Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 6
BRUNINN Í FÁKAFENI
6 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UM óbætanlegt tjón væri að ræða
ef rúmlega tuttugu verk eftir Ás-
mund Sveinsson og verk eftir
nokkra nútímalistamenn yrðu eldi
að bráð, að sögn Eiríks Þorláks-
sonar, forstöðumanns Listasafns
Reykjavíkur, en safnið er með lista-
verkageymslu í Fákafeni 9, þar sem
eldur kom upp um miðjan dag í
gær. Meðal verka sem þar eru
geymd eru frumverk Ásmundar
unnin í tré sem bera heitin Höf-
uðlausn og Í tröllahöndum, en einn-
ig eru þar verk eftir Jón Gunnar
Árnason, Birgi Andrésson, Finn-
boga Pétursson, Ólaf Elíasson og
fleiri.
Mestur eldur var í tveimur hólf-
um í kjallara í vesturenda hússins
þar sem Listasafnið er einnig með
geymslu sína. Enn var barist við
eldinn í gærkvöldi og óljóst hvort
skemmdir hefðu orðið á geymslu
Listasafnsins. Eiríkur sagði um tíu
leytið í gærkveldi, eftir að hafa at-
hugað aðstæður ásamt Hrólfi Jóns-
syni slökkviliðsstjóra, að ekki hefði
komið reykur upp úr þeim loftrist-
um sem vissu niður að geymslu-
svæði Listasafnsins og það gæfi að-
eins meiri vonir um að geymslan
kynni að sleppa. Hins vegar væri
ekki búið að slökkva eldinn og hann
gæti ennþá brotið sér leið.
Ekki hægt að kanna
aðstæður fyrr en í dag
Eiríkur bætti því við að sennilega
yrði ekki hægt að komast inn í hús-
ið fyrr en í dag til að athuga að-
stæður.
Listasafn Reykjavíkur hefur í
nokkur ár verið með 350 fermetra
geymslu á þessum stað, geymslu
sem er aðallega notuð undir stóra
umbúðakassa utan um listaverk,
stóra skúlptúra og önnur umfangs-
mikil listaverk sem auðveldara er að
geyma í svona stórri geymslu en
öðrum geymslum safnsins að Kjar-
valsstöðum og í Hafnarhúsinu, að
sögn Eiríks.
Að auki er þar geymdur bókalag-
er safnsins, bækur, sýningarskrár
og slíkt sem safnið hefur gefið út í
gegnum árin.
Rúmlega tuttugu listaverk eftir
Ásmund Sveinsson eru geymd í
geymslunni og einnig verk eftir
nokkurn fjölda annarra listamanna,
eitt og tvö eftir hvern og einn.
Eiríkur sagði að það væru rúm-
lega fimmtíu listaverk sem þau
væru fullviss um að væru geymd
þarna, en verið væri að fara yfir all-
ar skrár og geymslur til að sann-
reyna geymslustaði, því mikil
hreyfing hefði verið á verkum
undanfarna mánuði vegna sýninga,
auk þess sem safnið væri að taka í
notkun nýjar geymslur í Hafnar-
húsinu.
Mestur eldur
í tveimur hólfum
Eiríkur sagði að um væri að ræða
stór steypt verk eftir Ásmund sem
hefðu verið steypt í brons. Einnig
væru geymd þarna nokkur gifsverk,
sem hefðu flest öll verið steypt í
brons en þó ekki öll. Síðan væri
þarna eitthvað af tréverkum líka.
Þá væru þarna verkfæri og ýmis
annar búnaður frá Ásmundi sem til-
heyrði Ásmundarsafninu. Loks
hefðu verið geymd þarna verk eftir
Jón Gunnar Árnason, Sigurð Ör-
lygsson, Ólaf Elíasson, Finnboga
Pétursson, Huldu Hákon og fleiri.
Meðal annars hefði verkið Tafl-
mennirnir eftir Jón Gunnar verið
geymt þarna.
Eiríkur sagði að samkvæmt upp-
lýsingum slökkviliðsins væri mestur
eldur í tveimur hólfum sem væru
vestast í kjallara hússins nálægt
þeim stað þar sem geymsla Lista-
safnsins væri. Geymsla Listasafns-
ins væri 350 fermetra stór og einn
geimur. Gengið væri frá geymslunni
með eldvarnarveggjum og eldvarn-
arhurðum, en þar væri mikill elds-
matur og ef eldur kæmist inn í
geymsluna og þar væri nægt súr-
efni væri um óbætanlegt tjón að
ræða. Ef allar varnir héldu væri
mögulegt að verkunum væri óhætt,
en það væri ekki um neitt annað að
ræða en bíða og vona það besta.
Eiríkur sagði að það væri list-
rænt óbætanlegt tjón ef verkin yrðu
eldinum að bráð. Það hefði lítið að
segja að ræða um fjárhagslegt tjón í
því sambandi. Það væri óbætanlegt
fyrir Listasafn Ásmundar að missa
tréverk eftir Ásmund sem öll væru
frumverk eftir hann, svo dæmi
væru tekin og sama gilti um önnur
nútímalistaverk sem væru þarna
líka. Þau yrðu ekki gerð aftur.
Aðspurður hvort eldvarnaútbún-
aður geymslunnar hefði verið nægi-
lega góður sagði Eiríkur að eftir því
sem hann best vissi hefði hann verið
eins góður og hann gæti orðið,
þ.e.a.s. hvað varðaði eldvarnarhurð-
ir, eldvarnarveggi og frágang að
öðru leyti, en það væru mörg dæmi
þess í sögunni að það þyrfti ekki
nema eitt lítið op einhvers staðar til
að eldur kæmist á milli.
Verk eftir Ásmund Sveinsson og ýmsa aðra listamenn geymd
í listaverkageymslu Listasafns Reykjavíkur í Fákafeni 9
Óbætanlegt tjón ef verk-
in yrðu eldi að bráð
Morgunblaðið/Sverrir
Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, og Hrólfur
Jónsson slökkviliðsstjóri ræðast við á vettvangi í Fákafeni í gærkvöldi
er þeir könnuðu aðstæður á brunastað.
Frumverk Ásmundar af Höfuðlausn og Í tröllahöndum unnin í tré eru meðal listaverka í geymslunni.
Morgunblaðið/Ól. K. M.
Verk Ásmundar Sveinssonar Björg-
un er við Ægissíðu en frummynd
verksins úr gifsi er í geymslunni.
Listaverkið Áttir eftir Finnboga Pétursson og fánar og teikningar eftir Birgi Andrésson,
verk sem sýnd voru á Feneyjartvíæringnum fyrir nokkrum árum, eru í geymslunni.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Taflmennirnir eftir Jón Gunnar Árnason eru í geymslunni og er myndin tekin þar fyrir stuttu.