Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 1
HEIMASTJÓRN Palestínumanna
samþykkti í gær með fyrirvara áætl-
un Ísraela um brottför ísraelsks her-
liðs af svæðum Palestínumanna. Ísr-
aelar setja það skilyrði að látið verði
til skarar skríða gegn herskáum Pal-
estínumönnum, að því er palestínskir
ráðherrar tjáðu AFP. En þeir sögðu
að tilteknir þættir, þ.á m. fram-
kvæmd brottflutningsins, hefðu enn
ekki verið skipulagðir.
Azzem al-Ahmed, ráðherra í
heimastjórninni, sagði að áætlunin
fæli í sér að landamæri yrðu aftur
færð til þess horfs sem þau hefðu ver-
ið 28. september 2000, er Palestínu-
menn hófu uppreisn er stendur enn.
Áætlunin var lögð fram á fundi varn-
armálaráðherra Ísraels, Binyamins
Ben Eliezers, og innanríkisráðherra
Palestínumanna, Abdel Razaq al-
Yahya, sl. mánudag.
Smáatriði ófrágengin
Ahmed sagði ennfremur að palest-
ínsk samninganefnd myndi funda
með Ísraelum til þess að ræða áætl-
unina frekar, og fór sá fundur fram í
gærkvöldi, en ekki höfðu borist fregn-
ir af gangi hans. Annar ráðherra
sagði að palestínska stjórnin hefði
ekki átt annars úrkosti en bregðast
jákvætt við áætlun Ísraela. „Okkur
bar skylda til að samþykkja hana, það
ríkir neyðarástand. Allir aðrir hafa
samþykkt hana, Jórdanía, Egypta-
land, Ísrael, Bandaríkin.“
Ráðherrann, sem ekki vildi láta
nafns síns getið, sagði að ekki væri
enn búið að ganga frá neinum smáat-
riðum, og bætti við að Palestínumenn
hefðu farið fram á að fyrstu skrefin
yrðu tekin í Ramallah, fremur en á
Gaza-svæðinu. Sagði hann að Ben
Eliezer hefði samþykkt að verða við
því, en Ariel Sharon, forsætisráð-
herra Ísraels, sem enn lætur ísr-
aelska herinn sitja með skriðdreka
um bækistöðvar Yassers Arafats Pal-
estínuleiðtoga í Ramallah, hefði hafn-
að því.
Palestínumenn sam-
þykkja áætlun Ísraela
Ramallah, Nablus. AFP.
Herskáir múslimar í Hamas-sam-
tökunum, er hafa þegar lýst sig and-
snúna áætlun Ísraela, fordæmdu
hana í gær og sögðu hana „tilraun til
að sá fræjum missættis meðal Palest-
ínumanna“. Leiðtogi Hamas, Ismail
Haniya, sagði við AFP á Gaza-svæð-
inu í gær: „Við segjum við óvininn: Sá
dagur mun aldrei koma að þið sjáið
deilur rísa meðal Palestínumanna.“
Þrátt fyrir að Palestínumenn hefðu
tekið vel í tillögur Ísraela hélt ísr-
aelski herinn í gær áfram aðgerðum
sínum á hernumdu svæðunum og
voru fimm Palestínumenn felldir,
þ.á m. tveir sem voru eftirlýstir af
Ísraelum. Annar þeirra, Ziad Daas,
var foringi Al-Aqsa-herdeildanna í
bænum Tulkarem á Vesturbakkan-
um, en Al-Aqsa er vopnaður armur
Fatah-hreyfingar Arafats. Hinn eft-
irlýsti maðurinn var einnig meðlimur
í Al-Aqsa.
Hafa þá alls 2.427 manns fallið í
átökum og tilræðum síðan uppreisn
Palestínumanna hófst, 1.786 Palest-
ínumenn og 598 Ísraelar.
Reuters
Yiheh Hamdi, foringi landnemanna í Pesagot, sagði að
sú ákvörðun landnemanna að nema land á hæð skammt
frá Pesagot hefði verið svar við morðum á þremur íbú-
um Pesagot í liðnum mánuði. „Þetta er svar síonista við
morðunum,“ sagði Hamdi. Hjón sem bjuggu í Pesagot og
barn þeirra voru myrt í fyrirsát Palestínumanna
skammt frá borginni Hebron á Vesturbakkanum 26. júlí.
Landnámsbyggð fjarlægð
ÍSRAELSKIR hermenn fjarlægðu í gær hjólhýsi sem ísr-
aelskir landnemar höfðu sett upp í leyfisleysi skammt
frá landnámsbyggðinni Pesagot í grennd við borgina
Ramallah á Vesturbakkanum. Landnemarnir veittu
enga mótspyrnu og enginn var í hjólhýsunum fimm sem
fjarlægð voru. Þrjár landnemafjölskyldur höfðu ætlað
að flytja inn í þau.
183. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 8. ÁGÚST 2002
TALA atvinnulausra í Þýskalandi fór
aftur yfir fjórar milljónir í júlí, sam-
kvæmt tölum sem birtar voru í gær,
og dregur það enn úr möguleikum
Gerhards Schröders kanslara á að ná
endurkjöri í kosningunum sem
haldnar verða eftir tæplega einn og
hálfan mánuð.
Alls voru 4,047 milljónir á atvinnu-
leysisbótum, eða 9,7% manna á at-
vinnumarkaðinum, í síðasta mánuði,
en í júní var atvinnuleysið 3,954 millj-
ónir, eða 9,5%. Atvinnuleysi eykst
jafnan á þessum árstíma þegar skól-
um lýkur og námsmenn skrá sig at-
vinnulausa, en samkvæmt tilkynn-
ingu þýsku hagstofunnar fer at-
vinnuleysi vaxandi, jafnvel þótt árs-
tíðabundnir þættir séu ekki teknir
með í reikninginn.
En stjórnmálamenn taka yfirleitt
ekki tillit til slíkra þátta, og þótt fjár-
málaskýrendur hafi sagt að atvinnu-
leysistölurnar væru ekki eins slæmar
og búist hafi verið við, þegar allt hafi
verið tekið með í reikninginn, verða
þessar tölur túlkaðar sem slæmar
fréttir fyrir Schröder og möguleika
hans á endurkjöri. Schröder komst
til valda 1998 með loforði um að sjá til
þess að atvinnuleysi yrði undir 3,5
milljónum við lok kjörtímabilsins, og
gekk svo langt að segja að ef sér tæk-
ist ekki að ná því markmiði ætti hann
ekki skilið endurkjör 2002.
Efnahagssamdrátturinn í heimin-
um á síðasta ári og stöðugar kröggur
þýska efnahagslífsins kunna því að
hafa ráðið pólitískum örlögum hans,
og gæti svo farið að hann yrði fyrsti
kanslari Þýskalands eftir stríð sem
aðeins situr eitt kjörtímabil.
Atvinnuleysi vex í Þýskalandi
Dregur enn úr
möguleikum
Schröders
Frankfurt. AFP.
Schröder skrýddist boxhönskum í Berlín í gær og mældi höggþunga sinn
með þar til gerðum mæli er hann heimsótti æfingastöð íþróttamanna.
Reuters
ÞÝSKUR póstburðarmaður
sem var orðinn lúinn á því að
burðast með póstpokann sinn
hefur játað að hafa hent mörg
hundruð bréfum til þess að
geta lokið vaktinni sinni fyrr,
að því er lögregla í borginni
Wuppertal í Þýskalandi greindi
frá í gær.
Upp um málið komst þegar
vegfarandi rakst á um 500 bréf,
stíluð á heimilisföng í grennd-
inni, sem flæddu út úr rusla-
tunnu er hafði verið velt um
koll. Lögregla fann um 250 bréf
til viðbótar á heimili póstburð-
armannsins, sem er 21 árs.
Honum hefur verið sagt upp
störfum.
Þreyttur
póstur í
Þýskalandi
Wuppertal. AFP.
AÐ minnsta kosti 17 létust og 20
særðust er sprengjur sprungu við
forsetahöllina í Bogota, höfuðborg
Kólumbíu í gær, er Alvaro Uribe var
þar innandyra að sverja embættiseið
sem næsti forseti landsins, að því er
sjónvarpsstöðin CNN greindi frá.
Fregnir herma að þrjár sprengingar
hafi orðið í grennd við höllina rétt áð-
ur en embættistakan hófst. Ekki var
ljóst í gærkvöldi hverjir höfðu staðið
að sprengingunum, en Uribe hefur
heitið því að taka harkalega á
vinstrisinnuðum skæruliðum er
berjast gegn stjórnvöldum í landinu.
Gífurleg öryggisgæsla
Fyrr um daginn særðust þrír er
sprengikúlum var skotið í borginni,
nokkrum klukkustundum áður en
Uribe sór embættiseið. Tveimur kúl-
um var skotið á herskóla í vestur-
hluta borgarinnar, en enginn særðist
þar og ekki bárust fregnir af
skemmdum, en þriðja kúlan lenti á
nærliggjandi húsi og þar særðust
tvær konur og stúlka.
Öryggisgæsla í Bogota í gær var
sú mesta sem um getur. Um 20 þús-
und hermenn voru á varðbergi á göt-
um úti, flugvelli borgarinnar var lok-
að og kólumbíski flugherinn og
flugvélar bandarísku tollgæslunnar
sveimuðu yfir. Var öll önnur flugum-
ferð yfir borginni bönnuð. Hefð er
fyrir því að forsetar sverji embættis-
eið úti undir beru lofti á torginu í
miðborg Bogota, en í öryggisskyni
hafði Uribe ákveðið að flytja emb-
ættistökuna inn í forsetahöllina.
Alvaro Uribe tekur
við forsetaembættinu
í Kólumbíu
17 létust í
sprengingu
í Bogota
Bogota. AFP.
Heitir aukinni/29