Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 53
Á vegum úti
(Highway)
Spennudrama
Bandaríkin 2001. Myndform VHS. (97
mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn
James Cox. Aðalhlutverk Jared Leto,
Jake Gyllenhaal, Selma Blair.
KYNSLÓÐIR hverra tíma eiga
sínar hetjur, sitt eitur og sínar bibl-
íur líka. Blómabörnin höfðu Hend-
rix, sýru og On the Road, X-kyn-
slóðin Cobain, alsælu og ... On the
Road – ef marka má höfunda þess-
arar útlyfjuðu, djúpu og dreymnu
kynslóðastúdíu.
Tveir vegvilltir
dóphausar, sann-
færandi leiknir af
hinum upprenn-
andi Leto og Gyll-
enhaal, þurfa að
hypja sig með
hraði frá heima-
bænum, hundeltir
af vafasömum föntum. Þeir hafa
ekki hugmynd um hvert skal halda
og Gyllenhaal stingur upp á Seattle,
þar sem hann vonast eftir að hafa
uppi á æskuástinni. Á leiðinni hitta
þeir álíka villta stelpu (Blair), fyrr-
um gleðikonu, sem Leto fellur fyrir.
Saman svífa þau á alsæluskýi til
Seattle þar sem þau, óafvitandi, en
á svo innilega táknrænan máta,
eiga eftir að lenda í miðri minning-
arathöfn um Kurt Cobain, leiðtoga
Seattle-sveitarinnar Nirvana, sem
framdi sjálfsmorð 1994, fylgjendum
til mikillar hryggðar.
Það er alltaf fróðlegt að sjá
myndir sem leggja fram samfélags-
legar kenningar. Hér eru vegvilltar
og leitandi kynslóðir tveggja tíma
bornar saman, vegnar og metnar,
án þess þó að einhverjar niðurstöð-
ur séu lagðar fram, einhver dómur
sé lagður á hvort þær velji rétt eða
rangt. Á stílrænan en þó stundum
full sjálfumglaðan máta kemst Cox
þó að því að það sé alltaf hollt að
leita, því það sé aldrei að vita nema
maður finni eitthvað á endanum.
Myndbönd
Svifið
til Seattle
Skarphéðinn Guðmundsson
FRÓÐIR MENN hafa nú spáð
endalokum myndbandstækjanna
innan fárra ára ef fer sem horfir.
Tímaritið Screen Digest birti á dög-
unum niðurstöður könnunar sem
það stóð fyrir þar sem í ljós kom að
árið 2006 munu 85% almennings
fjárfesta í kvikmyndum á mynddisk-
um (DVD) frekar en hinum gömlu
góðu VHS-myndbandsspólum. Talið
er að hinn sami almenningur muni
eyða næstum 100 milljörðum ís-
lenskra króna í þessar fjárfestingar.
Þá er talið að sala á mynddiskum
muni aukast um 150% á næstu fjór-
um árum, á kostnað myndbands-
spólnanna.
John Miller, forsprakki rannsókn-
arinnar, taldi að um 50 milljónir
heimila í Vestur-Evrópu muni geta
státað af mynddiskspilara á næsta
ári og að sama skapi muni sala á
myndbandstækjum dragast saman í
nánast ekki neitt. Þá eru ekki teknir
með í reikninginn allir þeir sem not-
ast við leikjatölvur og heimilistölvur
til að horfa á mynddiskana.
Ef þessar áætlanir standast hefur
það tekið mynddiskaspilarana átta
ár að ná sömu útbreiðslu og mynd-
bandstækin náðu á 20 árum. Ekki
slæmur árangur það!
Ekki fylgja þessari þróun þó ein-
göngu kostir en reglum um höfunda-
rétt verður erfiðara að fylgja eftir
vegna þess hve auðvelt og aðgengi-
legt það er að fjölfalda mynddiskana.
Yfirvöld í Bretlandi munu því á
næstunni endurmeta sett lög um
höfundarétt sem tóku gildi árið 1988.
Myndbönd tilheyra fortíðinni
Morgunblaðið/Golli
Talið er að 85% Vestur-Evrópu-
búa muni fjárfesta frekar í
mynddiskum en myndböndum.
Reuters
Mynddiskaspilarinn.
Moggabúðin
Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
SÍMI 587-8900 ÁLFABAKKI www.sambioin.is
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
kvikmyndir.is
Sýnd kl. 4 og 6. Vit 398
HETJA MUN RÍSA UPP...
...Á AFTURLAPPIRNAR.
1/2
Kvikmyndir.is
Pétur Pan-2
DV
Það eru margar leiðir
til að slá á tannpínu.
Bráðskemmtileg og kolsvört kómedía með
spennuívafi. Háðfuglinn Steve Martin fer
hreinlega á kostum í myndinni.
Þú átt eftir að fá verk í beinin af hlátri. Kol-
rugluð grínmynd sem kemur öllum í gott skap.
Í anda „God's
must be crazy“
myndana.
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Vit 415
THE MOTHMAN PROPHECIES
Með Steve Martin Helena Bonham Garter
„Fight Club“ og Laura Dern „Jurassic Park“.
Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Vit nr. 410.
Sýnd kl. 4 og 8. Enskt tal. Vit nr. 407.
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára Vit 400
Sýnd í lúxus kl. 6, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 414
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 16. Vit 412
Einnig sýnd í lúxussal VIP
Sýnd kl. 4. Íslenskt tal. Vit 358. Sýnd kl. 10.10. B.i. 16 ára Vit 408Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Vit 406
Kvikmyndir.is
DV
Hverfisgötu 551 9000
www.regnboginn.is
Sexý og Single
yfir
33.000.
MANNS
Búðu þig undir geggjaða gamanmynd í
anda There´s Something About Mary!
Cameron Diaz hefur aldrei verið betri.
Sýnd kl. 10.20. B.i. 10.
2 FYRIR EINN
Þegar ný ógn steðjar
að mannkyninu hefst
barátta upp á
líf og dauða.
STÓRKOSTLEGAR TÆKNIBRELLUR OG BRJÁLAÐUR HASAR.
2 FYRIR EINN
Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30. Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 5.30 og 8. B.i. 10.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15.