Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN
34 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
RÍKI í Mið-Asíu
bera þess óneitanlega
merki að vera fyrrver-
andi lýðveldi Sovét-
ríkjanna og mörg eru í
hinu nafnkunna Sam-
veldi sjálfstæðra lýð-
velda! En lýðveldið,
sem kennt er við Tyrki
og tyrkneskan mál-
stofn þegnanna í Túrk-
menistan, liggur lík-
lega á mærum Evrópu
og Asíu. Vegna sögu
20. aldar og veru
Túrkmenistans innan
Sovétríkja Leníns og
Stalíns telst ríkið vera
eitt af þeim fullgildu
meðlimum, sem þiggja lán og að-
stoð frá Evrópska þróunar- og fjár-
festingabankanum (E.B.R.D.-
banki), og hefur hann höfuðstöðvar
í London. Ekki fá þó öll ríki að vera
meðlimir og þátttakendur í starf-
semi E.B.R.D.-bankans, heldur ein-
ungis fyrrverandi kommúnistaríki
og fyrrverandi lýðveldi Sovétríkj-
anna, sem voru og hétu. Til dæmis
er Mongólía ekki fullgildur með-
limur að lánum og veittri aðstoð,
heldur hefur landið stöðu aðildar að
E.B.R.D.-bankanum, sem er sú hin
sama og ríkisstjórn Íslands hefur,
og er í stjórn E.B.R.D.-bankans.
Hvers vegna útiloka Hvít-
Rússa og Túrkmena
frá lánum?
Það er raunar mála sannast, að
Túrkmenar og Hvít-Rússar eru úti-
lokaðir frá aðstoð og peninga-
streymi til opinberra eða hálfopin-
berra framkvæmda í löndum þeirra.
Það eru þrír stjórnmálaráðgjafar til
taks innan veggja
E.B.R.D.-bankans,
sem láta málið til sín
taka, þar á meðal einn
reynslumikill og af-
burðafær Azeri. Til
grundvallar ráðgjöf
hinna þriggja ráðgjafa
og útskúfun þeirri,
sem Túrkmenar og
Hvít-Rússar þurfa að
líða, er eftirfarandi:
Ríki ber að taka a.m.k.
tvö skref fram á við, ef
tekið er eitt skref aft-
ur á bak. Ef tiltekið
ríki stofnar til emb-
ættis umboðsmanns
þingsins í þessu sama
ríki, en frænka forsetans fær starf-
ið, telst framangreindri reglu full-
nægt! Taka skal fram að einka-
aðilar í löndunum tveimur geta
fengið aðstoð og liðsinni E.B.R.D.-
bankans eða Evrópska þróunar- og
fjárfestingarbankans eftir efnum og
ástæðum. Eftir sem áður verður
lýðræðisumbótum að vera framfylgt
í löndum, sem fá og veitt er pen-
ingum til frá skattborgurum í fjöl-
mörgum ríkjum Efnahags- og fram-
farastofnunarinnar (OECD).
Af þessu leiðir, að þótt E.B.R.D.-
bankinn og aðrar alþjóðlegar fjár-
málastofnanir styðji við ríki í efna-
hags- og þróunarmálum, þá eru um-
skipti þeirra allt í senn, pólitísk,
efnahagsleg, og stofnanaleg. En
þetta á sennilega ekki við um Túrk-
menistan, sem ekki þiggur efna-
hags- og þróunaraðstoð vegna
sjórnmálaástands í því landi.
Hvar liggur hundurinn grafinn
og heimsveldi koma og fara?
Það leynir sér ekki á bók Pólverj-
ans Ryszard (Ríkharðs) Kapucinski,
sem ber með réttu heitið Imperium,
að hún er skrifuð af manni með afar
mikla þekkingu og innsýn í heims-
veldi Sovétríkjanna. Höfundurinn
hefur bók sína á biturri og átak-
anlegri persónulegri reynslu sinni
af hernámi Póllands, sem kom í
kjölfar hins illræmda griðasáttmála
Hitlers og Stalíns. Á lífsleiðinni
kynntist Kapucinski síðan ömurleg-
um stríðsrekstri í þriðja heims ríkj-
um, sem tókust á í kalda stríðinu.
Með þetta í farteskinu tekur Ka-
pucinski sig upp og ferðast um leif-
arnar af hruni Sovétríkja, jafnan
kennd við kommúnisma og þá jafn-
vel „sjötta hluta heimsins“. En bók
Kapucinski veitir einmitt afar
glögga og góða innsýn í líf og starf
fólks á þeim tíma innan heimsveld-
isins, það er árin 1989–1991. Á hinu
tveggja ára tímabili mannkynssög-
unnar var engu líkara en örlög
kommúnismans væru endanlega
ráðin og sem betur fer.
Fyrir áhugasama um prýðisgott
svar, skal eindregið bent á bókina
Imperium, eftir höfundinn Ryzsard
Kapucinski.
Eiga Túrk-
menar sér
viðreisnar von?
Kjartan Emil
Sigurðsson
Túrkmenistan
Vegna sögu 20. aldar og
veru Túrkmenistans
innan Sovétríkja Leníns
og Stalíns, segir Kjart-
an Emil Sigurðsson,
telst ríkið vera eitt af
þeim fullgildu með-
limum, sem þiggja lán
og aðstoð frá Evrópska
þróunar- og fjárfest-
ingabankanum. Höfundur er stjórnmála- og þjóðhagfræðingur.
STOFNUN Íraels-
ríkis var ekki verk
einhverra óskil-
greindra síonista eins
og Sigurður Þórarins-
son heldur fram í
grein sinni frá 21. júlí
sl. heldur ákvörðun
Sameinuðu þjóðanna,
þar á meðal Íslend-
inga. Honum virðist
ekki kunnugt um að
það voru arabaþjóð-
irnar er gerðu innrás í
Ísrael 1948 og reynd-
ar oftar til að útrýma
Ísraelsríki og þeim
gyðingum sem þar
bjuggu.
Arafat hefur oftar en einu sinni
verið gerður meira og minna út-
lægur úr öllum arabaríkjunum er
liggja að Ísrael vegna yfirgangs
hans og hefur átt í stríðsátökum við
flest þeirra. Leiðtogum araba hefur
ávallt gengið illa að útskýra fyrir
þegnum sínum hið frjálslega mann-
líf og þann uppgang og velmegun
sem er við lýði í Ísrael, þar sem t.d.
eyðimörkum hefur verið breytt í
frjósama akra. Þjóðskipulag músl-
ima er aftur á móti gjörspillt og
mútuþægni, mannréttindabrot og
önnur spilling er landlæg. Leiðtog-
ar Palestínumanna eiga digra sjóði
á eigin reikningum í Sviss. Mikið af
því er gjafafé frá mér og öðrum
trúgjörnum mönnum. Fé sem var
ætlað palestínsku þjóðinni.
Varðandi Volke Bernadotte spyr
ég: Var það stjórn Indlands að
kenna er Gandhi, sem var einn
elskaðasti maður heims, var myrt-
ur? Gandhi afneitaði alfarið hryðju-
verkastarfsemi. Stærsta innan-
ríkisvandamál Indlands er
ofstækisfullir múslimar.
Í útvarpsfréttum 24.
júlí sl. kom fram að
Svíar væru farnir að
hafa verulegar
áhyggjur af tíðum svo-
kölluðum „heiðurs-
morðum“ á íslömskum
konum búsettum í Sví-
þjóð. Konur fæddar í
Svíþjóð eru giftar til
hins íslamska heims
án þess að þær séu
spurðar. Að ekki sé
talað um þær ungu
stúlkur sem týnst hafa
þegar þær hafa verið
sendar til frændfólks
síns í arabalöndunum
eftir að þær hafa orðið
ástfangnar af kristnum samlöndum
sínum. Þrátt fyrir að tugþúsundir
múslima búi í Svíþjóð hefur aðeins
verið stofnað til þriggja hjóna-
banda milli íslamskra kvenna og
kristinna manna í Svíþjóð. Það eru
stunduð fleiri „heiðursmorð“ í Pal-
estínu en nokkru öðru íslömsku
ríki. Ali Bhutto, fyrrverandi forseti
Pakistans, var látinn kvænast 12
ára. Hann kvæntist síðar annarri
konu (fjölkvæni er leyft í Íslam) en
sinnti aldrei fyrstu konu sinni.
Þrátt fyrir að hún væri forsmáð af
Bhutto hefðu múslimir grýtt hana
til dauða ef hún hefði tengst öðrum
karlmanni. Konur og karlar talast
ekki við og ganga hvor inn um sín-
ar dyrnar og eru hvor á sínum
staðnum í húsinu þegar fjölskyldur
koma í heimsókn. Hvað var það
sem Kristófer ekki skildi um líf og
stöðu íslamskra kvenna? Það er
einfaldlega manneskjurán mann-
réttinda.
Varðandi stjórnarskrána leyfi ég
mér að benda á að þó nokkrir arab-
ar eiga sæti á þingi Ísraels. Hef ég
Nú til varnar
Ísrael og mér
Kristófer
Magnússon