Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ w w w .d es ig n. is © 20 02 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opið: Mán. - föst. 9-18, lau. 10-14 Ný vefsíða: www.i-t.is Einnarhandar blöndunartæki f. handlaug m. lyftit. Kr. 5.900,- stgr Einnarhandar blöndunartæki f. bað m. sturtusetti Kr. 5.900,- stgr Einnarhandar blöndunartæki f. eldhús Kr. 5.900,- stgr Einnarhandar blöndunartæki f. eldhús Kr. 6.900,- stgr Einnarhandar blöndunartæki f. handlaug m. lyftit. Kr. 6.900,- stgr Stálvaskur. 62x44 cm. Kr. 11.900,- stgr Stálvaskur. 80x44 cm. Kr. 8.950,- stgr Stálvaskur. 100x51 cm. Kr. 15.900,- stgr Stálvaskur. 80x50 cm. m. lyftit. Kr. 25.900,- stgr Stálvaskur. 46x48 cm. Kr. 7.350,- stgr Stálvaskur. 49x49 cm. Kr. 8.950,- stgr DÚNDUR sumartilboð! Handlaug í borð. 56x47 cm. Kr. 8.950,- stgr Handlaug í borð. 53x41 cm. Kr. 10.900,- stgr Handlaug í borð. 47x39 cm. Kr. 11.100,- stgr Handlaug á vegg. 45x34 cm. Kr. 3.950,- stgr Handlaug á fæti. 55x43 cm. Kr. 9.450,- stgr Heilir sturtuklefar í horn. Öryggisgler, segullæsing, sturtu- sett, blöndunartæki, botn, vatnslás. 70x70 cm. Kr. 48.950,- stgr 80x80 cm. Kr. 50.250,- stgr 75x90 cm. Kr. 60.250,- stgr 90x90 cm. Kr. 60.250,- stgr Frístandandi sturtuklefar. Öryggisgler, segullæsing, sturtusett, blöndunartæki, botn, vatnslás. 80x80 cm. Kr. 59.900,- stgr Þrískipt baðkarshlíf. Öryggisgler, segullæsing. 125x140 cm. Kr. 16.900,- stgr Wc til innb. Kr. 43.800,- stgr Wc m. festingum og harðri setu. Stútur í vegg eða gólf. Kr. 17.250,- stgr ÓLAFUR Örn Ólafsson tók við starfi bæjarstjóra í Grindavík um síðustu mánaðamót. Hann segir að sér lítist vel á starfið. Mörg spennandi verk- efni séu framundan. Bæjaryfirvöld eru að skoða leiðir til að stækka hús- næði grunnskólans og verið er að ljúka gerð deiliskipulags. Í framhaldi af því verður nýjum lóðum úthlutað, en skortur hefur verið á húsnæði í Grindavík. Nýr meirihluti var myndaður í Grindavík að loknum kosningum. D- listi og B-listi mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili, en eftir kosning- ar mynduðu S-listi og D-listi nýjan meirihluta. Nýi meirihlutinn réð Ólaf Örn í starf bæjarstjóra, en Einar Njálsson, fráfarandi bæjarstjóri, hef- ur verið ráðinn bæjarstjóri Árborg- ar. Starfaði í sex ár í Kanada Ólafur Örn Ólafsson er fæddur og uppalinn á Akureyri. „Ég stundaði sjómennsku fyrstu árin eftir að hefð- bundinni skólagöngu lauk. Ég kláraði stýrimannaskólann í Vestmannaeyj- um 1977. Þaðan lá leiðin í útgerðar- tækni í Tækniskólanum og eftir það fór ég í viðskiptafræði í Háskóla Ís- lands. Ég útskrifaðist af endurskoð- unarsviði árið 1986. Eftir að ég lauk háskólanámi starf- aði ég eitt ár við endurskoðunarstörf, en tók síðan við stöðu fjármálastjóra hjá Slippstöðinni á Akureyri. Lengst- an starfsferil á ég hins vegar hjá Eimskipafélagi Íslands, en þar starf- aði ég í sjö ár. Ég var í fimm ár for- stöðumaður fyrir skrifstofu Eim- skips á Nýfundnalandi. Síðastliðið ár var ég starfandi hjá fyrirtæki sem heitir „Jysk Linin’n furniture“ en það er í Vancouver.“ Ólafur er því búinn að starfa sex ár erlendis, en hann sagði að hann og fjölskylda hans hefðu verið farin að hafa áhuga á að koma heim. Hann sagði að sér litist ljómandi vel á að takast á við sveitarstjórnarmál á Ís- landi. „Ég er sérstaklega ánægður með að vera kominn til starfa í Grindavík. Það hefur verið tekið vel á móti mér og framundan eru spenn- andi verkefni.“ Ólafur og fjölskylda hans notuðu verslunarmannahelgina í að flytja inn í hús í Grindavík. Hann sagði að næstu dagar færu í að setja sig betur inn í málefni bæjarins. „Við erum þessa dagana að vinna að opnun Salt- fiskseturs Íslands í Grindavík. Þetta er sjálfseignarstofnun sem hefur það að markmiði að safna saman og varð- veita muni og myndir sem segja sögu saltfisksins í þeim tilgangi að kynna fyrir almenningi og ferðamönnum mikilvægi þessa atvinnuvegar fyrir íslenskt samfélag. Við ætlum okkur að sýna vinnslu á saltfiski frá því fisk- urinn er veiddur við Ísland þar til hann er seldur út úr búð í Portúgal. Björn G. Björnsson hönnuður hefur unnið að gerð sýningarinnar, en stefnt er að því að opna sýninguna í byrjun september.“ Þörf á stærra skólahúsnæði Stærstur hluti útgjalda sveitarfé- laganna í landinu fer til skólamála og Ólafur sagði að þar væru verkefni framundan. Grunnskólinn í Grinda- vík er einsetinn. „Það eru nokkuð stórir árgangar að koma inn í skólann og því er skólahúsnæðið að verða full- lítið. Það er því á dagskránni hjá okk- ur að auka við það og við erum að vinna í því þessa dagana. Við erum að skoða þann möguleika að koma fyrir lausum kennslustofum við skólann á meðan verið er að huga að framtíð- arlausn.“ Grindavíkurbær rekur tvo leik- skóla, en Ólafur sagði að húsnæði annars leikskólans væri orðið gamalt og þyrfti að huga þar að úrbótum. „Fjárhagsleg staða Grindavíkur- bæjar er góð. Við þurfum að sjálf- sögðu að gæta aðhalds og viljum ekki spenna bogann of hátt. Við ætlum okkur hins vegar að gera úrbætur í málefnum grunnskólans og huga síð- an að leikskólamálum í framhaldi af því.“ Íbúum Grindavíkur fjölgaði um 12 á fyrstu þrem mánuðum ársins sam- kvæmt tölum Hagstofu Íslands. „Það hefur verið hægfara fjölgun í Grinda- vík sl. 3–4 ár. Það hefur verið skortur á húsnæði í bænum. Tólf lóðum var úthlutað á síðasta ári og þær gengu allar út. Nú eru um 20 íbúðir í bygg- ingu. Við vorum nýverið að ljúka vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir svo- kallað Lautarsvæði og svæði norðan við bæinn. Það er því að verða stutt í að við getum farið að úthluta nýjum lóðum.“ Ólafur sagði að Grindvíkingar þrýstu fast á um að farið yrði út í lagningu Suðurstrandarvegar, en hann tengir Grindavík og Þorláks- höfn. Hann sagði að vegurinn væri mikið hagsmunamál íbúa á Suður- nesjum og í Þorlákshöfn. Tilkoma vegarins myndi styrkja sjávarútveg á þessu svæði og skapa ferðaþjónust- unni ný tækifæri. Unnið hefur verið að úrbótum í Grindavíkurhöfn á síðustu árum. Að undanförnu hefur verið unnið við brimvarnargarð og að dýpka renn- una inn í höfnina, en það verk er langt komið. Ólafur sagði aðkallandi að dýpka sjálfa höfnina, en einnig væri að verða þörf fyrir nýjan viðlegukant. „Það eru því næg verkefni fram- undan,“ sagði Ólafur. Ólafur er kvæntur Ásu Ólafsdóttur viðskiptafræðingi. Þau eiga fjögur börn á aldrinum 10–19 ára. Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, er kominn til starfa Stefnum fljótlega að úthlutun á nýjum lóðum Morgunblaðið/Þorkell Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík. Grindavík LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga efna til árlegrar Hjarta- og fjöl- skyldugöngu um allt land laugardag- inn 10. ágúst nk. og er þetta í tólfta skiptið sem það er gert. Félag hjartasjúklinga á Suðurnesjum tek- ur eins og áður þátt í þessu átaki og verður gangan í Keflavík, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Hefst gangan við Reykjaneshöll kl. 14. „Miðað er við að gengið verði í u.þ.b. hálfa til eina klukkustund og er fólk minnt á að búa sig eftir veðri,“ segir í tilkynningunni. „Með árlegri hjartagöngu er vitaskuld ver- ið að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem Landssamtök hjartasjúk- linga og félögin út um allt land inna af hendi og jafnframt að hvetja fólk til þess að stunda göngur reglulega. Allir geta gerst félagar í samtökun- um og er fólk eindregið hvatt til þess að gerast virkir félagar og leggja þannig mikilvægu starfi lið. Enginn veit hver næstur þarf á hjálp að halda. Félagið okkar á Suðurnesjum leggur nú aðaláherslu á að hér verði komið á fót sem allra fullkomnastri aðstöðu til endurhæfingar eftir hjartaaðgerðir.“ Hjarta- og fjölskyldu- ganga frá Reykjaneshöll Reykjanesbær HINN árlegi fjölskyldudagur Vogabúa verður haldinn næsta laugardag, 10. ágúst. Sú breyting verður á fyrirkomulagi dagsins, að að þessu sinni verður hann haldinn í Aragerði en ekki á tjaldsvæðinu líkt og undanfarin ár. Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum í ár, s.s. kanóum á tjörninni og ball verður haldið í Glaðheimum um kvöldið. Fjölskyldudagur um næstu helgi Vogar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 183. tölublað (08.08.2002)
https://timarit.is/issue/250787

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

183. tölublað (08.08.2002)

Aðgerðir: