Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 43
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 43
Heimsferðir kynna nú glæsilega vetraráætlun sína
með spennandi ferðatilboðum í vetur og allt að
10% verðlækkun á ferðum frá því í fyrra.
Beint vikulegt flug alla fimmtudaga í allan vetur
frá 19. desember. Þú getur valið um þá ferðalengd
sem þér best hentar, 1, 2, 3, 4 vikur eða lengur, og
nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra meðan á
dvölinni stendur. Heimsferðir bjóða nú meira úrval
gististaða á Kanarí en nokkru sinni fyrr, hvort sem
þú vilt íbúðir á Ensku ströndinni eða glæsihótel í
Maspalomas. Beint flug með glæsilegum vélum
Iberworld flugfélagsins án millilendingar.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verðtrygging Heimsferða
Ef þú færð sömu ferð annars staðar á lægra verði,
endurgreiðum við þér mismuninn*
Kanarí-
veisla
Heimsferða
í vetur
frá kr. 45.365
Við tryggjum þér
lægsta verðið
Verð frá 45.365
7 nætur, 9. janúar, m.v. hjón með
tvö börn .
Verð kr. 49.765
14 nætur, 9. janúar, m.v. hjón með
tvö börn
Verð kr. 58.550
7 nætur, 2. janúar, Tanife, m.v. tvo
í íbúð
Brottfarardagar
Vikuleg flug alla
fimmtudaga
Einn vinsælasti gististaðurinn Paraiso Maspalomas
Verðtrygging
Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið á Íslandi til Kanaríeyja.
Ef þú færð sömu ferð annars staðar, m.v. sömu dagsetningar,
ferðalengd og gististaði, endurgreiðum við þér mismuninn.
Gildir ekki um sértilboð.
Mesta úrvalið af
gistingu á Kanarí
Í KVÖLD, fimmtudagskvöldið
8. ágúst, fer fram 5 km hlaup,
Vatnsmýrarhlaupið (áður Sri
Chinmoy 5000) í sjöunda sinn, á
vegum Sri Chinmoy-maraþon-
liðsins, við Tjörnina í Reykjavík
og hefst það við Ráðhús
Reykjavíkur kl. 20. Skráning
hefst kl. 17 í Ráðhúsinu.
Hlaupið er í Vatnsmýrinni og
nágrenni Tjarnarinnar og er
hlaupaleiðin tiltölulega flöt.
Keppt er í þremur aldursflokk-
um karla og kvenna þar sem
sigurvegarar fá glæsileg verð-
laun. Einnig verða dregnir út
vinningar í lok hlaupsins. Að
hlaupi loknu verður boðið upp á
ávaxtahlaðborð.
Vatnsmýr-
arhlaupið
„NÁMSKEIÐ Skipulags og skjala
ehf. „Inngangur að skjalastjórnun“
verður miðvikudaginn 4. og fimmtu-
daginn 5. sept nk. frá 13:00–16:30
báða dagana. Námskeiðið er öllum
opið.
Í námskeiðinu er farið í grunn-
hugtök skjalastjórnunar; lífshlaup
skjals, virk skjöl, óvirk skjöl,
skjalaáætlun og skjalalykil. Greint
er frá því hvernig leysa má skjala-
vanda íslenskra vinnustaða með því
að taka upp skjalastjórnun. Skjala-
stjórnun er kynnt á námskeiðinu
sem liður í samkeppnisforskoti fyr-
irtækja. Fjallað er um íslensk lög
er varða skjalastjórnun en opinber-
um vinnustöðum er í raun skylt að
taka upp skjalastjórnun eftir setn-
ingu stjórnsýslulaga, upplýsinga-
laga og laga um persónuvernd.
Sýnt verður bandarískt stjórnunar-
myndband sem fjallar um skjala-
vanda á vinnustað.
Kennt er í úrvalshúsnæði með
tölvuskjávarpa. Kaffi ásamt með-
læti báða dagana er innifalið í nám-
skeiðsgjaldi. Kennari er Sigmar
Þormar M.A. Námskeiðsgjald er
kr. 25.000. Sjá nánar: www.skjala-
stjornun.is,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Námskeiðsskráning er á netfangi
skipulag@vortex.is.
Inngangur að
skjalastjórnun
UM ÞESSAR mundir er upp-
skerutímabilið að hefjast í sveitum
landsins og nú gefst borgarbúum
kostur á að kaupa grænmetið sitt
beint frá bónda. Í fyrrahaust var
settur upp bændamarkaður á
garðyrkjustöðinni Lundi við Vest-
urlandsveg þar sem boðið var upp
á glænýtt og ferskt grænmeti.
Viðtökur voru framar öllum
væntingum, segir í fréttatilkynn-
ingu, og því hefur verið ákveðið að
halda þessu starfi áfram í haust.
Laugardaginn 10. ágúst verður
markaðurinn opnaður. Vöruvalið
eykst þegar líða tekur á haustið,
en nú eru í boði gulrætur, rauðar
íslenskar kartöflur, gullauga-kart-
öflur, rófur, blómkál, spergilkál,
kínakál, hvítkál, rauðkál, hnúðkál,
alls kyns salöt og kryddjurtir.
Nokkrir heimilislistamenn verða
með handverk til sýnis og sölu á
staðnum. Heimatilbúnar sultur og
kleinur ásamt ýmsu fleiru verða á
boðstólum. Opið verður fram eftir
hausti og þar býðst borgarbúum
ferskasta grænmetið á markaðn-
um.
Opið er á milli 15 og 18 föstu-
daga og á milli 11 og 18 laug-
ardaga og sunnudaga. Tilvalið er
að bregða sér rétt upp fyrir bæ og
slaka á í sveitinni þegar gott er
veður. Heitt kaffi bíður allra sem
koma, segir í fréttatilkynningu frá
Lundi.
Bænda-
markaður
M O N S O O N
M A K E U P
litir sem lífga