Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 4
BRUNINN Í FÁKAFENI
4 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ALLT slökkvilið höfuðborgarsvæð-
isins var kallað út að verslunar- og
lagerhúsnæði við Fákafen 9 í
Reykjavík rétt eftir klukkan þrjú
síðdegis í gær, en þar kviknaði í lag-
er verslunarinnar Teppalands sem
er í kjallara hússins. Eldsupptök eru
ókunn, en eldurinn breiddist hratt út
um lagerrými verslunarinnar og
varð strax mikill reykur allt í kring-
um húsið, en á annan tug fyrirtækja
reka verslanir eða eru með vöru-
lagera í húsinu. Ljóst þykir að tjón
þeirra vegna brunans nemi mörg
hundruð milljónum.
Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri,
sem stýrði aðgerðum á vettvangi,
sagði að um 60-80 slökkviliðsmenn
hefðu komið á vettvang. Þegar
slökkviliðið kom á staðinn hefði orð-
ið ljóst að aðstæður væru erfiðar en
fyrst voru sendir inn reykkafarar í
húsið, en þeir þurftu frá að hverfa
sökum mikils hita. Starf slökkviliðs-
ins hafi þá beinst að því að reyna að
hindra að eldurinn breiddist út og
koma froðu niður í kjallarann þar
sem eldurinn logaði. Seinni hluta
dagsins í gær og í gærkvöldi grófu
slökkviliðsmenn sig niður úr bíla-
stæði við húsið og brutu fyrst tvö göt
á norðvesturvegg hússins með múr-
brjóti til þess að ná út reyk úr kjall-
aranum og að auðveldara væri að
sprauta froðu inn. Seinna um kvöldið
voru brotin þrjú göt á norðurhlið
hússins og dældu slökkviliðsmenn
kolsýru inn um eitt gatið til að reyna
að eyða öllu súrefni en froðu var
dælt inn um hin tvö götin.
Hrólfur sagði í samtali við Morg-
unblaðið seint í gærkvöldi að sökum
hrunhættu væri ekki hægt að senda
slökkviliðsmenn inn í húsið en
slökkviliðið teldi að búið væri að ná
tökum á eldinum. „Ég ímynda mér
að það eigi eftir að taka einhverja
klukkutíma að slökkva í þessu og að
því loknu munum við fara þarna inn
og kanna aðstæður í nótt, eða um
leið og við getum. Við notum kol-
sýruna mikið og teljum að hún sé að
gera gagn, en þetta kemur betur í
ljós þegar við förum inn. Það er búið
að reyna allt sem hægt er til að
slökkva eldinn,“ sagði Hrólfur.
Ekki hægt að segja til
um útbreiðslu eldsins
Hrólfur sagði að ekki væri hægt
að segja til um hve útbreiðsla eldsins
væri mikil en vonir stæðu til þess að
hann einskorðaðist við það rými sem
hýsti lager Teppalands. Þar væri
eldvarnarhurð sem menn vonuðu að
héldi, þrátt fyrir að ekki sé gert ráð
fyrir að slíkar hurðir haldi lengur en
í klukkutíma. Ef hún gæfi sig gæti
eldurinn breiðst hratt út um önnur
rými kjallarans. Lagerrýmið væri
undir öllu húsnæði Fákafens 9 og
einnig undir Fákafeni 11, en þar
væri lokað á milli og nær öruggt að
eldurinn bærist ekki þangað. Hann
sagðist ennfremur telja ólíklegt að
eldurinn bærist upp á efri hæðir
hússins.
Hrólfur sagði að starf slökkviliðs-
ins hefði gengið vel miðað við að-
stæður, en gluggalaus rými væru
eitt hið erfiðasta sem slökkviliðs-
menn fengjust við.
Margar verslanir og lagerar eru í
húsinu og meðal þeirra fyrirtækja
sem starfa þar eru húsgagnaversl-
unin Exó, Innrömmun Míró, Teppa-
land, Salatbar Eika og Saumalist.
Teppaland og Exó eru með vörulag-
era í kjallara hússins auk fleiri fyr-
irtækja, þar á meðal Betra baks og
Tékk-Kristals. Þá hefur Reykjavík-
urborg geymslurými í kjallaranum
þar sem geymd eru verk í eigu
Listasafns Reykjavíkur.
Mörg hundruð milljóna
króna tjón
Ingi Þór Jakobsson, eigandi hús-
gagnaverslunarinnar Exó, var á
vettvangi í gærdag og sagði að at-
burðarásin þegar eldurinn kom upp
hefði verið mjög hröð og ljóst væri
að um mörg hundruð milljóna tjón
væri að ræða hjá eigendum þeirra
fyrirtækja sem eru í húsinu.
Ingi Þór sagði að lager Exó væri í
kjallaranum og víst að hann væri
ónýtur. Starfsemi fyrirtækisins
myndi sennilega stöðvast næstu vik-
ur því allir birgjar hans væru í sum-
arfríi.
Feðgarnir Reynir Sigurðsson og
Guðmundur Gauti Reynisson, eig-
endur verslunarinnar Betra bak, eru
með aðallager sinn, um 650 fermetra
að stærð, í Fákafeni 9 og fylgdust
þeir með starfi slökkviliðsins síðdeg-
is í gær. Þeir sögðust hafa verið ný-
búnir að taka við sendingu af rúmum
og höfðu þeir þegar flutt tvo gáma í
lagerinn og voru með þann þriðja á
leiðinni þegar þeir heyrðu um brun-
ann. „Við áttum að afhenda 10 rúm í
dag, en það verður víst ekki af því,“
sögðu þeir.
Þeir sögðust gera ráð fyrir að tjón
fyrirtækisins vegna brunans næmi á
bilinu 45-55 milljónum króna. „Við
sjáum fyrir okkur að við verðum í
vandræðum með birgðir og húsnæði
á næstunni, en við fáum venjulega
nýjar sendingar nokkrum sinnum í
mánuði,“ sögðu Reynir og Guð-
mundur.
Sigurveig H. Sigurðardóttir,
framkvæmdastjóri Reykjavíkur-
deildar Rauða krossins, sem er í
Fákafeni 11, þétt við Fákafen 9,
sagði að hlutirnir hefðu gerst mjög
hratt. „Við vorum að hella á könnuna
þegar við sáum svartan reyk við
húsið. Okkur brá mikið og þar sem
mökkurinn var afar svartur og
þykkur hélt ég að það gæti orðið
sprenging. Við lokuðum gluggum og
drifum okkur út á inniskónum,“
sagði hún.
Morgunblaðið/Sverrir
Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út þegar brunans í Fákafeni 9 varð vart en þá var klukkan nokkrar mínútur gengin í fjögur.
Morgunblaðið/Arnaldur
Eldurinn kom upp í lagerrými Teppalands í norðvesturhluta hússins og lagði reykinn yfir það allt.
Barátta yfir 60 slökkviliðs-
manna við erfiðar aðstæður
Ekki hægt að
senda menn inn
í húsið vegna
hættu á hruni