Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI
16 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Gasol®
Heimsendingarþjónusta ÍSAGA
nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins.
Heimsendingargjald er kr. 500,-
Afgreiðslan Breiðhöfða 11
er opin virka daga frá kl. 8 til 17.
800 5555
Hluti af Linde Gas Group
ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11
Sími 577 3000 • Fax 577 3001
www.aga.is
IS
A
-2
43
.1
–
ÍD
E
A
Alþjóðlegt IATA/UFTAA ferðamálanám
Alþjóðleg IATA/UFTAA ferðamarkaðsfræði
Bíldshöfða 18, sími 567 1466 • www.menntun.is
HANDVERKSHÁTÍÐIN Hand-
verk 2002 hefst að Hrafnagili í
Eyjafjarðarsveit í dag fimmtudag
og stendur í fjóra daga. Ólafur
Ragnar Grímsson forseti Íslands
setur sýninguna kl. 16 í dag.
Handverkshátíðin er sú tíunda í
röðinni á jafn mörgum árum og
er orðin að föstum og ómissandi
lið í tilveru íslensks handverks-
fólks.
Aðsókn að sýningunum hefur
verið einstaklega góð allt frá
byrjun og sækja þær milli sex og
átta þúsund gestir árlega víðs
vegar af landinu, eins og segir í
fréttatilkynningu frá aðstand-
endum hátíðarinnar. Hand-
verkshátíðin á Hrafnagili er því
einn stærsti viðburður í ferða-
þjónustu á Norðurlandi á hverju
ári.
Sýningarsvæðið er samtals um
1.700 fermetrar í íþróttahúsi
Hrafnagilsskóla og kennslu-
húsnæði skólans. Einnig er sýnt í
útibásum. Á sýningarsvæðinu
verða bæði sölu- og vinnubásar
handverksfólks og gefst gestum
tækifæri á að sjá handverksfólk
að störfum.
Þema sýningarinnar að þessu
sinni er torf og grjót. Leitast
verður við að móta umgjörð sýn-
ingarinnar og dagskrá með þem-
að að leiðarljósi. Margt verður til
afþreyingar á sýningunni s.s.
tískusýning, lifandi tónlist, unnið
verður að grjóthleðslu og stein-
slípun o.fl. gert til fræðslu og
gamans. Einnig er boðið upp á
afþreyingu fyrir börn á öllum
aldri bæði gæslu og vinnubása
þar sem börnum gefst kostur á
að vinna við íslenskt handverk.
Ýmsir athygliverðir gestir
koma á hátíðina og má þar nefna
ættfræðinginn Odd Helgason sem
rekur ættir fólks langt aftur,
handverkskennarar frá Norð-
urlöndunum sýna og kenna hand-
verk og margir fleiri listamenn
heiðra sýningargesti með nær-
veru sinni. Föstudaginn 10. ágúst
verður fyrirlestur um torfhleðslu
og dagana eftir hátíðina verður
boðið upp á námskeið í körfugerð
og meðferð ullar og torfs.
Skemmtikvöld og tónleikar
Í tengslum við Handverk 2002
verður komið upp útitjaldi og
torgi þar sem seldar verða veit-
ingar og þar eru einnig sölubásar
þar sem megináhersla er lögð á
afurðir heimilanna. Á laug-
ardagskvöld verður skemmti-
kvöld í tjaldinu sem verður í um-
sjón Freyvangsleikhússins en auk
þess verða hinir landsþekktu
Álftagerðisbræður og hljóm-
sveitin Túpílakar með tónleika í
Laugarborg, tónlistarhúsi Eyfirð-
inga, á meðan á sýningunni
stendur.
Handverkshátíðin Handverk
2002 verður sett kl. 16 og verður
opið til kl. 21 í kvöld. Á morgun
föstudag og á laugardag verður
opið frá kl. 13 til kl. 21 en sunnu-
daginn 11. ágúst verður opið frá
kl. 13 til kl. 18.
Handverkssýningin Handverk 2002 á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit
Morgunblaðið/Kristján
Það er margt að sjá á handverkssýningunni á Hrafnagili í Eyjafjarðar-
sveit, sem nú er haldin í tíunda sinn.
Einn stærsti viðburður í
ferðaþjónustu á Norðurlandi
FYRIRTÆKIÐ Símaland hóf starf-
semi á Akureyri nú fyrir helgi. Til
þess var stofnað í kjölfar þess að
húslagnadeild Landsímans á Akur-
eyri var lögð niður síðastliðið vor.
Starfsmenn eru fjórir, þar af þrír
sem áður störfuðu hjá húslagna-
deildinni.
Símaland mun veita viðskiptavin-
um Símans sem og öðrum faglega
þjónustu á sviði símkerfa og síma-
tenginga auk tölvu- og ljósleiðara-
tenginga. Þá verður veitt ráðgjöf og
fyrirtækið annast sölu og uppsetn-
ingu búnaðar, nýlagnir og viðhald á
fjarskiptasviði. Þjónustan stendur
jafnt einstaklingum sem fyrirtækj-
um til boða.
Símaland er til húsa við Furuvelli
5 á Akureyri. Starfsmenn eiga helm-
ing fyrirtækisins, en framkvæmda-
stjóri er Hallur Guðmundsson.
Símaland
til starfa
Starfsmenn Símalands, Hjörleifur H. Ólafsson, Hallur Guðmundsson
framkvæmdastjóri, Kristján Ó. Jónsson og Kristinn Sigurgeirsson.
FLUGMÓDELFÉLAG Ak-
ureyrar heldur flugsýningu á
Melgerðismelum í Eyjafjarð-
arsveit laugardaginn 10.
ágúst. Félagsmenn verða
mættir á svæðið kl. 9 á laug-
ardagsmorgun en sýningin
hefst kl. 10 og stendur fram
eftir degi.
Á flugsýningunni verða
sýnd módel af ýmsum stærð-
um og gerðum. Seinni partinn
verður boðið upp á vöfflukaffi
og grillmat um kvöldið. Að-
gangur á flugsýningu er
ókeypis en greiða þarf fyrir
vöfflukaffið og grillmatinn.
Áhugasamnir eru hvattir til
þess að heimsækja Melgerð-
ismela og fylgjast með áhuga-
verðri sýningu.
Flugmódel-
sýning á Mel-
gerðismelum
TALIÐ er að öflugar brunavarnir
hafi komið í veg fyrir stórbruna og
jafnvel manntjón í eldsvoða í gisti-
heimilinu á Leifsstöðum í Eyjafjarð-
arsveit í fyrrinótt. 14 gestir voru sof-
andi á herbergjum þegar eldsins
varð vart og segir eigandi gistihúss-
ins að eldurinn hafi kraumað lengi
áður en öflug brunabjalla í húsinu
fór í gang. Slökkviliðið á Akureyri
hafði mikinn viðbúnað er tilkynnt
var um eldinn og sagt að fjöldi fólks
væri í húsum.
Tilkynnt var um eldinn klukkan
23.52 en hann reyndist hafa komið
upp í viftu á baðherbergi.
„Ég var farinn í rúmið og allt í
einu fer brunabjallan í gang,“ sagði
Gunnar Th. Gunnarrson eigandi
gistihússins. „Við vissum ekkert
hvað var að gerast. Ég byrjaði á því
að slökkva á bjöllunni og síðan fór ég
niður þar sem ég sá reyk. Þá sagði ég
konunni að hringja í Neyðarlínuna
og fór að vekja gestina. Þeir tóku tíð-
indunum mjög vel og voru rólegir.
Þeir voru snöggir að koma sér út og
komu síðan inn til að sækja dótið sitt,
þegar slökkviliðið taldi það óhætt.“
Gunnar sagði að eldur hafi logað í
gatinu þar sem viftan var og segir
miklar skemmdir hafa hlotist af og
ætla megi að eldurinn hafi kraumað
lengi.
Í húsinu er brunakerfi tengt um
allt húsið, inn á öll herbergi og segir
Gunnar kerfið hafa átt stóran þátt í
að ekki fór verr. „Það hafði allt að
segja í þessu,“ sagði hann.
Slökkviliðið sendi bíla frá báðum
stöðvum sínum, þrjá dælubíla með
alls 19 þúsund lítra af vatni auk
sjúkrabíla. Leifsstaðir er gamalt
bóndabýli sem breytt hefur verið í
gistiheimili og ekki auðvelt að kom-
ast þar í vatn.
Eldurinn slökktur fljótlega
Þar sem eldurinn var staðbundinn
við baðherbergið tókst fljótlega að
slökkva hann en tíma tók að ganga
að fullu úr skugga um að hvergi
leyndust glæður þar sem eldurinn
hafði komist á milli veggja.
Að sögn Sigurðar L. Sigurðssonar
vaktstjóra fór betur en á horfðist.
Hann staðfestir að eldvarnir séu
mjög góðar á Leifsstöðum, eldvarn-
arkerfi sé í húsinu sem hafi vakið
húsráðendur sem gengu þegar í stað
skipulega að því að koma fólki út.
Gestum var svo útvegaður nátt-
staður á hótelinu á Þelamörk um
nóttina. Tjón er töluvert á Leifsstöð-
um, þó aðallega á herberginu sem í
kviknaði, en reykur barst um allt
húsið. Unnið var að viðgerðum og
ræstingum í gær og bjóst Gunnar við
að geta opnað hjá sér aftur innan
tveggja daga.
Bjarga tókst 14 gestum af gistiheimili í tæka tíð áður en eldur breiddist út
Morgunblaðið/Kristján
Gunnar Th. Gunnarsson, eigandi gistihússins, á tröppunum heima á
Leifsstöðum í gær, þar sem unnið var að því að hreinsa til eftir brunann.
Öflugar bruna-
varnir afstýra
stórbruna
FRÉTTIR
mbl.is