Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSKURÐUR félagsmálaráðu- neytisins varðandi framkvæmd kosninganna í Borgarbyggð kemur að öllum líkindum til kasta dómstóla innan tíðar en Óðinn Sigþórsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félags Mýrasýslu, er að undirbúa stefnu. Hann tekur þó sérstaklega fram að það muni hann gera í eigin nafni. „Við erum að undirbúa að leggja stefnuna fram í héraðsdómi og mun- um leggja áherslu á að fá flýtimeð- ferð í málinu,“ segir Óðinn. Fóru langt út yfir sjálf kæruatriðin Óðinn segir að öll efnisatriði úr- skurðar ráðuneytisins komi til skoð- unar í þessu sambandi. Þó fyrst og fremst það að í úrskurðinum sé farið langt út fyrir sjálf kæruatriðin: „Þeir komast að niðurstöðu sem ekki var gerð krafa um í kærunni. Það var gerð krafa um að eitt tiltekið at- kvæði, sem var dæmt ógilt, yrði tek- ið gilt. Til þess tóku þeir ekki af- stöðu en í staðinn taka þeir eitt utankjörstaðaatkvæði sem hafði ver- ið dæmt ógilt og úrskurða að það teljist vera gilt. Síðan segja þeir að það megi ekki telja þetta atkvæði með vegna þess að það aflétti lög- boðinni leynd á kosningunni.“ Óðinn segir þetta atriði orka af- skaplega tvímælis því með þessu sé verið að leggja fyrir kjörstjórnir, þar sem aðeins eitt utankjörfundar- atkvæði berst, að þær megi ekki telja það með og þannig sé verið að svipta kjósanda atkvæðisrétti sín- um. Nauðsynlegt sé að fá úr þessu skorið, ekki bara vegna þessa máls heldur einnig vegna framkvæmdar og talningar við kosningar almennt. Eðlilegast að kjósa hið fyrsta Þorvaldur Tómas Jónsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins, segir að allir hafi verið sammála um það á kosninganóttina og dagana á eftir að það yrði að kæra niðurstöð- una. „Við gerðum það því að rétt skal vera rétt. Síðan fáum við þenn- an úrskurð þar sem ráðuneytið gengur svo langt að krefjast nýrra kosninga, það taldi sig ekki geta komist að neinni annarri niðurstöðu. Það kom okkur vissulega á óvart vegna þess að að það var ekki í sam- ræmi við kæru okkar. Við létum hins vegar segjast þeg- ar við vorum búnir að fara yfir málið, þ.e. að ekki væri um annað að ræða en una þessum úrskurði og það væri til þess eins að teygja tímann og valda óþarfa vandræðum að þrasa meira um þetta. Bréf bæjarráðs til ráðuneytisins er varla annað en barnaskapur og nú kemur þetta dómsmál. En ég tek fram að ég hef í sjálfu sér ekkert á móti því að menn leiti til dómstóla, aðalatriðið er að komist sé að réttri niðurstöðu fyrir kjósendur. Þetta snýst um réttindi þeirra. En úrskurður ráðuneytisins er vel rökstuddur og þar hafa menn farið vel yfir málið. Mín skoðun er því sú að við eigum að hætta að eyða kröftunum og drífa í því að kjósa,“ segir Þorvaldur. Vilja viðræður við ráðherra Björn Bjarki Þorsteinsson, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð, segir að nú bíði menn eftir svari félagsmálaráðuneytisins: „Við búumst svo sem ekki við miklu í tengslum við það svar, en við erum í algerri biðstöðu meðan þetta ástand varir og því höfum við einnig ósk um fund með ráðherra,“ segir hann. Björn Bjarki telur að Borgar- byggð þurfi alls ekki á öðrum kosn- ingum að halda, kominn sé mjög starfhæfur meirihluti sem halda myndi velli í nýjum kosningum. Hann segir að mönnum þyki úr- skurður félagsmálaráðuneytisins af- ar sérkennilegur, svo ekki sé meira sagt. „Ráðuneytið var í raun að úr- skurða í máli sem ekki var beint til þeirra. Og þá er einng sérkennilegt að það hafi tekið ráðuneytið sex vik- ur að komast að þessari niðurstöðu og að hvorki hafi heyrst hósti né stuna frá því allan þann tíma. Menn voru komnir hér á fullt í vinnu, búnir að ráða framúrskarandi bæjarstjóra og ýmis grunnvinna komin af stað. Málið allt er því ákaflega íþyngjandi og kostar auk þess heilmikið og ég held að Borgarbyggð þurfi alls ekki á því að halda að fara í aðrar kosn- ingar. En ég tek fram að við hræð- umst ekki kosningarnar, það er ekki vandamálið,“ segir Björn Bjarki. Skiptar skoðanir í Borgarbyggð um sveitarstjórnarkosningarnar Úrskurður félagsmálaráðu- neytisins líklega fyrir dómstóla FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTINU hafði ekki borist samþykkt bæj- arráðs Borgarbyggðar í gær þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða þar en þar er skorað á félagsmála- ráðuneytið að endurskoða úrskurð sinn um nýjar kosningar í Borg- arbyggð. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði ráðuneytið fara yfir erindi bæjarráðsins þegar það hefði borist ráðuneytinu en Páll sagðist þó telja erindið óvenjulegt þar sem í því væri farið fram á að ráðuneytið drægi til baka úrskurð sem hefði verið tekinn að ákaflega vel athuguðu máli. Aðspurður segir félagsmálaráð- herra ástæðuna fyrir því hversu langan tíma það hafi tekið ráðu- neytið að komast að niðurstöðu einmitt hafa verið þá að menn hafi talið málið alvarlegs eðlis og því farið vel yfir það og komist að nið- urstöðu sem þeir teldu sig geta staðið við. Páll segir að auðvitað hafi menn rétt til þess að skjóta málinu til dómstóla en tekur jafnframt fram að hann telji það ekki vera skyn- samlegt af hálfu meirihlutans í Borgarbyggð að fara þá leið. Nið- urstaða dómstólanna kunni ekki að liggja fyrir fyrr en með haustinu og þangað til löglega kjörin bæj- arstjórn taki við geti starfandi bæjarstjórn ekki innt af hendi neinar greiðslur eða gengist undir skuldbindingar fyrir hönd sveitar- félagsins nema þá samkvæmt heimild í fjárhagsáætlun eða með leyfi félagsmálaráðuneytisins. Páll segir að í ráðuneytinu séu menn þó alveg rólegir vegna hugs- anlegrar niðurstöðu dómstóla. Félagsmálaráðherra um málefni Borgarbyggðar Óskynsamlegt að fara með málið fyrir dómstóla HANN er nægjusamur á pláss þessi erlendi ferðamaður sem tjaldaði eins manns tjaldi sínu í Land- mannalaugum á dögunum. Fyrir ferðalanga sem ferðast fótgang- andi eða á hjólum er mikilvægt að ferðabúnaður sé sem léttastur svo hann íþyngi ekki ferðafólkinu og það komist leiðar sinnar um fjöll og firnindi. Morgunblaðið/Ingó Tjaldað fyrir einn ÓSKAR Magnússon, forstjóri Íslandssíma, segir ástæðulaust af forsvarsmönnum verkalýðs- hreyfingarinnar og neytenda að lýsa yfir áhyggjum af hækk- unum á gjaldskrá Landssím- ans. Neytendur geti einfald- lega snúið sér til annarra fjarskiptafyrirtækja, s.s. Ís- landssíma sem bjóði lægra verð á þessum markaði og hafi ekki hækkað gjaldskrá sína. ,,Það er eins og menn hafi gleymt því að það er sam- keppni á þessu sviði,“ segir Óskar. Í Morgunblaðinu sl. laugar- dag lýstu Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ, og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna, áhyggjum sínum vegna gjaldskrárhækk- ana Landssímans og rafmagns- veitnanna um mánaðamótin. ,,Það virðist gæta einhvers misskilnings hjá þessum ráða- mönnum,“ segir Óskar. ,,Það er í sömu andránni talað um að- finnsluverðar hækkanir hjá Landssímanum og Orkuveit- unni, en þar er ólíku saman að jafna vegna þess að þegar Orkuveitan hækkar sína gjald- skrá hefur þú ekki í önnur hús að venda en þegar Landssím- inn gerir það ertu hins vegar ekki í neinum sérstökum vand- ræðum vegna þess að þú getur fengið sömu þjónustu annars staðar. Þess vegna segi ég að verkalýðsleiðtogar og forsvars- menn neytenda þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu máli. Einfaldasta ráðið hjá þeim er auðvitað að segja fólkinu að skipta við þá sem ekki hækka og eru ódýrari,“ segir hann. Óskar fullyrðir að Íslands- sími bjóði símaþjónustu á lægra verði en Landssíminn. ,,Við teljum okkur geta sýnt fram á það hvenær sem er, en gerum það enn frekar núna eft- ir að Landssíminn hefur hækk- að en ekki við. Munurinn hefur stóraukist og Íslandssími hefur engar ráðagerðir uppi um hækkanir.“ Betri kjör ef hópar færa viðskipti sín til Íslandssíma Hann segir jafnframt að það sé sjálfsagt og eðlilegt að ef verkalýðshreyfingin tæki það upp hjá sjálfri sér að beina við- skiptum sínum í stórum stíl til Íslandssíma, megi félagsmenn hennar búast við að njóta þess í enn betri kjörum en þeim standi til boða í dag. ,,Það er ekki nema eðlilegt að ef það koma þúsundir félagsmanna þá munum við auðvitað láta þá njóta góðs af því,“ segir Óskar. Forstjóri Íslands- síma um áhyggjur verkalýðsleiðtoga Geta snúið sér til ann- arra sem bjóða lægra verð ÖKUMAÐUR bifhjóls sem lögreglan stöðvaði í fyrrinótt eftir ofsaakstur á yfir höfði sér sviptingu ökuleyfis og þunga sekt fyrir hraðaksturinn og að hafa ekki sinnt stöðvunarboði lög- reglumanna úr Kópavogi og Reykja- vík. Ökumaðurinn mældist á 145 km hraða og kom inn á ratsjá Kópavogs- lögreglunnar við Arnarnesbrú. Aftan á hjóli hans sat tæplega tvítug stúlka en sjálfur er ökumaðurinn um þrí- tugt. Hann sinnti í engu stöðvunarboði tveggja lögreglubifreiða og reyndi að stinga lögregluna af en náðist á end- anum við Eskihlíð í Reykjavík. Hann var færður á lögreglustöð til skýrslu- töku og látinn laus að því loknu. Tekinn á ofsahraða á bifhjóli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 183. tölublað (08.08.2002)
https://timarit.is/issue/250787

Tengja á þessa síðu: 12
https://timarit.is/page/3450305

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

183. tölublað (08.08.2002)

Aðgerðir: