Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SÍFELLT fleiri ferðamennkjósa að eyða sumarleyfumsínum á óvenjulegan háttog njóta því ferðir til fram-
andi staða æ meiri vinsælda. Fyrir
þá sem sjá gönguferðir um glóðvolg
hraun sem spennandi kost býður
fyrirtækið Eldfjalla-
ferðir (Volcano Tours)
upp á ferðir á helstu
eldfjöll veraldar. Har-
aldur Sigurðsson, pró-
fessor í jarðvísindum
við Háskólann á
Rhode Island í Banda-
ríkjunum, hefur starf-
rækt Eldfjallaferðir í
um tíu ár og fer með
hópa til eldfjallasvæða
Íslands, Ítalíu,
Indónesíu og nokkurra
Mið-Ameríkulanda.
Haraldur var staddur
með hóp ferðamanna
hér á landi þegar
Morgunblaðið náði tali
af honum á dögunum.
„Það er margt sem er spennandi
við það að sjá eldfjöll. Það er fyrst og
fremst krafturinn í eldfjöllunum
sem heillar, þau hafa mikið aðdrátt-
arafl,“ undirstrikar hann þegar
hann er inntur eftir hvað dragi fólk í
þessar ferðir.
Haraldur hefur unnið við rann-
sóknir á þeim landsvæðum sem
ferðalangar á vegum Eldfjallaferða
leggja leið sína á og þekkir hann því
vel til eldvirkni svæðanna, sem og
sögu þessara staða. Hann segir að
hann reyni að tengja saman jarð-
fræðina og sögu þjóðanna. Hann
reyni að sýna fram á hvaða áhrif eld-
fjöllin og eldgosin hafi haft á þjóðfé-
lagið. Haraldur nefnir sem dæmi
áhrif Skaftárelda á íslenskt þjóð-
félag og gosið í Heimaey. Þá bendir
hann á tengsl milli eldgosa á Íslandi
og jarðvegsmyndunar.
Á Ítalíu séu síðan tengsl milli eld-
gosa og vínekra. Hann segir besta
vínið oft koma af vínekrum sem vaxi
á eldfjallasvæðum, líkt og í kringum
Vesúvíus.
Sagan nauðsynleg til
að sýna áhrif eldgosa
Aðspurður hvernig hugmyndin að
þessum ferðum hafi kviknað segir
hann að fyrir um tíu árum hafi hann
verið beðinn um að stýra hálfsmán-
aðar ferð til Íslands. „Ég féllst á það
en þegar ég fór að undirbúa ferðina
varð mér strax ljóst að það var ekki
nóg að fjalla eingöngu um jarðfræð-
ina heldur þurfti ég líka að taka inn
söguna til þess að sýna áhrif eld-
gosa,“ lýsir hann og bendir jafn-
framt á að í ljós hafi komið að mikill
áhugi var fyrir slíkum ferðum.
Haraldur segir að í framhaldi hafi
hann stofnað fyrirtækið Eldfjalla-
ferðir ásamt Toni Rottenberg. „Við
rekum fyrirtækið saman. Ég sé um
val á stöðum, fer í ferðirnar og sé um
fyrirkomulag þeirra, en hún sér um
bókanir og þess háttar,“ bætir hann
við.
Að sögn hans eru farnar þrjár til
fjórar ferðir á hverju ári á vegum
Eldfjallaferða. Það fer eftir eftir-
spurn og er breytilegt hvaða svæði
eru í boði á milli ára, en ferðirnar eru
á öllum árstímum.
Hann segist fara með
tvo hópa til Íslands á
hverju sumri.
Til Mið-Ameríku er
haldið í janúar eða
febrúar þegar fólk
sækir til heitari landa.
Þá segist hann reyna
að vera á Ítalíu á vorin
þegar þar sé fallegast,
ekki of heitt og ekki
mikill ferðamanna-
straumur. Loks segir
hann að það sé sama á
hvaða tíma árs farið sé
til Indónesíu, því þar
sé alltaf heitt.
En hvaða áfanga-
staður skyldi vera vin-
sælastur? Hann segir að ennþá sé
Ísland vinsælasti áfangastaðurinn
en Ítalía sé í stöðugri sókn.
„Ég fer á staði á Ítalíu sem eru
mjög spennandi. Á Vesúvíus og
svæðið þar um kring, Napólí og
Strombolieyjuna frægu þar sem gýs
á hverjum degi. Einnig má nefna
eyju þar rétt hjá sem heitir Lipari og
síðan Vulcano. Loks skoðum við
Etnu á Sikiley. Þegar við erum þar
er með í för ítalskur eldfjallafræð-
ingur sem hefur aðgang að Etnu
þannig að hann getur hleypt okkur á
svæði sem almennir ferðamenn
komast ekki inn á,“ bendir Haraldur
á.
Hann segir að fólk hafi einnig
áhuga á Indónesíu en það hafi
reynst erfitt að bjóða upp á ferðir
þangað sökum ástandsins í landinu.
Fólk hafi verið hrætt við að fara
þangað þar sem mikil óvissa ríkti í
landinu en ástandið væri nú að
breytast til batnaðar aftur, enda er
Haraldur á leið til Indónesíu í ágúst.
Ferðamáti fólks að breytast
Aðsókn í ferðirnar hefur aukist,
að sögn hans, þó vissulega hafi kom-
ið afturkippur í fyrra líkt og almennt
í ferðaþjónustu. „Ég held að ferða-
máti fólks sé að breytast heilmikið,
að minnsta kosti í Bandaríkjunum.
Fólk vill gera eitthvað öðruvísi, eitt-
hvað aðeins meira spennandi og eft-
irminnilegt. Eitthvað sem það getur
lært af,“ nefnir hann og bætir við að
eldfjallaferðir séu að verða mjög vin-
sælar meðal almennings. Þeim fylgi
engin áhætta en samt töluverð
spenna. Þær veki athygli og bendir
því til stuðnings á að von sé á bresku
kvikmyndatökuliði, sem hyggist
gera heimildarmynd um eldfjöll og
ferðamennsku.
Haraldur segir að Bandaríkja-
menn sæki helst í eldfjallaferðirnar
en fólk komi þó alls staðar að.
„Ferðamennirnir eru á öl
og ekki eingöngu Bandrí
Núna í ferðinni eru m
Mexíkó, Hollandi og fleiri
Stundum eru þetta fræði
það er misjafnt. Þetta er
hefur áhuga á náttúrunni og
úti, ferðast og læra um leið
hann áherslu á og segir að
lagt upp úr fræðslu.
Haraldur heldur fyrir
hverju hóteli, annaðhvort a
eða kvöldi. Hann segir að s
dagskrá sé allan tímann
staldrað við á söfnum o
merkum stöðum og lítill tí
til afslöppunar. „Við hefjum
snemma og ferðumst og e
nesti. Við pössum upp á að
á góðum hótelum og látu
líða vel en reynum að fá ein
úr deginum og hægt er
hann áfram.
Haraldur telur að eldfjal
ar séu í anda Ferðafélags
Fólk þurfi að ganga mikið
sé leiðsögumaður með í
þekki staðina vel. Hann s
samt ekki skilyrði að fólk
formi og geti gengið um
skiptum hópnum ef einhve
með gang. Þá fer ég kan
þeim sem ganga meira og
annar fer með þeim sem h
minna. Það kemur fyrir að
fleiri farastjórar með í f
Núna er ég einn en í síðustu
annar fararstjóri. Þá fór
stuttar bílferðir á meðan
gengum á Heklu og fleiri st
ir hann og bendir á að yfi
um tuttugu manns í hverjum
Jarðfræðin í
Íslendingasögunu
Haraldur lýsir Íslandsfer
ir að fólk lendi í Keflavík
morguns. Frá Keflavík e
beina leið í Bláa lónið, þar s
langar geta slakað á og þve
ferðarykið. Hann segir að B
ferð hafi jafnan stórkostle
fólk, það kynnist heita va
jarðhitanum um leið.
„Á fyrsta degi er fer
Reykjanesið, þar sem j
myndanir eru skoðaðar og
svæðisins rakin. Það er
hvað mikið af hrauni eða g
orðið undir jökli á Íslandi
leiðandi skilið eftir sig
myndanir, það er bólstrabe
finnst mörgum mjög sérsta
ur hann áherslu á. Þá er
svæðið í Krýsuvík skoðað o
endað í Reykjavík.
Frá Reykjavík heldur hó
Nesjavalla, þar sem veittar
lýsingar um jarðhitann og
þar, að sögn hans. Harald
Þingvelli ávallt einn af há
ferðarinnar. Staðurinn sé m
ur út frá flekakenningunni
sé hann skemmtilega ten
landssögunni.
„Þingvellir hafa jafnan m
Haraldur Sigurðsson fylgir ferðamönnum á
Krafturinn
eldfjöllunum h
Haraldur Sigurðsson fe
lands, Ítalíu, Indónesíu o
á eldfjallinu Krak
Haraldur
Sigurðsson
Á meðan fjölmargir ferðalangar flatmaga
á sólarströnd eða spóka sig um á torgum
stórborga ganga aðrir á fjöll og freista
þess að komast í snertingu við kraftinn
sem býr í iðrum jarðar. Haraldur
Sigurðsson, prófessor í jarðvísindum,
hefur gert mörgum ferðamanninum þetta
kleift en hann starfrækir Eldfjallaferðir
og lóðsar fólk um helstu eldfjallasvæði
veraldar. Fanney Rós Þorsteinsdóttir
hitti Harald að máli.
KAUPHALLARVIÐSKIPTI,
REGLUR OG SIÐFERÐI
Nýjar reglur Kauphallarinnar íNew York um skilyrði semskráð fyrirtæki verða að upp-
fylla hafa vakið mikla athygli. Regl-
urnar voru samþykktar af stjórn
Kauphallarinnar í síðustu viku og
munu væntanlega taka gildi innan
nokkurra mánaða.
Reglurnar eru settar í kjölfar þeirra
fjölmörgu hneykslismála er komið
hafa upp að undanförnu og grafið hafa
undan trausti fjárfesta. Helstu ný-
mælin í reglum Kauphallarinnar í New
York eru hert ákvæði um sjálfstæði
stjórnarmanna, gerð verður krafa um
að meirihluti stjórnarmanna verði
óháður viðkomandi fyrirtæki. Þó er
þau fyrirtæki undanskilin þar sem
einn aðili, t.d. móðurfyrirtæki, ræður
yfir helmingi atkvæðisréttar.
Þá verður þess krafist að stjórnir
fyrirtækja fundi reglulega án fram-
kvæmdastjórnar og að skráð fyrirtæki
setji sér reglur um stjórnarhætti og
siðferði.
Fyrirtæki sem skráð eru á Kaup-
höllinni í New York hafa löngum orðið
að lúta mjög ströngum reglum. Auk
laga um verðbréfaeftirlit frá 1934
verða þau að fara eftir þeim reglum,
sem Kauphöllin sjálf setur.
Í grófum dráttum má segja að regl-
ur Kauphallarinnar í New York séu
tvískiptar. Annars vegar gilda strang-
ar reglur um aðild að Kauphöllinni og
hvernig þau fyrirtæki haga viðskipt-
um sínum. Samkvæmt lögunum frá
1934, sem sett voru í kjölfar krepp-
unnar miklu, verða kauphallir að
tryggja eftirlit með kauphallaraðilum.
Markaðseftirlit er strangt og viðurlög
hörð ef reglur eru brotnar. Má nefna
sem dæmi að Kauphöllin í New York
fylgist með því hvort kauphallaraðilar
reyni að hafa áhrif á markaðsgengi
fyrirtækja á óeðlilegan hátt og hvort
þeir vanræki fjárvörsluskyldur sínar
gagnvart viðskiptavinum, t.d. með við-
skiptum sem ekki henta hagsmunum
fjárfesta eða framkvæmd eru án
þeirra leyfis. Einnig fylgist Kauphöll-
in með því hvort kauphallaraðilar upp-
fylli tiltekin fjárhagsleg skilyrði.
Hins vegar snúa reglur Kauphallar-
innar í New York að þeim fyrirtækj-
um, sem skráð eru á markað í kaup-
höllinni. Þær breytingar, sem nú er
verið að gera, falla í þann flokk.
Kauphöll er ekki einungis markaðs-
torg fyrir verðbréf heldur ramminn,
sem á að tryggja að verðbréfaviðskipti
fari fram með eðlilegum hætti. Hinar
ströngu reglur, sem gilda í kauphöll-
um, eiga að tryggja hagsmuni fjár-
festa. Það eru fjárfestar, hvort sem
um er að ræða einstaklinga eða stofn-
anafjárfesta, sem eru undirstaða
hlutabréfaviðskipta á markaði. Þeir
sem ákveða að festa fé sitt í hlutabréf-
um einstakra fyrirtækja eða sjóða
verða að treysta því að staðinn sé
vörður um hagsmuni þeirra. Þess
vegna gilda önnur lögmál um almenn-
ingshlutafélög en einkahlutafélög.
Því fylgja margir kostir fyrir fyr-
irtæki að skrá sig á markað. Skráning-
unni fylgja hins vegar einnig ríkar
skyldur. Með því að fara með fyrirtæki
á markað eru eigendur þess að vissu
leyti að missa tökin á því. Þeir eiga
ekki lengur að geta hagað sér líkt og
um einkahlutafélag væri að ræða.
Upplýsingagjöf til almennings verður
að vera skýr og virk og fjárfestar
verða að geta treyst því að hagsmunir
þeirra séu hafðir að leiðarljósi en ekki
hagsmunir stjórnenda og einstakra
hluthafa.
Íslenskur hlutabréfamarkaður er
ungur og er enn að taka út þroska. Þau
miklu viðskipti sem áttu sér stað með
óskráð hlutabréf á hinum gráa mark-
aði til skamms tíma eru dæmi um það.
Margir brenndu sig illa á slíkum við-
skiptum sem oft áttu sér stað fyrir til-
stilli verðbréfafyrirtækja.
Viðskipti með hlutabréf í skráðum
fyrirtækjum geta vissulega einnig ver-
ið áhættusöm líkt og umrótið á verð-
bréfamörkuðum um allan heim sýnir.
Stjórnvöld og kauphallir verða hins
vegar að gera allt sem í þeirra valdi
stendur til að draga úr þeirri áhættu
með skýrum og ströngum reglum. Því
er full ástæða fyrir Kauphöll Íslands
að grandskoða tillögur Kauphallarinn-
ar í New York og raunar einnig marg-
ar aðrar og eldri reglur um kauphall-
arviðskipti, sem þar eru í gildi. Er
eftirlit með kauphallaraðilum til dæm-
is jafnstrangt hér og í bandarískum
kauphöllum?
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kaup-
hallar Íslands, bendir á að hugsanlega
kunni skilyrði NYSE um hæfi stjórn-
armanna að ganga of langt miðað við
evrópskar aðstæður, enda séu yfirleitt
skýrari skil milli framkvæmdastjórn-
ar og stjórnar fyrirtækja í Evrópu en í
Bandaríkjunum.
Þá má einnig velta því fyrir sér
hvort óháðir stjórnarmenn hefðu leyst
þann vanda sem nú blasir við í Banda-
ríkjunum. Margir þeirra er sátu í
stjórnum Enron og WorldCom voru
óháðir fyrirtækjunum. Samt fór sem
fór.
Rökin fyrir óháðum stjórnarmönn-
um eru þó engu að síður athyglisverð.
Stundum skarast hagsmunir smærri
og stærri hluthafa og færa má rök fyr-
ir því að tryggja verði hagsmuni litlu
hluthafanna. Hvers vegna ættu litlir
fjárfestar annars að festa fé í hluta-
bréfum fyrirtækja? Jafnframt má
velta því fyrir sér hvort réttlætanlegt
sé að meina þeim sem eiga fyrirtækið,
það er hluthöfum, að sitja í stjórn þess.
Eru það ekki hluthafar sem eiga
mestra hagsmuna að gæta þegar upp
er staðið? Spyrja má hvort réttlætan-
legt sé að meina hluthöfum að kjósa þá
sem þeir telja hæfasta til starfans. En
jafnframt er íhugunarefni hvort skyn-
samlegt geti verið að fá óháða aðila til
stjórnarsetu, þó svo að þeir skipi ekki
meirihluta stjórnarinnar.
Þórður Friðjónsson segir í viðtalinu
við Morgunblaðið að rætt hafi verið
hjá Kauphöll Íslands hvort ástæða sé
til að efna til umræðna um reglur
Kauphallarinnar og skilyrði fyrir
skráningu fyrirtækja hér á landi. Það
væri mjög hollt fyrir íslenskt fjár-
málalíf ef hér færi fram ítarleg um-
ræða um það hvort rétt sé að endur-
skoða einhverjar af þeim reglum sem
nú eru í gildi. Íslensk fyrirtæki krefj-
ast þess réttilega að viðskiptaum-
hverfi þeirra sé sambærilegt við það
sem gerist í öðrum ríkjum. Fjárfestar
hljóta að gera sömu kröfu.