Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Framsóknarfélögin í Reykjavík Sumarferð í Flatey á Breiðafirði Örfá sæti laus í hina árlegu sumarferð laugardaginn 10. ágúst. Allir velkomnir Nánari upplýsingar á hrifla.is Miðapantanir í síma 540 4300 Verð kr. 4.990 Brottför frá BSÍ kl. 10.00 stundvíslega Framsóknarfélögin í Reykjavík Jónína Bjatmarz Alfreð Þorsteinsson Anna Kristinsdóttir Ólafur Örn Haraldsson hennar að framkvæmdum loknum. Árið 1921 hinn 5. ágúst vísiteraði Jón Helgason biskup Brettings- staðakirkju og lauk hann miklu lofs- orði á smíði hennar, búnað og viðhald og lét bóka hvað harmoníum hennar væri gott. Þá var ekkert málverk yfir altarinu því altaristöfluna úr gömlu Flateyjarkirkju hafði þjóðminja- vörður fengið, og bætti Jón biskup úr með því að útvega vandaða sænska eftirprentun af hirðunum á jólanótt sem enn er í kirkjunni og er eftir Julius Kronberg. Svo vönduð var smíði kirkjunnar að hún skemmdist ekki mikið þegar hún lagðist á hliðina í aftakaveðri að- faranótt 3. desember 1933, enda seg- ir í Kirkjublaðinu litlu síðar að hún hafi verið nær ólöskuð. Eftir það var hún sett á steinsteyptan grunn í stað grjóthleðslu og var það mikið áræði í höndum vaskra manna sem einungis höfðu reipi og kaðla sér til hjálpar. Flateyjardalur fór í eyði 1953 og 1955 var Brettingsstaða-(Flat- eyjar)sókn sameinuð Húsavíkur- prestakalli. Var þá farið að íhuga flutning kirkjunnar og var afráðið að taka hana ofan og flytja út í Flatey þannig að þar væri kirkja á ný eftir margra áratuga hlé enda þar ennþá margir íbúar. Til þessa flutnings var fenginn Björgvin Pálsson húsa- smíðameistari í Hrísey ásamt tveim- ur öðrum mönnum. Lögðu sóknar- börnin þá einnig á sig ómælda vinnu við að rífa kirkjuna niður fjöl fyrir fjöl og flytja milli lands og eyjar. Kom þá berlega í ljós hversu sókn- arbörnum í Flatey þótti vænt um kirkju sína. Aðalhús kirkjunnar var endurreist með sömu grind og þaksperrum en bætt var við kór, forkirkju, nýrri hvelfingu og gluggafög voru gerð Upphaflega stóð kirkja þessi á Brettingsstöðum á Flateyjardal, en það var Jóhann Bessason á Skarði, er dæmt hafði gömlu Flateyjar- kirkju ónýta, sem tók að sér smíði hennar 1894 og var hún vígð í júlí 1897. Varð þá kirkjulaust í Flatey. Viðirnir komu frá Noregi og vetur- inn fyrir kirkjusmíðina lét Jóhann vinna innréttingar, altari, gráður og stól, glugga, hurðir o.fl. heima á Skarði. Uppsetning kirkjunnar sjálfrar tók svo 11 vikur um vorið, en það var séra Árni prófastur á Skútustöðum sem sá um vígslu NÝTT þakjárn var sett nýlega á kirkjuna í Flatey á Skjálfanda, en gamla bárujárnið var orðið mjög lé- legt og því mikil þörf á að skipta um það. Það var Stefán Óskarsson frá Tré- smiðjunni á Rein sem tók verkið að sér og flutti efni og vinnupalla út í eyju með aðstoð heimamanna, en mikill áhugi hefur verið meðal fólks sem ættað er úr eyjunni að laga kirkjuna, enda á hún sér langa og merka sögu. bogadregin. Viðbæturnar hannaði Björgvin sjálfur og eru til teikningar af viðbótunum. Síðan var kirkjan for- sköluð og múrhúðuð af öðrum. Sr. Friðrik A. Friðriksson prófastur á Húsavík vígði svo kirkjuna eftir flutninginn hinn 17. júlí 1960. Samfelld byggð lagðist af í Flatey 1967 en tuttugu árum síðar lögðu brottfluttir Flateyingar í mikla við- gerð á kirkjunni á eigin kostnað því múrhúðin hafði fallið af að hluta og var hún brotin af en hvítar blikkplöt- ur lagðar á byrðið í staðinn. Þá hafa einnig farið fram viðgerðir á grunn- inum. Framkvæmdirnar nú eru að mestu kostaðar af Húsafriðunarsjóði og úr Jöfnunarsjóði sókna, en heima- menn halda áfram að leggja málinu lið með margskonar aðstoð. Búast má við að mun meira þurfi að gera við kirkjuna á næstu árum þar sem fótstykkið er talið lélegt. Miklar fram- kvæmdir við kirkjuna í Flat- ey á Skjálfanda Skjálfandi Stefanía Jóhannesdóttir gaf smiðunum að borða, ásamt dóttur sinni Sigurveigu Jónsdóttur og sonarbörnunum Ragnhildi Stef- aníu Eyþórsdóttur og Sævaldi Eyþórssyni. Stefán Óskarsson byggingaverktaki að störfum á kirkjuþakinu. Honum til að- stoðar er Kristinn Gunnlaugsson smiður. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Kirkjan í Flatey á Skjálfanda. EKIÐ var á tvö hross á þjóðveg- inum neðan við Laugarvatn á móts við bæinn Lækjarhvamm um kl. 23 á laugardagskvöld. Slys urðu ekki á fólki en töluvert eignatjón. Aflífa þurfti annað hrossið á staðnum en hitt slapp minna meitt. Tildrög slyssins eru þau að þrjú reiðhross sem höfð voru í afgirtu hólfi heim við bæinn Útey, fældust við sprengingar í flugeldum sem skotið var frá sumarbústöðum í ná- grenninu. Trylltust hrossin og stukku í gegnum rafmagnsgirðingu og áfram veginn frá bænum um tveggja kílómetra leið út á þjóðveg þar sem þau urðu fyrir fólksbíl með fyrrgreindum afleiðingum. Mildi má teljast að ekki urðu slys á fólki í þessu óhappi sem rekja má til ólöglegrar notkunar flugelda. Flugeldar fældu hross í veg fyrir bíl Laugarvatn ÞAU hjónin Eysteinn Aðalsteinsson og Arnfinna Björnsdóttir, eða Abbý eins og hún er jafnan nefnd, reka Fiskbúð Siglufjarðar og hafa gert í rúm 10 ár. Síldarævintýrið á Siglu- firði hefur verið fastur liður um verslunarmannahelgina álíka lengi. Þau hjón hafa í gegnum tíðina boð- ið gestum á síldarhátíðinni uppá hressingu sem samanstendur af ýmsu góðgæti sem menn tengja fremur þorrablótum en versl- unarmannahelgi. Á boðstólum hjá þeim hefur nefnilega verið smurt rúgbrauð með síld, plokkfiskur, svið, harð- fiskur, hangikjöt og að sjálfsögðu hinn ómissandi hákarl, auk þess sem hinar hefðbundnari vörur fisk- búðarinnar hafa verið á sínum stað, en þau hjón selja þar bæði kjötmeti og fisk. Óvenjulegt verslunar- mannahelgarsnarl Að sögn þeirra hefur þetta óvenjulega verslunarmannahelg- arsnarl alla tíð vakið mikla athygli og ávallt verið mikil sala í þessu, en verslunin er vel staðsett í hjarta bæjarins, nánast við hliðina á svið- inu þar sem skemmtidagskráin fer fram. Þessa daga er opið fram yfir miðnætti, eða þar til dagskrá á svið- inu er lokið á milli kl. 12 og 1. Eysteinn segir að það sé góð til- breyting á fá sér svona snarl þegar rölt er um bæinn eða hlustað á dag- skrána, en margir koma líka til að spjalla á meðan þeir rífa í sig harð- fiskinn eða smakka á hákarlinum. „Ég held líka að flest af þessu renni ljúflega niður með öðru sem menn láta gjarnan ofan í sig um þessa helgi,“ bætir Eysteinn við og brosir. Abbý segir að útlendir ferða- menn kaupi þessa vöru líka og furðu margir þeirra séu hrifnir af þessum séríslensku réttum. Margir útlendinganna komi til að skoða fiskinn og forvitnast um tegundir, veiðiaðferðir og matreiðslu á fiski. „Það er samt alltaf síldin sem vekur mestan áhuga þeirra enda komnir í gamlan höfuðstað síldarinnar,“ segir Abbý. Margir útlendinganna kaupa töluvert af síldinni, bæði sem nesti og til að hafa með sér heim, enda er hægt að fá hana í alls kyns hentugum pakkningum. Plokkfiskur og hákarl á Síldarævintýri Siglufjörður Morgunblaðið/Halldór Þ. Halldórsson Eysteinn og Abbý innan um góðgætið í fiskbúðinni á Siglufirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 183. tölublað (08.08.2002)
https://timarit.is/issue/250787

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

183. tölublað (08.08.2002)

Aðgerðir: