Morgunblaðið - 10.07.2002, Qupperneq 30
UMRÆÐAN
30 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
J
æja, það hlaut að koma
að því. Ég er nefnilega
komin á þann aldur að
eitt það helsta sem
menn telja sig geta sagt
mér til hróss er það að ég líti út
fyrir að vera ung. „Mikið lítur þú
vel út,“ heyri ég stundum sagt við
mig þessa dagana, sennilega
vegna þess að ég er nýkomin úr
sumarfríi; úthvíld og afslöppuð.
Og hégóminn er ekki langt undan.
Við hrósyrðið lyftist ég upp – allt-
af gaman að heyra að maður líti
bærilega út – en síðan er þessari
setningu bætt við: „Já, þú ert svo
ungleg.“ Í einni svipan er ég dreg-
in aftur niður
á jörðina. All-
harkalega. Ég
átta mig á því
að ég er ekki
lengur „ung“
samkvæmt
einhverjum óskiljanlegum við-
horfum. Heldur er ég „gömul“. Jú,
annars væri varla ástæða til að
segja mér frá því að ég væri bara
„nokkuð ungleg.“ Ég þurfi með
öðrum orðum ekki að hafa áhyggj-
ur af aldrinum því útlitið segi ann-
að – að minnsta kosti þegar ég er
nýkomin úr sumarfríi. Auðvitað er
þetta „komment“ vel meint, það
veit ég vel, og sjálf veit ég varla
hvort ég á að hlæja eða gráta. Þó
kemst ég ekki hjá því að velta því
fyrir mér hvort skilaboðin séu
kannski í raun og veru þessi: Það
er eftirsóknarvert að vera ungur!
Einnig spyr ég mig að því hve-
nær maður er ungur og hvenær
maður er gamall? Jú, sennilega
getum við öll samsinnt því að ald-
urinn sé afskaplega afstæður,
þegar allt kemur til alls. Ég verð
t.d. að játa að mér finnst ég, þrátt
fyrir allt, vera bara nokkuð „ung“,
svona nýskriðin á fertugsaldurinn
– eða því sem næst. Öðrum finnst
það sennilega … jú, greinilega
ekki.
Ég verð líka að viðurkenna að
sjálfri fannst mér fólk á fertugs-
aldrinum ekkert sérstaklega
„ungt“, fyrir tíu árum eða svo, og
þegar ég var barn hugsaði ég til
þess með hryllingi hvað ég yrði
gömul um aldamótin. Mér fannst
að ég hlyti þá að vera orðin lúin og
þreytuleg kona, búin að skila ævi-
starfinu og vel það og komin með
annan fótinn langleiðina í gröfina.
Ég væri með öðrum orðum orðin
hundgömul og ætti ekki einu sinni
von á setningum á borð við: Þú lít-
ur bara nokkuð unglega út! En
svona fór þetta nú ekki, sem betur
er, því lífið er rétt að byrja.
Já, sennilega geta flestir tekið
undir kenninguna um að aldur sé
afstæður, eins og ég vék að áðan.
En um leið er eins og það sé betra
á einhvern hátt að vera ungur en
gamall. Og ef ekki ungur, þá að
minnsta kosti unglegur eða í ver-
sta falli ungur í anda. Ofuráhersla
er að minnsta kosti lögð á æsk-
una; æskudýrkunin er mikil. Það
kemur t.d. fram í frösum eins og:
„Ég er þrátt fyrir háan aldur ung-
ur í anda.“ Eða hvernig stendur á
því að ég hef enn ekki heyrt frasa
á borð við: „Ég er eins og aldurinn
gefur til kynna gamall í anda“?
Æskudýrkunin kemur fram í
margs konar myndum. Hún kem-
ur t.d. fram í því að svo virðist sem
erfiðara sé fyrir eldra fólk en það
yngra að fá vinnu. Aukinheldur
sér maður sjaldan „gamalt fólk“ í
svokölluðum framlínustörfum fyr-
irtækja, þ.e. í móttökum, í stór-
mörkuðum eða í fataverslunum
svo dæmi séu nefnd.
Æskudýrkunin kemur líka m.a.
fram í öllum þessum hrukkukrem-
um sem í boði eru á markaðnum
og í megrunarduftunum því allir
eiga að líta svo „unglega út,“ eins
og ég hef áþreifanlega orðið vör
við. Ennfremur kemur hún fram í
bíómyndum, sem snúast ótrúlega
margar um ungt fólk, í tískublöð-
um, þar sem fyrirsæturnar eru
varla eldri en tvítugar og svona
gæti ég lengi haldið áfram. Í ís-
lenska sjónvarpinu t.d. sér maður
varla manneskju sem er komin yf-
ir sextugt; hvorki í fréttum, í bíó-
myndum eða öðrum dag-
skrárliðum. Og innlend
dagskrárgerð, sérstaklega á Skjá
einum (ég hef nú reyndar ekki að-
gang að Stöð 2), er gerð af „ungu
fólki“ fyrir „ungt fólk.“ Og stund-
um finnst mér reyndar eins og það
sé yfir höfuð tabú að tala um gam-
alt fólk. Hvað þá að nefna það að
einhver sé gamall.
Mér er reyndar minnisstæður
einn Kastljósþáttur í Sjónvarpinu
í vetur þar sem var viðtal við
nokkra einstaklinga í kringum
áttrætt. Ég man vel eftir þessum
þætti því ég hafði aldrei séð svona
margt „gamalt fólk“ saman komið
í einum umræðuþætti áður. Það
dró mig hins vegar að þættinum
og ég fór að fylgjast með. Og ekki
varð ég fyrir vonbrigðum; þátt-
urinn var afskaplega fróðlegur og
skemmtilegur og undarlegt að
maður skyldi ekki sjá þessa kyn-
slóð oftar á öldum ljósvakans. Eða
á öðrum vettvangi. Hún hefur að
minnsta kosti frá mörgu að segja
og innlegg hennar inn í þjóð-
félagsumræðuna hlýtur að vera
mikilvægt fyrir okkur hin sem
yngri erum.
Já, æskudýrkunin er mikil. Og
ég játa fúslega að ég tek virkan
þátt í þeirri dýrkun. Af ein-
hverjum ástæðum hef ég alltaf
kviðið því að verða gömul þótt ég
vilji samt ekkert fremur en að fá
að njóta þeirrar gæfu að verða
gömul. Eða eins og einhver sagði:
Að vera gamall er það sem allir
vilja verða en enginn vill vera.
Miðað við þessa æskudýrkun er
ekki að undra þótt menn telji það
vera hrós að minnast á það hve ég
sé, þrátt fyrir allt, ungleg. Og ekki
að undra að mér skuli bregða við –
því slíkt hrós er merki um það að
ég sé ekki lengur „ung“ í ein-
hverjum skilningi. En um leið ætti
ég náttúrlega að fagna því að vera
ungleg þrátt fyrir að vera orðin
„gömul“! Eða hvað? Er ekki þessi
æskudýrkun bara komin út í öfg-
ar? Hvað er að því að vera gamall?
Fá grá hár og hrukkur sem bera
lífinu vitni? Verða reynslunni rík-
ari og geta miðlað henni til hinna
sem yngri eru? Geta sest sátt nið-
ur að loknu dagsverki. Jú, kannski
ég hlakki bara til gráu háranna!
Æsku-
dýrkun og
gráu hárin
„Ég man vel eftir þessum þætti því ég
hafði aldrei séð svona margt „gamalt
fólk“ saman komið í einum umræðu-
þætti áður. En það var tími til kominn.“
VIÐHORF
Eftir
Örnu Schram
arna@mbl.is
HÖFUNDUR þessa
pistils hefur í hálft ár
leitt að því líkur á op-
inberum vettvangi, að
skýringu á minnkaðri
arðsemi þorskstofnsins
á undanförnum áratug-
um sé m.a. að finna í
breytingum á erfðum í
honum, en hann hefur
verið nýttur að mestum
hluta með stærðarvelj-
andi netveiðarfærum,
þ.e. stærsti fiskurinn
er veiddur „ofan af“ og
lítill skilinn eftir; af-
leiðingarnar hafi síðan
orðið þær, að fiskurinn
vaxi að meðaltali smám
saman hægar en áður og verði fyrr
kynþroska, en hvort tveggja leiðir til
rýrnunar á arðsemi miðanna og
stofnsins, annars vegar með minnk-
aðri ætisnýtingu vegna hægvaxtar
og hins vegar með auknum náttúru-
legum dauða. Lélegur smáfiskur
verður nú kynþroska allt of snemma
án þess að vera „nokkur fiskur“ til
þess og getur drepist af eymd í
hrygningu eða að henni aflokinni. Til
þessa hefur engin sönnun legið fyrir,
en mjög sterkar vísbendingar eru
margar og hafa verið tíundaðar í
mörgum blaðagreinum að undan-
förnu. Það hefur lengi verið opinber
nýtingarstefna að veiða stóra fiskinn
en hindra veiðar á smáfiski til þess
að hann geti vaxið og borið uppi
veiðar síðar meir. Nú hefur fengist
staðfesting og sönnun fyrir því, að
einstakir fiskstofnar, eða einstak-
lingar, eignast afkvæmi sem hafa
mjög mismunandi vaxtareiginleika
hver fyrir sig og með því að velja
stóra einstaklinga úr og láta þá
minni lifa og æxlast, breytist vaxt-
arhraði og afurðasemi til hins verra
með hverri kynslóð til þeirrar
næstu. Með þessu er ljóst að opinber
nýtingarstefna, sem tekur ekki mið
af þessu, er í uppnámi og hefur átt
drjúgan þátt í því að
veiðistofn þorsks hefur
rýrnað niður í um
þriðjung af því sem áð-
ur var.
Engin er báran stök
Vísindamennirnir
David O. Conover og
Stephan B. Munch
(State University of
New York í Stony
Brook, Science Magaz-
ine, 297. 5.7.02) hafa
gert eldistilraunir með
smáfiskinn silfurær-
ingja (Menida menida)
í gegn um fjórar kyn-
slóðir. Þeir söfnuðu 700
fullvöxnum og kynþroska einstak-
lingum og skiptu þeim upp í þrjá
hópa. 10% af þeim stærstu í einum
hópnum voru látnir hrygna og af-
komendur aldir í 190 daga til kyn-
þroska. 10% af þeim minnstu í öðr-
um hópnum voru látnir hrygna á
sama hátt og afkomendur aldir. Í
þriðja hópnum voru fiskar slembi-
valdir. Eftir að hafa gert hið sama í
fjórar kynslóðir var meðalþungi í
þeim hópi sem var valinn úr þeim
stærstu orðinn að meðaltali 6,47g en
1,05g úr hópi hinna minnstu, en
3,17g í þeim sem hafði verið slembi-
valinn. Með þessu er sannað, að ein-
stakar fisktegundir (stofnar) hafa
einstaklinga sem búa yfir mismun-
andi vaxtareiginleikum, sem erfast
frá foreldrum til afkvæma. Þar sem
allur fiskurinn var alinn á gnægð æt-
is (ofgnótt, ad libitum) og einstak-
lingar í hverjum hópi líkir að stærð
(nema í slembihópnum), er ljóst að
mismunandi vöxtur tilraunahópanna
getur ekki hafa skapast af öðru en
mismunandi erfðaeiginleikum.
Þar sem umræddir eiginleikar
eiga við um eina fisktegund eru allar
líkur á því að þeir eigi einnig við um
aðrar eins og þorsk og aðra botn-
fiska. Í tilrauninni náðist sexfaldur
vaxtarmunur með vali í aðeins fjórar
kynslóðir, en stærðarval í nátt-
úrunni með netveiðarfærum nær
bara til hluta af heildarstofnunum á
hverju ári. Eins getur verið að arf-
gengi á vaxtareiginleikum sé eitt-
hvað mismunandi á milli tegunda og
kynslóða, en varla þarf nú lengur að
deila um það hvort þetta fyrirbæri
eigi sér stað eða ekki. Spurningin er
bara sú hversu hratt erfðavalið ger-
ist með veiðum hverju sinni og
hversu stór hluti nýliða hvers ár-
gangs er af „góðum ættum“. Það
dæmi er mjög flókið og gusur af
seiðum með góða eiginleika geta
komið þrátt fyrir að heildarstofnar
séu orðnir erfðafræðilega lélegir að
meðaltali. En ljóst er að undirstofn-
ar þorsks hér við land eru fjölda-
margir í samræmi við þær niður-
stöður og vísbendingar sem þegar
hafa fengist, og hver þeirra verður
að fá að þróast þannig, að bestu
vaxtareiginleikar fái notið sín til há-
mörkunar á arði af hverju hafsvæði
fyrir sig.
Náttúran skapar erfðabreidd
en aðstæður velja úr
Ofannefndir vísindamenn segja að
„útgerðastjórar“ hafi sætt sig við
stöðugt minnkandi einstaklinga í
veiðum vegna þeirrar skoðunar, að
þeir vaxi hratt og nýti vel aðstæður
til góðrar heildararðsemi veiðislóða
Vaxtargeta ein-
stakra fiska erfist
Jónas
Bjarnason
Vaxtarhraði
Með krókaveiðum, segir
Jónas Bjarnason, má
þyrma stórum og hrað-
vaxandi fiski og stuðla
að klaki góðra afkom-
enda.
EINS og fram hefur
komið í fjölmiðlum er
verið að breyta bygg-
ingarreglugerð þannig,
að hægt verði að nota
hinu nýju Evrópu-
staðla. Evrópustaðl-
arnir eru samstarfs-
verkefni Evrópuþjóða
til að koma á sameig-
inlegum byggingar-
markaði. Evrópustaðl-
arnir taka m.a. til
hönnunar mannvirkja
og þess álags, sem þau
þurfa að þola. Varð-
andi náttúruálag svo
sem snjó, vind og jarð-
skjálfta verður hvert
land að skilgreina stærð þess í svo-
kölluðum þjóðarskjölum.
Starfshópur
umhverfisráðuneytis
Til þess að gera hönnuðum kleift
að nota hina nýju Evrópustaðla fól
umhverfisráðuneytið starfshópi að
semja viðkomandi þjóðarskjöl. Hóp-
urinn klofnaði um niðurstöðuna, og
skilaði Jónas Elíasson, prófessor,
séráliti. Deilan snýst einkum um
jarðskjálftaálag. Jónas bendir á, að
það álag sé sett alltof hátt í Reykja-
vík og nágrenni, en sennilega of lágt
innan jarðskjálftasvæðanna á Suð-
urlandi. Þessu hefur ráðuneytið
svarað með því, að reglurnar verði
endurskoðaðar og jafnframt gefið í
skyn, að sérfræðingar Háskólans
hafi staðið að þeim.
Því miður komu eng-
ir aðrir sérfræðingar
Háskólans en Jónas
Elíasson að ákvörðun
um álagsforsendur
þjóðarskjalanna. Ekki
er annað hægt en taka
undir gagnrýni hans
þegar hann bendir á,
að hinar nýju reglur
um jarðskjálftaálag
muni virka mjög
íþyngjandi fyrir bygg-
ingaraðila á höfuðborg-
arsvæðinu, algerlega
að óþörfu.
Jarðskjálfta-
rannsóknir
Undirritaður hefur rannsakað
áhrif jarðskjálfta á Íslandi um 35
ára skeið og birt margar greinar og
skýrslur um jarðskjálftaáhættu.
Ragnar Sigbjörnsson, prófessor og
samstarfsmenn hans, hafa rannsak-
að ítarlega eiginleika íslenzkra jarð-
skjálfta. Rannsóknir Jarðskjálfta-
miðstöðvarinnar á Selfossi á
Suðurlandsskjálftum 2000 hafa skil-
að mjög mikilvægum niðurstöðum
varðandi íslenzka jarðskjálfta, sem
nota má til að skilgreina betur jarð-
skjálftaáhættu á Reykjavíkursvæð-
inu. Þá má nefna samstarf Ragnars
Sigbjörnssonar og N.N. Ambraseys,
prófessors við Imperial College í
London, sem er meðal þekktustu
sérfræðinga heims í jarðskjálfta-
fræðum. Þeir hafa safnað saman ít-
arlegum upplýsingum um jarð-
skjálfta, sem gætu haft áhrif á
Reykjavíkursvæðinu, og gefið út
myndarlegt rit þar að lútandi. Pró-
fessorarnir Júlíus Sólnes, Ragnar
Sigbjörnsson og Jónas Elíasson hafa
reiknað jarðskjálftaáhættu á höfuð-
borgarsvæðinu. Verða niðurstöður
þeirra, sem eru byggðar á nýjustu
og beztu fræðilegum upplýsingum,
m.a. á áhrifum Suðurlandsskjálfta
2000, birtar á Evrópuráðstefnu jarð-
skjálftaverkfræðinga í London í
september. Þessar niðurstöður hafa
legið fyrir um alllangt skeið, en
hvorki ráðuneytisnefndin né við-
komandi byggingaryfirvöld virðast
hafa haft áhuga á að kynna sér þau
gögn. Samkvæmt þeim er ljóst, að
jarðskjálftaálag á höfuðborgarsvæð-
inu er gróflega ofmetið í þjóðar-
skjalinu. Sums staðar verður jarð-
skjálftaálagið helmingi meira en
Jarðskjálftaálag
í Reykjavík
Júlíus
Sólnes
Jarðskjálftar
Það kann ekki góðri
lukku að stýra, segir
Júlíus Sólnes, að ganga
fram hjá þeim, sem
helzt búa yfir þeirri
þekkingu, sem þörf er
fyrir, en taka heldur
lægsta tilboðinu.