Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ertu
að f
ara
í frí
?
Panta›u
Frífljónustu
Morgunbla›sins
á
e›a í síma 569 1122
Falleg, fullkomin og vönduð
ítölsk raftæki á fínu verði.
E
LD
AV
É
LA
R
•
O
FN
A
R
•
H
E
LL
U
B
O
R
Ð
•
V
IF
T
U
R
ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500
Fást aðeins hjá okkur
og kosta minna en
þig grunar!
listhönnun frá 1900 og fram á okkar
dag en látum Þjóðminjasafninu eftir
það sem eldra er,“ segir Aðalsteinn.
Hann nefnir að hugmyndir séu uppi
um að Hönnunarsafnið fái nýtt að-
setur, byggingu sem myndi rúma
2–3 stóra sali, geymslur og skrif-
stofur safnsins. Enn er þó með öllu
óákveðið hvenær af því getur orðið,
að hans sögn.
Skál úr vínylplötu
Aðalsteinn bendir á að Gerðarsafn
og Hafnarborg séu fyrir löngu búin
að festa sig í sessi sem andlit síns
bæjarfélags út á við og telur að
Hönnunarsafnið geti einnig orðið
það fyrir Garðabæ.
Safnakostur Hönnunarsafnins er
á bilinu 600–700 munir sem safninu
hefur áskotnast fyrir veldvild lista-
mannanna sjálfra. Um 90% af því
eru íslenskir listmunir en einnig hafa
erlendir hönnuðir lagt sitt á vogar-
skálarnar, þ.á m. iðnhönnuðurinn
Erik Magnussen frá Danmörku.
HÖNNUNARSAFN Íslands hefur
að undanförnu haldið úti sýningarsal
á Garðatorgi þar sem haldnar eru
sýningar á listmunum og nytjahlut-
um eftir erlenda og innlenda hönnuði
og listamenn.
Safnið var upphaflega stofnað árið
1998 með samstarfssamningi
menntamálaráðuneytisins og Garða-
bæjar, en, að sögn Aðalsteins Ing-
ólfssonar, listfræðings og forstöðu-
manns safnsins, er hugmyndin sú að
Garðabær taki alfarið yfir rekstur
safnsins að nokkrum árum liðnum.
Samningur ríkisins og bæjarins, sem
nú er í gildi, rennur út í árslok 2003.
Safnið var opnað árið 1999, en í
fyrra var sýningarsalur þess opnað-
ur á Garðatorgi 7.
Að sögn Aðalsteins er tilvalið fyrir
bæjarbúa, einstaklinga jafnt sem
fjölskyldur, að líta við á safninu þeg-
ar það á leið um Garðatorg á annað
borð. Á safninu eru reglulega haldn-
ar sýningar þar sem finna má þver-
skurð af því besta í íslenskri hönnun
og list auk erlendra muna sem safn-
inu hefur áskotnast.
Á sýningartímum er safnið opið
alla daga nema mánudaga kl. 14–18
en hægt er að fá aðgang að því í
gegnum starfsfólk bókasafnsins á
neðri hæð hússins.
Skrifstofur Hönnunarsafnsins eru
nú til húsa í Lyngási þar sem jafn-
framt eru geymslur safnsins. Í sama
húsi er Þjóðminjasafn Íslands með
aðstöðu og má segja að þar mætist
gamli og nýi tíminn.
„Við einblínum á iðnhönnun og
Í safninu kennir ýmissa grasa og
nú stendur yfir sumarsýning á mun-
um úr eigu safnsins sem ber heitið
Ílát. Á sýningunni eru sýnd ílát af
öllum stærðum og gerðum. Þar er
gul vínylplata sem hefur endað ævi
sína sem skál. Í miðju hennar má
lesa upplýsingar um lag á plötunni:
„I put a spell on you“ stendur þar rit-
að og Aðalsteinn leiðir líkur að því að
hugsanlega megi spila plötuna aftur
sé slétt úr henni að nýju. Þar er einn-
ig ruslafata frá Hollandi sem gerð er
úr endurunnum plakötum og styrkt
með hjólbörðum í botninn.
Finnskur sniglabakki
og fleira
Finnskur sniglabakki er þar einn-
ig til sýnis sem Aðalsteinn segir að
hann noti gjarnan sem gestaþraut
þegar fólk kemur í heimsókn á safn-
ið. Gripurinn lítur út eins og marg-
raða eggjabikar á undirskál og að
sögn Aðalsteins hefur engum tekist
að geta upp á því hvaða hlutur hér er
á ferð í raun og veru. Ávaxtakarfa
sem minnir á eggjabakka er á meðal
muna safnins. Séu ávextirnir lagðir á
hana má auðveldlega kynna sér það
sem í boði er af ávöxtum í stað þess
að hrúga ávöxtunum í skál eins og
venjan er. Rauð plasthulsa, sem þar
er, vekur einnig athygli. Um er að
ræða blómapott sem hægt er að
móta eftir eigin höfði áður en blómin
eru sett í hann.
Að sögn Aðalsteins hafa nemend-
ur í Fjölbrautaskóla Garðabæjar
verið duglegir að kíkja í heimsókn á
safnið yfir vetrartímann. Hann
bendir þó á að æskilegt væri að yngri
börn kæmu í heimsókn einnig.
Senn lýkur sumarsýningunni og í
vetur og á næsta ári eru fyrirhug-
aðar þrjár sýningar. Þar á meðal er
sýning á húsgögnum þekktra mynd-
listarmanna sem þeir smíðuðu sjálf-
ir, þar á meðal húsgögn eftir Gunn-
laug Blöndal.
Aðalsteinn bendir á að í geymslum
safnsins sé að finna mikið af hús-
gögnum, stólum, skápum og fleiru og
auk þess bifreið sem safninu áskotn-
aðist og ekki er hægt að sýna í nú-
verandi sýningarsal. Hann segir
stefnt að því að þessir munir verði
sýndir á safninu í framtíðinni en til
að byrja með verði safnið áfram á
sama stað.
Ýmiss konar nytjahlutir og listmunir til sýnis í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi
Garðabær
Á bilinu sex til sjö hundr-
uð munir í eigu safnsins
Hver kannast ekki við þessar
kaffikönnur, sem glatt hafa aug-
að á íslenskum heimilum?
Morgunblaðið/Arnaldur
Að sögn Aðalsteins Ingólfssonar, listfræðings og forstöðumanns
Hönnunarsafns Íslands, er tilvalið fyrir skólafólk og aðra sem leið
eiga um Garðatorg að bregða sér á sýningu í Hönnunarsafninu.
Nýstárleg ávaxtakarfa sem lítur út eins
og eggjabakki, skál úr vínylplötu og
blómapottur.
UNDANFARNA fimmtudaga hafa
verið farnar gönguferðir frá
Gljúfrasteini undir leiðsögn Bjarka
Bjarnasonar leiðsögumanns þar
sem gengið er um slóðir Halldórs
Laxness.
Lagt er af stað kl. 19.30 og geng-
ið sem leið liggur meðfram þjóð-
veginum og yfir gömlu brúna að
Gljúfrasteini. Farið er yfir þjóð-
veginn og gengið framhjá Laxnesi
þar sem Halldór ólst upp og í dag
er meðal annars starfrækt hesta-
leiga. Þegar komið er að golfvell-
inum við Bakkakot er staldrað við
hjá hinni rómuðu Guddulaug sem
Halldór segir frá í bókinni Í túninu
heima og sögð er gædd lækninga-
mætti. Laugin er kaldavermsl og
ekki sýnileg í dag. Hún er virkjuð
og þegar gönguhópurinn kemur
þar að er ekki nóg í henni til að fá
sér vatnssopa.
Verið er að koma upp fræðslu-
skiltum á nokkrum stöðum þar sem
farið er yfir einstaka þætti í ævi
Halldórs og hvernig viðkomandi
staðir fléttast þar inn. Nú þegar
eru komin upp nokkur skilti og von
er á fleirum til viðbótar. Á skiltinu
við Gljúfrastein sést Elena dóttir
Krústjovs Sovétleiðtoga sitja á
hestbaki framan við heimili skálds-
ins. Á öðru skilti er tilvitnun úr bók
Halldórs og á enn öðru er sagt frá
sögu Mosfellskirkju.
Hlustað á hljóminn úr
ævafornri kirkjuklukku
Í hópnum þetta fimmtudags-
kvöld eru sjö manns auk leiðsögu-
manns, blaðamanns og ljósmynd-
ara, en að sögn Bjarka
Bjarnasonar hafa allt að 30–40
manns safnast saman við Gljúfra-
stein í slíkum göngum.
Á göngunni er staldrað við á
leirkeraverkstæði Þóru þar sem
gestum gefst kostur á að fræðast
um leirkerasmíð hennar og muni.
Áfram er haldið að Mosfellskirkju
og hlustað á hljóminn úr ævafornri
kirkjuklukku sem notuð var í
gömlu Mosfellskirkju um aldir. Þar
er einnig kaleikur sem notaður var
við messuhald og er mjög forn.
Þegar hlustað er á hljóminn sem
berst úr klukkunni er ekki laust við
að augnlokin sígi lítið eitt enda
orðið áliðið þar sem fólkið situr á
kirkjubekkjunum eftir langa
gönguferð.
Áfram er haldið undir forystu
Bjarka, sem er fæddur og uppalinn
í Dalnum, og þekkir vel til á þess-
um slóðum. Sú staðreynd verður
einmitt áberandi þegar borgarbarn
slæst með í för. Með í hópnum eru
einstaklingar hvaðanæva frá höf-
uðborgarsvæðinu en einnig úr Mos-
fellsbæ og einn göngugarpanna er
meira að segja alinn upp í Dalnum.
Fyrir áhugasama er bent á að
farin verður ferð frá Gljúfrasteini
kl. 19.30 í kvöld. Í síðustu ferð var
boðið upp á verðlaunagetraun að
lokinni þriggja tíma göngu þar sem
spurt var út í ævi skáldsins. Það er
aldrei að vita nema Bjarki end-
urtaki leikinn en vilji menn inn-
byrða sem mestan fróðleik í göng-
unni er ráðlegt að halda sig nærri
leiðsögumanninum.
Bjarki Bjarnason leiðsögumaður fer fyrir hópi vaskra göngugarpa frá Gljúfrasteini
Morgunblaðið/Kristinn
Gangan tekur um þrjá tíma og er allt í senn góð heilsubót auk þess sem fólki gefst kostur á að fræðast um sögu svæðisins. Lagt er af stað frá Gljúfrasteini um hálfáttaleytið á fimmtudögum.
Mosfellsdalur
Gönguferð um Dalinn
Göngugarparnir lögðu af stað frá Gljúfrasteini.