Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 26
LISTIR
26 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Stórútsalan
hefst í dag
Allar vörur á útsölu
20-90% afsláttur
Geisladiskar frá kr. 200
100 fyrstu viðskiptavinirnir
fá ókeypis disk í kaupbæti
Skólavörðustíg 15 • Sími 511 5656
Opið virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-16
JÓN Hermannsson kvikmyndagerð-
armaður vinnur um þessar mundir
að gerð þátta í íslenskukennslu fyrir
útlendinga, sem sýndir verða viku-
lega í Sjónvarpinu á næsta ári. Þætt-
irnir, sem frumsýndir verða í janúar,
eru alls 52 talsins. Hver þáttur er tví-
skiptur, þar sem fyrri hluti hvers
þáttar inniheldur leikin atriði sem
sýna fólk við ólíkar aðstæður, en
seinni hluti þáttarins fer fram í upp-
settri kennslustund með fólki sem
ekki talar íslensku. Er þá fylgt eftir
þeim hugtökum sem þegar hafa
komið fram í fyrri hluta þáttarins.
Að gefa tilfinningu
fyrir tungumálinu
„Fyrstu 26 þættirnir af þeim 52
sem sýndir verða innihalda undir-
stöðuíslensku. Þá kemur fram orða-
forði eins og ég, þú, við og svo fram-
vegis, sem og það sem fólk þarf til
þess að geta lifað og starfað í þjóð-
félaginu, fara út í búð, í sund, í
strætó og leigubíl, kaupa í matinn,
fara til læknis og þar fram eftir göt-
unum,“ útskýrir Jón í samtali við
Morgunblaðið. Seinni 26 þættirnir
innihalda, að hans sögn, sérhæfðari
íslenskukennslu. „Þar er gengið út
frá að áhorfendur skilji eitthvað í
tungumálinu. Í þeim er farið inn á
ýmsar stofnanir, bakarí, spítala og
svo framvegis, sem oft eru vinnu-
staðir fólksins. Þá er jafnframt farið í
þyngri orðaforða í kennslustundinni
í seinni hlutanum.“ Hann telur að hin
tvískipta uppbygging sem einkennir
hvern þátt geti verið mjög áhrifarík
og hjálpað áhorfendum að ná fyrr
tökum á málinu. „Það fólk sem kem-
ur fram í kennslustundunum talar
ekki íslensku, og þannig hvílir á þeim
ákveðin pressa að læra hana fljótt.
Það hvetur kannski aðra til að reyna
og taka áhættu við að tala málið.“
Ekki er stuðst við annað tungumál
en íslensku í þáttunum. Þeir eiga því
að geta hentað fólki af hvaða þjóð-
erni sem er. „Í þáttunum er notast
við merkingarbæra íslensku-
kennslu,“ segir Jón. „Það felur í sér
að látbragð er notað til að undir-
strika hugtökin sem fram koma. Í
þáttunum er þá ekkert skrifmál og
engin málfræði – markmiðið er að
gefa fólki tilfinningu fyrir tungumál-
inu og orðum.“
Kunnuglegar aðstæður
Í þáttunum felst um leið ákveðin
menningarfræðsla, að mati Jóns, þó
að það að ná tökum á íslenskri tungu
sé markmiðið. „Það fer að sjálfsögðu
fram kynning á íslensku þjóðfélagi
um leið og íslenska er kennd,“ segir
hann. „Við gerð þáttanna hef ég frá
upphafi haft það að leiðarljósi að
gefa sem víðasta mynd af mögu-
legum aðstæðum sem útlendingur
gæti lent í. Það ættu engar aðstæður
sem fólkið í þáttunum lendir í að
koma neinum á óvart eða vera
ókunnuglegar.“
Þættirnir eru að mestu teknir á
höfuðborgarsvæðinu. Tökur hófust
um miðjan júlí og er áætlað að þeim
ljúki í lok september. Þættirnir
verða svo frumsýndir í Sjónvarpinu í
janúar og sýndir vikulega. Fram-
leiðsla þeirra er þó ekki á vegum
Sjónvarpsins, en ýmsir aðilar hafa
styrkt verkefnið, þó það sé enn ekki
fullfjármagnað að sögn Jóns. Hann
segir heildarkostnað við gerð þátt-
anna vera á bilinu 45-50 milljónir.
„En það þykja ekki miklir peningar
þegar um verkefni af þessum toga er
að ræða,“ bætir hann við.
Hann hefur auk sýninganna í
Sjónvarpinu áhuga erlendis frá á
dreifingu á þáttunum. „Það er há-
skólasjónvarpsstöðin Scola, sem
dreifir um Bandaríkin, Kanada og S-
Ameríku, sem hefur sýnt því áhuga
að sýna þættina,“ segir hann. „Þar
hefur verið sýnt kennsluefni af svip-
uðum toga á frönsku, spænsku,
þýsku og fleiri málum, og stjórnend-
ur stöðvarinnar lögðu mikið upp úr
því að geta fengið íslenskt efni, sem
eins konar frummál Norðurlanda-
þjóðanna.“
Skoðað hugmyndina í þrjú ár
Kennslufræðingarnir Hulda Kar-
en Daníelsdóttir og Arnbjörg Eiðs-
dóttir hafa skrifað handrit að þátt-
unum en þar fyrir utan koma margir
þekktir Íslendingar á sviði leiklistar
og þátta- og kvikmyndagerðar að
gerð þáttanna. Auk Jóns sér Sigurð-
ur Sverrir Pálsson um upptöku
ásamt Jóhannesi Jónssyni, Jón
Kjartansson sér um hljóðupptöku,
Hermann Jónsson um klippingu og
Eva Sólan um förðun. Aðalleikarar í
þættinum eru fimm, þau Elva Ósk
Ólafsdóttir, Baldur Trausti Hreins-
son, Rúnar Freyr Gíslason, Nína
Dögg Filippusdóttir og Grímur
Gíslason. „Það skiptir miklu máli að
fagfólk komi að gerð þáttanna, ann-
ars gengju upptökurnar ekki nógu
hratt fyrir sig,“ segir Jón.
Hann segist hafa skoðað þessa
hugmynd í næstum þrjú ár. „Þetta
er ekki verkefni sem maður hleypur
út í, vegna þess hve umfangsmikið
það er. Þörfin fyrir slíkt efni hefur þó
auðvitað verið gífurleg. Mér finnst
við Íslendingar hafa verið nokkuð
„fjarsýnir“ í samskiptum okkar við
útlendinga sem hingað flytjast til
landins. Mjög margir þeirra tala
nánast enga íslensku og ef þeir tala
hana er það oft illa og vitlaust. Ég er
ekki að segja að við leysum allan
vanda með þessum þáttum, en mín
hugmynd var að með þessum hætti
ættu allir möguleika á að læra ís-
lensku. Margir fara ekki á námskeið
í íslensku og ég vona að þessir þættir
geti hjálpað þeim.“
Jón segist leitast við að hafa þætt-
ina í léttum dúr og sýna aðstæður
sem víst sé að fólk finni sig oft á tíð-
um í. „Ég hef kynnt mér svipað efni
frá öðrum löndum, sem mér fannst
alltof þungt og langdregið. Ég vona
að með hættinum sem hafður er á í
okkar þáttum, að hafa þá nokkuð
hraða og vonandi skemmtilega, tak-
ist okkur að laða til okkar stærri
áhorfendahóp,“ segir hann að lokum.
Íslenskukennsla fyrir útlendinga í 52 sjónvarpsþáttum
Morgunblaðið/Jim Smart
Jón Hermannsson kvikmynda-
gerðarmaður vinnur um þessar
mundir að gerð kennsluefnis í
íslensku fyrir sjónvarp.
Að allir hafi möguleika
á að læra íslensku
Morgunblaðið/Jim Smart
Atriði úr einum þáttanna.
LISTASUMAR í Súðavík hefst í dag
og stendur fram á sunnudag. Þetta
er í fjórða sinn sem hátíðin en hald-
in en hún er til komin vegna sam-
starfs Félags íslenskra hljómlist-
armanna, sem keypti hús fyrir
félagsmenn sína eftir snjóflóðið árið
1995, og Sumarbyggðar, fyrirtækis
sem var stofnað eftir flóðið og leigir
út íbúðir og einbýlishús til almennra
ferðamanna og Súðavíkurhrepps.
„Að þessu sinni er áhersla lögð á
að tengja þátttökuna meira til Súð-
víkinga sjálfra, brottfluttra og
heimamanna. Þar eru að koma inn
sterkir hópar sem myndað hafa með
sér félög: Félag sumarbúa er félag
þeirra sem dvelja í sumarhúsum yf-
ir sumarið og félag Álft- og Seyð-
firðingafélag vestra er félag brott-
fluttra Súðvíkinga. Það er mikill
styrkur í því að þessir hópar skuli
halda tryggð við átthagana með
þessum hætti en það er mikilvægt
að þeir sem koma að hátíðinni finni
lífæð Súðvíkinga í gleðileik,“ segir
Pálína Vagnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Listasumars. „Svona
hátíðir efla samfélög og treysta vin-
áttuna og mikilvægt er að rækta
tengslin.“
Íkonanámskeið
og kajaksigling
Í boði er að vanda fjölbreytt dag-
skrá fyrir alla fjölskylduna en for-
skot á sæluna er íkonanámskeið í
umsjá mæðgnanna Sóleyjar Vetur-
liðadóttur og Sveinfríðar Hávarð-
ardóttur. Afrakstur íkonanám-
skeiðsins verður sýndur á sunnudag
í grunnskólanum kl. 15. Þá verður
Kajakupplifun þar sem Kajakleigan
Grænhöfði býður gestum að upplifa
Súðavík og Álftafjörð frá nýju sjón-
arhorni.
Hátíðin verður formlega sett kl.
20 í kvöld í félagsheimilinu og síðan
verður kvikmyndin Regína sýnd kl.
20.15. Kvikmyndasýning er bara
einu sinni á ári á Súðavík og er það
á Listasumri og er áhersla lögð á
sýningu íslenskra mynda.
Á föstudag munu Hornstrandir
ehf. sigla með gesti út í Folafót. Far-
arstjóri er Barði Ingibjartsson og
mun hann leiða hópinn fyrir Fót og
að Hesti, sem er um 3 klst. gangur.
Ekið verður til baka með rútu til
Súðavíkur. Fyrsta ferðin verður
farin kl. 15. Þá verða djasstónleikar
um kvöldið kl. 22 og er það Sextett
Kristjönu Stefánsdóttur djass-
söngkonu sem skemmtir hátíða-
gestum í Grunnskólanum. Sextett-
inn er skipaður, auk Kristjönu,
Agnari Má Magnússyni píanó, Erik
Qvick trommur, Valdimar Kolbeini
Sigurjónssyni kontrabassa, Ólafi
Jónssyni tenór- og sópransaxafóna
og Birki Frey Matthíassyni trompet
og flygilhorn.
Á laugardag hefst dagskráin kl.
11 en þá mun „sumarbúinn“ Ragnar
Þorbergsson leiða fólk um gamla
þorpið. Kl. 13 verður íþróttagleði
Umf. Geisla en þar verður boðið upp
á fjölskyldumót með óvenjulegum
keppnisgreinum sem Brynhildur
Jónasdóttir og Sólveig Ólafsdóttir
hafa tekið saman. Kl. 14 verður
formleg opnun á félagsmiðstöð Fé-
lags sumarbúa í Súðavík, en félagið
er hópur 28 húseigenda sem eru að
mestu sumardvalargestir í gamla
þorpinu í Súðavík.
Veisluborð listakvenna
Dýrðleg veisla nefnist gjörningur
sem fjórar listakonur opna á laug-
ardag kl. 15 í Þjónustumiðstöðinni
við Grundarstræti. Veislan kemur
og fer á þremur klukkustundum og
fer þannig fram að matur frá sjö
þjóðlöndum er borinn fram með við-
eigandi tónlist. Á þessum tíma
munu 14 fyrirfram valdir boðs-
gestir, sjö konur og sjö karlar,
snæða í Dýrðlegri veislu. Allir sýn-
ingargestir sem koma til veislunnar
fá að smakka af veisluborðinu en
borðbúnaðurinn allur er sýning-
argripir. Sigríður Erla Guðmunds-
dóttir er aðalframkvæmdastjóri
veislunnar.
Við sama tækifæri verður opnuð
samsýningin Og meira til og eiga
þar verk Ingiríður Óðinsdóttir,
Jóna Thors, Sigríður Erla Guð-
mundsdóttir og Kristín Ísleifsdóttir
og stendur hún til 24. ágúst.
Varðeldur og brekkusöngur
verður kl. 20.30 og mun að honum
loknum „súpusérfræðingurinn“
Esra Esrason bjóða upp á súpu og
brauð fyrir sveitaballið sem haldið
verður í félagsheimilinu.
Á sunndaginn verður haldin fjöl-
skylduguðsþjónusta í Súðavíkur-
kirkju kl. 14 og lokaatriði Listasum-
ars á Súðavík verður kl. 15.30 en þá
sýna Björgvin Franz Gíslason og
Þórunn Clausen brot úr barna-
leikritinu Rauðhetta og veiðimað-
urinn sem var á fjölum Hafnarfjarð-
arleikhússins í vetur. Hátíðinni
verður formlega slitið kl. 16.
Fjölbreytt listasumar í Súðavík
Dýrðleg veisla,
djass og gleðileikur
Kristjana Stefánsdóttir er meðal gesta á Listasumri í Súðavík.