Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 47
DAGBÓK
SNEMMA á bridsöld tóku
menn upp á því að nota opn-
un á þremur gröndum til að
sýna þéttan sjö-spila láglit
og lítið annað. Opnunin hef-
ur þann meginkost að lýsa
spilunum vel og taka rými
frá andstæðingunum, en
ókosturinn er sá að þrjú
grönd eru oft spiluð í „vit-
lausri hendi“.
Austur gefur; NS á hættu.
Norður
♠ K764
♥ K75
♦ K764
♣75
Vestur Austur
♠ 53 ♠ D8
♥ DG82 ♥ 64
♦ D9532 ♦ G10
♣42 ♣ÁKD10983
Suður
♠ ÁG1092
♥ Á1093
♦ Á8
♣G6
Vestur Norður Austur Suður
-- -- 3 grönd * Pass
4 lauf Pass Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Spilið er frá Evrópumóti
ungmenna í Englandi og
mjög víða vakti austur á
„gambling“ þremur grönd-
um. Það er opin spurning
hvort suður eigi að hætta
sér strax inn í sagnir, hvort
heldur með dobli eða ann-
arri sögn. Góð vörn gegn
þessari opnun er að segja
fjögur lauf og fjóra tígla með
hálitina, þar sem lægri sögn-
in sýnir jafna liti eða lengra
hjarta, en sú hærri lengri
spaða. Samkvæmt þeirri
sagnvenju kæmi til greina
að segja fjóra tígla á spil
suðurs. En hér kaus suður
að passa yfir þremur grönd-
um og hætta síðan á fjóra
spaða í næsta hring.
Fjórir spaðar er góður
samningur, en tapaðist á
mörgum borðum þegar
sagnhafi fór vitlaust í spað-
ann. Vörnin fékk þá tvo slagi
á lauf, einn á hjarta og einn á
spaðadrottningu. Franski
spilarinn Oliver Bessis vann
þó geimið þrátt fyrir að gefa
slag á tromp. Vörnin tók
fyrst tvo slagi á lauf og
skipti síðan yfir í hjarta.
Bessis tók slaginn á kónginn
og spilaði hjarta aftur á ás-
inn. Síðan tók hann tvo efstu
í tígli og trompaði þann
þriðja. Nú fyrst fór Bessis í
trompið, tók ásinn og
svínaði síðan gosanum.
Austur fékk á drottninguna,
en átti bara lauf eftir til að
spila svo að hjartataparinn
gufaði upp.
Fyrir þessa úrvinnslu
sína fékk Bessis verðlaun í
mótslok.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Árnað heilla STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
LJÓN
Afmælisbörn dagsins:
Þú þykir ákaflega fjölhæf/ur
og skarar fram úr á
mörgum sviðum. Þú munt
leggja áherslu á að hlúa
að ástvinum þínum á
næstu mánuðum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Undirbúðu matarboð fyrir
vini þína og láttu þá taka
börnin sín með sér. Boðið
mun vekja góðan hljóm-
grunn hjá þeim sem er boð-
ið.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þessi dagur er kjörinn til
þess að njóta sín heima hjá
sér og spjalla við vini og
ættingja sem líta við í heim-
sókn.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Daður við þann sem þú hef-
ur nýlega kynnst gæti ýtt
undir ástarævintýri. Láttu
ekki aldurinn villa þér sýn,
þú hefur ætíð gaman af æv-
intýrum og spennu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Nú skiptir máli að láta ekki
viðskiptatækifæri framhjá
þér fara. Láttu hugmyndir
þínar verða að veruleika.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Dagur sem þessi er gleði-
legur fyrir stjörnumerki
þitt. Þú nýtur lífsins og
mætir öllum með bros á
vör.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Hugsaðu til einhvers sem
þú telur að gæti notfært sér
aðstoð þína. Þú getur veitt
viðkomandi fjárhagslega
aðstoð eða samúð þína.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú kynnist nýjum einstak-
lingi sem mun hafa mikil
áhrif á líf þitt seinna meir.
Samband ykkar mun laða
fram þína bestu eiginleika.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Staða þín er sterk á vinnu-
staðnum. Taktu mikilvægar
ákvarðanir því þær geta eflt
mannorð þitt enn frekar og
aukið tekjurnar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Njóttu samverustunda með
vinum þínum. Þú hefur ekki
áhuga á að vinna eða ræða
alvarleg málefni. Þú vilt
þess í stað njóta lífsins.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Vinir þínir leggja þér lið í
atvinnuleit. Þessi aðstoð
gæti orðið til þess að þú fáir
starfið sem þig hefur alltaf
dreymt um.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Það kemur þér á óvart hve
mikla þörf þú hefur fyrir
því að kynnast fólki sem er
undarlegt og öðruvísi í hátt-
um en flestir aðrir.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Nú er rétti tíminn til þess
að taka sér frí frá störfum,
halda í sumarfrí, fara á tón-
leika eða listasýningar.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
80 ÁRA afmæli. Ámorgun föstudaginn
9. ágúst er áttræður Gunnar
Þórðarson frá Bíldudal,
Túngötu 3, Ísafirði. Af því
tilefni tekur hann og fjöl-
skylda hans á móti ættingj-
um og vinum í félags-
heimilinu Baldurshaga á
Bíldudal kl. 20 á afmælis-
daginn.
90 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 8.
ágúst, er níræður Friðrik J.
Eyfjörð, fyrrverandi versl-
unarmaður, Lönguhlíð 3,
Reykjavík. Eiginkona hans
var Fríða Stefánsdóttir
íþróttakennari, en hún lést
árið 1998.
LJÓÐABROT
Vogur kraup í kastbyl tinds,
hveljur saup með teygjum.
Ygldar gaupur vatns og vinds
veðra hlaupa úr beygjum.
Geysast öldur ólgu-veg,
að fer kvöld með bliku;
Rán er köld og reigingsleg,
reisir tjöldin kviku.
- - - - - - - -
Kristinn Stefánsson
1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. d4
Bb4+ 4. Rbd2 b6 5. a3
Bxd2+ 6. Bxd2 Bb7 7. Bg5
d6 8. e3 Rbd7 9. Bh4 0-0
10. Bd3 c5 11. 0-0 De7 12.
b4 h6 13. Rd2 Hfc8 14. He1
Df8 15. Hb1 Bc6 16. dxc5
dxc5 17. b5 Bb7 18. Dc2 a5
19. Hbd1 De7 20. f4 He8
21. Re4 Had8
Staðan kom upp í A-
flokki skákhátíðarinnar í
Pardubice sem lauk fyrir
skömmu. Þýski stjórmeist-
arinn Philipp Schlosser
(2.534) hafði hvítt gegn
Páli Agnari Þórarinssyni
(2.281). 22. Rd6! Ba8 22.
...Dxd6 gekk ekki upp
vegna 23. Bh7+. Í
framhaldinu tapar
svartur skiptamun
bótalaust. 23.
Rxe8 Hxe8 24.
Dc3 Rf8 25. Bxf6
gxf6 26. Bf1 f5 27.
He2 Rd7 28. De1
Rf6 29. Dh4 Kg7
30. Hed2 Db7 31.
Hd8 Hxd8 32.
Hxd8 De4 33.
Dg3+ Kh7 34. Bd3
Df3 35. a4 og
svartur gafst upp.
Fjölmargir ís-
lenskir skákmenn
tóku þátt í A-
flokknum og var frammi-
staða þeirra þessi: 52.–83.
Stefán Kristjánsson,
Magnús Örn Úlfarsson 5½
vinning af 9 mögulegum.
133.–183. Páll Þórarinsson
4½ v. 184.–229. Arnar E.
Gunnarsson, Jón Árni
Halldórsson, Halldór
Brynjar Halldórsson,
Bragi Þorfinnsson og Sig-
urbjörn J. Björnsson 4 v.
230.–260. Einar K. Einars-
son 3½ v. Alls tóku 310
skákmenn þátt í flokknum.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 8.
ágúst, er áttræður Júlíus
Sigurðsson, fyrrverandi
skipstjóri og verkstjóri,
Hrauntungu 16, Hafnar-
firði. Hann og kona hans,
Ásta Magnúsdóttir, börn og
tengdabörn eru stödd á
ferðalagi í Danmörku.
50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 8.
ágúst, er fimmtugur Brynj-
ólfur Sigurðsson, prentari,
Fornastekk 13, Reykjavík.
Eiginkona hans er Hrafn-
hildur Hlöðversdóttir, hár-
greiðslumeistari. Þau eru
að heiman í dag.
RISASTÓR kúalubbi leyndist undir
elsta birkitrénu í sumarbústað-
arlandi Sigrúnar Pálsdóttur í
Fljótshlíðinni. Sigrún sem á heima
á Hvolsvelli og er mikil rækt-
unarkona hefur aldrei séð svona
stóran svepp.
Sigrún fór með sveppinn að
Tumastöðum og sýndi skógrækt-
armönnunum. Þeir höfðu aldregi
séð svo stóran kúalubba áður en
hann reyndist vera tæpir 25 senti-
metrar að þvermáli eða álíka stór
og kollur á manni og vafalítið
þyngri en heill sveppabakki. Að-
spurð kvaðst Sigrún ekki ætla að
hafa sveppinn í kvöldmatinn en
sagði að hann væri áreiðanlega vel
ætur og hann virtist heill og ekki
maðkétinn.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk
Sigrún Pálsdóttir virðir fyrir sér kúalubbann.
Kúalubbi á stærð
við mannshöfuð
Hvolsvelli. Morgunblaðið.
Stökktu til
Benidorm
21. ágúst
frá 49.865
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Nú bjóðum við síðustu sætin í ágúst til Benidorm á ótrúlegu
tilboði þann 21. ágúst í eina eða tvær vikur. Beint flug með
Heimsferðum á þennan einstaka áfangastað. Þú bókar núna og
tryggir þér síðustu sætin, og þremur dögum fyrir brottför
hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að
sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða
allan tímann.
Verð kr. 49.865
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára.
Flug, gisting, skattar, 21. ágúst, vikuferð.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.358.
Verð kr. 59.950
M.v. 2 í íbúð, 21. ágúst, vikuferð.
Flug og gisting, skattar.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 62.950.
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
Viltu léttast
um 1-4 kíló á viku
Símar 557 5446 og 892 1739
Afi/Amma
allt fyrir minnsta barnabarnið
Við erum á Skólavörðustíg 41, Þumalína
ATVINNA mbl.is