Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ásgerður JónaAnnelsdóttir
fæddist í Einarslóni
á Snæfellsnesi 8.
október 1928. Hún
lést á hjúkrunar-
heimillinu Sóltúni
föstudaginn 26. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Annel Helgason og
Hansborg Jónsdótt-
ir. Ásgerður var
fjórða elst sjö systk-
ina. Eftirlifandi
systkini Ásgerðar
eru þrjú, Guðjón
Matthíasson, Huldís Annelsdóttir
og Anna Annelsdóttir. Ásgerður
giftist Sigurjóni Maríassyni og
saman eiga þau þrjú börn: Anna
Sigurborg, f. 27.4. 1951, gift Jóni
Hauki Hákonarssyni, f. 7.11.
1953, þau eiga tvo syni. Sigríður
María, f. 30.12. 1952, gift Lárusi
Andra Jónssyni, f.
26.9. 1949, þau eiga
fjögur börn og eitt
barnabarn. Birgir,
f. 26.3. 1958, kvænt-
ur Maríu Finnboga-
dóttur, f. 6.11. 1957,
þau eiga tvær dæt-
ur og fyrir átti
María einn son.
Fyrir hjónaband
átti Ásgerður Dag-
mar Sæunni Maríus-
dóttur, f. 24.5. 1945,
gift Hólmbert Frið-
jónssyni, f. 11.3.
1941, þau eiga þrjú
börn og þrjú barnabörn.
Ásgerður fluttist til Reykja-
víkur tuttugu ára og bjó þar
lengst af á Lindargötu 42a en
síðan á Lindargötu 57.
Útför Ásgerðar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Nú er elskuleg amma mín látin, en
ég trúi því að hún sé komin á betri
stað og henni líði vel.
Amma Ásgerður var alltaf góð vin-
kona mín. Ég á margar góðar æsku-
minningar tengdar henni. Ég er
næstelst af 11 barnabörnum, heimili
ömmu var alltaf opið fyrir okkur
krakkana.
Amma bjó á Lindargötunni og það
tilheyrði þegar ég átti leið í bæinn að
koma við hjá henni. Það var ósjaldan
að ég kom við í bakaríinu og keypti
brauð handa okkur áður en ég fór til
ömmu í kaffi og síðan sátum við og
spjölluðum eða tókum jafnvel í spil.
Amma hafði mikinn áhuga á því sem
við vorum að gera. Fylgdist hún vel
með vinum okkar og spurði oft frétta
af þeim. Ömmu var mikið í mun að lifa
það að ég kæmi með lítinn ljósgeisla.
Það voru henni því mikil gleðitíðindi
þegar við Þorvaldur tilkynntum
henni fyrir rúmum tveimur árum að
ljósgeislinn væri nú á leiðinni. Gabrí-
ela Ýr er nú orðin 2 ára og gafst
ömmu tækifæri til að fylgjast með
henni fyrstu árin. Amma hélt mjög
fínt og skipulagt heimili, þar var allt í
röð og reglu, opnaðir þú skáp hjá
henni var allt slétt og fellt. Mér þykir
sérstaklega vænt um eina sögu sem
amma sagði oft: Ég var komin til
ömmu í næturpössun, skyndilega sný
ég mér að henni og segi amma,
amma, slökktu ljósið, mér heyrist ég
heyra Saab-hljóð á Vatnsstígnum.
Hélt ég að þarna væru foreldrar mín-
ir að koma að sækja mig, svo ég vildi
láta líta út fyrir að við værum sofn-
aðar, og þau ættu ekkert að vera að
hafa fyrir því að sækja mig.
Við amma vorum duglegar að tala
saman í síma. Leiddist mér hringdi
ég alveg eins í ömmu eins og vini
mína og gátum við talað saman í síma
í langan tíma.
Við fjölskyldan vorum hjá ömmu
klukkutíma áður en hún kvaddi þenn-
an heim. Hún var búin að vera mjög
veik, og sýndist okkur sem það væri
ekki langt eftir. Einum og hálfum
tíma eftir að við komum heim var
hringt og tilkynnt að hún væri dáin.
Það er mér mjög dýrmæt minning að
hafa farið að hitta fjölskylduna við
dánarbeð ömmu, þar sem við héldum
kveðjustund, fórum við með Faðir-
vorið og litla bæn.
Elsku amma mín, ég trúi því að þér
líði vel núna og að þú sért á fallegum
stað. Fyrir hönd systkina minna og
fjölskyldu kveð ég þig með ljóðinu
Andvarpi eftir afa þinn Jón Ólafsson
frá Einarslóni úr bók hans Ljóð og
stökur.
Himnafaðir, hjálp mér veittu,
heyrðu bænarandvarp mitt.
Sorg í gleði bráðum breyttu,
svo blessað finni ég ljósið þitt.
(Jón Ólafsson.)
Halldóra Jóna Lárusdóttir.
Elsku amma Ásgerður, mig langar
að þakka þér allar góðu stundirnar
sem við áttum saman. Þú passaðir
mig þegar mamma kláraði skólann,
þá var ég bara 3–6 mánaða og upp frá
því urðum við mjög nánar. Ég gisti
reglulega hjá þér og við sungum og
sömdum ljóð. Uppáhaldslagið okkar
var Maístjarnan. Ég man þegar þú
varst að skera rófur í eldhúsinu og þú
baðst mig að syngja Maístjörnuna og
áður en við fórum að sofa á kvöldin.
Þú varst alltaf að prjóna og prjónaðir
sokka á mig á einu kvöldi og ég valdi
litina, rosalega skrautlegir og flottir,
svo var ég að varalita mig með vara-
litunum þínum og þú naglalakkaðir
mig, með rauðu lakki. Ég man þegar
þú varst oft svo þreytt í fótunum þeg-
ar þú labbaðir og ég þóttist alltaf vera
læknir og nuddaði á þér fæturna og
þér leið alltaf svo miklu betur. Ég
man þegar við sátum á svölunum hjá
þér í sólbaði. Síðan fórstu að veikjast,
við heimsóttum þig stundum á spít-
alann, fyrst fannst mér það svolítið
erfitt því þú varst stundum svo veik,
svo lagaðist það, því þú varst oftast
bara nokkuð hress.
Ég er svo ánægð með síðustu
heimsóknina til þín tveimur vikum
áður en þú lést, þá varst þú svo hress,
við borðuðum köku hjá þér og þú
tókst í höndina á mér og sagðir svo
fallega hluti við mig að ég, þú og
mamma vorum allar með tár í aug-
unum. Þegar ég kom út í bíl langaði
mig til að gráta því ég fann svo vel
hversu vænt þér þótti um mig og mér
um þig. Það er eins og þú hafir verið
að kveðja okkur þá.
Fyrir mörgum árum baðstu mig að
syngja Maístjörnuna í jarðarförinni
þinni. Ég reyndi að syngja það með
söngkonu við kistulagninguna þína
og er svo fegin að ég gerði það. Þú
varst svo falleg í kistunni, það var svo
mikill friður yfir þér og mér leið svo
vel að horfa á þig. Ég þakka þér fyrir
allar góðu stundirnar elsku amma
mín og ég veit að þú verður hvíldinni
fegin.
Ó hve létt er þitt skóhljóð
og hve leingi ég beið þín,
það er vorhret á glugga,
napur vindur sem hvín,
en ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín,
og nú loks ertu komin,
þú ert komin til mín.
(Halldór Laxness.)
Þín
Sylvía Dagmar.
Elsku amma, það er með miklum
trega sem við kveðjum þig í dag, en
við vitum það að nú ertu hamingju-
söm og líður vel, því nú ertu laus við
þennan illvíga sjúkdóm sem þú barð-
ist við í svo mörg ár. Það var alltaf
mikill gestagangur hjá þér á Lind-
argötunni og minnumst við þess sem
börn hvað það var gaman á aðfanga-
dag því þá hittist öll fjölskyldan hjá
þér og við skiptumst á pökkum.
Á ættarmóti á Snæfellsnesi fyrir
nokkrum árum sýndi Didda systir þín
okkur gamla torfbæinn þar sem þú,
foreldrar þínir og systkini bjugguð
fyrir allnokkru, hún sýndi okkur
hvert þið systurnar genguð til að
sækja vatn í brunninn og var gaman
að sjá hvernig þið höfðuð búið. Það er
óhætt að segja að þú hafir haft mikla
frásagnargleði sem gat oft fengið
okkur til að hlæja, því hlutunum var
lýst í svo miklum smáatriðum að
þetta gat stundum tekið talsverðan
tíma en þetta var einn af þínum frá-
bæru kostum.
Elsku amma, við erum viss um að
nú sért þú orðin frísk og komin heim
á Snæfellsnesið og hittir fyrir for-
eldra þína og systkini.
Friðjón, Ásgerður og Maríus.
Það er undarleg tilfinning þegar
einhver sem maður hefur alltaf átt að
er skyndilega allur. Ég var staddur
hjá Guðmundi bróður mínum þegar
ég fékk fréttina um að Ásgerður
frænka mín væri dáin, maður fékk
smá kökk í hálsinn en hugsaði svo að
loksins hefði hún fengið hvíldina og
ég minntist þess, þegar ég kom með
mömmu til hennar lítill drengur, allt-
af í uppáhaldi hjá henni. Ég minnist
þess alltaf hvað hún var glöð og já-
kvæð og ég fór ekki á mis við örlæti
hennar þó mér hafi fundist skrítið að
hún vildi alltaf knúsa og kyssa mann.
En í dag skil ég það, þetta var ein-
skær ást hennar á okkur öllum sem
vorum henni nánust. Ég man hvað
hún sagði mér hvað hún hafði verið
fátæk þegar börnin voru lítil en þá
átti hún engan ofn en hún lét það ekki
stöðva sig í að halda afmælisveislu
með svamptertu, hún einfaldlega
bakaði botnana á steikarpönnunni.
Þetta fannst mér lýsandi dæmi um
hvernig hún bjargaði sér alltaf og
alltaf var hún glöð þótt vafalítið hafi
hún stundum verið þreytt og vantað
ýmislegt. Samt sem áður gleymdi
hún aldrei að hafa sig til og er ég
nokkuð viss um að hún hefur aldrei
farið drusluleg út úr húsi en hún var
með glæsilegri konum sem maður sá.
Ég er viss um að við öll sem kynnt-
umst henni eigum eftir að minnast
hennar um ókomin ár.
Ég er viss um að hún er komin í
betri heim og líður betur núna.
Annel Borgar Þorsteinsson.
Okkar kæra frænka Ásgerður er
búin að kveðja. Hún var alltaf svo
glöð og kát og margar voru ánægju-
stundirnar þegar maður kom til
hennar á Lindargötuna, alltaf tekið á
móti manni með ástúð og blíðu brosi.
Kaffi og kökur á borðinu enda hennar
heimili allt til sóma. Ásgerður var
glæsileg kona, alltaf uppápússuð og
sópaði að henni hvar sem hún fór. Við
systurnar viljum þakka elsku frænku
okkar allar góðu stundirnar sem við
áttum saman.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Friðbjörg og Þórheiður
(Lína og Heiða)
Kristjánsdætur.
Þegar ég sest niður til að skrifa
nokkur kveðjuorð til Ásgerðar vin-
konu minnar er mér efst í huga hvað
hún Ásgerður var mikil myndarkona.
Heimilið hennar hreint og fallegt eins
og hún sjálf. Ég var oft hissa hvað
hún lagði á sig, sárlasin, fyrir gesti
sína. Ég á mjög góðar minningar um
skemmtilegt ferðalag með Ásgerði
um Snæfellsnes þar sem hún þekkti
alla bæi, fjöll og vötn. Ásgerður
hringdi oft í mig og enginn talaði eins
fallega og hún um allt sem hún hafði
að segja. 9. mars sl. hringdi Ásgerður
síðast í mig, þá mjög veik, til að votta
mér samúð sína vegna fráfalls mann-
ins míns. Ég man hvert einasta orð
sem hún sagði, fárveik að hugga mig
og styrkja. Ég er þakklát Ásgerði
fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Guð
geymi hana.
Mýktu sjúka og sára und,
svo ég ylinn finni.
Gef því mér nú góðan blund,
Guð af miskunn þinni.
(Ingþór Sigurbjörnsson.)
Hvíl í Guðs friði.
Ragna Benediktsdóttir.
ÁSGERÐUR JÓNA
ANNELSDÓTTIR
Elsku amma mín,
þú varst alltaf klett-
urinn sem var óhagg-
anlegur hvað sem á
dundi. Þú áttir 12 börn
og ég get ekki ímyndað mér annað
en það hafi verið erfitt að halda
heimili með öllum þessum krakka-
skara. En ég hef aldrei heyrt þig
segja að neitt sé erfitt, og það sýnir
vel hversu sterk þú varst og það er
eiginleiki sem ég vil erfa frá þér.
Þú varst alltaf svo góð við okkur
öll barnabörnin þín og gerðir allt
sem í þínu valdi stóð til að okkur
liði sem best. Þegar ég kom í heim-
sókn áttir þú alltaf til nóg af bakk-
elsi sem þú töfraðir fram á snilld-
arlegan hátt eins og allt annað.
Enginn getur gert það eins og þú.
Það var svona ömmubragð af
pönnsunum þínum.
Ég man eftir því þegar þú byrj-
aðir í föndrinu. Ég var eitthvað um
sex ára og ég dreif mig heim úr
skólanum til að fara til þín svo ég
gæti farið með þér. Allt sem þú
gerðir var fullkomið, og ég vildi
læra þetta af þér. Þú varst sönn
listakona. Þú varst líka góð í því að
segja mér til og sparaðir ekki hrós-
yrðin, ef ég átti þau skilið. Árlega
sokkasendingin þín kom sér alltaf
jafn vel og engir sokkar voru jafn
góðir og hlýir og „ömmu Binnu
sokkar“. Þú sagðir mér í seinasta
skiptið sem ég kom til þín að nú
yrði ég að læra að prjóna sokka,
annað væri ekki hægt, ég kynni sko
BRYNHILDUR
JÓNSDÓTTIR
✝ Brynhildur Jóns-dóttir fæddist á
Brúará í Kaldrana-
neshreppi 27. apríl
1921. Hún lést á
Sjúkrahúsi Hólma-
víkur 28. júlí síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Hólmavíkurkirkju 3.
ágúst.
ekkert að prjóna ef ég
kynni það ekki. Og ég
skal standa við það,
amma mín, eins og ég
lofaði að gera mitt
besta, en ég veit þó að
þeir komast ekki í
hálfkvisti við þína.
Þegar ég var lítil
hélt ég, eins og fleiri
eflaust, að sumir væru
eilífir, mamma og
pabbi og amma og
fleiri. Einhverra hluta
vegna er eins og fólk
vaxi ekki upp úr
þessu.
Elsku amma, þín er sárt saknað.
Og kannski finnst manni guð ekki
vera sanngjarn að taka fólkið sem
manni þykir vænst um frá manni,
en ég veit að núna er allur sársauki
búinn og ég veit að þú ert ánægð
núna, þú ert loks hjá afa, nú er
hans bið á enda. Og ég veit að þið
passið saman upp á okkur öll. Þú
ert og verður alltaf besta amma í
heimi. Þó svo að þú sért farin héðan
af jörðinni þá verðurðu alltaf hjá
mér í minningum og í draumum
mínum. Við sjáumst aftur þegar
minn tími kemur. Þangað til sendi
ég þér endalausa kossa.
Þú sæla heimsins svalalind,
ó, silfurkæra tár.
er allri svalar ýtakind
og ótal læknar sár.
Æ, hverf þú ei af auga mér,
þú ástarblíða tár,
er sorgir heimsins í burtu ber,
þótt blæði hjartans sár.
Mér himneskt ljós í hjarta skín
í hvert sinn, er ég græt,
því drottinn telur tárin mín,-
ég trúi og huggast læt.
(Kristján Jónsson)
Þín ömmustelpa,
Anna Katrín.
Síminn hringdi og
Skúli vinur minn Lór-
enzson var í símanum
og sagði: „Bjarni vin-
ur okkar er farinn,
fluttur yfir.“ Ég átti ekki mörg
svör. Ég var að vinna erlendis og
það var mánudagur og úti var
rigning og raki. Það var sem him-
inninn væri í sárum. Það var kom-
in skýring á því af hverju Bjarni
og Skúli sóttu svo mikið á mig á
laugardeginum. Skúli hafði reynt
að hringja í mig þann dag.
Við Bjarni höfðum þekkst frá
því við vorum báðir að vinna fyrir
„Sáló“, Sálarrannsóknafélag Ís-
lands í Garðastrætinu.
Bjarni var vel gerður maður,
stæðilegur og fastur fyrir. Hann
hafði sínar skoðanir og stóð við
sitt hvað sem öðrum þótti um.
Hann var ekta, en þannig eiga vík-
ingar að vera. Við gátum treyst
Bjarna.
Hann var sanngjarn, hreinskil-
BJARNI JÚLÍUS
KRISTJÁNSSON
✝ Bjarni JúlíusKristjánsson
fæddist í Keflavík 6.
apríl 1953. Hann lést
á gjörgæsludeild
Landspítalans við
Hringbraut 6. júlí
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Keflavíkurkirkju 12.
júlí.
inn og samkvæmur
sjálfum sér, eins og
við Skúli þekktum
hann, laus við allan
hroka.
Við ætlum að
kveðja þig, vinur, og
kveðja þig ekki. Því
eins og við vitum þá
er ekkert til sem heit-
ir „dauði“, því upp rís
andlegur líkami þinn,
sem við mennirnir
þekkjum sjaldnast, en
þannig veit ég að við
höldum sambandi
okkar áfram.
Við vitum að það var vel tekið á
móti þér og að þú munt alltaf
fylgjast með fjölskyldu þinni og
vinum. Þú hefur meðtekið hið Guð-
lega ljós elsku, ástar og friðar.
Við þökkum þér þær stundir er
við fengum að njóta þín. Ég sem
skrifa þessa grein hef verið mikið
á ferðalögum erlendis, en hefði
viljað, elsku vinur, eiga með þér
fleiri samverustundir.
Elsku Erna og börn, ég og Skúli
ásamt eiginkonum og fjölskyldum
og fyrir hönd I.S.M. (Íslenska
miðlasambandið) vottum ykkur
okkar dýpstu samúð og hluttekn-
ingu vegna fráfalls eiginmanns,
föður og vinar. Eilífur Guð veri
með ykkur og blessi. Hann vaki yf-
ir ykkur og styrki ykkur eilíflega.
Sigurður Geir Ólafsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðs-
ins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að síma-
númer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vin-
samleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.