Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 22
ERLENT
22 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MEISTARINN.IS
NORSK stjórnvöld ætla ekki að
reyna að hræða fólk í Austur-Evr-
ópu frá því að fara til Noregs í von
um að fá þar hæli en vilja á hinn bóg-
inn að almenningur í löndunum fái
raunsæjar upplýsingar um líkurnar
á að tilraunin takist. Gunnar Stav-
sæth, fulltrúi í ráðuneyti sveitar-
stjórnarmála í Ósló, segir í samtali
við Morgunblaðið að villandi fréttir
hafi verið fluttar af átakinu. Hann
segir ljóst að aðbúnaður sé góður í
norskum búðum fyrir umsækjendur
um hæli meðan mál þeirra séu rann-
sökuð. En óprúttnir aðilar í Rúss-
landi og víðar fái stundum fólk til að
selja aleiguna og greiða hátt gjald
fyrir falska þjónustu sem byggist á
blekkingum um aðstæður í Noregi.
Þessu háttalagi vilji Norðmenn
reyna að sporna við.
Sjónvarpsstöðvar í Rússlandi og
Úkraínu hafa fengu boð um að Norð-
menn myndu kosta ferð fréttamanna
til Noregs þar sem þeir gætu kynnt
sér aðstæður. Að sögn Stavsæths er
ein rússneska stöðin nú að búa til
heimildarmynd um málið í Noregi og
hyggst taka viðtöl við norska ráða-
menn. Haft var eftir yfirmanni stofn-
unar innflytjendamála í Svíþjóð,
Anders Westerberg, í vikunni í
Svenska Dagbladet að skelfimyndir
á vegum norskra stjórnvalda myndu
einfaldlega auka vandann í Svíþjóð,
Rússar myndu reyna fremur að
komast þangað ef þeir hættu að þora
til Noregs. Svíar gætu ekki notað að-
ferðir af þessu tagi enda tækju þeir
vel á móti hælisleitendum og þyrftu
ekki að skammast sín fyrir neitt.
Öðru máli virtist gegna í Noregi.
Norskir fjölmiðlar vitnuðu einnig í
fréttaskeyti um umræddar myndir
og ummæli Westerbergs. Norskur
ráðherra vísaði þessum fregnum á
bug í sjónvarpsviðtali í fyrradag og
Stavsæth sagði að um miklar ýkjur
væri að ræða í málflutningi og túlkun
Westerbergs.
„Við erum nú að beita ýmsum ráð-
um til að sporna við straumi fólks
sem við teljum að sé augljóslega að
reyna að fá hér hæli á röngum for-
sendum. Andstætt sænska yfir-
manninum finnst okkur það siðferði-
leg skylda okkar að koma upp-
lýsingum um raunverulegar að-
stæður á framfæri við fólk sem
annars gæti fallið fyrir ósannindum
um aðstæður og haldið að auðvelt sé
að fá landvist.
Um er að ræða fólk sem ekki upp-
fyllir skilyrði um rétt til hælis í Nor-
egi en greiðir ýmsum svonefndum
ferðaskrifstofum og áróðursmönn-
um stórfé fyrirfram í ferðakostnað í
von um að koma undir sig fótunum
hér. Langflestum umsóknum er í
reynd hafnað og fólkið verður þá að
snúa heim aftur, enn fátækara en
það var.
Gátu áður unnið „svart“
og hagnast vel
Við leggjum því meiri áherslu en
fyrr á að upplýsa fólk um raunveru-
legar aðstæður þeirra sem kalla sig
ranglega hælisleitendur, þ. e. fólk
sem spinnur upp sögur um ofsóknir
heima fyrir til að fá hæli.
Meðferð málanna gengur nú mun
hraðar fyrir sig í Noregi en áður, fyr-
ir nokkrum árum var útlendingaeft-
irlitið svo liðfátt og þá gat fólkið
dvalist lengi í umræddum búðum og
unnið „svart“ auk þess sem norska
ríkið útvegaði hælisleitendunum
peninga sem taldir voru duga til
framfæris. Hælisleitendunum fannst
því að þeir væru búnir að finna gull-
námu og þeir söfnuðu drjúgum sjóði
sem þeir gátu síðan tekið með sér
heim, jafnvel þótt umsókninni væri á
endanum hafnað.“
– Þið notið ekki skelfimyndir um
slæman aðbúnað til að fæla fólk frá
því að reyna?
„Nei, það höfum við ekki gert og
þetta eru heiti sem sumir fjölmiðlar
nota en ekki við. Við getum ekki
komið í veg fyrir það, hér ríkir tján-
ingarfrelsi. Við höfum sagt rúss-
nesku sjónvarpsmönnunum að þeir
ættu að ræða við Samtök hælisleit-
enda í Noregi til að heyra sjónarmið
þeirra. Við viljum ekki búa til neinn
hræðsluáróður og fá síðan að vita hjá
rússneskumælandi fréttamönnum
sem sjá myndirnar í Rússlandi að
norsk stjórnvöld séu að beita slíkum
aðferðum. Það viljum við alls ekki
enda kæmi það einfaldlega í bakið á
norskum ráðamönnum. Ég vil geta
þess að talsmenn Verkamanna-
flokksins og samtök hælisleitenda
eru mjög jákvæð gagnvart upplýs-
ingaherferð okkar.
Noregur er fámennt land og þótt
það sé gott og þjóðin sé auðug er al-
veg ljóst að við getum ekki tekið við
öllum sem eru þurfandi. Við verðum
líka að nota meira fé í að aðstoða þá
sem setjast hér að til aðlaga sig bet-
ur að norsku samfélagi, útvega þeim
húsnæði, kenna þeim norsku og
finna handa þeim vinnu,“ sagði
Gunnar Stavsæth, fulltrúi í ráðu-
neyti sveitarstjórnarmála í Noregi.
Rússneskir og úkraínskir hælisleitendur í Noregi
Neita ásökunum
um hræðsluáróður
Norsk stjórnvöld vilja upplýsa almenning í löndunum
í því skyni að vinna gegn gylliboðum svikahrappa
LÆKNAR í Los Angeles í Banda-
ríkjunum fjarlægðu í fyrrakvöld
blóðkúlu við heila annarrar síams-
tvíburastúlkunnar sem aðskilin var
frá systur sinni fyrr um daginn.
Læknar segja að systrunum, sem
eru ársgamlar, líði vel eftir atvikum.
Þeim er haldið sofandi svo hægt sé
að stjórna öndun þeirra en byrjað
verður að vekja þær á morgun eða
föstudag.
„Þegar þær brosa til okkar vitum
við að þær eru á batavegi,“ sagði
Jorge Lazareff, taugayfirlæknir.
John Frazee, annar taugaskurð-
læknir, sagði að það ætti eftir að
koma í ljós hvort systurnar hefðu
orðið fyrir heilaskaða meðan á að-
gerðinni stóð. „Þær hreyfa sig og
það er góðs viti,“ sagði hann. „Það er
hins vegar ómögulegt að vita stöðu
mála með nokkurri vissu fyrr en eftir
1–2 vikur.“
Reuters
Starfsmenn skurðstofu í Los Angeles aðskilja tvíburasystur sem fædd-
ust með samvaxin höfuð. Aðgerðin tók 20 klukkustundir.
!
!
#$
"
# $ #
% &
'#
(
#
)
Tvíburasystrum líð-
ur eftir atvikum vel
EITT af þekktustu táknum andófs
Pólverja gegn stjórn kommúnista –
rostungsskegg Lech Walesa – er nú
horfið. Walesa segist hafa ákveðið
að raka af sér skeggið vegna mikils
hita sem verið hefur í Póllandi í
sumar.
Walesa er hér á reiðhjóli í góð-
viðrinu í Gdansk í gær. „Ég gapti
þegar ég sá hann,“ sagði Emelina
Wolanska, sem stjórnar skrifstofu
Samstöðuleiðtogans og forsetans
fyrrverandi. „Sumir segja að hann
sé unglegri en mér finnst sjálfri að
hann hafi misst svolítið af töfrum
sínum.“
Walesa sagði nýlega í viðtali við
pólskt tímarit að hann hefði hafnað
tilboði rakvélaframleiðenda um að
raka af sér skeggið í sjónvarps-
auglýsingu fyrir andvirði 85 millj-
óna króna.
Reuters
Lech Walesa
fórnaði skegginu
FLUGMAÐUR orrustuþotu á flug-
sýningu í Úkraínu er sagður hafa
gert mistök sem urðu þess valdandi
að vélin brotlenti og 85 manns fórust,
að því er fram kemur í rannsókn-
arskýrslu yfirvalda í Úkraínu um til-
drög slyssins. Flugmaðurinn er
sagður hafa látið hjá líða að fylgja
flugáætlun og reynt að sýna glæfra-
legt atriði sem hann hafði ekki æft
fyrir sýninguna.
Flugmaðurinn er sagður einn
besti orrustuþotuflugmaður lands-
ins, en gagnrýnt er í skýrslunni hve
fáa æfingatíma flugmenn eigi að
baki. Einnig kemur fram að skortur
á öryggisreglum og slæleg stjórnun
eiga einnig þátt í því hvernig fór.
Fram kemur að á erlendum flugsýn-
ingum er flugmönnum óheimilt að
fljúga með þeim hætti sem gert var í
borginni Lviv og bent á að flugsvæði
séu betur afmörkuð til þess að forð-
ast slys.
Margir enn í lífshættu
Úkraínska herþotan, sem var af
gerðinni Su-27, snerti jörðu þar sem
hún flaug alltof lágt á sýningunni í
Lviv í síðasta mánuði. Rúmlega 150
manns slösuðust einnig þegar vélin
skall á áhorfendastúku og eru 85 enn
á spítala, margir í lífshættu.
Flugmaðurinn náði að skjóta sér
út úr vélinni áður en hún skall til
jarðar. Tíu þúsund áhorfendur voru
á svæðinu þegar slysið varð.
Úkraína
Flugmanni
kennt um
flugslysið
Lviv. AFP.