Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isStefán Þórðarson á heimleið frá Stoke / B1 Landsmótið í golfi hefst á Hellu í dag / B2 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í  Talsímaþjónusta fyrir heimili í haust/C1  Fjármálafyrirtæki óheimilt að kaupa …/C4  Samrunar á undanhaldi/C6  „Ofurmannleg veiði“ á Hornbanka/C8  Meira vit á viðskiptum en vélum/C9  Kallað eftir nýjum hugmyndum/C11 NIÐURSTÖÐUR rannsókna á búpeningi á bænum Ási I í Hegranesi í Skagafirði sýna að 20 mjólkurkýr og kálfar eru smituð af salmonellu. Eins og fram kom í síðustu viku greind- ist bakterían fyrst í einni mjólkurkú fyrir skömmu og var henni lógað af þeim sökum. Í framhaldi af því voru tekin 30 sýni og 20 reyndust jákvæð að sögn Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis. „Það er farbann á bænum og fara hvorki afurðir né dýr af honum,“ segir Halldór. Hann segir ekki til umræðu að lóga mjólkurkúnum og að reynslan sýni að skepnur geti hreinsað sig af sýkingunni. Unnið er að sótthreinsiað- gerðum á bænum en að sögn Halldórs er talið líklegast að rekja megi sýkinguna til meng- aðs drykkjarvatns og eru hafn- ar aðgerðir á vegum sveitarfé- lagsins við lagfæringu á rot- þróm og búnaði þeirra. Aðspurður segir Halldór að ekki eigi að vera hætta á að salmonella berist til neytenda í mjólk frá bænum. Öll mjólk sé gerilsneydd í mjólkurstöð og allar hefðbundnar sótthreinsi- aðgerðir í mjólkurbúum eigi að ráða niðurlögum bakteríunnar. Til frekara öryggis var auk þess strax sett bann við mjólk- ursölu frá bænum þegar smitið greindist. Ekki hefur verið ákveðið hvort kannað verður hvort bakterían er á bæjum í nágrenninu. Halldór segir ekki ástæðu til að ætla að svo sé. Salmon- ella fannst í 20 kúm PÓST- og fjarskiptastofnun gerir ekki athugasemdir við gjaldskrár- breytingar Landssímans nema hvað varðar breytingar á svokallaðri heimtaugarleigu og er það mál nú til frekari skoðunar hjá stofnuninni. Þá hefur stofnunin tilkynnt Samkeppn- isstofnum breytingarnar og bent á nokkur atriði sem talin var ástæða til að Samkeppnisstofnun skoðaði frek- ar. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að þegar verðbreytingar séu gerðar á svokallaðri alþjónustu – en það er í raun sú þjónusta sem lögð er á Sím- ann sem kvöð – eða boðið upp á nýja þá skoði stofnunin slíkt sérstaklega og einkum allt sem lúti að alþjónust- unni. „Síminn sendi okkur yfirlit yfir breytingar hjá sér fyrir mánaðamót- in og við fórum yfir þær. Við erum búin að svara Símanum efnislega varðandi breytingarnar. Við gerum ekki athugasemdir við gjaldskrár- breytingar nema hvað varðar breyt- ingar á heimtaugarleigunni sem áttu þó ekki að taka gildi fyrr en 1. sept- ember. Þar erum við að skoða þau gögn sem Landssíminn hefur lagt fram. Við höfum óskað eftir frekari gögnum og erum að skoða það mál mjög ítarlega.“ Hrafnkell segir ákveðið verklag vera í gangi um samstarf á milli Póst- og fjarskiptastofnunar og Samkeppnisstofnunar, þegar um viðamiklar eða viðkvæmar breyting- ar sé að ræða láti stofnanirnar hvor aðra vita og Póst- og fjarskiptastofn- un hafi tilkynnt Samkeppnisstofnun þessar fyrirhuguðu breytingar Landssímans fyrir helgina. Spurður nánar um þetta sagði Hrafnkell að það væri matsatriði í hvert sinn hvort þetta væri gert eða ekki. „Í þessu tilviki voru nokkur at- riði sem við töldum ástæðu til að benda Samkeppnisstofnun á og þeir skoða þá allt það sem lýtur að sam- keppnishamlandi aðgerðum, s.s. lækkun á verði þar sem augljóslega er verið að mæta samkeppni. En það má heldur ekki gleyma að Síminn er að keppa á markaði þar sem önnur fyrirtæki eru og það er ekki nema eðlilegt að Landssíminn breyti af og til sinni gjaldskrá.“ Hrafnkell segir að heimtaugar- leiga falli undir reglugerð um opinn aðgang að heimtaug. „Landssíminn er með mjög samkeppnisfært verð við nágrannalönd okkar í flestum til- vikum, nema varðandi heimtaugina en þar eru þeir farnir að nálgast miðjan hóp og þess vegna þykir okk- ur enn ríkari ástæða til þess að skoða það mál vel.“ Heimtaugarleigan til frekari skoðunar Póst- og fjarskiptastofnun skoðar gjaldskrárhækkun Símans í opinberu starfi, rangar skýrslur til yfirvalda, mútuþægni og umboðs- svik. Auðgunarbrot Árna eru sam- kvæmt dóminum talin hafa numið samtals 3,2 milljónum króna, auk annarra brota. Afturkallar játningu í tveimur ákæruliðum Árni áfrýjaði dómi héraðsdóms í lok júlí en í áfrýjunarstefnu sinni aft- urkallar hann játningu í tveimur ákæruliðum sem fjalla um fjárdrátt að fjárhæð tæpar 300 þúsund krónur með því að hafa tekið út efni hjá Húsasmiðjunni hf. og Tengi ehf. í við- skiptareikning Ístaks, sem krafði byggingarnefnd Þjóðleikhússins um fjárhæðina. Að sögn Jakobs R. Möllers, verj- anda Árna, er afturköllunin byggð á því að Árni hafi játað ákæruliðina fyrir misskilning við þingfestingu og aðalmeðferð málsins í héraði. RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar 15 mánaða fangelsisdómi Héraðsdóms Reykja- víkur yfir Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismanni. Jafnframt áfrýjar ákæruvaldið sýknudómi fjögurra meðákærðu í málinu til Hæstaréttar. Samkvæmt upplýsingum Braga Steinarssonar vararíkissaksóknara er dóminum áfrýjað til fullrar sakfell- ingar og refsiákvörðunar samkvæmt ákæru gagnvart ákærðu, Birni Krist- manni Leifssyni, Gísla Hafliða Guð- mundssyni, Stefáni Axeli Stefánssyni og Tómasi Tómassyni. Jafnframt er dómi yfir Árna Johnsen áfrýjað til refsiþyngingar. Ekki liggur fyrir hvenær málið verður tekið til meðferðar í Hæsta- rétti en gera má ráð fyrir að það verði í upphafi næsta árs. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var kveðinn upp 3. júlí þar sem Árni Johnsen var sakfelldur fyrir fjárdrátt Dómi yfir Árna Johnsen áfrýjað til refsiþyngingar jón Jónsson sem einnig var með í för. Steinvör og Kristjón segja að þau hafi verið á ferð um Dreka við Öskju þegar landvörður á svæðinu hafi óskað eftir því að þau, og aðrir íslenskir jeppamenn sem voru staddir í Dreka, aðstoðuðu Sviss- lendinga við að ná upp jeppa sem væri fastur við jökulrætur Dyngju- jökuls. Að sögn landvarðarins var þá þegar búið að kalla út þrjár björgunarsveitir frá Húsavík, Að- aldal og Mývatni. Þau segja að þegar þau hafi komið á staðinn hafi þau séð að Svisslendingarnar voru á tveimur ÍSLENSKIR jeppamenn komu svissneskum jeppamönnum til hjálpar við rót Dyngjujökuls á sunnudag, en þar höfðu Svisslend- ingarnir fest jeppa sinn í jökulleir. Steinvör V. Þorleifsdóttir, sem var í íslenska hópnum, segir að svissnesku jeppamennirnir hafi greinilega beygt út af veginum á Flæðunum á Gæsavatnaleið og að þaðan hafi þeir ekið utan vegar upp að jökulrótinni. „Það er í raun ótrú- legt að þeim hafi dottið í huga að keyra þangað,“ segir hún enda sé auðvelt að festa sig í jökulleirnum. „Þetta svæði þykir sérstaklega varasamt.“ Undir þetta tekur Krist- Pinzgauer-jeppum. Sá sem var fast- ur var þriggja öxla og vegur þrjú tonn. „Þeir voru búnir að losa ann- an bílinn en hinn var enn pikkfastur þegar við komum,“ segir Kristjón. „Við losuðum hann með drullu- tjakki og spili,“ segir hann, en það tók um klukkutíma. Steinvör og Kristjón segja að þegar bíllinn hafi verið losaður hafi beiðnin um aðstoð frá björg- unarsveitunum verið afturkölluð. Þau segja að Svisslendingarnir hafi boðið þeim björgunarlaun, en það hafi enginn þegið. „Við gerðum þetta með glöðu geði,“ segir Stein- vör. Morgunblaðið/Steinvör V. Þorleifsdóttir Svisslendingar í vandræð- um við rætur Dyngjujökuls KONAN sem lést í bílslysinu á Vest- urlandsvegi við Fiskilæk í Leirár- og Melasveit á þriðjudag hét Þuríður Andrésdóttir, til heimilis í Frostafold 97 í Reykjavík. Þuríður var fædd 8. mars árið 1924 og lætur eftir sig sam- býlismann og tólf uppkomin börn. Lést í bílslysi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 183. tölublað (08.08.2002)
https://timarit.is/issue/250787

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

183. tölublað (08.08.2002)

Aðgerðir: