Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 29
lum aldri
íkjamenn.
menn frá
i stöðum.
imenn en
fólk sem
g vill vera
ð,“ leggur
ð mikið sé
rlestra á
að morgni
skipulögð
. Það sé
og öðrum
ími gefist
m daginn
erum með
búa alltaf
um okkur
s mikið út
,“ heldur
laferðirn-
ferðanna.
og ávallt
för sem
segir það
sé í góðu
allt. „Við
er á erfitt
nnski með
g einhver
hreyfa sig
ð það eru
ferðunum.
u ferð var
r hann í
n við hin
taði,“ seg-
irleitt séu
m hóp.
um
rð og seg-
k snemma
er haldið
em ferða-
egið af sér
Bláa lóns-
eg áhrif á
atninu og
rðast um
arðfræði-
g gossaga
einstakt
gosi hefur
og þar af
skrýtnar
erg. Þetta
akt,“ legg-
jarðhita-
og loks er
ópurinn til
r eru upp-
g stöðina
dur segir
ápunktum
mikilvæg-
og einnig
ngdur Ís-
mikil áhrif
á fólk,“ undirstrikar hann og segir
að þeir séu samofnir vitneskju okkar
um hvernig Íslendingar til forna
vissu hvernig hraun myndaðist.
„Það kemur í ljós við kristnitökuna á
Þingvöllum. Hraun rann á Þingvöll-
um sama dag og þeir ræddu þar
kristnitökuna. Menn urðu óttaslegn-
ir og héldu að nú væru goðin reið. Þá
mælti Snorri þau fleygu orð að
hverju reiddust goðin þá er hraun
rann sem vér stæðum á nú. Það er
fyrsta vitneskja okkar um það að
þeir vissu hvað blágrýti var og
hvernig það myndaðist,“ segir hann
og telur jafnframt að þetta sé eina
jarðfræðin í Íslendingasögunum.
Stærsta hraun jarðar
á sögulegum tíma
„Þá fljúgum við til Vestmanna-
eyja. Vestmannaeyjar vekja alltaf
mikla athygli og eru spennandi stað-
ur,“ bætir hann við. Næst liggur
leiðin í Lakagíga. Skaftáreldar settu
mikinn svip á Íslandssöguna og seg-
ir Haraldur að hraunið sé það
stærsta á jörðinni á sögulegum tíma.
Þaðan er farið á Skeiðarársand, í
grennd við Vatnajökul og er hópnum
sýnd áhrif jökulhlaupsins 1996.
„Síðan er farið í Landmannalaug-
ar og Fjallabak. Þar er útskýrt fyrir
fólki hvernig líbarítið, þetta ljósa
grjót sem er svo einkennandi fyrir
Ísland, myndaðist, auk þess sem
náttúrufegurðin er svo stórkostleg
þarna. Þá förum við norður í Mý-
vatnssveit, að Kröflu og fjöllum um
sambandið á milli eldvirkni og virkj-
unarinnar. Að lokum skoðum við
þessa helstu staði fyrir norðan eins
og Dettifoss og Ásbyrgi. Við komum
einnig við á Tjörnesi því að þar eru
svo merkileg setlög með steingerv-
ingum í,“ lýsir hann. Farið er norður
Sprengisand og komið suður Kjöl.
Haraldur segir þetta helstu
áfangastaðina í Íslandsferð og bætir
við að ferðast sé í tólf tíma á dag.
Hann leggur jafnframt áherslu á að
einnig sé boðið upp á styttri Íslands-
ferð, lengri ferðin taki tvær vikur en
sú styttri tólf daga.
Á heimleið í Hólminn
Eins og fyrr segir er Haraldur
prófessor í jarðvísindum við Háskól-
ann á Rhode Island. Eldfjallaferð-
irnar eru aukavinna hans og segir
hann þær áhugamál og í raun sum-
arfrí. „Það er alltaf gaman að koma
heim og ég er að flytja hingað smám
saman. Ég er fæddur og uppalinn í
Stykkishólmi, á hús þar og er að
koma mér þar fyrir fyrir ellina. Það
tekur nokkur ár að flytja heim,“
bendir hann á, en hann hefur dvalið í
Bandaríkjunum í 28 ár og stundað
þaðan eldfjallarannsóknir. Áður
starfaði Haraldur í fjögur ár við há-
skóla í Vestur-Indíum og hefur hann
því dvalið erlendis í vel yfir þrjátíu
ár.
á eldfjallasvæði
n í
heillar
Morgunblaðið/RAX
er með ferðamannahópa til eldfjallasvæða Ís-
og nokkurra Mið-Ameríkulanda. Hér er hann
katá í Indónesíu ásamt vísindamönnum.
fanneyros@mbl.is
ER ALVARO Uribe sórembættiseið forseta Kól-umbíu í gær stóðu um200.000 hermenn vörð
víðs vegar í höfuðborginni, Bogota,
og herflugvélar sveimuðu yfir. Af
ótta við að uppreisnarmenn myndu
reyna að ráða hann af dögum fór at-
höfnin fram fyrir luktum dyrum, en
ekki á aðaltorginu í Bogota, og
þurftu landsmenn að fylgjast með í
sjónvarpi.
Viðbúnaður þessi er til marks um
hvernig komið er fyrir Kólumbíu.
Jafnvel svo mikilvægur atburður
sem embættistaka forsetans getur
ekki farið fram á opinberum vett-
vangi af ótta við árásir skæruliða, en
rúmlega tuttugu manns hafa fallið í
árásum þeirra frá því á mánudag.
Borgarastríð hefur geisað í landinu í
tæp fjörutíu ár og útlit er fyrir að
átökin muni magnast enn á næstu
árum. Efnahagur landsins stendur á
veikum grunni og þingið sætir
harðri gagnrýni fyrir spillingu.
Það er því ljóst að forsetinn ný-
bakaði mun hafa nóg fyrir stafni
ætli hann sér að standa við þau lof-
orð sem hann gaf kjósendum í kosn-
ingabaráttunni, en þau fela í sér um-
byltingu á stjórnmála- og efna-
hagskerfi landsins og róttækar
umbætur á hernum. Uribe var
ásamt varaforsetaefni sínu, Frans-
isco Santos, kjörinn með yfirgnæf-
andi meirihluta í kosningunum í maí
síðastliðnum, fékk 53% greiddra at-
kvæða meðan frambjóðandinn sem
næstur kom fékk 31%. Loforð hans
um aukna hörku gagnvart skærulið-
um, sérstaklega marxíska Bylting-
arhernum (FARC), sem hefur um
17.000 vopnaða menn á sínum snær-
um, og átak gegn spillingu í stjórn-
kefinu áttu hljómgrunn meðal al-
mennings í Kólumbíu. Með úr-
slitunum tjáðu kjósendur örvænt-
ingu sína vegna misheppnaðra
viðræðna stjórnvalda við uppreisn-
armennina, en á hverju ári falla um
23.000 manns í átökunum, flestir
óbreyttir borgarar. Þá er um þrjú-
þúsund manns rænt á ári hverju, en
mannrán eru ein helsta tekjulind
skæruliðasamtakanna á eftir eitur-
lyfjaframleiðslu. Afgerandi stuðn-
ingur við Uribe er augljóst merki
um að flestir Kólumbíumenn eru
fylgjandi harðri afstöðu hans til
skæruliða.
Umfangsmiklar umbætur
Fyrsta verk Uribe verður að
leggja til lagafrumvarp sem miðar
að því að fækka þingmönnum um
helming, sameina efri og neðri
deildir þingsins og skera niður eft-
irlaun forsetans, þingmanna og
dómara. Þá hefur hann hug á að tvö-
falda fjölda hermanna og lögreglu-
manna í landinu, binda enda á her-
skyldu í því skyni að koma á
atvinnuher og setja á stofn milljón
manna borgaralið sem muni veita
hernum upplýsingar um skæruliða
og starsfemi þeirra. Þá vill hann
auka öryggi á þjóðvegum landsins
til að fækka mannránum.
Þessar breytingar munu kosta
sitt og draga margir í efa að rík-
issjóður landsins geti staðið undir
þeim. Þá er ekki víst að landsmenn
muni hafa þolinmæði til að bíða eftir
því að breytingarnar taki gildi og ár-
angur verði sýnilegur. Sérstaklega
munu breytingarnar á skipulagi
hersins taka tíma, en sérfræðingar á
sviði varnarmála segja að það taki
nokkur ár að setja á stofn atvinnu-
her af því tagi sem Uribe hefur lagt
til.
Forsetinn hefur sagt að breyting-
arnar muni kosta ríkið
um einn milljarð
Bandaríkjadala, eða
um 85 milljarða ís-
lenskra króna, sem er
um eitt prósent af
vergri landsfram-
leiðslu í Kólumbíu.
Eins og áður segir er
efnahagur landsins
veikur fyrir, atvinnu-
leysi er um sautján
prósent og erlent fjár-
magn og fjárfestar
flýja það unnvörpum.
Til að standa straum af
kostnaðinum ætlar
Uribe að gera róttæk-
ar breytingar á skatta-
og fjármálakerfi landsins. Ein hug-
mynd sem varpað hefur verið fram
er að settur verði á flatur fimmtán
prósenta söluskattur og smugum í
skattakerfinu verði lokað. Þá hefur
forsetinn vakið máls á því að gripið
verði til útgáfu stríðsskuldabréfa og
að reynt verði að fá frekari lán frá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF).
Santos varaforseti, sem líklega mun
fara fyrir átaki gegn spillingu, hefur
sagt að áðurnefndar umbætur á
skattakerfinu og herferð gegn
skattsvikum muni skila allt að sex-
hundruð milljörðum íslenskra króna
í ríkissjóð.
Santos segir að forsetinn sé
ákveðinn í því að ná árangri sem
fyrst. „Tímasetningin skiptir öllu
máli ætlum við okkur að ná fram
umbótum á fyrsta árinu,“ sagði
hann á þriðjudaginn. „Við vitum að
fólk verður vonsvikið ef það sér ekki
árangur eftir sex mánuði, eitt ár eða
tvö.“
Mega nota bandarísk hergögn
Bandaríkjastjórn fagnaði kjöri
Uribe á sínum tíma, enda voru emb-
ættismenn í Washington búnir að
missa trúna á að aðgerðir fráfarandi
forseta, Andres Pastrana, sem áttu
að tryggja frið við skæruliðana,
myndu ná árangri. Bandaríkin eiga
töluverðra hagsmuna að gæta í Kól-
umbíu. Um áttatíu prósent alls kók-
aíns sem framleitt er í heiminum
kemur frá Kólumbíu, og fer lang-
mestur hluti þess á markað í Banda-
ríkjunum. Bandaríkjastjórn ákvað
árið 2000 að aðstoða Kólumbíumenn
í baráttu þeirra við skæruliða, sem
framleiða mestan hluta eitur-
lyfjanna, með því að eyða kóka-
plöntum og ráðast gegn framleiðslu-
stöðvum þeirra. Vonuðust menn til
að með því að taka fyrir helstu
tekjulind skæruliðanna myndi úr
þeim allur vindur. Það hefur ekki
gengið eftir.
Pastrana reyndi að ná friðar-
samningum við uppreisnarmennina,
m.a. með því að gefa FARC eftir
landsvæði á stærð við Sviss í suður-
hluta landsins. Sú tilraun fór út um
þúfur og hætti Pastrana viðræðun-
um eftir að skæruliðar
FARC rændu flugvél í
innanlandsflugi og
tóku öldungadeildar-
þingmann, sem var
um borð, í gíslingu.
Yfirmenn kólumbíska
hersins segja Bylting-
arherinn hafa notað
tímann á meðan samn-
ingaviðræður voru
haldnar til að styrkja
hersveitir sínar.
Hingað til hafa
Bandaríkjamenn ekki
viljað leyfa kólumb-
íska hernum að nota
hergögn frá Banda-
ríkjunum í baráttunni
gegn skæruliðunum heldur aðeins
leyft notkun þeirra við aðgerðir sem
beint er gegn kókarækt. Snúið hefur
verið frá þessari stefnu og á föstu-
dag ákváðu bandarísk stjórnvöld að
leyfa Kólumbíumönnum að nota
herþyrlur og annan bandarískan
búnað í hefðbundnum hernaðarað-
gerðum gegn skæruliðunum. Þau
hafa hins vegar þvertekið fyrir að
bandarískum hermönnum verði
beitt í átökunum.
Bæði kólumbísk og bandarísk
stjórnvöld segja að hinir vinstrisinn-
uðu uppreisnarmenn, sem fjár-
magna starfsemi sína með fíkniefna-
smygli, mannránum og fjár-
kúgunum, séu hryðjuverkamenn
sem hafi fyrir löngu lagt til hliðar
allar hugsjónir. Vopnuð samtök
hægrisinna (AUC), sem hafa fellt
þúsundir vinstrisinna, eru einnig á
lista Bandaríkjamanna yfir hryðju-
verkasamtök. Í kosningabaráttunni
reyndu andstæðingar Uribe að
tengja hann við AUC, en hann neit-
aði staðfastlega öllu sambandi við þá
og lofar að beita sér jafnt gegn öll-
um ólöglegum, vopnuðum samtök-
um. Við það heit mun hann líklega
þurfa að standa til þess að njóta
áfram stuðnings bandarískra
stjórnvalda.
Gagnrýnendur Uribe segja hann
vekja falskar vonir í brjósti Kólumb-
íumanna með áformum sínum um
aukna hörku í baráttunni við skæru-
liða og segja aukið ofbeldi ekki
munu skila neinum árangri. „Jafn-
vel með fullum stuðningi Banda-
ríkjastjórnar getur áætlun Uribe
um að leysa flókin samfélagsleg
vandamál með hervaldi orðið til þess
að átökin dragist enn á langinn,“
segir Jason Hagen hjá Rómansk-
ameríska vinnuhópnum.
Ekki má búast
við kraftaverkum
Þeir Uribe og Santos þykja að
mörgu leyti ólíkir menn og kom
mörgum á óvart þegar tilkynnt var
að Santos yrði varaforsetaefni Ur-
ibes. Uribe er 52 ára gamall, fyrr-
verandi ríkisstjóri og öldungadeild-
arþingmaður. Hann þykir stífur í
framkomu, telst til íhaldsmanna og
þykir einna helst minna á virðuleg-
an skólastjóra. Santos er síðhærður
fyrrverandi blaðamaður og ritstjóri,
þykir hinn alþýðlegasti í framkomu
og tilfinningasamur.
Ýmislegt eiga þeir þó sameigin-
legt. Báðir hafa fengið að kenna á
þeirri yfirgengilegu grimmd sem
borgarastríðinu í Kólumbíu fylgir.
Skæruliðar myrtu föður Uribe ár-
ið 1983 og reyndist ótti manna um
að honum kynni að verða sýnt bana-
tilræði á rökum reistur. Hinn 14.
maí síðastliðinn komst Uribe naum-
lega lífs af úr sprengjutilræði, sem
talið er að FARC hafi skipulagt.
Sprengja sprakk þá aðeins nokkr-
um metrum frá bifreið hans. Uribe
tókst að hjálpa bílstjóra sínum að
stýra bifreiðinni í skjól því hann
áræddi ekki að fara út úr bifreiðinni
af ótta við að leyniskyttur myndu þá
ljúka ætlunarverkinu.
Uribe býr við stöðugar hótanir
um líflát. Hann lifir engu því sem
kallast gæti „eðlilegt líf“. Hann fer
ferða sinna í brynvörðum bíl og er
jafnan umkringdur lífvörðum.
Francisco Santos hefur einnig
fengið að kynnast ofbeldinu og
óvissunni sem gegnsýrir þjóðlífið í
Kólumbíu. Árið 1990 var honum
rænt og voru þar að verki menn á
vegum eiturlyfjabarónsins Pablo
Escobars. Þeir héldu honum í átta
mánuði.
Þegar Santos var sleppt stofnaði
hann stuðningshóp fyrir fórnarlömb
mannræningja. Frá því þetta gerð-
ist hefur hann verið talsmaður þess
að stjórnvöld bregðist af aukinni
hörku við mannránum, sem mjög
eru stunduð í Kólumbíu.
Síðar kom Santos að friðarvið-
ræðum og árið 1999 var hann í far-
arbroddi þeirra sem kröfðust þess
að skæruliðar og dauðasveitir hægri
manna legðu niður vopnin.
Uribe sótti messu í heimaborg
sinni Medellín á þriðjudag til að
biðjast fyrir og leita eftir guðlegri
hjálp. Við það tækifæri varaði hann
landsmenn við of mikilli bjartsýni.
„Við getum ekki búist við krafta-
verkum,“ sagði hann. „Vandamál
þjóðarinnar eru alvarleg og við
munum þurfa tíma til að finna lausn-
ir við þeim, en við munum byrja
strax á morgun.“
Lögreglumenn rannsaka flak bifreiðar sem notuð var í sprengjutilræði í Medellín-borg á mánudag.
Heitir aukinni hörku
gegn skæruliðum
Nýkjörinn forseti Kól-
umbíu mun hafa nóg
fyrir stafni ætli hann
sér að koma landinu á
réttan kjöl, segir í grein
Bjarna Ólafssonar.
Blóðug borgarastyrjöld
hefur geisað þar í 40 ár
og spilling er landlæg
auk þess sem efna-
hagur Kólumbíu stend-
ur veikum fótum.
Alvaro Uribe,
forseti Kólumbíu.
bjarni@mbl.is
’ Stuðningur viðUribe er merki um
að flestir Kólumbíu-
menn eru fylgjandi
harðri afstöðu hans
til uppreisnarmann-
anna ‘
AP