Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á hverjum degi þurf- um við að taka fjöl- margar ákvarðanir. Við þurfum að velja á milli ýmissa kosta. Þegar við vöknum þurfum við að ákveða í hvaða föt við eigum að fara. Þá þurfum við að ákveða hvað við eigum að fá okkur að borða. Svo verðum við að ákveða hvort við eigum að labba eða fara á bílnum í vinnuna. Svona heldur þetta áfram allt okkar líf. Ákvarðanirnar eru mis- erfiðar og misafdrifaríkar. Þær eru óaðskiljanlegur hluti lífsins, því með hverri þeirra skilgreinir maður sjálfan sig frekar. Það er mikilvægt að við þurf- um að horfast í augu við afleið- ingar ákvarð- ana okkar. Öðru vísi lær- um við ekki. Öðru vísi get- um við ekki orðið betri manneskjur. Ef afleiðingarnar eru numdar á brott brenglast líf okkar. Hegð- un, sem undir venjulegum kring- umstæðum er afdrifarík, verður það ekki lengur. Það er líka nauðsynlegt að fólk fái að taka rangar ákvarðanir, ef þær bitna aðeins á sjálfu því. Ef hið opinbera vasast í gjörðum okkar hættum við á svipaðan hátt að geta lært af reynslunni. Mistök eru hluti af því að vera maður. Ef „æðra vald“ eins og ríkisvaldið segir okkur hvernig við eigum að haga lífinu verðum við bara tannhjól í vél. Líf okkar verður samkvæmt fyrirfram skrifuðu handriti þeirra sem telja sig geta haft vit fyrir okkur. Enda geta menn ekki haft vit fyrir öðrum. Hverjir ættu svo sem að hafa vit fyrir hverjum? Einstaklingurinn; sá sem verður að þola afleiðingar gjörða sinna, er sá eini sem er fær um að ákveða athafnir sínar. Svo lengi sem þær skaða ekki aðra. Það er algengur misskilningur og um leið röksemd fyrir for- sjárhyggju, að einstaklingar hafi ekki val. Drykkjumaðurinn sé til að mynda svo háður áfenginu að hann geti ómögulega rifið sig upp úr neyslunni og hafið heil- brigðara líferni. Hins vegar er það einmitt svo að aðeins hann, drykkjumaðurinn, getur breytt lífi sínu. Hann hefur tvo kosti í stöðunni. Annars vegar getur hann leitað sér hjálpar og hætt að drekka, með tímabundnum líkamlegum og andlegum erf- iðleikum, en hamingju til lengri tíma. Hins vegar getur hann látið undan fíkninni, látið sér líða þokkalega í smástund, en haldið áfram sama volæðinu. Auðvitað er annar kosturinn erfiðari í framkvæmd en hinn. Það gefur augaleið að þessi mað- ur er í afar erfiðri stöðu. En hann er ekki fórnarlamb ytri að- stæðna, eða sjúkdóms. Hann er fórnarlamb sjálfs sín. Hann er líka sá eini sem getur gert eitt- hvað í málunum. Þetta er sú heimspeki sem margar meðferð- arstofnanir leggja áherslu á, að einstaklingurinn beri einn ábyrgð á eigin lífi. Honum býðst hins vegar hjálp ef hann kærir sig um. Á sama hátt má nefna dæmi um eistneska stúlku, sem stend- ur frammi fyrir tveimur val- kostum. Annars vegar býðst henni að ferðast til annarra landa og dansa nakin eða léttklædd fyrir karlmenn á nektardans- stöðum. Fyrir þessa vinnu fengi hún sem nemur einni og hálfri milljón íslenskra króna á mánuði. Gerum ráð fyrir að henni þyki niðurlægjandi að dansa nakin fyrir karlmenn, hvort sem er á sviði eða í klefa. Hins vegar get- ur hún dvalið heima hjá sér áfram, þar sem samanlagðar tekjur fjölskyldunnar eru tuttugu þúsund krónur á mánuði. Þeir sem barist hafa á móti nektardansi hafa talað um að með honum nýti karlmenn, eig- endur staðanna og viðskiptavinir, sér neyð eistnesku stúlkunnar til að niðurlægja hana. Þessir bar- áttumenn hafa á þessari forsendu viljað banna henni að stunda nektardans. Hvað liggur að baki slíkri af- stöðu? Vilja baráttumennirnir vernda stúlkuna? Fyrir hverju? Sjálfri sér? Stúlkan hefur vegið og metið þessa tvo kosti; mögu- leikann á að tryggja framfærslu fjölskyldu sinnar og niðurlæg- inguna annars vegar og fátækt- ina hins vegar. Hún hefur sjálf tekið þessa ákvörðun, sem þýðir að í hennar augum hefur fjár- hagslegt öryggi meira vægi en óþægindin við nektardansinn. Baráttumennirnir eru, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki að berjast fyrir hagsmunum eistn- esku stúlkunnar. Þeir vilja að hún verði áfram að búa við þessa miklu neyð, sem þeir tala svo fjálglega um að aðrir séu að nýta sér. Stundum læðist að manni sá grunur að baráttumennirnir séu fyrst og fremst að reyna að sýna fram á hve góðar manneskjur þeir séu sjálfir. Stjórnmál eiga að snúast um að gera kosti fólks betri. Í Eist- landi eiga þau að snúast um að breyta þeim raunveruleika sem eistneska stúlkan stendur frammi fyrir; með öðrum orðum bæta lífsgæði. Eftir því sem aðrir valmöguleikar verða meira aðlað- andi verður nektardans fjarlæg- ari kostur fyrir hana. Ef hún get- ur fengið góð laun annars staðar, laun sem duga vel til framfærslu, þarf hún ekki að taka svona afdrifaríka ákvörðun. Lífsgæði verða aðeins bætt með auknu frelsi, minna reglu- verki og minni íhlutun ríkisvalds- ins. Ef fyrirtækjum og ein- staklingum er leyft að blómstra og njóta afraksturs erfiðis síns eykst framleiðsla í þjóðfélaginu og allir verða ríkari. Við þurfum ekki nema að líta á sögu 20. aldarinnar til að fá sönnun þess, frjálslynd lönd hafa stungið hin stjórnlyndari af á flestum svið- um. Ef við lítum á nektardans sem vandamál felst lausnin því ekki í boðum og bönnum. Hún felst þvert á móti í auknu frelsi og þar með velmegun; þá er tryggt að nektardansinn stundi aðeins þeir sem hafa ekkert á móti honum siðferðilega. Valið er okkar Ef „æðra vald“ segir okkur hvernig við eigum að haga lífinu verðum við bara tannhjól í vél. Líf okkar fer eftir fyrir- fram skrifuðu handriti þeirra sem telja sig geta haft vit fyrir okkur. VIÐHORF eftir Ívar Pál Jónsson ivarjons@ yahoo.com Á MIÐOPNU Morg- unblaðs ritar Björn Bjarnason greinar sem ætla mætti að séu nokk- urs konar leiðarljós blaðsins. Þar á meðal er „Ofstopi vegna virkjana og stóriðju“ sem birtist 20. júlí sl. Ástæða þeirra greinarskrifa er forsíð- ugrein í bandaríska dagblaðinu New York Times 16. júlí, 2002 und- ir heitinu „An Icelandic Battle of Wildlife Ver- sus Voltage“ eftir D.G. McNeil jr. Náttúruunnendum á Íslandi hefur lengi þótt orðræða stjórnmálamanna um þessi mál heldur rýr en aðferðir stjórnar- liða hafa einmitt einkennst af ofstopa, hroka og skítkasti. Því miður er farið í geitarhús að leita ullar að ætla sér að öðlast skilning á umhverfismálum af skrifum fyrrverandi menntamálaráð- herra. En óneitanlega veita þau nokkra innsýn í umhyggju og skilning Björns Bjarnasonar á verðmætum þjóðarinnar. Umhverfis- og náttúruvernd varð- ar menningu þjóðar, skilning hennar á auðæfum sínum og þeirri upp- sprettu vísdóms, fegurðar og and- legrar uppbyggingar sem villt nátt- úra er. Sá sem áttar sig ekki á þessu fer villur vegar því menning snýst um margt annað en tónlist, rit- og mynd- list. Sú víðtæka listsköpun endur- speglar hins vegar stóra samhengið – það hvernig fólki líður í landinu. Menning snýst líka um hamingjuna að vera til; hafa skoðun, eiga frjóa um- ræðu um allt milli himins og jarðar án þess að eiga á hættu að missa æru, starf og eigur fyrir það eitt að and- mæla stjórnvöldum og pólitískum frekjuhundum á þeirra snærum. New York Times-greinin er ein af fjölmörgum sem hafa birst víða um heim undanfarið og fjalla um áform íslensku ríkisstjórnarinnar að fórna stórbrotinni náttúru landsins fyrir al- þjóðlega auðhringa, spilla Íslandi og ímynd þess. Áður hafa birst greinar í Smithsonian Magazine, víðlesnu og virtu náttúrufræðitímariti í Banda- ríkjunum; GEO, þekktasta landfræði- riti Þýskalands og Nat- ional Geographic Traveller. Stórblaðið Washington Post og dagblöð í Evrópu hafa einnig fjallað um fórn- ina miklu fyrir álver og fréttin flýgur á Netinu t.d. í Geotimes, tímariti American Geological Institute. Þessi fórn þykir flest- um fráleit; ímynd Ís- lands hefur skaðast og Íslendingar eru að verða frægir – að en- demum. Greinin í Smithsoni- an Magazine ýtti af stað þessari miklu hrinu sem ekki sér fyrir endann á. Þar er ALCOA að engu getið enda greinin prentuð áður en álrisinn kom til skjalanna. Björn Bjarnason segir að áform ALCOA um að reisa álver hér hafi hrundið þessum skrifum af stað. Það er al- rangt og staðfestir aðeins hve utan- gátta Björn er í umræðunni. Áformin – þetta furðulega viðhorf og heimska – að vilja spilla fágætri náttúru, þjóð- garðsígildi, fyrir álver er frumástæð- an og stórfrétt. Í stað þess að ræða málefnalega um grein NYT og viðhorf sín gagnvart náttúruspjöllum kýs Björn leðjuslag stjórnmálamanns. Nú þegar mest á ríður að halda höfði og horfa á náttúru Íslands sem óþrjótandi auðlind þekk- ingar og lista – í takti við framtíðar- sýn um sjálfbært atvinnulíf, þá gefur menningarpostuli sjálfstæðismanna til kynna að umræðan snúist um vinstri græna, NATO og varnarsam- starf við Bandaríkin. Ég segi nú eins og unglingarnir: „Djísaskræst“! Í grein NYT, Smithsonian Magaz- ine og GEO var vitnað í forsætisráð- herra Íslands. Líklega vekja ummæli hans mesta furðu útlendinga. Upp- lýstir stjórnmálamenn um allan heim eru flinkir í orðræðu um vistkerfi og auðlindir, um villta náttúru og mik- ilvægi verndunar. Davíð skilur ekki um hvað málið snýst; segir mestu um- hverfisspjöll Íslandssögunnar lítil. Hálslón er lítið, að hans mati. Þetta fullyrðir hann þrátt fyrir úrskurð Skipulagsstofnunar og að niðurstaða í Rammaáætlun ríkisstjórnarinnar um virkjanir og verndarviðmið væri líka á einn veg – að Kárahnjúkavirkjun væri versti kosturinn vegna náttúru- gæða sem færu til spillis. Hverja þyk- ist forsætisráðherra blekkja? Útlend- ingar eru ekki endilega fífl. Að spilla sérstæðri náttúru, óbyggðum og vistkerfum í stórum stíl eins og hér er stefnt að er háalvarlegt mál í veröld hnignandi náttúrugæða. Engar hástemmdar yfirlýsingar um menningu, fornsögur og landafunda- afrek Íslendinga vega upp á móti svo grófri skemmdarstarfsemi og menntamálaráðherra sem ekki er umhugað um náttúru landsins og ver hana gegn Landsvirkjun og eyðilegg- ingu stóriðju er máttlaus málsvari menningar. Sunnan Kárahnjúka í fyrirhuguðu stæði Hálslóns eru fagurskapaðir set- hjallar, fjölþætt gróður- og dýralíf og fjölmörg ævintýraleg náttúrufyrir- bæri. Dalurinn er stundum nefndur Set- hjalladalur og í þessum fágætu set- hjöllum er varðveitt árþúsunda set- myndunar- og veðurfarssaga sem er dýrmæt fyrir vísindin og fræðslu á heimsvísu, að mati vísindamanna. Sethjallarnir gætu vel reynst mikil- vægur hlekkur í framtíðarauðlind Austurlands á sviði mennta og vís- inda. Hefur fyrrverandi menntamála- ráðherra vakið athygli á þessu – eða öllum þjóðararfinum sem fyrirhugað er að fórna? Því miður. Hann er stór- iðjutrúar. Með Kárahnjúkavirkjun eru einnig áformuð víðtækustu spellvirki á forn- leifum þjóðarinnar. Voru þau áform ástæða þess að Landsvirkjun var troðið inn í helgasta vígi þjóðminja, Þjóðminjasafnið, til að bæta ímynd sína? Var það fyrir tilstuðlan fv. Bjarnargreiði Guðmundur Páll Ólafsson Umhverfismál Hver á að vernda náttúru, þjóðararf og menningarverðmæti á hálendi Íslands, spyr Guðmundur Páll Ólafsson, ef stjórnvöld gera það ekki? RÁÐSTEFNA Sameinuðu þjóð- anna um sjálfbæra þróun sem nú er skammt undan í Jóhannesar- borg er framhald af ferli sem hófst með Stokkhólmsráðstefnunni um umhverfi mannsins 1972. Sá fund- ur var fyrsta stóra þemaráðstefn- an á vegum alþjóðasamfélagsins um viðfangsefni sem snerta heims- byggðina alla og margar ráðstefn- ur hafa fylgt á eftir um málefni eins og mannfjölgun, félagsleg réttindi, húsnæðismál og stöðu kvenna. Umhverfismál eru eins konar samnefnari fyrir allt þetta ferli. Ríó-ráðstefnan um umhverfi og þróun 1992 markaði þáttaskil þar sem ekki færri en 118 þjóð- arleiðtogar undirrituðu yfirlýsingu og lögðu drög að framkvæmda- áætlun, sem síðan er oft vitnað til. Grunnhugtök umhverfisréttar voru þar fest í þessi, m.a. varúðar- og mengunarbótareglan, og hug- takið sjálfbær þróun hefur síðan víða skotið rótum. Hvernig hefur miðað? Uppgjörið að áratug liðnum frá Ríó-ráðstefnunni sýnir heldur bága niðurstöðu. Að mati Kofi Annans aðalritara SÞ skortir mik- ið á að staðið hafi verið við Dag- skrá 21, eins og framkvæmdaáætl- unin frá Ríó er kölluð. Á flestum sviðum hefur miðað hægar en áætlunin gerir ráð fyrir og í sumum efnum er staðan mun verri en fyrir áratug:  Alþjóðasamfélagið og aðildarríki SÞ hafa ekki tekið samþætt á efnahagslegum, fé- lagslegum og um- hverfislegum vanda- málum, sem þó er lykillinn að farsælli lausn.  Á heimsvísu hafa menn gengið langtum meira á auðlindir en vistkerfin þola og jafnframt hefur misskipting í lífs- kjörum vaxið hröðum skrefum.  Samræmda og langsæja stefnu vantar á sviði fjármála, viðskipta, fjárfestinga og tækni.  Fjárveitingar hafa verið allsend- is ónógar til að unnt væri að standa við Dagskrá 21, opinber þróunaraðstoð hefur minnkað og stór hluti þróunarríkja ekki náð að halda í horfinu. Ný og erfið viðfangsefni hafa bæst við eins og afleiðingar hnatt- væðingar, upplýsinga- og sam- göngubyltingin og útbreiðsla sjúk- dóma eins og eyðni. Hnignun hefur orðið á stórum svæðum, ekki síst í Afríku og Rúss- landi. Loftslagsbreyt- ingar af mannavöldum skapa ný og ófyrirséð vandamál. Afstaða Bush-stjórnarinnar í Bandaríkjunum til umhverfismála og al- þjóðasamstarfs varpar nú dimmum skugga á viðleitni til úrbóta. Sjálfbær þróun meginþema Heimsþing um sjálf- bæra þróun (World summit on sustainable development, skamm- stafað WSSD) er yfir- skrift ráðstefnunnar í Jóhannesar- borg. Hugtakið sjálfbær þróun sem mótaðist fyrir um tveimur áratugum fékk sinn sess í sam- þykktum Ríó-ráðstefnunnar. Það felur í sér að ákvarðanir og að- gerðir á hverjum tíma megi hvorki valda tjóni fyrir óbornar kynslóðir né skerða möguleika þeirra til lífs- afkomu. Umhverfisvernd er þar lykilatriði. Dagskrá 21 er ætlað að skila mannkyni öllu, þjóðríkjum og byggðarlögum, á rétta leið í þess- um efnum. Sem flestum er ætluð þátttaka í þessari stefnumörkun með virkri aðild að Staðardagskrá 21, þar á meðal sveitarfélögum, Hjörleifur Guttormsson Hvað gerist í Jóhannesarborg?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 183. tölublað (08.08.2002)
https://timarit.is/issue/250787

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

183. tölublað (08.08.2002)

Aðgerðir: