Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 33
menningarráðherra? Á þennan hátt
er ímynd þjóðar rústuð hægt og bít-
andi innanfrá sem utan. Og hér er rétt
að spyrja Björn: Hver á að vernda
náttúru, þjóðararf og menningarverð-
mæti á hálendi Íslands ef stjórnvöld
gera það ekki?
Skynsamleg nýting á auðlindum
byggist á djúpstæðri þekkingu, fag-
legri yfirvegun og samvinnu almenn-
ings. Hún er langtímaverkefni. Nátt-
úran er allra mál, allra eign og
andstaðan við virkjanir og stóriðju er
ekki flokkspólitísk. Hún sprettur
fram af ást á landi, skilningi á sameig-
inlegum arfi og umhyggju fyrir þeim
sem á eftir koma.
Kárahnjúkavirkjun og risaálver í
Reyðarfirði með óbætanlegum nátt-
úruspjöllum eru hugarfóstur lítillar
en voldugrar valdaklíku. Ágóðinn er
talnaleikur þeirra. Þeir hafa fullvissað
mesta álrisa í heimi um að Íslendinga
skorti dómgreind og sjálfsvirðingu; sé
sama um landið sitt og svo sólgnir í
stóriðju að þeir vilji reisa óarðbærar
virkjanir og niðurgreiða rafmagn alla
ævi sína og barnabarna sinna. Skyldi
það vera svo?
Höfundur er rithöfundur og
náttúrufræðingur.
félagasamtökum og einstaklingum.
Það jákvæða við skilgreininguna á
sjálfbærri þróun er að erfitt er að
setja sig á móti markmiðinu og að
leiðin til að ná því höfðar til þátt-
töku sem flestra. Reyndin hefur
líka orðið sú að fjöldi stjórnmála-
manna og ríkisstjórna keppist við
að lýsa yfir fylgi við sjálfbæra þró-
un, þótt nánari skoðun leiði oftar
en ekki í ljós að holt sé undir slík-
um yfirlýsingum. Miklu skiptir því
að almenningur sé vakandi, öðlist
skilning á inntaki sjálfbærrar þró-
unar og geti veitt öflugt lýðræð-
islegt aðhald.
Átök í aðdraganda
ráðstefnunnar
Sem vænta má hafa orðið átök á
fundum sem haldnir hafa verið til
undirbúnings þinginu í Jóhannes-
arborg. Unnið hefur verið að texta
yfirlýsingar sem þjóðarleiðtogum
er ætlað að taka afstöðu til fyrir
þinglok. Þótt byggja eigi á sam-
þykktunum frá Ríó og yfirlýsing-
um frá síðari ráðstefnum Samein-
uðu þjóðanna, leynir sér ekki
djúpstæður ágreiningur og tor-
tryggni á mörgum sviðum. Varðar
það ekki síst mat á afleiðingum
hnattvæðingar og ríkjandi reglum
um heimsviðskipti. Eftir síðasta
undirbúningsfund ríkisstjórna á
Bali í Indónesíu í júníbyrjun er
fjölmargt í yfirlýsingunni ófrá-
gengið og innan hornklofa. Það á
meðal annars við um leiðir til að
tryggja betur en hingað til fram-
kvæmd Dagskrár 21, viðskipta- og
fjárhagsþætti og þróunaraðstoð
frá alþjóðlegum stofnunum og ein-
stökum ríkjum. Með því að halda
þingið í Suður-Afríku er verið að
minna á ástand mála í þriðja heim-
inum og Afríku sérstaklega.
Eins og tíðkast hefur undanfarið
á stórfundum í nafni Sameinuðu
þjóðanna koma frjáls félagasamtök
mjög við sögu við undirbúning og
á sérstökum samkomum við hlið
ríkjaráðstefnunnar. Jóhannesar-
borg verður að þessu leyti engin
undantekning og er gert ráð fyrir
að tugþúsundir fulltrúa frjálsra fé-
lagasamtaka (NGO) safnist þar
saman á samkomu sem kallast
Global Peoples Forum. Gildi þess
að hlúa að slíkum fjölradda vett-
vangi er löngu viðurkennt á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna og hjá
svæðasamtökum, eins og endur-
speglast í svonefndri Árósayfirlýs-
ingu Evrópuríkja frá 1998. Íslensk
stjórnvöld hafa verið mjög hikandi
við að fylgja eftir þeirri stefnu-
mörkun og kemur það meðal ann-
ars fram í því að á síðasta Alþingi
var stjórnartillaga um staðfestingu
Árósasamningsins dregin til baka.
Hlutur Íslands óljós
Lítið hefur frést af undirbúningi
íslenskra stjórnvalda fyrir heims-
þingið í Jóhannesarborg og er þar
ólíku saman að jafna við aðdrag-
anda Ríó-ráðstefnunnar 1992.
Skýrsla Íslands til ráðstefnunnar
liggur enn ekki fyrir og samvinna
hefur lítil sem engin verið við
frjáls félagasamtök í aðdraganda
ráðstefnunnar. Hér er þó um að
ræða atburð og málefni sem miklu
skiptir fyrir velferð alls mann-
skyns.
Höfundur er líffræðingur, fyrrver-
andi alþingismaður og ráðherra.
Umhverfismál
Sálfbær þróun felur
í sér, segir Hjör-
leifur Guttormsson, að
ákvarðanir og aðgerðir
á hverjum tíma megi
hvorki valda tjóni fyrir
óbornar kynslóðir né
skerða möguleika
þeirra til lífsafkomu.
Þumalína
Alltaf í leiðinni
Skólavörðustíg 41, s. 551 2136
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
VATNSVIRKINN ehf
Ármúla 21 · Sími 533 2020
www.vatnsvirkinn.is
ÞAKRENNUR
Frábærar Plastmo
þakrennur með 20 ára
reynslu á Íslandi.
Til í gráu, brúnu, hvítu
og svörtu.
Heildsala - Smásala
nú á
allt a›
seljast
*af upprunalegu ver›i
60%
*
til mánudags í Kringlu,
Smáralind og Skeifu
www.hagkaup.is