Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES
18 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
02
V. Fellsmúla • S. 588 7332
Opið: Mán. - föst. 9-18, lau. 10-14
Ný vefsíða: www.i-t.is
Einnarhandar
blöndunartæki
f. handlaug m. lyftit.
Kr. 5.900,- stgr
Einnarhandar
blöndunartæki
f. bað m. sturtusetti
Kr. 5.900,- stgr
Einnarhandar
blöndunartæki
f. eldhús
Kr. 5.900,- stgr
Einnarhandar
blöndunartæki
f. eldhús
Kr. 6.900,- stgr
Einnarhandar
blöndunartæki
f. handlaug m. lyftit.
Kr. 6.900,- stgr
Stálvaskur. 62x44 cm.
Kr. 11.900,- stgr
Stálvaskur. 80x44 cm.
Kr. 8.950,- stgr
Stálvaskur. 100x51 cm.
Kr. 15.900,- stgr
Stálvaskur. 80x50 cm. m. lyftit.
Kr. 25.900,- stgr
Stálvaskur.
46x48 cm.
Kr. 7.350,-
stgr
Stálvaskur.
49x49 cm.
Kr. 8.950,-
stgr
DÚNDUR sumartilboð!
Handlaug í borð. 56x47 cm.
Kr. 8.950,- stgr
Handlaug í borð. 53x41 cm.
Kr. 10.900,- stgr
Handlaug í borð. 47x39 cm.
Kr. 11.100,- stgr
Handlaug á vegg. 45x34 cm.
Kr. 3.950,- stgr
Handlaug á fæti.
55x43 cm.
Kr. 9.450,- stgr
Heilir sturtuklefar í horn.
Öryggisgler, segullæsing, sturtu-
sett, blöndunartæki, botn, vatnslás.
70x70 cm. Kr. 48.950,- stgr
80x80 cm. Kr. 50.250,- stgr
75x90 cm. Kr. 60.250,- stgr
90x90 cm. Kr. 60.250,- stgr
Frístandandi
sturtuklefar.
Öryggisgler,
segullæsing,
sturtusett,
blöndunartæki,
botn, vatnslás.
80x80 cm.
Kr. 59.900,-
stgr
Þrískipt
baðkarshlíf.
Öryggisgler,
segullæsing.
125x140 cm.
Kr. 16.900,-
stgr Wc til innb.
Kr. 43.800,-
stgr
Wc m. festingum
og harðri setu.
Stútur í vegg eða
gólf.
Kr. 17.250,-
stgr
ÓLAFUR Örn Ólafsson tók við starfi
bæjarstjóra í Grindavík um síðustu
mánaðamót. Hann segir að sér lítist
vel á starfið. Mörg spennandi verk-
efni séu framundan. Bæjaryfirvöld
eru að skoða leiðir til að stækka hús-
næði grunnskólans og verið er að
ljúka gerð deiliskipulags. Í framhaldi
af því verður nýjum lóðum úthlutað,
en skortur hefur verið á húsnæði í
Grindavík.
Nýr meirihluti var myndaður í
Grindavík að loknum kosningum. D-
listi og B-listi mynduðu meirihluta á
síðasta kjörtímabili, en eftir kosning-
ar mynduðu S-listi og D-listi nýjan
meirihluta. Nýi meirihlutinn réð Ólaf
Örn í starf bæjarstjóra, en Einar
Njálsson, fráfarandi bæjarstjóri, hef-
ur verið ráðinn bæjarstjóri Árborg-
ar.
Starfaði í sex ár í Kanada
Ólafur Örn Ólafsson er fæddur og
uppalinn á Akureyri. „Ég stundaði
sjómennsku fyrstu árin eftir að hefð-
bundinni skólagöngu lauk. Ég kláraði
stýrimannaskólann í Vestmannaeyj-
um 1977. Þaðan lá leiðin í útgerðar-
tækni í Tækniskólanum og eftir það
fór ég í viðskiptafræði í Háskóla Ís-
lands. Ég útskrifaðist af endurskoð-
unarsviði árið 1986.
Eftir að ég lauk háskólanámi starf-
aði ég eitt ár við endurskoðunarstörf,
en tók síðan við stöðu fjármálastjóra
hjá Slippstöðinni á Akureyri. Lengst-
an starfsferil á ég hins vegar hjá
Eimskipafélagi Íslands, en þar starf-
aði ég í sjö ár. Ég var í fimm ár for-
stöðumaður fyrir skrifstofu Eim-
skips á Nýfundnalandi. Síðastliðið ár
var ég starfandi hjá fyrirtæki sem
heitir „Jysk Linin’n furniture“ en það
er í Vancouver.“
Ólafur er því búinn að starfa sex ár
erlendis, en hann sagði að hann og
fjölskylda hans hefðu verið farin að
hafa áhuga á að koma heim. Hann
sagði að sér litist ljómandi vel á að
takast á við sveitarstjórnarmál á Ís-
landi. „Ég er sérstaklega ánægður
með að vera kominn til starfa í
Grindavík. Það hefur verið tekið vel á
móti mér og framundan eru spenn-
andi verkefni.“
Ólafur og fjölskylda hans notuðu
verslunarmannahelgina í að flytja inn
í hús í Grindavík. Hann sagði að
næstu dagar færu í að setja sig betur
inn í málefni bæjarins. „Við erum
þessa dagana að vinna að opnun Salt-
fiskseturs Íslands í Grindavík. Þetta
er sjálfseignarstofnun sem hefur það
að markmiði að safna saman og varð-
veita muni og myndir sem segja sögu
saltfisksins í þeim tilgangi að kynna
fyrir almenningi og ferðamönnum
mikilvægi þessa atvinnuvegar fyrir
íslenskt samfélag. Við ætlum okkur
að sýna vinnslu á saltfiski frá því fisk-
urinn er veiddur við Ísland þar til
hann er seldur út úr búð í Portúgal.
Björn G. Björnsson hönnuður hefur
unnið að gerð sýningarinnar, en
stefnt er að því að opna sýninguna í
byrjun september.“
Þörf á stærra skólahúsnæði
Stærstur hluti útgjalda sveitarfé-
laganna í landinu fer til skólamála og
Ólafur sagði að þar væru verkefni
framundan. Grunnskólinn í Grinda-
vík er einsetinn. „Það eru nokkuð
stórir árgangar að koma inn í skólann
og því er skólahúsnæðið að verða full-
lítið. Það er því á dagskránni hjá okk-
ur að auka við það og við erum að
vinna í því þessa dagana. Við erum að
skoða þann möguleika að koma fyrir
lausum kennslustofum við skólann á
meðan verið er að huga að framtíð-
arlausn.“
Grindavíkurbær rekur tvo leik-
skóla, en Ólafur sagði að húsnæði
annars leikskólans væri orðið gamalt
og þyrfti að huga þar að úrbótum.
„Fjárhagsleg staða Grindavíkur-
bæjar er góð. Við þurfum að sjálf-
sögðu að gæta aðhalds og viljum ekki
spenna bogann of hátt. Við ætlum
okkur hins vegar að gera úrbætur í
málefnum grunnskólans og huga síð-
an að leikskólamálum í framhaldi af
því.“
Íbúum Grindavíkur fjölgaði um 12
á fyrstu þrem mánuðum ársins sam-
kvæmt tölum Hagstofu Íslands. „Það
hefur verið hægfara fjölgun í Grinda-
vík sl. 3–4 ár. Það hefur verið skortur
á húsnæði í bænum. Tólf lóðum var
úthlutað á síðasta ári og þær gengu
allar út. Nú eru um 20 íbúðir í bygg-
ingu. Við vorum nýverið að ljúka
vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir svo-
kallað Lautarsvæði og svæði norðan
við bæinn. Það er því að verða stutt í
að við getum farið að úthluta nýjum
lóðum.“
Ólafur sagði að Grindvíkingar
þrýstu fast á um að farið yrði út í
lagningu Suðurstrandarvegar, en
hann tengir Grindavík og Þorláks-
höfn. Hann sagði að vegurinn væri
mikið hagsmunamál íbúa á Suður-
nesjum og í Þorlákshöfn. Tilkoma
vegarins myndi styrkja sjávarútveg á
þessu svæði og skapa ferðaþjónust-
unni ný tækifæri.
Unnið hefur verið að úrbótum í
Grindavíkurhöfn á síðustu árum. Að
undanförnu hefur verið unnið við
brimvarnargarð og að dýpka renn-
una inn í höfnina, en það verk er langt
komið. Ólafur sagði aðkallandi að
dýpka sjálfa höfnina, en einnig væri
að verða þörf fyrir nýjan viðlegukant.
„Það eru því næg verkefni fram-
undan,“ sagði Ólafur.
Ólafur er kvæntur Ásu Ólafsdóttur
viðskiptafræðingi. Þau eiga fjögur
börn á aldrinum 10–19 ára.
Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, er kominn til starfa
Stefnum
fljótlega að
úthlutun á
nýjum lóðum Morgunblaðið/Þorkell
Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík.
Grindavík
LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga
efna til árlegrar Hjarta- og fjöl-
skyldugöngu um allt land laugardag-
inn 10. ágúst nk. og er þetta í tólfta
skiptið sem það er gert. Félag
hjartasjúklinga á Suðurnesjum tek-
ur eins og áður þátt í þessu átaki og
verður gangan í Keflavík, segir í
fréttatilkynningu frá félaginu. Hefst
gangan við Reykjaneshöll kl. 14.
„Miðað er við að gengið verði í
u.þ.b. hálfa til eina klukkustund og
er fólk minnt á að búa sig eftir
veðri,“ segir í tilkynningunni. „Með
árlegri hjartagöngu er vitaskuld ver-
ið að vekja athygli á því mikilvæga
starfi sem Landssamtök hjartasjúk-
linga og félögin út um allt land inna
af hendi og jafnframt að hvetja fólk
til þess að stunda göngur reglulega.
Allir geta gerst félagar í samtökun-
um og er fólk eindregið hvatt til þess
að gerast virkir félagar og leggja
þannig mikilvægu starfi lið. Enginn
veit hver næstur þarf á hjálp að
halda. Félagið okkar á Suðurnesjum
leggur nú aðaláherslu á að hér verði
komið á fót sem allra fullkomnastri
aðstöðu til endurhæfingar eftir
hjartaaðgerðir.“
Hjarta- og
fjölskyldu-
ganga frá
Reykjaneshöll
Reykjanesbær
HINN árlegi fjölskyldudagur
Vogabúa verður haldinn næsta
laugardag, 10. ágúst. Sú breyting
verður á fyrirkomulagi dagsins, að
að þessu sinni verður hann haldinn
í Aragerði en ekki á tjaldsvæðinu
líkt og undanfarin ár. Bryddað
verður upp á ýmsum nýjungum í
ár, s.s. kanóum á tjörninni og ball
verður haldið í Glaðheimum um
kvöldið.
Fjölskyldudagur
um næstu helgi
Vogar
♦ ♦ ♦