Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 51 Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10. Vit 406 Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. Vit nr. 410. Sýnd kl. 8. B.i. 10 Sýnd kl. 6 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Þegar ný ógn steðjar að mannkyninu hefst barátta upp á líf og dauða. STÓRKOSTLEGAR TÆKNIBRELLUR OG BRJÁLAÐUR HASAR. Sexý og Single Búðu þig undir geggjaða gamanmynd í anda There´s Something About Mary! Cameron Diaz hefur aldrei verið betri. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. 421 -1170 Sýnd kl. 8 og 10. Þegar ný ógn steðjar að mannkyninu hefst barátta upp á líf og dauða. STÓRKOSTLEGAR TÆKNIBRELLUR OG BRJÁLAÐUR HASAR. Sýnd kl. 8 og 10. Vit 415 Þú átt eftir að fá verk í beinin af hlátri. Kolrugluð grínmynd sem kemur öllum í gott skap. Í anda "God's must be crazy" myndana. Sýnd kl. 4, 6 og 8.  kvikmyndir.is Þegar ný ógn steðjar að mannkyninu hefst barátta upp á líf og dauða. j i upp á líf og dauða. STÓRKOSTLEGAR TÆKNIBRELLUR OG BRJÁLAÐUR HASAR. www.laugarasbio.is YFIR 33.000. MANNS! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára Almenn forsýning kl. 10.10. Miðasala opnar kl. 15.30.Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.10. Forsýning SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Sýnd kl. 10. B. i. 16.  SV.MBL  HK.DV YFIR 33.000. MANNS! Sýnd kl. 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 10. B.i. 10 ára Sexý og Single Búðu þig undir geggjaða gamanmynd í anda There´s Something About Mary! Cameron Diaz hefur aldrei verið betri. Vinsældir eru ekki keppni... heldur stríð! D.J.Qualls (Road Trip) er nördinn sem slær í gegn í geggjaðri gamanmynd! Eddie Griffin (Deuce Bigalow) og megagellan Eliza Dushku (Bring It On) fara á kostum. Sýnd kl. 4 og 6. Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd á klukkutímafresti! kl. 4.30 og 8.30. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. kl. 6.30 og 10.30. HEIMILDAMYNDIN Leitin að Rajeev verð- ur frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Þau Rúnar Rúnarsson og Birta Fróðadóttir hafa haft veg og vanda af gerð myndarinnar og því þótti við hæfi að fá þau í spjall til að fræðast um verk- efnið og leitina að Rajeev. Leitin hefst Forsaga málsins er sú að á uppvaxtarárum Birtu í Mosfellsdalnum fluttist í nágrennið ind- verskur jafnaldri hennar, Rajeev að nafni, ásamt fjölskyldu sinni. Birta og Rajeev urðu mestu mátar, allt þar til á ellefta aldursári er Rajeev fluttist með fjölskyldu sinni aftur til Indlands. Fyrst um sinn voru foreldrar Birtu í sambandi við foreldra Rajeev en smátt og smátt rofnaði sambandið. „Ég var nýorðin stúdent og ekki á leiðinni í skóla strax. Okkur Rúnar langaði að fara að ferðast og þá mundi ég nú eftir honum Rajeev og við fórum að velta fyrir okkur hvar hann væri staddur,“ byrjar Birta um tilurð mynd- arinnar. „Við ákváðum svo í framhaldinu að skella okkur í þessa leit.“ Þau Birta og Rúnar lögðu því upp í þriggja mánaða ferð um Indland í leit að æskuvininum horfna. „Við vorum með ósköp lítið í höndunum þeg- ar við lögðum af stað. Einu upplýsingarnar sem við höfðum voru einhver heimilisföng þar sem Rajeev og móðir hans höfðu dvalist fyrir mörgum árum,“ segir Rúnar. „Við reyndum þó að hafa tæknina með okkur í liði og reyndum að hafa uppi á símanúmerinu hans með ýmsum leiðum og settum meira að segja af stað leit á Netinu en það hafði ekkert upp á sig.“ Dollaramerki í augunum „Þegar til Indlands var komið var hreint ekkert auðvelt að hafa uppi á honum,“ segir Rúnar. „Við bjuggumst við að talsverður hluti Indverja kynni ensku. Sú reyndist raunin í norðurhluta landsins en eftir því sem sunnar dró varð þetta erfiðara. Við enduðum á að fá túlk okkur til liðsinnis. Það gerði okkur einnig erfitt fyrir að vera hvít á hörund en þá fengum við strax á okkur ferðamannastimpilinn og fólk fékk ósjálfrátt dollaramerki í augun.“ „Við enduðum þó á að finna Rajeev í Kerala, sem er lítið fylki á suðvesturströnd Indlands,“ segir Birta. „Ég þekkti hann strax aftur en var þó ekki alveg viss og það sama var upp á ten- ingnum hjá honum. Honum fannst þetta allt mjög skrýtið. Hann og fjölskylda hans sögðust hafa verið viss um að þau myndu aldrei sjá okkur aftur,“ bætir hún við og segir að miklir fagnaðarfundir hafi orðið er þau æskuvinirnir hittust aftur. „Í sannleika sagt bjuggumst við í raun ekk- ert frekar við að finna hann,“ segir Rúnar. „Við vissum ekkert hvernig þetta myndi verða né hvort myndin yrði að veruleika. Það varð miklu meira úr þessu en við bjuggumst við.“ Birta bætir við að þau hafi fundið Rajeev við allt aðrar aðstæður en þau hafi búist við og að það hafi komið þeim næstum jafn mikið á óvart og að hitta hann. Álögunum aflétt Aðspurð segja þau vinnsluferlið hafa tekið eitt ár en þó með nokkr- um hléum. „Við höfum lent í ýmsum vand- ræðum í vinnsluferlinu og þurftum meira að segja að klippa myndina tvisvar þar sem fyrri útgáfan eydd- ist út úr tölvunni,“ segir Rúnar og Birta tekur undir. „Við teljum að öll óhöppin megi rekja til gamallar galdrakonu sem við hittum á ferðalaginu og lagði á okkur álög,“ segir hún og þau kíma. Rúnar segist þó halda að álögun- um sé loks aflétt en Birta er var- kárari og segist ætla að halda fingr- unum krosslögðum fram yfir frumsýningu. Leitin að Rajeev er 52 mínútur að lengd og verður, sem áður sagði, frumsýnd í kvöld í Háskólabíói. „Við viljum fá að geta þess að Steinþór Birg- isson hjálpaði okkur við klippinguna á mynd- inni og á hann bestu þakkir skildar auk allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn við gerð myndarinnar,“ segir Rúnar. Kvikmyndasjóður Íslands styrkir gerð myndarinnar sem og Ungt fólk í Evrópu og menningarmálanefnd Mosfellsbæjar. Það er svo veitingastaðurinn Nings sem býður upp á sýninguna í kvöld en allur ágóði myndarinnar rennur óskiptur til þess að koma fátækum börnum á Indlandi til mennta. Hjálparstarf kirkjunnar mun sjá til þess að fjármunirnir komist á réttan stað. Sýningin hefst klukkan 20.30 í kvöld en á undan myndinni verður stuttmyndin A very very silent film eftir Manish Jha sýnd, en hún vann fyrstu verðlaun í flokki stuttmynda á Cannes-hátíðinni í ár. Kvikmyndin Leitin að Rajeev frumsýnd í Háskólabíói í kvöld Morgunblaðið/Jim Smart Birta og Rúnar leituðu að Rajeev vítt og breitt um Indland og tóku upp kvikmynd um leið. Hvar er Rajeev? ÞRÍR MEÐLIMIR í Oasis sluppu án alvar- legra meiðsla þegar þeir lentu í bílslysi í Ind- ianapolis í Indiana í Bandaríkjunum þar sem hljómsveitin er á tónleikafeðralagi. Noel Gall- agher, gítarleikarinn Andy Bell og hljóm- borðsleikarinn Jay Darlington úr Kula Shak- er, sem Oasis fékk með á ferðalagið, voru fluttir á sjúkrahús með sjúkrabíl. Hlynnt var að þeim á sjúkahúsinu vegna áfalls auk þess sem þeir voru skornir og marðir eftir að hafa lent í árekstri við annan bíl. Gallagher sat frammi í bílnum og er „mikið marinn á andliti“ auk þess að vera skorinn eftir öryggisbeltið, að því er fram kemur á op- inberri vefsíðu hljómsveitarinnar. Bróðir hans Liam var ekki í bílnum. „Þetta var frekar harður árekstur en loft- púðar voru í leigubílnum sem dró úr högginu. En þeir eru allir við ágæta heilsu,“ sagði tals- maður hljómsveitarinnar. „Jay er með um- búðir á höndinni en þeir halda að það sé ekk- ert alvarlegt. Það hefur eitthvað með liða- mótin að gera,“ sagði hann. Hljómsveitin frestaði tónleikum sem áttu að vera í gær í Indianapolis og ekki er enn ljóst hvort dagskrá þessa þriggja vikna tónleika- ferðalags riðlast eitthvað meira vegna þessa. Nýjasta plata Oasis, Heathen Chemistry, er sem stendur í fjórða sæti breska vinsældalist- ans. Hljómsveitin Oasis í bílslysi Aflýsa tónleikum TENGLAR ................................................................... www.oasisinet.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 183. tölublað (08.08.2002)
https://timarit.is/issue/250787

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

183. tölublað (08.08.2002)

Aðgerðir: