Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 19 JÓHANN Einvarðsson lét af störf- um framkvæmdastjóra Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja í síðustu viku og hefur verið gerður starfsloka- samningur við hann. Guðlaug Björnsdóttir hefur verið ráðin tíma- bundið í stöðu framkvæmdastjóra. Hallgrímur Bogason, formaður stjórnar Heilbrigðisstofnunar Suð- urnesja, sagði í samtali við Morg- unblaðið að ákvörðun um starfslok Jóhanns væri sameiginleg ákvörðun hans og heilbrigðisráðuneytisins. „Ástæðan fyrir því að Jóhann lætur af störfum er sú að hugmyndafræði hans og ráðuneytisins fer ekki sam- an,“ sagði Hallgrímur en ítrekaði að ákvörðunin hefði verið tekin í góðu og væri sameiginleg ákvörðun beggja aðila. „Jóhann ákvað að það væri rétt að rýma fyrir nýjum framkvæmdastjóra. Unnið hefur verið að þessu undanfarnar vikur og hefur allt farið fram í góðu.“ Jóhann hefur gegnt stöðu fram- kvæmastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í tíu ár. Guðlaug Björnsdóttir, sem er að sögn Hall- gríms starfsmaður ráðuneytisins, mun gegna stöðu framkvæmda- stjóra tímabundið þar til ráðið verður í hana að nýju. Hallgrímur sagðist eiga von á að staðan yrði auglýst laus til umsóknar um næstu helgi. Jóhann sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja ræða að- draganda þess að gerður hefði ver- ið við hann starfslokasamningur. „Það náðist samkomulag milli mín og heilbrigðisráðuneytisins um starfslokasamning og ég held að báðir aðilar séu sáttir við það. Ég er búinn að vera í þessu starfi í 10 ár og í opinberri stjórnsýslu í yfir 40 ár. Það má segja að það sé kom- inn tími til þess fyrir mig að hægja á mér. Ég hverf frá þessu starfi sáttur þó að ég hefði kannski viljað tímasetja þetta dálítið öðruvísi. En þegar upp er staðið er ég sáttur,“ sagði Jóhann. Hugmyndafræði- legur ágreiningur ástæða starfsloka Reykjanesbær Jóhann Einvarðsson lætur af störfum framkvæmdastjóra HSS LÖGREGLAN í Reykjanesbæ hefur að undanförnu stöðvað ökumenn og minnt þá á að nota bílbelti við akstur. Á annan tug ökumanna hefur verið stöðvað- ur. Lögreglan vill með þessu stuðla að því að ökumenn nýti þau öryggistæki sem eru í bíl- unum en margoft hefur verið sýnt fram á gagnsemi þeirra þegar slys ber að höndum. Minna á bílbeltin Reykjanesbær Í SÍÐUSTU VIKU var haldinn fimm daga fundur um áhrif loftslagsbreyt- inga á lífríki í hafinu á norðurslóðum. Fundurinn var haldinn í Fræðasetr- inu í Sandgerði og sóttu hann 22 sjávarlíffræðingar og vísindamenn frá öllum Norðurlöndunum. Vísndamennirnir kynntu rann- sóknir sínar sem hver og einn hefur unnið að í sínu heimalandi. Rann- sóknir þeirra hafa fyrst og fremst beinst að því að kanna áhrif lofts- lagsbreytinga á lífríki uppsjávar í norðurhöfum. Flutt voru mörg er- indi á fundinum og vísindamennirnir báru saman bækur sínar um þær breytingar sem virðast vera að eiga sér stað á lífríkinu. Fundurinn var styrktur af Norrænu ráðherranefnd- inni og verða til viðbótar haldnir fundir á öllum Norðurlöndunum. Stig Falk Petersen sér um skipu- lag fundanna en hann starfar hjá norsku Heimskautastofnuninni, Norsk Polar Institut. Að sögn Ást- þórs Gíslasonar, sérfræðings í dýra- fræði sjávar, voru norrænu vísinda- mennirnir mjög ánægðir með fundinn og aðstöðuna í Fræðasetr- inu í Sandgerði, en Ástþór ásamt starfsmönnum Hafrannsóknastofn- unar höfðu veg og vanda af undir- búningi fundarins hér á landi. Rætt um áhrif loftslags- breytinga Sandgerði Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Vísindamenn frá Norðurlöndunum funduðu í Fræðasetrinu í Sandgerði. Meðgöngubuxur margar gerðir og litir Póstsendum, Þumalína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 183. tölublað (08.08.2002)
https://timarit.is/issue/250787

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

183. tölublað (08.08.2002)

Aðgerðir: