Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ JOHN Aikman stór- kaupmaður lést 3. ágúst sl., 63 ára að aldri. Hann fæddist í Edinborg í Skotlandi 13. janúar ár- ið 1939. Faðir hans var Andrew Aikman kaup- maður og móðir hans Inger Hansigne Olsen. Inger var kjördóttir Methu og Carls Olsen stórkaupmanns. Þegar seinni heims- styrjöldin braust út var John komið í fóstur hjá afa sínum og ömmu hér á landi og hér var hann fyrstu fimm árin eða þar til styrjöldinni lauk. Þá fór hann til Skotlands og ólst þar upp til sextán ára aldurs. Þegar móðir hans lést 1955 kom hann til Íslands á ný og hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Hann lauk stúdentsprófi frá þeim skóla 1959. Hinn 30. ágúst 1962 gekk hann að eiga Þór- dísi Sigurðsson, f. 3. ágúst 1941, dóttur Har- aldar Á. Sigurðssonar leikara og konu hans Guðrúnar Ólafíu Hjálmarsdóttur. Börn þeirra eru þrjú; Inger Anna Aikman, f. 24. janúar 1964, Haraldur Ásgeir Aikman, f. 23. febrúar 1967, og Skorri Andrew Aikman, f. 16. maí 1971. John starfaði alla sína ævi við verslun og viðskipti, rak bæði fyrirtæki í eigin nafni og starfaði sem forstjóri Heildverslunar Ásgeirs Sigurðssonar ehf. þar til í september árið 2000. Hann var m.a. virkur félagi í Freeport-klúbbnum, var einn af stofnendum SÁÁ og sat í fyrstu stjórn þeirra samtaka. JOHN AIKMAN Andlát JÓN Grétar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélagsins Jórvík- ur, segir að mestu máli skipti að far- þegar flugvélar Jórvíkur sem lenti í alvarlegu flugatviki yfir Grænlandi í síðustu viku hafi komist heilir frá ferðinni. Hann segir það ekki rétt að ofsahræðsla hafi gripið um sig meðal farþega vélarinnar þegar hún missti hæð. Hann segir ennfremur að þegar vélin lenti í Kulusuuk hafi flugmenn vélarinnar útskýrt fyrir farþegunum hvað hefði gerst. Daginn eftir að vélin lenti í Kul- usuuk, segir Jón Grétar, kom önnur vél og flaug með farþegana til Nuuk, þ.e. á upphaflegan áfanga- stað þeirra. Jón Grétar segist ekki geta greint nákvæmlega frá atvik- inu og minnir á að það sé enn í rannsókn. Hann segir þó að vélin hafi verið í leiguflugi frá Reykjavík til Nuuk og þegar lagt hafi verið af stað frá Reykjavík hafi veðurspáin verið góð. Vélin hafi hins vegar lent í mikilli ísingu þegar hún var yfir austur- strönd Grænlands. Við það hafi hún misst mikla hæð. Þar með hafi verið ákveðið að lenda í Kulusuuk í stað- inn fyrir Nuuk. Aðspurður segir Jón Grétar að vélin hafi verið með afísingarbúnað. Hann tekur þó fram að allar flugvélar geti lent í vand- ræðum vegna mikillar ísingar þótt þær séu með slíkan búnað. Vélin skoðuð Jón Grétar segir að búið sé að skoða vélina og í ljós hafi komið að ekkert sé að henni. „Þetta er atvik eins og hvert annað atvik,“ segir hann, „slík atvik eru meðhöndluð á ákveðinn hátt hjá yfirvöldum. Þar liggur málið.“ Þorkell Ágústsson, aðstoðarrann- sóknarstjóri Rannsóknarnefndar flugslysa, ítrekar að málið sé enn í rannsókn hjá dönskum flugmálayf- irvöldum, en þau njóta aðstoðar ís- lensku rannsóknarnefndarinnar. Framkvæmdastjóri Jórvíkur um atvikið yfir Grænlandi Mestu skiptir að allir sluppu heilir á húfi GEIRMUNDUR Kristinsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Kefla- víkur, segir stjórn sparisjóðsins hafa fengið skýr skilaboð frá eig- endum meirihluta stofnfjár spari- sjóðsins um að ekki verði af þeirra hálfu staðið að viðskiptum á borð við þau sem Búnaðarbankinn hef- ur leitast eftir að eiga við stofnfjár- eigendur SPRON, Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Um 550 manns teljast stofnfjáreigendur Sparisjóðs Keflavíkur og nemur stofnféð um 800 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2001. Geirmundur neitaði því í samtali við Morgunblaðið að stofnfjáreig- endur hefðu verið kallaðir til fund- ar í aðalútibú sparisjóðsins og látn- ir skrifa undir skjal um að þeir seldu ekki stofnfé sitt að svo stöddu. Stofnfjáreigendur, sem ekki hafa viljað koma fram undir nafni, hafa haft samband við Morg- unblaðið og haldið þessu fram. Geirmundur sagði enga slíka und- irskriftasöfnun hafa farið fram með skipulögðum hætti. „Hér eru persónuleg tengsl manna meiri en til dæmis í Reykja- vík og stofnfjáreigendur eru dag- legir gestir okkar. Þessi mál hafa verið rædd og menn hafa gefið upp sína afstöðu, bæði stofnfjáreigend- ur og starfsmenn. Menn hafa ekki verið kallaðir sérstaklega til,“ sagði Geirmundur en vildi að öðru leyti ekki ræða málefni einstakra viðskiptavina sparisjóðsins. Á næstu dögum fá stofnfjáreig- endur Sparisjóðs Keflavíkur fréttabréf í hendur þar sem m.a. verður komið inn á þessi mál. Stjórn sparisjóðsins kom til fundar í gær og að sögn Geirmundar er beðið eftir niðurstöðu fundar stofnfjáreigenda SPRON með stjórn þess sjóðs, sem halda á næstkomandi mánudag, 12. ágúst. Skýr skilaboð frá eigendum meiri- hluta stofnfjár Geirmundur Kristinsson, spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur KRISTINN Magnússon sund- garpur synti í gærkvöldi yfir Þingvallavatn frá Riðuvíkur- tanga norður í Mjóanesodda, alls um 4,5 km leið. Hann er annar maðurinn sem hefur synt þessa leið. Það tók Kristin eina klukku- stund og fjörutíu og fimm mín- útur að synda yfir vatnið, en hitastig þess er um átta gráður. Mikil bára tafði Kristin lít- illega en hann hafði áætlað að synda leiðina á einni og hálfri klukkustund. Fyrr í sumar hefur Kristinn þreytt Engeyjar-, Viðeyjar-, Hvalfjarðar- og Drangeyjarsund og seinna í þessum mánuði ráð- gerir hann að synda frá Vest- mannaeyjum að fastalandinu, um 10 km leið. Það sund hafa tveir aðrir menn þreytt áður. Annar til að synda yfir Þing- vallavatn Morgunblaðið/Kristinn ÞRÍR voru fluttir með snert af reykeitrun á bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkra- húss í Fossvogi um sjöleytið í gær vegna bruna í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss í Kötlufelli í Breiðholti. Tilkynnt var um brunann um kl. 18.38 og voru tveir slökkviliðsbílar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis- ins kallaðir á vettvang. Sam- kvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík og slökkviliðinu kviknaði í dýnu, en einn maður var í íbúðinni þegar eldsins varð vart. Greið- lega gekk að slökkva eldinn. Maðurinn og tveir nágrannar hans, sem höfðu reynt að hjálpa til við að ráða niðurlögum elds- ins, fengu hins vegar snert af reykeitrun eins og áður sagði. Læknir á vakt á Landspítalan- um segir að enginn þeirra hafi þó verið með alvarleg einkenni reykeitrunar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu hlutust nokkrar skemmdir af eldi, reyk og vatni í íbúðinni. Þrír með snert af reyk- eitrun KJARTAN Þorbjörnsson setti í væna bleikju í Eyjafjarðará í gær en alls vó hún 8,5 pund og var 70 cm að lengd. Kjartan var að veiða á öðru svæði ásamt konu sinni, Júlíu Þorvaldsdóttur, og tók fisk- urinn Toby-spún. Kjartan sagði að baráttan við fiskinn hefði ekki tekið langan tíma, enda fiskurinn verið nokkuð slæptur. Hann sagði fiskinn hafa verið með stórt sár í öðru munn- vikinu og því líklegt að hann hefði áður komist í kast við færi en náð að rífa sig lausan. Kjartan sagði að vissulega hefði verið meira gaman að fá fiskinn á flugu en þrátt fyrir margar til- raunir hefði hann enga flugu vilj- að. Morgunblaðið/Golli 8,5 punda og 70 cm bleikja úr Eyjafjarðará
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 183. tölublað (08.08.2002)
https://timarit.is/issue/250787

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

183. tölublað (08.08.2002)

Aðgerðir: