Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 46
DAGBÓK
46 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Skeiðfaxi kemur og fer
í dag. Antares kemur í
dag. Helgafell, Orbit,
Dettifoss og Oceanus
fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Merike kemur í dag.
Selfoss fór frá Straums-
vík í gær.
Mannamót
Norðurbrún 1 og Furu-
gerði 1. Farið verður á
Snæfellsnes 15. ágúst.
Ekið verður að Helln-
um og að Arnarstapa.
Að Snjófelli verður
súpa og brauð um há-
degisbilið. Leiðsögu-
maður Tómas Einars-
son. Lagt af stað frá
Norðurbrún 1, kl. 8.30
og teknir farþegar í
Furugerði. Upplýsingar
í Norðurbrún sími
568 6960 og Furugerði í
sími 553 6949.
Aflagrandi 40. Kl. 9 og
kl 13 vinnustofa, bað.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta, kl. 9 leik-
fimi, kl. 9.45–10 helgi-
stund, kl. 11 boccia, kl.
13.30 gönguhópur,
lengri ganga. Bingó
verður næst spilað 9.
ágúst kl. 13.30. Pútt-
völlurinn er opin kl. 10–
16 alla daga. Allar upp-
lýsingar í s. 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
16 hárgreiðsla, kl. 8.30–
14.30 böðun, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð. Þriðjudag-
inn 20. ágúst kl. 8 verð-
ur farin skoðunarferð
um Vík og nágrenni.
Ekið upp í Heiðardal og
um Reynishverfið.
Kvöldverður í Drangs-
hlíð austur undir Eyja-
fjöllum. Leiðsögumaður
Hólmfríður Gísladóttir.
Hafið með ykkur nesti
og góðan fatnað. Skrán-
ing og greiðsla í síðasta
lagið þriðjudaginn 13.
ágúst. Allir velkomnir.
Uppl. og skráning í
síma 568 5052.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20hárgreiðslustofan
opin kl. 9–17 alla daga
nema mánudaga.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10 hár-
snyrting, kl. 11 leikfimi,
kl. 13 föndur og handa-
vinna.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Félagið
hefur opnað heimasíðu
www.feb.is. Fimmtu-
dagur: Brids kl. 13.
Fræðslu- og menning-
arferð í Skálholt 9.
ágúst. Leiðsögumaður
Pálína Jónsdóttir.
Brottför frá Glæsibæ
kl. 10. Hringferð um
Norðausturland 17.–24.
ágúst. Ath. þarf að
ganga frá farseðli fyrir
13. ágúst Fundur verð-
ur með leiðsögumanni
15.ágúst kl. 14 í Ásgarði
Glæsibæ. Fyrirhugaðar
eru ferðir til Portúgal
10. september í 3 vikur
og til Tyrklands 30.
september í 10 daga
fyrir félagsmenn FEB,
takmarkaður fjöldi.
Skráning hafin á skrif-
stofunni. Silfurlínan er
opin á mánu- og mið-
vikudögum frá kl. 10–12
í s. 588 2111. Skrifstofa
félagsins er flutt í
Faxafen 12, sama síma-
númer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli ,
Flatahrauni 3. Á morg-
un föstudag verður
púttað á Hrafnistuvelli
kl 14–16. Félagsheimilið
Hraunsel verður opnað
aftur eftir sumarfrí
mánudaginn 12. ágúst
með félagsvist kl. 13.30
Orlofsferð að Hrafnagili
við Eyjafjörð19.–23.
ágúst, munið að greiða
gíróseðlana sem fyrst.
Orlofsferð að Höfða-
brekku 10.–13. sept.
Skráning og upplýsinga
eru gefnar kl. 19–21
sími 555 1703, 555 2484
og 555 3220
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 9–16
böðun.
Gerðuberg, félagsstarf.
Þriðjudaginn 13. ágúst
verður opnað að afloknu
sumarleyfi, fjölbreytt
sumardagskrá, vinnu-
stofur opnar frá 9–16.30
m.a. perlusaumur, um-
sjón Kristín Hjaltadótt-
ir, frá hádegi spilasalur
opinn, kl. 13 boccia, um-
sjón Óla Stína. Veit-
ingar í Kaffi Berg.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin.
Hraunbær 105. Kl. 9–
16.30 bútasaumur, kl.
9–11. Hjúkrunarfræð-
ingur á staðnum. Kl. 10
boccia, kl. 14 félagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
kl. 14 félagsvist. Fóta-
aðgerð, hársnyrting.
Allir velkomnir.
Norðurbrún 1. Vinnu-
stofur lokaðar fram í
ágúst. Ganga kl. 10.
Vesturgata 7. Kl. 9
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15–12 að-
stoð við böðun, kl. 9.15–
15.30 handavinna,
handavinnustofan opin
án leiðbeinanda fram í
miðjan ágúst. ,
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
k. 9.30 morgunstund og
handmennt, kl. 10 leik-
fimi, boccia kl. 10.45, kl.
13 brids, frjálst.
Minningarkort
Minningarkort Hjarta-
verndar, fást á eft-
irtöldum stöðum í
Reykjavík: Skrifstofu
Hjartaverndar, Lág-
múla 9, s. 535-1825.
Gíró og greiðslukort.
Dvalarheimili aldraðra
Lönguhlíð, Garðs Apó-
tek Sogavegi 108, Ár-
bæjar Apótek Hraunbæ
102a, Bókbær í
Glæsibæ Álfheimum 74,
Kirkjuhúsið Laugavegi
31, Bókabúðin Grímsbæ
v/ Bústaðaveg, Bóka-
búðin Embla, Völvufelli
21, Bókabúð Grafar-
vogs, Hverafold 1–3.
Samtök lungnasjúk-
linga. Minningarkort
eru afgreidd á skrif-
stofu félagsins í Suð-
urgötu 10 (bakhúsi) 2.
hæð, s. 552-2154. Skrif-
stofan er opin miðvikud.
og föstud. kl. 16–18 en
utan skrifstofutíma er
símsvari. Einnig er
hægt að hringja í síma
861-6880 og 586-1088.
Gíró- og kredit-
kortaþjónusta.
Minningarkort MS fé-
lags Íslands eru seld á
skrifstofu félagsins,
Sléttuvegi 5, 103 Rvk.
Skrifstofan er opin
mán.–fim. kl.10–15.
Sími 568-8620. Bréfs.
568-8621. Tölvupóstur
ms@msfelag.is.
FAAS, Félag aðstand-
enda alzheimer-
sjúklinga. Minningar-
kort eru afgreidd alla
daga í s. 533-1088 eða í
bréfs. 533-1086.
Heilavernd. Minning-
arkort fást á eftir-
töldum stöðum: í síma
588- 9220 (gíró) Holts-
apóteki, Vesturbæjar-
apóteki, Hafnarfjarðar-
apóteki, Keflavíkur-
apóteki og hjá Gunn-
hildi Elíasdóttur,
Ísafirði.
Parkinsonsamtökin.
Minningarkort Park-
insonsamtakanna á Ís-
landi eru afgreidd í
síma 552-4440 frá kl 13–
17. Eftir kl. 17 s. 698-
4426 Jón, 552-2862 Ósk-
ar eða 563-5304 Nína.
Minningarkort Sam-
taka sykursjúkra fást á
skrifstofu samtakanna
Tryggvagötu 26,
Reykjavík. Opið virka
daga frá kl. 9–13, s.
562-5605, bréfsími 562-
5715.
Minningarkort Krabba-
meinsfélags Hafnar-
fjarðar (K.H.) er hægt
að fá í Bókabúð Böðv-
ars, Reykjavíkurvegi
64, 220 Hafnarfirði s.
