Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ráðstefna um germanska setningafræði
Germanskar
setningar
ALÞJÓÐLEG ráð-stefna um ger-manska setninga-
fræði er haldin í Odda,
hugvísindahúsi Háskóla
Íslands, dagana 9.–10.
ágúst. Morgunblaðið
ræddi við Jóhannes Gísla
Jónsson, einn skipuleggj-
enda ráðstefnunnar, um
tilurð og dagskrá hennar.
– Hver er saga þessarar
ráðstefnu?
„Ráðstefnan, „Compara-
tive Germanic Syntax
Workshop“, CGSW, er nú
haldin í 17. sinn. Hún hefur
sex sinnum verið haldin á
Norðurlöndunum og þar
að auki hefur hún verið
haldin í Þýskalandi, Hol-
landi, Belgíu, Bandaríkj-
unum og Kanada. Margir
Norðurlandabúar hafa haldið fyr-
irlestra á þessari ráðstefnu, þar af
sjö Íslendingar. Þetta er mjög virt
ráðstefna og færri komast að með
fyrirlestur en vilja.“
– Hvernig kom það til að ákveð-
ið var að halda ráðstefnuna hér?
„Í fyrra, á þinginu í Montréal í
Kanada, kom fram eindregin ósk
um að þingið yrði haldið hér á
landi í ár. Sigríður Sigurjónsdótt-
ir, sem fór utan á þingið í fyrra,
hefur unnið að undirbúningi í rúmt
ár, ásamt mér. Við höfum unnið að
þessu fyrir hönd Íslenska mál-
fræðifélagsins, en Hugvísinda-
stofnun hefur einnig tekið þátt í
undirbúninginum.“
– Hvað gætirðu sagt okkur nán-
ar um germanska setningafræði?
„Meginviðfangsefni germanskr-
ar setningafræði er samanburður
germanskra mála með tilliti til
setningagerðar, en einnig setn-
ingafræðileg umræða um einkenni
eins germönsku málanna.“
– Hvaða mál eru germönsk?
„Öll norrænu málin, að undan-
skilinni finnsku, eru af germanskri
ætt. Sömuleiðis eru enska, þýska,
hollenska, frísneska, jiddíska, af-
rikaans og lúxembúrgíska ger-
mönsk mál. Einnig telst gotneska
með germönskum málum, en hún
er útdauð.“
– Hvað er von á mörgum?
„Sextán fræðimenn frá tíu lönd-
um munu flytja fyrirlestur á ráð-
stefnunni, og einnig er von á
áhugamönnum um setningafræði
bæði að utan, og hér heima. Það er
mjög ánægjulegt, og sýnir hve virt
ráðstefnan er, að nokkrir erlendir
fræðimenn koma gagngert hingað
til lands til þess að hlusta á fyr-
irlestra, án þess að tala á ráðstefn-
unni. Tveir gestafyrirlesarar eru á
ráðstefnunni, Luigi Rizzi frá Ítalíu
og Hubert Haider frá Salzburg.
Báðir eru þeir vel þekktir fyrir
rannsóknir sínar á setningafræði
germanskra mála.“
– Hvernig völdust fyrirlesarar á
ráðstefnuna?
„Sá háttur er hafður á að fræði-
mönnum er boðið að senda útdrátt
úr efni fyrirlestrarins og hann er
svo sendur viðurkenndum sér-
fræðingum um heim
allan, sem gefa út-
drættinum einkunn.
Síðan er reiknuð með-
aleinkunn hvers út-
dráttar, og hún ræður
mestu um það hver fær að halda
fyrirlestur. Að þessu sinni komst
inn á ráðstefnuna tæplega helm-
ingur þeirra sem sendu útdrátt.“
– Hvaða viðfangsefni eru efst á
baugi?
„Þau eru mjög margbreytileg,
enda þróast fræðin hratt, og ávallt
er von á nýjum niðurstöðum eða
nýrri túlkun á fræðunum.“
– Ráðstefna sem þessi hlýtur að
hafa mikla þýðingu fyrir fræða-
starfið hér heima.
„Já, ráðstefnan er mikil hátíð
fyrir áhugafólk um setningafræði.
Hafa verður í huga að alþjóðleg
ráðstefna sérstaklega á sviði setn-
ingafræði var síðast haldin hér á
landi sumarið 1985. Mjög mikil-
vægt er að íslenskir fræðimenn
taki þátt í ráðstefnum sem tengj-
ast bæði tungumáli okkar og því
starfi sem stundað er við háskól-
ann. Þrátt fyrir að ráðstefnan sé
haldin hér er engin sérstök
áhersla á íslenska setningafræði.
Þess má geta að enginn íslenskur
fræðimaður heldur fyrirlestur,
einungis erlendir sérfræðingar á
þessu sviði.“
– Nú kostar sitt að bjóða tveim-
ur gestafyrirlesurum til landsins
og bjóða upp á veitingar og þess
háttar. Hvernig gekk fjáröflun
vegna ráðstefnunnar?
„Við fengum góðan stuðning frá
rektor Háskóla Íslands og
menntamálaráðuneytinu, en ís-
lensk fyrirtæki tóku mjög dræmt í
styrkbeiðni okkar. Sum fyrirtæki
báru því við að þau styrktu ekki
vísindastarf af þessu tagi. Við
fengum heldur enga styrki úr nor-
rænum sjóðum, þrátt fyrir að eng-
ir ráðstefnusjóðir séu til á Íslandi.
Það verður að teljast alvarlegt mál
hve vísinda- og fræðastörf vekja
lítinn áhuga meðal íslenskra fyr-
irtækja, og hve mörg
þeirra virtu okkur ekki
einu sinni svars.“
– Er almenningi boð-
ið til ráðstefnunnar
einnig?
„Já, áhugafólki er velkomið að
hlusta á fyrirlestrana, sem haldnir
verða á ensku. Engin þátttöku-
gjöld eru á ráðstefnuna, en fyrir-
lestrarnir eru nokkuð sérfræðileg-
ir og samdir fyrir hlustendahóp
sem hefur nokkra undirstöðu í
setningafræði. Dagskrána má
finna á Netinu, á heimasíðu ráð-
stefnunnar, http://www.hug-
vis.hi.is/cgsw/.“
Jóhannes Gísli Jónsson
Jóhannes Gísli Jónsson er
fæddur í Reykjavík 1. apríl 1963.
Hann varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1983, lauk
B.A.-prófi í íslensku og latínu frá
Háskóla Íslands 1986 og
cand.mag.-prófi í íslenskri mál-
fræði frá Háskóla Íslands 1989.
Jóhannes lauk doktorsprófi í al-
mennum málvísindum 1996 frá
University of Massachusetts,
Amherst. Hann var fastráðinn
stundakennari við Háskóla Ís-
lands frá 1996–2001 og er að-
junkt í íslensku við Háskóla Ís-
lands frá 2001. Formaður
Íslenska málfræðifélagsins frá
ársbyrjun 2001.
Áhugafólk um
setningafræði
velkomið