Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM
48 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
4
, #) .
) .
4
"3>/"
!
" #
$%&
'
%
!""
Furstarnir í kvöld
FRÍTT INN
Vesturgötu 2 sími 551 8900
LESENDUR breska tímaritsins
Total Guitar hafa úrskurðað að
Bandaríkjamaðurinn Jimi Hendrix
sé besti gítarleikari sem uppi hafi
verið. Hendrix, sem lést árið 1970
aðeins 27 ára gamall, fékk flest at-
kvæði í lesendakönnun blaðsins en
Jimmy Page, sem lék á gítar í
hljómsveitinni Led Zeppelin, og
Eric Clapton, sem nýlega sótti
björg í bú í Laxá á Ásum, komu
næstir.
„Það besta við þetta er að þetta
er ekki álit einhverra gagnrýnenda
á því hverjir séu bestu gítarleik-
ararnir – þessir strákar falla sjálf-
sagt ekki allir þar í kramið – en
þeir eru án efa háværustu, fimustu
og mest spennandi gítarleikarar
sem spilað hafa rokk og ról,“ sagði
Scott Rowley, ritsjóri Total Guit-
ar, um þá sem skipuðu efstu sætin
á listanum.
Tímaritið tilnefndi sjálft 440 gít-
arleikara sem lesendur gátu valið
úr. Aðeins ein kona, Tracy Chap-
man, var í þeim hópi.
„Mér finnst það allt í lagi,“ sagði
Rowley. „Konur eru ekki með eins
mikil læti eða eins kappsfullar á
þessu sviði og karlar. Í stað þess
að vera með sýndarmennsku reyna
þær að semja góð lög. Sem er
sennilega miklu gáfulegra.“
Tuttugu efstu gítarleikararnir í
kjörinu eru eftirfarandi:
1. Jimi Hendrix
2. Jimmy Page
3. Eric Clapton
4. Slash (Guns ’N Roses)
5. Brian May (Queen)
6. Joe Satriani
7. Eddie Van Halen (Van Halen)
8. Dave Gilmour (Pink Floyd)
9. Kirk Hammett (Metallica)
10. Steve Vai
11. Carlos Santana (Santana)
12. James Hetfield (Metallica)
13. Tom Morello (Rage Against
The Machine)
14. Kurt Cobain (Nirvana)
15. Mark Knopfler (Dire Straits)
16. Zakk Wylde (Ozzy Osbourne)
17. Gary Moore (Thin Lizzy o.fl)
18. Jeff Beck (Yardbirds, Jeff
Beck Group)
19. Stevie Ray Vaughan
20. Angus Young (AC/DC).
Hendrix besti
gítarleikarinn
Jimi Hendrix – besti gítarleikari
allra tíma?
ÞAÐ ER alltaf ánægjulegt að
heyra fregnir af löndum okkar
sem standa sig vel á erlendri
grund. Sævar Halldórsson er einn
þessara einstaklinga, en hann
vann á dögunum til fimm Telly-
verðlauna, sem veitt eru í Banda-
ríkjunum fyrir bestu sjónvarps-
auglýsingarnar þar vestra. Verð-
launin þykja mjög virðingarverð
og er það því mikill heiður að
verða þeirra aðnjótandi.
Sævar er búsettur vestra og
starfar hjá sjónvarpsstöðinni
History Channel í New York, en
það voru auglýsingar sem hann
vann fyrir stöðina sem tryggðu
honum verðlaunin.
Sævar Halldórsson með verðlaunagripina fimm.
Íslendingur vinnur
til Telly-verðlauna
á landi verða í kvöld í Nýja bíói á
Siglufirði klukkan 21.30 en áfram-
haldandi dagskrá sveitarinnar
næstu daga er eftirfarandi:
Kaffihúsið Bláa kannan á Ak-
KLEZMER-hljómsveitin Schpilkas
(Með maura í buxum) var stofnuð í
Kaupmannahöfn í september í
fyrra. Nú kunna nokkrir að hvá en
klezmertónlistin er þjóðlagatónlist
gyðinga og á rætur að rekja til
Austur-Evrópu. Hún er stór þáttur í
ýmsum hátíðlegum athöfnum gyð-
inga, s.s. brúðkaupum og ferm-
ingum. Við þessi tækifæri er ekki
óalgengt að dansað sé fram á
rauðanótt við hljóðfæraslátt og
söng. Áhrif í tónlistinni má einnig
rekja til Balkanskaga, Tyrklands
og sígauna frá Austur-Evrópu.
Schpilkas ætlar nú að taka sig til
og leika fyrir landsmenn á næst-
unni eftir vel heppnað spilerí í Dan-
mörku.
Sveitina skipa þeir Haukur Grön-
dal klarínettleikari, Helgi Svavar
Helgason trommuleikari, Nicholas
Kingo harmóníkuleikari og Peter
Jörgensen kontrabassaleikari.
Fyrstu tónleikar sveitarinnar hér
ureyri 9. ágúst, Reykjahlíðarkirkja
og Hótel Reynihlíð við Mývatn 10.
ágúst, Kaffihúsið Salka á Húsavík
11. ágúst og Stúdentakjallarinn í
Reykjavík 14. ágúst.
Hljómsveitin Schpilkas leikur þjóðlagatónlist gyðinga
Með
maura
í buxum
Haukur Gröndal, Nicholas Kingo, Helgi Helgason og Peter Jörgensen.
SPÆNSK kvikmyndahátíð verður
haldin í Regnboganum í haust þar
sem sýndar verða um fimmtán ný-
legar spænskar kvikmyndir, sem
ekki hafa verið sýndar hér áður,
auk nokkurra heimildamynda og
stuttmynda sem notið hafa vin-
sælda. Myndirnar eiga að varpa
ljósi á þá þróun sem orðið hefur í
spænskri kvikmyndagerð undan-
farin ár.
Á næstunni verður einnig
stofnað nýtt menningarfélag
áhugamanna um hinn spænsku-
mælandi heim og verður kvik-
myndahátíðin fyrsta verkefni
hennar.
Opnunarmynd hátíðarinnar er
nýjasta mynd Pedrós Almodóvars,
Hable con ella (Ræddu málin).
Pedró Almodóvar er einn þekkt-
asti kvikmyndaleikstjóri Spánar,
hann gerði m.a. myndirnar Konur
á barmi taugaáfalls og Allt um
móður mína. Von er á aðalleik-
urum myndarinnar, Leonor Waitl-
ing og Javier Camara, til landsins
til þess að vera viðstaddir sýn-
inguna.
Lokamynd hátíðarinnar er Hijo
de la Novia (Gifstu mér loksins)
eftir Juan José Campanellas. Hún
er spænsk/argentínsk og var til-
nefnd til Óskarsverðlauna árið
2002.
Auk þeirra er áformað að sýna
spennu- og hryllingsmyndina Tesis
eftir Alejandro Amenábar, róman-
tísku gamanmyndina Lluvia en los
zapatos eftir Maria Ripoli, með
Penélope Cruz í aðalhlutverki, og
La lengua de la Mariposas eftir
José Luis Cuerda.
Spænsku dagarnir standa yfir
12. til 22. september næstkomandi.
Spænsk
kvik-
mynda-
hátíð
Spænski leikstjórinn Pedró Almodóvar.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111