565-1630 og á skrifstofu
K.H., Suðurgötu 44,II.
hæð, sími á skrifstofu
544-5959.
Krabbameinsfélagið.
Minningarkort félagsins
eru afgreidd í síma 540
1990 og á skrifstofunni í
Skógarhlíð 8. Hægt er
að senda upplýsingar í
tölvupósti (minning-
@krabb.is).
Minningarkort Sjálfs-
bjargar, félags fatlaðra
á höfuðborgarsvæðinu,
eru afgreidd í síma 551-
7868 á skrifstofutíma og
í öllum helstu apótek-
um. Gíró- og kredit-
kortagreiðslur.
Minningarkort For-
eldra- og vinafélags
Kópavogshælis fást á
skrifstofu endurhæfing-
ardeildar Landspítalans
Kópavogi (fyrrverandi
Kópavogshæli), síma
560-2700 og skrifstofu
Styrktarfélags vangef-
inna, s. 551-5941 gegn
heimsendingu gíróseð-
ils.
Í dag er fimmtudagur 8. ágúst, 220.
dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Ef þér fyrirgefið mönnum mis-
gjörðir þeirra, þá mun og faðir
yðar himneskur fyrirgefa yður.
(Matt. 6, 14.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 falla, 4 hrímið, 7 þvo, 8
þakin ryki, 9 aðstoð, 11
fiska, 13 lof, 14 ránfiskur,
15 rass, 17 málmur, 20
reyfi, 22 viðfelldin, 23 af-
lagar, 24 sterki, 25 gamli.
LÓÐRÉTT:
1 ríki dauðra, 2 brodd-
göltur, 3 einkenni, 4
ströng, 5 endar, 6 nöld-
urs, 10 ljúf, 12 beita, 13
ástæðu, 15 kinnungur á
skipi, 16 oft, 18 dulin
gremja, 19 tré, 20 sund-
færi, 21 blíð.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 fársjúkur, 8 gjall, 9 liðug, 10 uxi, 11 aðlar, 13
torfa, 15 sönnu, 18 ágeng, 21 rif, 22 stirð, 23 aftur, 24
fiðrildið.
Lóðrétt: 2 áfall, 3 selur, 4 útlit, 5 urðar, 6 ugla, 7 egna, 12
ann, 14 org, 15 sess, 16 neiti, 17 Urður, 18 áfall, 19 eitli,
20 görn.
Áhugavert fræðasetur
í Sandgerði
UNDIRRITAÐUR var svo
heppinn að komast á ættar-
mót Aðalvíkurættarinnar
um síðustu helgi. Eftir að
hafa ferðast og fræðst um
jarðfræði og náttúru
Reykjanesskagans undir
leiðsögn yfirjarðfræðings
ættarinnar endaði ferðalag-
ið á Fræðasetrinu í Sand-
gerði. Þar fer fram stór-
merkileg starfsemi sem
vert er að benda öllum
ferðalöngum á. Þar geta
gestir kynnt sér fugla,
fjörur og lífið í sjónum á
einstakan og lifandi hátt.
Athygli mína vöktu lifandi
kolkrabbar, sem börðust
við laxa og sæfífla og spúðu
eitursvörtu bleki á óvini
sína. Þeir skiptu litum eftir
því hve vel eða illa þeim lík-
aði við áhorfendur hinum
megin við glerið. Ekki ama-
leg litgreining það! Fræða-
setrið í Sandgerði ættu allir
þeir sem hafa áhuga á nátt-
úru landsins og sjávar að
fara og skoða.
Júlíus.
Skylduáskrift
og ofbeldi
ÉG ER sammála konu sem
finnst níska að tíma ekki að
borga af Ríkissjónvarpinu
af því að það er skyldu-
áskrift. Mér hefur alltaf
fundist það sjálfsagt og eðli-
legt og gert það með gleði,
og ef það væri ekki skylda
myndi ég gera það samt, því
það er ódýrara og ekkert
síðra en hinar stöðvarnar að
nokkru leyti.
Endursýningar eru ekk-
ert fleiri en á Stöð 2. En það
sem er á öllum stöðvunum
eru ofbeldis- og glæpa-
myndir, sem virðast ekki
mega missa sín, og það ekki
af betri endanum. Nóg er að
hafa þennan viðbjóð í raun-
veruleikanum þótt ekki sé
verið að hafa á því kennslu á
hverju kvöldi líka. Þeir sem
eru ofbeldishneigðir að eðl-
isfari grípa tækifærið feg-
ins hendi og fá oft góðar
hugmyndir að næsta glæp.
Hvers vegna geta stöðv-
arnar ekki sýnt meira af
góðum myndum sem hægt
er að hafa ánægju af, og
hlakka til að sjá og heyra
jafnvel eitthvað gott af.
Einhverja framhalds-
mynd einu sinni í viku í lík-
ingu við Gæfu og gjörvi-
leika og Húsbændur og hjú.
Einnig vil ég sjá meira af
landslags- og dýramyndum
og kennslumyndir í ein-
hverju gagnlegu og
skemmtilegu. Gaman væri
að heyra álit annarra á
þessu.
Eldri borgari.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
VÍKVERJA er nýafstaðin versl-unarmannahelgi ofarlega í
huga þessa dagana. Veður hafði ver-
ið sæmilegt nokkru fyrir þessa lang-
þráðu helgi en ekki hafði fólk fyrr
sett upp tjöld sín en skítviðri hið
mesta brast á. Það er fátt eins leið-
inlegt og að sjá góðu stemninguna
fjúka út í veður og vind í bókstaflegri
merkingu. Að sjálfsögðu voru sumir
heppnari en aðrir, eftir því hvar
menn voru. Óþarft er að nefna að
veðrið var frábært á Austfjörðum en
það var „árvíti hvasst“ í Eyjum.
Þegar vindurinn og steypiregnið
höfðu bugað margt ungmennið svo
það varð að leita skjóls í íþróttahús-
inu í Vestmannaeyjum var fátt eftir
nema að reyna að koma sér heim, en
ekki var hlaupið að því að fá flugfar
þar sem samgöngur lágu niðri lengi
vel vegna þoku. Samt var dag-
skránni haldið úti með fremur litlum
frávikum. Hvernig fer þetta eigin-
lega saman? Annars vegar er talað
um versta veður í manna minnum á
Þjóðhátíð svo margir lenda í „hrakn-
ingum“ en á hinn bóginn er dag-
skránni haldið úti frávikalítið. Að-
eins þrír til fjórir tímar af
dagskrárefni munu hafa dottið út á
sunnudaginn. Ekki mun hafa orðið
tjón á mannvirkjum í Herjólfsdal
vegna roksins.
x x x
V ÍKVERJI er að komast á þáskoðun að margir hafi hrein-
lega verið of illa búnir og hefðu stað-
ið beinir í baki alla helgina og hlegið
að veðrinu ef regngalli, stígvél, lopa-
peysa, húfa og vettlingar hefðu verið
tekin með. Nú er samt takmarkað
gagn að þessum búnaði ef vatn foss-
ar inn í tjaldið og bleytir allt sem þar
er. Ekki veit Víkverji hvort það var
aðalvandamálið, en ef tjaldað er í
dæld og fer að rigna er sjálfsagt að
huga að búnaði sínum og rúlla upp
svefnpokanum og gæta þess að hann
blotni ekki. Næst er að færa tjaldið
áður en allt fer á flot. Margir gáfust
upp og fóru inn í íþróttahúsið. Vík-
verji veit að mörg tjöldin þoldu ekki
vindálagið og hann heyrði að ofsinn í
Kára hefði feykt bílhurð upp í fjalls-
hlíð. En vandað og sterkt tjald á nú
að þola svolítinn vind. Nú er talað um
að meðalaldur gesta hafi verið um 20
ár og þeir sem yngri voru hafi verið í
fylgd foreldra. Getur það verið að 18
til 20 ára gamalt fólk í útilegu láti rok
og rigningu hrekja sig af braut og
kunni ekki að bjarga sér? Víkverja
finnst þetta nú ekki fín frammistaða
hjá þetta fullorðnu fólki.
x x x
SVO er ein saga í lokin sem Vík-verji hefur lengi ætlað að koma
að. Fyrir allnokkrum árum fór Vík-
verji út að borða á Hard Rock Café í
Kringlunni með félaga sínum. Þeir
pöntuðu sér flottar steikur, kaffi og
líkjöra og djöflatertu á eftir. Reikn-
ingurinn var æði hár eins og við var
að búast. Þegar Víkverji var að gera
upp kom sjálfur Tómas Tómasson
veitingamaður aðvífandi og spurði
Víkverja formálalaust hvort hann
þekkti lagið sem ómaði um staðinn
þá stundina. Það gerði Víkverji og
fannst gott að geta aðstoðað. Hann
komst hins vegar ekki lengra með að
borga því Tómas sagði kassadöm-
unni að Víkverji og vinur hans hefðu
snætt í boði hússins þetta kvöld og
kvaddi síðan. Það er einmitt svona
sem fyrirtæki spyrjast fljótt og vel
út.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
ESB-„agentarnir“ róa nú
lífróður og örugglega líst
þeim ansi illa á þessi nýju
samtök sjálfstæðra Íslend-
inga. Ég held að þar fari
menn sem munu ekki fást
keyptir til að selja sjálf-
stæði okkar fyrir dálítinn
hóp af krónum, sem svo
reynast við nánari athug-
un vera minna en ekki
neitt. Kannski er skiljan-
legt að þessir nokkur
hundruð framsóknar-
krata „agentar“, berjist af
hörku. Þeir verða að plata
okkur til að hjálpa sér við
að selja eyjuna, því að ann-
ars bíður sko ekki eftir
þeim nein fín staða þarna
austur í Evrópu með betri
laun en borgarstjóri.
En hvað þá með okkur
bjálfana sem heima sitjum?
Já, svart gæti það orðið.
Fiskveiðilögsagan, iðn-
fyrirtækin og virkjan-
irnar. Allt komið í klærnar
á auðhringum úti í Evrópu.
ESB landbúnaðurinn í von-
lausri baráttu við hræ-
ódýrar landbúnaðarvörur
frá Suðaustur-Evrópu-
löndum.
Launafólk fengi erfiða
samkeppni af atvinnulausu
fólki frá fátækum Austur-
Evrópulöndum, sem mun
streyma inn í landið strax
og tækifæri gefst í tugþús-
unda tali, og það fólk mun
sætta sig við helming
þeirra launa sem við telj-
um okkur þurfa.
Nei, það á fyrir okkur að
liggja að ánetjast ESB.
Eru bara tvær leiðir fyrir
hinn almenna Íslending:
Sitja kyrr og lenda niður á
þann lífsstandard sem nú
er í löndum Austur-
Evrópu, eða flýja land og
treysta á Guð og lukkuna?
Ég bara skil ekkert í
þeim Íslendingum sem fást
til að greiða atkvæði sitt
með þessum valkostum.
Varla dettur þessu fólki í
hug að helmingur þjóð-
arinnar fái einhver fín
störf þarna austur í Evr-
ópu með borgarstjóralaun-
um. Nei, munið að það eru
bara sölumennirnir og
þeirra fjölskyldur.
Nei, jafnvel þó að bæði
ríkið og sveitarfélögin með
Reykjavík í broddi fylk-
ingar safni hættulega
miklum skuldum, þá jafn-
vel í því trausti að landinn
fullorðnist og þroskist,
stend ég með frjálsu og
sjálfstæðu Íslandi.
Karl Jónatansson.
Ólukkans ESB