Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 11
VEIÐIEFTIRLITSMAÐUR frá
Selfossi flaug síðdegis í gær ásamt
landseftirlitsmanni veiðimálastjóra
yfir vatnasvæði Ölfusár og Hvítár til
að kanna hvað hæft væri í þeim ásök-
unum að net séu lögð með ólögmæt-
um hætti. Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær er lögreglan á
Selfossi með kæru til rannsóknar
vegna netalagna á svæðinu. Veiði-
málastjóra og lögreglunni á Selfossi
verður gefin skýrsla um þetta eft-
irlitsflug, að öllum líkindum í dag, að
sögn Þorfinns Snorrasonar veiðieft-
irlitsmanns.
Hreggviður Hermannsson í Lang-
holti lagði kæruna fram og eins og
fram kom í máli hans í Morgun-
blaðinu í gær segir hann þolinmæði
stangaveiðimanna gagnvart neta-
veiðunum vera á þrotum. Hann telur
ennfremur að lítið hafi verið aðhafst
síðan mótmælum var skilað til land-
búnaðarráðherra í október árið 1999.
Þá skilaði hópur áhugamanna um
laxveiði á vatnasvæði Hvítár og Ölf-
usár undirskriftalistum með nöfnum
1.575 manna í hendur Guðna Ágústs-
sonar þar sem m.a. var farið fram á
hert eftirlit með netaveiði og veiði-
vörslu á vatnasvæðinu.
Ráðherra hafði samráð
við veiðimálastjóra
Aðspurður hvað gert hefði verið
með þessi mótmæli sagði Guðni við
Morgunblaðið í gær að hann hefði átt
samráð við embætti veiðimálastjóra
og farið yfir álitamálið. Flogið hefði
verið yfir vatnasvæðið á sínum tíma
og ekki hefði verið talin ástæða til að
aðhafast frekar eða leggja fram
kæru. Netalagnir hefðu þá verið
taldar löglegar af veiðieftirlitsmönn-
um og veiðimálastjóra.
„Vegna óvissu og minnkandi fisk-
gengdar um vatnasvæðin hafa rann-
sóknir verið efldar og fleiri fiskar
merktir en áður, ekki síst til að
kanna hrygningarsvæði og göngu-
feril fisksins. Í þeim efnum liggja
fyrir ýmsar gagnlegar upplýsingar.
Nú er málið komið upp aftur með
þessari kæru. Ég er þeirrar skoð-
unar að ekki verði búið við þá óvissu
hvort farið sé að lögum eða ekki. Ég
vona að eftirlitsferðin í dag [gær]
skili einhverri niðurstöðu þannig að
hægt verði að svara þessum ásök-
unum. Auðvitað ber sýslumanni að
fylgja kærunni eftir og tryggja að
menn fari að lögum. Mikilvægt er að
hafa þessi mál skýr og klár, sem ég
vil trúa að sé þannig komið fyrir,“
sagði Guðni.
Veiðieftirlitsmenn flugu yfir vatnasvæði Ölfusár og Hvítár í gærdag
Skýrsla til lögreglu
og veiðimálastjóra
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 11
K
O
R
T
E
R
allt að
afsláttur
STARFSEMI í flestum fiskvinnslu-
húsum landsins er í lágmarki um
þessar mundir vegna sumarorlofs
starfsfólks. „Sumarleyfi í fisk-
vinnslufyrirtækjum eru yfirleitt tek-
in á tímabilinu frá síðari hluta júlí til
loka ágúst og það er orðið miklu al-
mennara en áður var,“ segir Arnar
Sigurmundsson, formaður Samtaka
fiskvinnslustöðva.
,,Fyrir nokkrum árum voru gerð-
ar þær breytingar á kjarasamning-
um að það er orðið algengara en áð-
ur að orlof í dagvinnu fiskvinnslu-
fólks er greitt út í orlofsdögum og
fyrir bragðið eru samræmd sum-
arleyfi orðin mun almennari en áð-
ur. Auðvitað eru alltaf einhverjir
bátar á sjó og einhver starfsemi í
gangi en hún er í lágmarki á þessu
þriggja til fjögurra vikna tímabili,“
segir Arnar.
Starfsemi í fisk-
vinnslu í lágmarki
vegna sumarleyfa
ENGINN var með sex tölur réttar í
Víkingalottóinu í gærkvöldi og gekk
því fyrsti vinningur, að upphæð tæp-
ar 97 milljónir króna, ekki út. Pott-
urinn verður þrefaldur í lottóinu á
miðvikudaginn kemur.
Enginn var heldur með fimm rétt-
ar tölur og bónustölu en einn var
með fimm af sex tölum réttar og nam
vinningur hans tæpum 475 þúsund
krónum.
Þrefaldur
pottur næst í
Víkingalottói
♦ ♦ ♦