Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
SAMKVÆMT lýsingu farþega um
borð í flugvél Jórvíkur á leið til Græn-
lands í síðustu viku, greip almenn
skelfing ekki um sig þegar vélin var
að missa hæð, en það var ekki fyrr en
vélin var lent, að fólk gerði sér grein
fyrir alvarleika málsins. Einn far-
þega, Lauritz Haggoussen, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær þó
ljóst að fólk í vélinni hafi verið í bráðri
lífshættu þegar litið sé til baka á at-
burðarásina. Samtalið fór fram með
aðstoð grænlensks túlks, Aviaaja
Kielsen, nema í blaðamennsku.
Hann minnist þess að hafa flogið
inn í óveður og skömmu síðar hafi
vélin byrjað að hristast og missa hæð.
„Það fengu allir hellu fyrir eyrun og
ég fann fyrir þrýstingi á heilann. Vél-
in fór þrjá hringi niður á við, en skelf-
ingin náði samt ekki valdi á neinum á
þeim tímapunkti,“ sagði Haggoussen.
„Stuttu seinna fékk kona meðal far-
þega smásjokk en við hin héldum að
vélin væri að lækka sig fyrir lend-
ingu. Samt fannst mér það eitthvað
einkennilegt því vanalega tilkynna
flugmenn þegar á að fara að lækka
flugið fyrir lendingu. Þeir tilkynntu
hins vegar ekkert í þá veru. Þegar við
vorum lent fengum við skilaboð um
að flugmennirnir hefðu í raun misst
stjórn á vélinni og í útvarpinu var
sagt að bilun hefði komið upp í hreyfli
og rannsókn væri hafin. Ef við hefð-
um vitað hvað var í rauninni á seyði
þær 2–3 mínútur sem flugvélin var að
missa hæð, hefðum við gengið af göfl-
unum af skelfingu.
Þegar við komum niður úr skýj-
unum sá ég haf og ís 800 metrum fyr-
ir neðan og var feginn að við vorum
yfir hafi en ekki í fjalllendi því það er
ekki víst að flugferðin hefði fengið
sama endi ef fjallstoppar hefðu tekið
á móti okkur. Einni mínútu eftir að
allt var um garð gengið tilkynntu
flugmennirnir að við myndum lenda í
Kulusuk. Það var óhugnanlegt að
komast að því eftir á að við hefðum
getað dáið í þessari ferð. Við vorum í
bráðri hættu.“
Haggoussen sagðist ekki hafa haft
mikla trú á vélinni vegna smæðar
hennar, þegar hann var að ganga um
borð. „Ég kíkti á vélina og fannst hún
lítil enda ekki vanur að fljúga með svo
litlum vélum og fannst það ekki þægi-
leg tilhugsun að fara með smávél yfir
hafið. Ég sat hægra megin í henni og
skoðaði hreyfilinn litla og fannst hann
ekki mikill fyrir hreyfil að sjá.“
Farþegi um borð í flugvél Jórvíkur um flugatvikið við Austur-Grænland
„Við vorum í
bráðri hættu“
Mestu skiptir/10
ÓVENJULEGT mál bíður úrskurð-
ar dómstóls KSÍ, Knattspyrnu-
sambands Íslands, þar sem kæra
hefur borist frá ÍH, Íþróttafélagi
Hafnarfjarðar, á hendur leikmanni
Boltafélags Ísafjarðar, BÍ, sem var
aðstoðardómari, eða línuvörður, í
leik liðanna í B-riðli 3. deildar 27.
júlí síðastliðinn. Lék hann ekki með
þar sem hann tók út leikbann fyrir
að hafa verið vikið af velli í leik BÍ
þar á undan.
Umræddum leik BÍ og ÍH lauk
með sigri Ísfirðinga, 3-2. Er Hafn-
firðingar uppgötvuðu að annar að-
stoðardómari leiksins var leik-
maður heimamanna í leikbanni
ákváðu þeir að leggja inn kæru þar
sem þeir töldu hann með þessum
hætti hafa haft afskipti af leiknum,
eitthvað sem ekki mætti gera í leik-
banni að þeirra mati. Ekki er því
haldið fram í kærunni að leikmað-
urinn hafi haft áhrif á úrslit leiksins
með línuvörslu sinni.
Geir Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri KSÍ, sagði við Morgunblaðið
að hér væri vissulega óvenjulegt
mál á ferðinni og sagðist ekki vita
til að slíkt mál hefði áður verið
kært til KSÍ. Dómstólsins biði erfitt
verkefni þar sem tilvik sem þetta
væri ekki talið beint upp í leikregl-
unum. Hann sagði málið m.a. snú-
ast um þá spurningu hvort aðstoð-
ardómari hefði einhver afskipti af
leiknum. Að sögn Geirs verður mál-
ið tekið fyrir af dómstóli KSÍ á
næstu dögum.
Leikmaður í
banni kærður
sem línuvörður
SKAFTI Harðarson, framkvæmda-
stjóri Teppalands, en eldurinn kom
upp í kjallara á lager verslunarinn-
ar, segir að brunaviðvörunarkerfi
hafi gert vart við sig klukkan rúm-
lega þrjú í gær. Teppaland er, að
sögn Skafta, líklega eina fyrirtækið
í húsinu sem er með slíkt viðvör-
unarkerfi og er það að finna bæði á
lager og í verslunarhúsnæðinu.
Svo hafi viljað til, þegar viðvör-
unarkerfið fór í gang, að starfsmað-
ur í verslun var í sambandi við ann-
an starfsmann sem var á lagernum í
kjallara. Hvorki þeir starfsmenn
sem voru í versluninni né sá sem
var á lagernum hafi orðið varir við
neitt athugavert og þegar starfs-
menn Securitas hringdu til að at-
huga hvað væri á seyði eftir að
kerfið fór í gang hafi starfsmenn
Teppalands kvartað undan því að
búnaðurinn væri ekki í lagi, þar
sem ekki virtist vera um neinn eld
að ræða.
„Tíu mínútum síðar, þegar
starfsmaðurinn var farinn úr kjall-
aranum, varð þar sprenging og allt
bendir til þess að þarna hafi verið
kraumandi eldur sem svo breiddist
út með miklum hraða á þessum tíu
mínútum,“ segir Skafti.
Skafti segir að um sé að ræða að-
allager Teppalands og þar hafi ver-
ið að finna hvers konar gólfefni, svo
sem parket, gólfdúka, teppi, ýmis
fylgiefni, gúmmígólfdúka og
gúmmíeinangrunarefni. „Hluti af
þessum efnum er vægast sagt ill-
vígur brunamatur og það er ljóst að
þetta er gífurlegt tjón fyrir fyrir-
tækið,“ sagði Skafti.
Héldu að
viðvörunar-
kerfið væri
í ólagi
ALLT slökkvilið höfuðborgarsvæðis-
ins var kallað út klukkan rúmlega
þrjú síðdegis í gær, en eldur hafði
kviknað á lager í kjallara húss númer
9 við Fákafen og varð fljótlega mikið
reykhaf í kringum húsið og nágrenni
þess. Á annan tug verslana hafa ým-
ist verslunar- eða lageraðstöðu í hús-
næðinu, auk þess sem Reykjavíkur-
borg hefur þar geymsluhúsnæði
undir listaverk sem eru í eigu Lista-
safns Reykjavíkur. Talið er að tjón
vegna brunans nemi mörg hundruð
milljónum króna.
Í samtali við Morgunblaðið um
miðnætti í gærkvöldi sagði Hrólfur
Jónsson slökkviliðsstjóri, sem stýrði
aðgerðum slökkviliðs á vettvangi, að
menn teldu að búið væri að ná tökum
á eldinum. Hann sagðist eiga von á
því að á næstu klukkustundum tækist
að slökkva eldinn og að því loknu
myndu menn fara inn í húsið og þá
kæmi í ljós hversu mikil útbreiðsla
eldsins væri.
Um fimmtíu listaverk eftir íslenska
listamenn eru geymd í kjallara húss-
ins í geymslu Listasafns Reykjavík-
ur. Eiríkur Þorláksson, forstöðumað-
ur Listasafns Reykjavíkur, sagði að
um óbætanlegt tjón væri að ræða ef
listaverkin yrðu eldi að bráð. Meðal
verka sem eru í geymslunni eru um
tuttugu verk eftir Ásmund Sveinsson,
þ. á m. frumverk unnin í tré sem bera
heitin Höfuðlausn og Í tröllahöndum,
en einnig eru þar verk eftir Jón
Gunnar Árnason, Birgi Andrésson,
Finnboga Pétursson, Ólaf Elíasson
og fleiri.
Mestur eldur var í tveimur hólfum í
kjallara í vesturenda hússins þar sem
Listasafnið er einnig með geymslu
sína. Enn var barist við eldinn í gær-
kvöldi og óljóst hvort skemmdir
hefðu orðið á geymslu Listasafnsins.
Eiríkur sagði um tíuleytið í gær-
kveldi, eftir að hafa athugað aðstæður
ásamt Hrólfi Jónssyni slökkviliðs-
stjóra, að ekki hefði komið reykur
upp úr þeim loftristum sem vissu nið-
ur að geymslusvæði Listasafnsins og
það gæfi aðeins meiri vonir um að
geymslan kynni að sleppa. Hins veg-
ar væri ekki búið að slökkva eldinn og
hann gæti ennþá brotið sér leið.
Eiríkur bætti því við að sennilega
yrði ekki hægt að komast inn í
geymsluna fyrr en í dag til að athuga
aðstæður.
Mörg hundruð millj-
óna tjón í eldsvoða
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Slökkviliðsmenn börðust við eldinn fram á nótt við afar erfiðar aðstæður og þurftu margsinnis að hörfa frá vegna mikils hita.
Um 50 listaverk Listasafns
Reykjavíkur í geymslu í kjallara
hússins við Fákafen
Bruninn í Fákafeni/4, 6
♦ ♦ ♦