Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 39
✝ Áslaug HelgaPétursdóttir
fæddist í Strassborg
3. desember 1957.
Hún lést á Durán i
Reynals-sjúkrahús-
inu í Barcelóna 28.
júlí síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
hjónin Stella Sigur-
leifsdóttir, fyrrver-
andi fulltrúi á Bæjar-
skrifstofu Kópavogs,
f. 12. janúar 1928, og
Pétur Guðfinnsson,
sem var starfsmaður
Evrópuráðsins 1955–
1964 en síðan framkvæmdastjóri
Sjónvarps, og síðast útvarpsstjóri,
f. 14.ágúst 1929. Áslaug var næst-
elst fjögurra systkina. Hin eru:a)
Ólöf Kristín, þýðandi og dómtúlk-
ur, f. 28. desember 1954. Maki
hennar er Jóhannes Hraunfjörð
Karlsson, sagnfræðingur og eiga
þau tvö börn. b) Pétur Leifur,
kaupmaður í Barcelóna, f. 20. nóv-
ember 1961, unnusta hans er
Maite Pueyo, garðyrkjufræðing-
ur. Pétur Leifur á tvö börn með
fyrrverandi eiginkonu sinni, og c)
Elín Marta, bankastarfsmaður, f.
14. desember 1963.
Maður hennar er
Sigurgeir Örn Jóns-
son, deildarstjóri hjá
Kaupþingi, og eiga
þau tvö börn, en með
fyrri manni sínum,
Ágústi Pálssyni, sem
er látinn, átti Elín
eitt barn.
Áslaug flutti til Ís-
lands með fjölskyldu
sinni í ársbyrjun
1965, sem settist að á
Þinghólsbraut 5 í
Kópavogi, og var
það heimili Áslaugar
á Íslandi alla tíð síðan. Áslaug
gekk í Kársnesskóla og í Þing-
hólsskóla í Kópavogi, en sumarið
1976 fór hún til náms og starfa á
Spáni.
Áslaug giftist hinn 28. júlí 1979
Luis Peña Moreno, kaupmanni í
Barcelóna, f. 13. ágúst 1956. Hann
var sonur Casimiro Peña, verk-
stjóra í Barcelóna, og konu hans
Sofia Moreno, húsmóður, en þau
eru bæði látin.
Útför Áslaugar Helgu fer fram
frá Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Undarlegt, þetta líf, og undarleg
mannskepnan, sem veit að ekki
verður gengið að neinu vísu hér á
jörðu ef frá er talinn dauðinn sem
fylgir lífinu eins og nótt fylgir degi.
Samt kemur dauðinn mönnum í
opna skjöldu, eins og þjófur að
nóttu. Hann sækir til sín ástvini sem
við teljum í blindni til fastra punkta
í tilverunni. Nú er hún Áslaug dáin
eftir skamma en snarpa baráttu við
illskeyttan vágest. Víst vekur það
furðu okkar, því hún virtist einfær
um að fresta dauðanum með því að
banda bara ferjumanninum flissandi
frá sér: ekkert svona, góurinn … en
auðvitað er slíkt ekki á mannlegu
valdi. Huldukona með koparhjálm
situr í stafni sólfars og raular eld-
fornt stef. Við fætur hennar situr
köttur, á öxlum smáir fuglar. Hún
miðar boga sínum í hávestur, ferð-
inni er heitið heim.
Eitt sinn vorum við Áslaug dálitl-
ar hnátur í föðurgarði úti í Strass-
borg, önnur ljósrauðhærð, hin eld-
rauðhærð. Voru nöfn okkar oftast
nefnd í sömu andrá, eins og þegar
minnst er á pipar og salt, himin og
jörð eða vatn og eld, rautt og blátt
eða heitt og kalt. Við vorum á nógu
líku reki til þess að okkur þætti
gaman að bera okkur saman og
greina okkur hvor frá hinni í smekk
og í stíl. Þannig mótuðust persónur
okkar nokkuð af andstæðunum og
sérkennunum sem við fundum við
samanburð á okkur og lögðum
áherslu á. Hún var með blá augu en
ég brún. Hún vildi súkkulaði en ég
vanillu. Hún var frekja og fylgin sér
en ég óttaleg rola. Við vorum reynd-
ar aldrei keppinautar, aldursmun-
urinn var meiri en svo, en hitt var
ekki minna um vert að við reynd-
umst býsna ólíkar að upplagi. Þó
var margt sem tengdi okkur og
greindi okkur frá öðrum – gerði
okkur að dálitlu leynifélagi. Eitt af
því var málið sem við töluðum
heima okkar á milli eftir að báðar
voru byrjaðar í skóla. Foreldrar
okkar töluðu annað mál, bæði við
okkur og sín á milli. Í skólanum töl-
uðum við hins vegar annað mál en
hin börnin. Heimili okkar við kirkju
Péturs unga í Strassborg var að
jafnaði tvítyngt, en þar gaf oft að
heyra önnur tungumál sem urðu
barnshlustum snemma kunnugleg.
Síðar fluttum við til Íslands, en það
þekktum við í sumarbúningi. Þang-
að fluttum við búferlum um hávetur,
skelfing var dimmt og kalt. Þá hlaut
fjölbreytt málanotkun að víkja
ásamt svo mörgu öðru sem okkur
hafði þótt sjálfsagt fram að því, og
ósköp þótti mér daufleg vistin
nyrðra fyrstu árin. Áslaug gat að
vísu aldrei hugsað sér að bragða á
fiski, en að öðru leyti var hún fljót
að ná tökum á íslenskri tilveru og líf
hennar varð saltfiskur. Hún eign-
aðist marga vini og var ævinlega
hrókur alls fagnaðar, en inn við
beinið var hún alla tíð fremur dul.
Kettir og fuglar löðuðust að henni,
og um daginn dró hún fram myndir
af Sæma, sem var henni katta kær-
astur þótt hann kæmi elskulegum
úndúlötum fyrir kattarnef. Sæma
var allt fyrirgefið og hans alla tíð
sárt saknað. Börn voru einnig hænd
að Áslaugu og hún hafði gott lag á
þeim, enda var jafnan stutt í gals-
ann og leikinn þegar hún var annars
vegar.
Þegar við vorum unglingsspírur
valdi Áslaug sér kengúruna sem
einkennisdýr og stökk rakleitt út í
lífið á vit ævintýranna. Mér tileink-
aði hún kolkrabbann af því hann
veifar átta örmum stefnulaust og
ómarkvisst í allar áttir. Hún varð
mjög hrifin af Flateyri, þar sem hún
dvaldi um skeið við fiskvinnu, en svo
stökk hún alla leið til Spánar. Hún
settist að í Barcelona, sérkennilegri
og kvikri borg sem fór henni vel.
Má vera að þar hafi hún fundið end-
uróm þess sem hún kvaddi í Strass-
borg með skynjun sjö ára barns.
Katalónsk þjóðarsál og spænskir
lífshættir virtust höfða mjög til
hennar. Í Barcelona gat hún bæði
horft til fjalls og sjávar og notið í
senn stórborgarmenningar og
mannlífsins í hverfinu. Hún smíðaði
sér tilveru þar ytra sem var okkur
lítt kunn vegna fjarlægðarinnar, en
hún skrapp stundum til Íslands í
heimsókn. Við fórum líka í heim-
sókn til Barcelona og skemmtum
okkur vel. Það var notalegt að vita
af Áslaugu á stóru þaksvölunum við
litlu götuna fyrir innan knatt-
spyrnuvöllinn.
Það var alltaf gaman að eiga
stund með Áslaugu, skopskyn henn-
ar var stálslegið og gulltryggt. Hún
var oft drýgindaleg og íbyggin á
svipinn, enda lumaði hún yfirleitt á
einhverju spaugilegu að segja frá,
einhverju sem hún hafði komið auga
á í fari annarra. Brosið var aldrei
langt undan, stundum faldi það sig í
augnkrókunum rétt á meðan hún
setti upp fýlusvip þegar henni þótti
það hæfa. Hún var tilfyndin, mælsk
og fádæma orðheppin, og það á
mörgum tungum, enda gædd
sprækri og frjórri málvitund. Hið
talaða orð var aðal hennar. Sjúk-
dómurinn sem lagði hana að velli
byrjaði á því að svipta hana málinu.
Henni reyndist það þungbærast.
Hún hélt þó hæfileikanum til að
hlæja, og gerði það óspart hvenær
sem hún kom auga á tilefni til þess.
Síðast heyrði ég rödd hennar þegar
ég hringdi til Barcelona á sumar-
daginn fyrsta, að óska henni gleði-
legs sumars. Þá var hún býsna
hress en beið þess að fara í aðgerð.
Þá var ekkert sem gaf til kynna að
hún mundi ekki ná bata. Hún
kenndi sér ekki meins, fann hvergi
til, en hún kveið fyrir aðgerðinni,
sem von er. Hún ætlaði ekki að láta
svo hvimleiða uppákomu spilla fyrir
sér Íslandsferð: Viðkvæðið var: Ég
skal komast í sumar … líkt og hún
gæti ekki hugsað sér sumardvöl í
katalónska höfuðstaðnum. Þá vor-
um við líka með bollaleggingar um
að hún kæmi síðsumars í heimsókn
til okkar, hún kæmi frá Barcelona
og til Bretaníu. Raunin varð sú að
fyrirhuguð ferð snerist alveg við,
það kom í hlut okkar að aka til
Barcelona nú í júlí og aftur heim á
skagann. Einu sinni sá ég Áslaugu
beygja af meðan á þessari heimsókn
stóð. Bretaníuferðina bar á góma og
hún skrifaði: Ég sem ætlaði að fara
þangað … Svo hristi hún höfuðið og
fórnaði höndum.
Við kvöddumst fyrir skemmstu í
borginni hennar, fyrir utan hjá
henni. Hún þakkaði okkur fyrir
komuna, brosti með augunum og
bar sig vel. Hún skrifaði á miða:
Takk fyrir komuna! Verst að við
gátum ekki haft meira fjör … Ég
svaraði í einfeldni minni: Ekkert
mál, við bætum bara úr því næst.
Við bætum úr því næst. Þökk fyr-
ir allt.
Ólöf.
Kær vinkona er látin langt um
aldur fram eftir baráttu við krabba-
mein. Baráttan var stutt, en hörð.
Frá því að meinið greindist og þar
til yfir lauk liðu aðeins þrír mánuðir.
Þótt ljóst væri að hverju stefndi
reyndum við alltaf að halda í vonina
um bata og að við myndum hittast
þegar Áslaug kæmi til Íslands í
sumar eins og undanfarin ár. Hún
hafði fengið loforð um sömu vinnu
og hún hafði síðasta sumar, sem var
umönnun aldraðra í Kópavogi, og
hafði keypt sér farmiða til Íslands í
júníbyrjun. En vonin um bata brást
og þær væntingar sem ég hafði gert
mér um enn eitt skemmtilegt sumar
með henni urðu að engu. Þessar
heimsóknir voru mér afar kærar því
betri vinkonu en Áslaugu hef ég
ekki eignast. Vinátta okkar hófst
1974 er við vorum sumarstarfsmenn
við fiskvinnslu á Flateyri. Vinátta
okkar var með þeim hætti að aldrei
féll skuggi á, og var það ekki síst
henni að þakka vegna eðlislægra
þátta hennar í góðum samskiptum.
Á þessum árum höfðum við daglegt
samband eða allt þar til hún fluttist
til Spánar og átti eigið heimili í
Barcelóna alla tíð síðan. Aldrei rofn-
aði sú taug sem tengdi okkur þess-
um sterku vináttuböndum þó stund-
um væri langt á milli okkar.
Framan af var stundum langt á milli
þess að við hittumst. Þó var það
þannig að hvort sem við töluðum
saman í síma eða hittumst, þá var
samband okkar þannig að það var
eins og við hefðum kvaðst í gær.
Ég eignaðist ekki bara góða vin-
konu þegar að ég kynntist Áslaugu
heldur tengdist ég einnig fjölskyldu
hennar á Þinghólsbrautinni. Mikill
fengur var það fyrir mig, unga
stúlku úr Mýrdalnum, að fá að gista
hjá henni og njóta samverunnar
með foreldrum hennar og systkin-
um.
Um leið og ég kveð þig hinstu
kveðju langar mig að þakka þér
dýrlega 28 ára trygga vináttu, og
fyrir allt það sem við gerðum saman
bæði í starfi og leik. Bestu minn-
ingar sem koma í hug minn er ég
hugsa til samskipta okkar er þegar
við sátum einar saman og vorum að
ræða lífsins gang. Eitt af því
skemmtilegasta var að heyra þig
segja frá ýmsum atvikum sem þú
hafðir orðið vitni að eða tekið þátt í.
Þrátt fyrir að þú hefðir verið lang-
dvölum erlendis var vald þitt á ís-
lensku máli svo gott og orðkynngin
svo mikil að unun var á að hlýða. Ég
á eftir að sakna þess mikið að fá
ekki símhringingu eða bréf frá þér
framar. Ég mun ævilega minnast
þín sem glaðlyndrar og góðrar
manneskju sem vildi allt fyrir alla
gera.
Ég og fjölskylda mín sendum eig-
inmanni, foreldrum og systkinum
þínum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum góðan Guð að
styrkja þau á erfiðum tíma.
Kristín Þorsteinsdóttir.
ÁSLAUG HELGA
PÉTURSDÓTTIR % &
.
&
2'2> D" /%$
!(
/3
;
.
3 "$##
.! / . $%
! (!$! # & : ($%
! # &
%7 #$%
!$ # $% " 3 &
)% $# $% " &/&
! # $% & )& # &
& 5$%0
< ,
'
7
'"')'
2 @ ! 84
! @ %0
%7 #! &! 06 @$%
6 @ %7 #& )% #3 $%
# %7 #&
# D : %7 #
7# ! )& $$%
& 3! 7 @!0
9
6
6
,
,
&
D
2'<<
'F*2
2 =.7
5(!$! GG$ * & ! #' $% 0
% &
'1*2*'1' H
$$I
# # J
' #
3 "$##
<
. -
=
.
)% "0 ($% # ( 3 %&
* 7 (&
$( (& / . !$! (!$$%
'! ! ($% ' &
/. & /. 0
9
6
6 ,
,
&
7
2>'2'61')
"/# 8K
0
6
&
/&
# ! 7& #& %# %&
! ! 6 %$% #/ . )% 7 &
%# %$% ! % ! %&
%$%
! &&
'$ 5 #/ . &
!
.)% 0