Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 17
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 17
með 20% afslætti
Sími 525 3000 • www.husa.is
Glæsilegar innréttingar
Við bjóðum vandaðar íslenskar eldhús- og baðinnréttingar.
Innréttingarnar gefa nær óendanlega möguleika
á niðurröðun og uppsetningu.
Lögð er áhersla á góða og faglega þjónustu.
Þú setur fram óskir þínar og hugmyndir. Við hjá Eldhúsi
og baði, Húsasmiðjunni, búum þér fallegra heimili.
KVINTETT Heru Bjarkar Þórhalls-
dóttur flytur djasstónlist á heitum
fimmtudegi í Deiglunni á Akureyri í
kvöld kl. 21.30.
Á morgun föstudag fer fram dans-
sýningin „Toothpickology“ (Tann-
stönglarannsókn) í Ketilhúsinu kl.
21.00. Um er að ræða frumsýningu á
dansverki þar sem þrjú listform
mætast; dans, tónlist og skúlptúr.
Palle Dahlstedt tónskáld, Ami
Skanber Dahlstedt dansari og Joris
Rademaker listamaður og dansari.
Á laugardag kl. 16 opnar Benedikt
Sigurðsson Lafleur myndlistarsýn-
ingu í Deiglunni, Öld Vatnsberans –
minni konunnar. Á laugardag kl.
20.30 verða tónleikar í Ketilhúsinu.
Fluttar verða fantasíur, kansónur og
dansar eftir meistara 16. og 17. ald-
ar. Paul Leenhauts endurreisnar
blokkflautur og Gunnhildur Einars-
dóttir barokk harpa. Ljóðaleikar í
Kaupvangsstræti 24 kl. 23.
Mánudaginn 12. ágúst verður
söngvaka í Minjasafnskirkjunni kl.
20.30, þar sem flutt verður íslensk
tónlistarsaga í tónum og tali. Mið-
vikudaginn 14. ágúst heldur Jón Sig-
urðsson píanóleikari tónleika í Ket-
ilhúsinu kl. 20.30. Flutt verða verk
eftir Bach, Schumann, Barber,
Moszkowski og Scriabin.
Dagskrá
Lista-
sumars
NOKKURT eignatjón varð í
tveimur íbúðarhúsum á Akureyri í
fyrrakvöld, vegna vatnsleka. Í báð-
um tilfellum höfðu miðstöðvarofnar
sprungið, samkvæmt upplýsingum
frá Slökkviliði Akureyrar og vatn
lekið um gólf. Slökkviliðið var kall-
að til aðstoðar í báðum tilvikum.
Þá var Slökkvilið Akureyrar
kallað að fjölbýlishúsi í fyrrinótt,
vegna reykjarlyktar í sameign. Þar
var um að kenna eldamennsku eins
íbúans, sem hafði gleymt sér við
pottana við að elda miðnætursnarl-
ið. Slökkviliðið reykræsti íbúðina
og sameignina en íbúinn var flutt-
ur á slysadeild FSA vegna gruns
um reykeitrun.
Á sunnudagsmorgun sprakk
vatnsæð við verksmiðju Strýtu
með þeim afleiðingum að allir
brunnar fyrir utan húsið yfirfyllt-
ust og vatn flæddi í talsverðum
mæli inn á gólf.
Miðnætur-
snarlið
brann við
Tjón vegna vatnsleka í
tveimur íbúðarhúsum
FISKIDAGURINN mikli verður
haldinn hátíðlegur á Dalvík laug-
ardaginn 10. ágúst nk. en þetta
er í annað sinn sem fiskverk-
endur í Dalvíkurbyggð standa
fyrir þessari uppákomu. Um
6.000 gestir sóttu daginn í fyrra
sem tókst mjög vel í alla staði. Í
ár gera forsvarsmenn hátíð-
arinnar ráð fyrir enn fleiri gest-
um, enda eru þeir bjartsýnir á
góðan dag og gott veður. Fiski-
dagurinn mikli verður með sama
sniði og í fyrra, öllum lands-
mönnum boðið í mat, þar sem á
boðstólum verður fjöldinn allur
af gómsætum fiskréttum, eins og
segir á heimasíðu hátíðarinnar.
Flestir réttir eru nýir en aðrir
sem slógu í gegn í fyrra verða
áfram í boði. Yfirkokkur sem
fyrr er Úlfar Eysteinsson frá
veitingastaðnum Þremur Frökk-
um í Reykjavík. Framkvæmda-
stjóri hátíðarinnar er Júlíus Júl-
íusson.
Boðið verður upp á margt
skemmtilegt á sviði á laugardag,
ýmsar furðuverur verða á sveimi,
harmonikkuleikur og dans verður
undir stjórn Ingunnar Hallgríms-
dóttur og boðið verður upp á fría
siglingu um fjörðinn. Góðir aðilar
dreifa nammi, blöðrum og ýmsu
smálegu, þarna verður fiskasýn-
ing, dorgveiði, getraunir, happ-
drætti og margt fleira. Allt er
þetta gestum að kostnaðarlausu
og frítt er á tjaldsvæðið á Dalvík.
Fjöldi fólks lagði leið sína á Dal-
vík og tók þátt í Fiskideginum
mikla á síðasta ári, þar sem fisk-
verkendur í sveitarfélaginu buðu
m.a. upp á gómsæta fiskrétti.Morgunblaðið/Kristján
Fiskidagurinn mikli á Dalvík
Öllum landsmönn-
um boðið í mat
♦ ♦ ♦