið illa með
veiðimenn, en ekki hafi rignt í
tvo mánuði. Hins vegar séu góðar
laxagöngur, eins árs fiskurinn sé
mjög vænn og allir fái fisk þó
veiðin mætti vera meiri, en í gær
mátti sjá væna fiska stökkva í
fossinum ofan við brú í Laxá í
Kjós.
Ljósmynd/Sigurður Árni
Góðar laxagöngur
þrátt fyrir vatnsleysi