Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 17 með 20% afslætti Sími 525 3000 • www.husa.is Glæsilegar innréttingar Við bjóðum vandaðar íslenskar eldhús- og baðinnréttingar. Innréttingarnar gefa nær óendanlega möguleika á niðurröðun og uppsetningu. Lögð er áhersla á góða og faglega þjónustu. Þú setur fram óskir þínar og hugmyndir. Við hjá Eldhúsi og baði, Húsasmiðjunni, búum þér fallegra heimili. KVINTETT Heru Bjarkar Þórhalls- dóttur flytur djasstónlist á heitum fimmtudegi í Deiglunni á Akureyri í kvöld kl. 21.30. Á morgun föstudag fer fram dans- sýningin „Toothpickology“ (Tann- stönglarannsókn) í Ketilhúsinu kl. 21.00. Um er að ræða frumsýningu á dansverki þar sem þrjú listform mætast; dans, tónlist og skúlptúr. Palle Dahlstedt tónskáld, Ami Skanber Dahlstedt dansari og Joris Rademaker listamaður og dansari. Á laugardag kl. 16 opnar Benedikt Sigurðsson Lafleur myndlistarsýn- ingu í Deiglunni, Öld Vatnsberans – minni konunnar. Á laugardag kl. 20.30 verða tónleikar í Ketilhúsinu. Fluttar verða fantasíur, kansónur og dansar eftir meistara 16. og 17. ald- ar. Paul Leenhauts endurreisnar blokkflautur og Gunnhildur Einars- dóttir barokk harpa. Ljóðaleikar í Kaupvangsstræti 24 kl. 23. Mánudaginn 12. ágúst verður söngvaka í Minjasafnskirkjunni kl. 20.30, þar sem flutt verður íslensk tónlistarsaga í tónum og tali. Mið- vikudaginn 14. ágúst heldur Jón Sig- urðsson píanóleikari tónleika í Ket- ilhúsinu kl. 20.30. Flutt verða verk eftir Bach, Schumann, Barber, Moszkowski og Scriabin. Dagskrá Lista- sumars NOKKURT eignatjón varð í tveimur íbúðarhúsum á Akureyri í fyrrakvöld, vegna vatnsleka. Í báð- um tilfellum höfðu miðstöðvarofnar sprungið, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar og vatn lekið um gólf. Slökkviliðið var kall- að til aðstoðar í báðum tilvikum. Þá var Slökkvilið Akureyrar kallað að fjölbýlishúsi í fyrrinótt, vegna reykjarlyktar í sameign. Þar var um að kenna eldamennsku eins íbúans, sem hafði gleymt sér við pottana við að elda miðnætursnarl- ið. Slökkviliðið reykræsti íbúðina og sameignina en íbúinn var flutt- ur á slysadeild FSA vegna gruns um reykeitrun. Á sunnudagsmorgun sprakk vatnsæð við verksmiðju Strýtu með þeim afleiðingum að allir brunnar fyrir utan húsið yfirfyllt- ust og vatn flæddi í talsverðum mæli inn á gólf. Miðnætur- snarlið brann við Tjón vegna vatnsleka í tveimur íbúðarhúsum FISKIDAGURINN mikli verður haldinn hátíðlegur á Dalvík laug- ardaginn 10. ágúst nk. en þetta er í annað sinn sem fiskverk- endur í Dalvíkurbyggð standa fyrir þessari uppákomu. Um 6.000 gestir sóttu daginn í fyrra sem tókst mjög vel í alla staði. Í ár gera forsvarsmenn hátíð- arinnar ráð fyrir enn fleiri gest- um, enda eru þeir bjartsýnir á góðan dag og gott veður. Fiski- dagurinn mikli verður með sama sniði og í fyrra, öllum lands- mönnum boðið í mat, þar sem á boðstólum verður fjöldinn allur af gómsætum fiskréttum, eins og segir á heimasíðu hátíðarinnar. Flestir réttir eru nýir en aðrir sem slógu í gegn í fyrra verða áfram í boði. Yfirkokkur sem fyrr er Úlfar Eysteinsson frá veitingastaðnum Þremur Frökk- um í Reykjavík. Framkvæmda- stjóri hátíðarinnar er Júlíus Júl- íusson. Boðið verður upp á margt skemmtilegt á sviði á laugardag, ýmsar furðuverur verða á sveimi, harmonikkuleikur og dans verður undir stjórn Ingunnar Hallgríms- dóttur og boðið verður upp á fría siglingu um fjörðinn. Góðir aðilar dreifa nammi, blöðrum og ýmsu smálegu, þarna verður fiskasýn- ing, dorgveiði, getraunir, happ- drætti og margt fleira. Allt er þetta gestum að kostnaðarlausu og frítt er á tjaldsvæðið á Dalvík. Fjöldi fólks lagði leið sína á Dal- vík og tók þátt í Fiskideginum mikla á síðasta ári, þar sem fisk- verkendur í sveitarfélaginu buðu m.a. upp á gómsæta fiskrétti.Morgunblaðið/Kristján Fiskidagurinn mikli á Dalvík Öllum landsmönn- um boðið í mat ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 183. tölublað (08.08.2002)
https://timarit.is/issue/250787

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

183. tölublað (08.08.2002)

Aðgerðir: