Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 43 Heimsferðir kynna nú glæsilega vetraráætlun sína með spennandi ferðatilboðum í vetur og allt að 10% verðlækkun á ferðum frá því í fyrra. Beint vikulegt flug alla fimmtudaga í allan vetur frá 19. desember. Þú getur valið um þá ferðalengd sem þér best hentar, 1, 2, 3, 4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra meðan á dvölinni stendur. Heimsferðir bjóða nú meira úrval gististaða á Kanarí en nokkru sinni fyrr, hvort sem þú vilt íbúðir á Ensku ströndinni eða glæsihótel í Maspalomas. Beint flug með glæsilegum vélum Iberworld flugfélagsins án millilendingar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verðtrygging Heimsferða Ef þú færð sömu ferð annars staðar á lægra verði, endurgreiðum við þér mismuninn* Kanarí- veisla Heimsferða í vetur frá kr. 45.365 Við tryggjum þér lægsta verðið Verð frá 45.365 7 nætur, 9. janúar, m.v. hjón með tvö börn . Verð kr. 49.765 14 nætur, 9. janúar, m.v. hjón með tvö börn Verð kr. 58.550 7 nætur, 2. janúar, Tanife, m.v. tvo í íbúð Brottfarardagar Vikuleg flug alla fimmtudaga Einn vinsælasti gististaðurinn Paraiso Maspalomas Verðtrygging Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið á Íslandi til Kanaríeyja. Ef þú færð sömu ferð annars staðar, m.v. sömu dagsetningar, ferðalengd og gististaði, endurgreiðum við þér mismuninn. Gildir ekki um sértilboð. Mesta úrvalið af gistingu á Kanarí Í KVÖLD, fimmtudagskvöldið 8. ágúst, fer fram 5 km hlaup, Vatnsmýrarhlaupið (áður Sri Chinmoy 5000) í sjöunda sinn, á vegum Sri Chinmoy-maraþon- liðsins, við Tjörnina í Reykjavík og hefst það við Ráðhús Reykjavíkur kl. 20. Skráning hefst kl. 17 í Ráðhúsinu. Hlaupið er í Vatnsmýrinni og nágrenni Tjarnarinnar og er hlaupaleiðin tiltölulega flöt. Keppt er í þremur aldursflokk- um karla og kvenna þar sem sigurvegarar fá glæsileg verð- laun. Einnig verða dregnir út vinningar í lok hlaupsins. Að hlaupi loknu verður boðið upp á ávaxtahlaðborð. Vatnsmýr- arhlaupið „NÁMSKEIÐ Skipulags og skjala ehf. „Inngangur að skjalastjórnun“ verður miðvikudaginn 4. og fimmtu- daginn 5. sept nk. frá 13:00–16:30 báða dagana. Námskeiðið er öllum opið. Í námskeiðinu er farið í grunn- hugtök skjalastjórnunar; lífshlaup skjals, virk skjöl, óvirk skjöl, skjalaáætlun og skjalalykil. Greint er frá því hvernig leysa má skjala- vanda íslenskra vinnustaða með því að taka upp skjalastjórnun. Skjala- stjórnun er kynnt á námskeiðinu sem liður í samkeppnisforskoti fyr- irtækja. Fjallað er um íslensk lög er varða skjalastjórnun en opinber- um vinnustöðum er í raun skylt að taka upp skjalastjórnun eftir setn- ingu stjórnsýslulaga, upplýsinga- laga og laga um persónuvernd. Sýnt verður bandarískt stjórnunar- myndband sem fjallar um skjala- vanda á vinnustað. Kennt er í úrvalshúsnæði með tölvuskjávarpa. Kaffi ásamt með- læti báða dagana er innifalið í nám- skeiðsgjaldi. Kennari er Sigmar Þormar M.A. Námskeiðsgjald er kr. 25.000. Sjá nánar: www.skjala- stjornun.is,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Námskeiðsskráning er á netfangi skipulag@vortex.is. Inngangur að skjalastjórnun UM ÞESSAR mundir er upp- skerutímabilið að hefjast í sveitum landsins og nú gefst borgarbúum kostur á að kaupa grænmetið sitt beint frá bónda. Í fyrrahaust var settur upp bændamarkaður á garðyrkjustöðinni Lundi við Vest- urlandsveg þar sem boðið var upp á glænýtt og ferskt grænmeti. Viðtökur voru framar öllum væntingum, segir í fréttatilkynn- ingu, og því hefur verið ákveðið að halda þessu starfi áfram í haust. Laugardaginn 10. ágúst verður markaðurinn opnaður. Vöruvalið eykst þegar líða tekur á haustið, en nú eru í boði gulrætur, rauðar íslenskar kartöflur, gullauga-kart- öflur, rófur, blómkál, spergilkál, kínakál, hvítkál, rauðkál, hnúðkál, alls kyns salöt og kryddjurtir. Nokkrir heimilislistamenn verða með handverk til sýnis og sölu á staðnum. Heimatilbúnar sultur og kleinur ásamt ýmsu fleiru verða á boðstólum. Opið verður fram eftir hausti og þar býðst borgarbúum ferskasta grænmetið á markaðn- um. Opið er á milli 15 og 18 föstu- daga og á milli 11 og 18 laug- ardaga og sunnudaga. Tilvalið er að bregða sér rétt upp fyrir bæ og slaka á í sveitinni þegar gott er veður. Heitt kaffi bíður allra sem koma, segir í fréttatilkynningu frá Lundi. Bænda- markaður M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 183. tölublað (08.08.2002)
https://timarit.is/issue/250787

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

183. tölublað (08.08.2002)

Aðgerðir: